Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 25 V- GATT- samningarnir Lokafresturinn til að Ijúka svonefndri Uruc um alþjóðaviðskipti og tollamál rennur' dag, 15. desember. Viðskipti milli iðnríkja og EvróþuSfflÖalagsins hlutfall af öllum útflutningi. Kanada, sem Innflutningur sömu ríkja sem hlutfall af öllum innflutningi. Utanríkisviðskipti Bandaríkjamanna Utflutningur Bandaríkjamanna til annarra iðnríkja; Japans, Kanada og Evrópuabandalagsins, sem hlutfall af öllum utanríkisviðskiptum þeirra. r Aðrir lönríkin 54% A ^46% A Innflutningur Bandaríkjamanna. Skilgreining á GATT ðnanna GATT er samheiti yfir reglur um alþjóðleg viðskipti og stofnunina sem sér um að fylgja þeim eftir og laga þær að breytum aðstæðum. samnfn|ár gætú þeir aúkið tekjur af útflutníffýi allra ríkja um samanlagt 270 milljarða Bandáríkjadollara á ári. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja að störtum þar í landi gæti fjölgað um 1,4 milljónirog þjóðarframleiðsla gæti aukist um rúmlega 1.000 milljarða Bandaríkjadollara fyrstu 10 árin. Nokkur deiluefni: ■ Styrkir til bænda verði lækkaðir ■ Takmarkanir á innflutningi vefnaðarvöru verði afnumdar ■ Sanngjamar reglur um viðskipti . með þjónustugreinar á borð við ferðaþjónustu og fjarskipti ■ Reglur til að vemda einkarétt og önnur hugverk ■ Reglur til að hindra undirboð þ.e. að komið verði í veg fyrir að vörur og þjónusta séu seld á lægra verði ds. KRT utanlands en innanlanas. — Hver fær hvað? GATT ^ Genf. Reuter. AÆTLAÐ er, að GATT-samningamir muni auka heimsvið- skiptin um 200-300 milljarða dollara á ári, um rúmlega 1% af heimsframleiðslu, næstu tíu árin frá 1995. Hagnaður þeirra 117 rílga, sem nú eiga aðild að GATT, kemur til af tollalækk- unum en tollar, sem nú eru til jafnaðar 5%, fara í 3%. Auk þess verður rutt úr vegi mörgum öðrum viðskiptahindrunum. Landbúnaður, vefjariðnaður og þjónustustarfsemi falla nú í fyrsta sinn undir alþjóðlega viðskiptasamninga. Ef litið er á fyrrnefnda þrjá flokka hvern fyrir sig er útkoman þessi: Landbúnaður Evrópubandalagið með sinn afkastamikla landbúnað mun hagnast mest á landbúnaðarkafla GATT-samninganna og er áætl- að, að nettótekjur þess muni auk- ast um 30 milljarða dollara. Nettótekjur í Japan, sem mun smám saman opna hrísgrjóna- markaðinn og annan verndaðan landbúnaðarvörumarkað, munu aukast um 22 milljarða dollara. Flest þriðjaheimsríki munu hins vegar tapa á þessum samningi eða sem svarar til 1,5 milljarða dollara. Vefjariðnaður Bandaríkin og kommúnistarík- in fyrrverandi munu hagnast mest á frelsi í viðskiptum með vefnaðarvöru. Bandarískir neyt- endur munu hagnast á lægra verði en austantjaldsríkin fyrrver- andi á auknum útflutningi. Hagn- aðurinn er metinn 22 og 20 millj- arðar dollara hlutfallslega. Þj ónustustarf semi Kommúnistaríkin fyrrverandi munu einnig hagnast vel, um 13 milljarða dollara, á auknu frelsi í þjónustustarfsemi, aðallega. vegna þess, að það mun verða til að opna lokaða markaði þeirra og gera þá skilvirkari. Nettótekj- ur EB, aðallega Bretlands og Frakklands, munu aukast um sjö milljarða dollara og Bandaríkj- anna um tvo milljarða. Ástralía og Nýja Sjáland munu hagnast minnst. N ettótely uaukning eftir heimshlutum: milljarðar, doll. Evrópubandalagið 61 Fyrrverandi kommúnistaríki 37 Bandaríkin 36 Japan 27 Þriðji heimurinn 16 Landbúnaðarríki (önnur enofannefnd) 12 Vestur-Evrópuríki utan EB 8 Innflutningsríki landbúnaðar- vöru (önnur en ofannefnd) 7 Kanada 4 Ástralía og Nýj a Sj áland 2 í þessum áætlunum er ekki tekið tillit til hugsanlegs hagnað- ar af strangari reglum um beit- ingu refsitolla; af samræmingu reglna um höfundarrétt og af skilvirkari reglum um lausn við- skiptadeilna. Þá er ekki tekinn með sá félagslegi kostnaður, sem kann að hljótast af kerfisbreyt- ingum víða vegna aukins við- skiptafrelsis. Hrísgrjónadeilan Eitt af viðkvæmustu deilumál- unum á lokastigi viðræðnanna var hvort ríki suð-austurhluta Asíu ættu að opna fyrir innflutning á hrísgijónum. Flest hafa þau bannað allan slíkan innflutning með tilvísun til „öryggishags- muna“ þjóðarinnar. í gær lýsti Morihiro Hosokawa, forsætisráð- herra Japan, því yfir að Japanir myndu leyfa innflutning, sem samsvaraði 4-8% af neyslu frá og með 1995, til að auðvelda að GATT-samkomulag næðist. Þá lýsti stjórn Suður-Kóreu því sömuleiðis yfir að hún myndi heimila innflutning frá og með árinu 1995. Stjórn Tævan sagðist sömu- leiðis vera að íhuga að leyfa inn- flutning. Skemmtileg bók um fólk í bókinni Milli sterkra stafha segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt tólf manns úr mismunandi starfsgreinum, meðal annarra bílstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri: „Enginn skyldi vanmeta mannlegu hliðina í stjómun. Ekki dekur við einhverja dynb eða sérvisku, heldur skiining á styrk og veikleika hvers og eins. Oft gerir maður starfsmanni eða samferðamanni greiða með því að vera ósveigjanlegur við ákveðnar aðstæður eða kröfuharður og umbúðalaus í orðum. í annan tíma árangri að sýna hlýju og umburðarlyndi. Eg er ekki frá því að mér hafi á lífsleiðinni lánast að liafa álrrif til góðs á marga einstaklinga sem voru að missa tök á lífi sínu, af því að ég var svo heppinn að rata rétta leið að þeim.“ ■ skilar mestum „Þegar ég tók við GuUfossi var radarinn í honum tíu ára og orðinn lélegur. Eg var tvö ár í stappi við skrifstofuna út af þessu og það endaði með því að ég fór til Óttarrs Möller, sem þá var framkvæmdastjóri, og sagði að nú hætti ég að halda áætlun ef ég fengi ekki nýjan radar. -Viggó! kallaði Óttarr, láttu hann Kristján fá radar! Ekki var flóknara en þetta að taka ákvörðun þegar þess þurfti." Sigríður Guðmundsdóttir, bókari: „Ön árin sem ég var hjá Eimskip hafði ég lægri laun en starfsbræður mínir. Það var svo sjálfsagt að hvorki mér né öðrum kom í hug að eitthvað væri athugavert við það. Mér fannst ég vera í góðri og skemmtilegri vinnu og tók með þakklæti við því sem mér var borgað. Það var ekki til umræðu að kvenfólk hefði sama kaup og karlar fyrir sömu vinnu." „Fyrstu árin á Laugaveginum var ekkert vam í húsinu. Það var sótt í brunn fyrir neðan Bakarabrekkuna og safnað í stórar tunnur sem stóðu í portinu bak við húsið... Það var algjör bylting þegar vam var lagt í húsið um 1910. Manni þótti nánast ótrúlegt að hafa rennandi vam og vaska innanhúss. Ekki bara að fá vatn með þessum hætti inn í húsin heldur líka út úr þeim afrnr. Áður var því hellt í rennusteinana eftir notkun." Afar skemmtileg og óvenjuleg viótalsbók - prýdd fjölda ljósmynda. <á ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ - góð bók um jólin H F NNSÞINUR, BARRHELDNA JÓLATRÉÐ Stærð: 101-125 cm Verð: kr. 2.000,- 126-150 cm kr. 2.300,- 151-175 cm kr. 2.900,- 176-200 cm kr. 3.700'- 201 -225 cm. kr. 4.600,- 226-250 cm kr. 4.600,- 250-300 cm kr. 5.500,- og gretna Jólaskreytinguna fœrðþú hjá okkur Einnig allt efni tiljólaskreytinga Kerta og Hyasintuskreytingar, krossar oggreinar á leiði. GRÓÐRASTÖÐIN W ^ GARÐSHORN » við Fossvogskirkjugarð, sími 40500 ^ OPIÐ ALLA DAGA KL. 10 - 21 HVlTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.