Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 35 sókn, í allt yfir 14 þúsund manns, þar af var samkvæmt áfanga- skýrslu fimm ára úttekt á 4.634 manns. Skýr fýlgni kom í ljós. Því meiri neysla ginsengs, þeim mun minni líkur á myndun krabba- meina. Svo sem með sindurvarana sem nefndir voru að framan, E-vít- amín, Karótín (E160a litarefni) og Selen, er rétt að ítreka að um er að ræða að draga úr líkum á mynd- un krabbameina, ekki að lækna. Síðan kynntu vísindamenn frá Eyðnirannsóknadeild Þjóðarhá- skóla Seoul tilraun þar sem 25 HlV-sjúklingar fengu ríflegan skammt af rauðu ginsengi, 5,4 g á dag, ásamt eyðnilyfinu svokall- aða AZT. Einkenni voru mæld sem sýndu bætta starfsemi varnarkerf- isins. Til dæmis fór meðalfjöldi T-4 hvítfruma úr 320 í 349 og þar sem samanburðarhóparnir sýndu engin marktæk batamerki þá 7 til 9 mánuði sem rannóknin stóð yfir er líklegt að ginsengtakan hafi hjálpað. Ef til vill fyrst og fremst með því að draga úr eiturverkunum AZT, sem eru mjög miklar, því efnið dregur úr fjölgun bæði heil- brigðra og HlV-sýktra fruma. En nú skal vikið að upphafs- spumingunni um kynþáttafor- dóma. Að fordómar tengdir mismun- andi hugmyndafræði, stefnum eða kenningum eru til staðar í heilsu- gæslu og lækningum ætti flestum að vera augljóst. Fordómar og með/móti tilfinningaafstöður eru á þessu sviði mjög svo venjulegt fyr- irbrigði. Að lítið var á Medline að græða varðandi rannsóknir á gins- eng mátti flokka sem dæmi um hvimleiðan, en skiljanlegan fordóm tæknivæddrar Vesturlandalæknis- fræði gagnvart jurtalækningum. En undirritaður varð vægt sagt hissa eftir að hafa tekið saman stutt yfirlit um athyglisverðar rannsóknir frá 5. alþjóðlega gins- engþingingu, birt í tímariti Heilsu- hringsins 1992, og sent það nokkr- um aðilum, að þeir voru til sem höfnuðu niðurstöðum rannsókna af því þær höfðu ekki birst í vest- rænum vísindaritum. Getur verið að álíka afstaða, sem varla er hægt að kalla annað en kynþátta- fordóm, sé orsök í vanrækslu rit- stjóranna hjá Medline varðandi rannsóknir sem birtar eru á áður- nefndum ráðstefnum í S-Kóreu? Nokkrum mánuðum eftir hvert slíkt ginsengþing eru fyrirlestrar gefnir út í heild ásamt ágripi úr umræðum af aðalaðstandandan- um, kóresku ríkisrannsóknastofn- uninni, Daejon 305-345 Kóreu. Úr því Medline stendur sig ekki í þessu tilviki, væri óskandi að helstu rann- sóknabókasöfn á íslandi öfluðu sér þessara gagna. X Höfuadur er sálfræðingur. ENN EINN DREIF- BÝLISSKATTURINN eftir Karen Erlu Erlingsdóttur Um næstu áramót kemur til fram- kvæmda virðisaukaskattur á ferða- þjónustu, þ.e.a.s. gistingu og far- gjöld, m.a. flugfargjöld. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þessi vænt- anlegi skattur komi mjög misjafnlega niður á landsmönnum, og á sama tíma og stjórnvöld tala fjálglega um það að jafna aðstöðunum í þjóðfélag- inu, tel ég þetta eina aðför þeirra enn að landsbyggðinni og mismuni fólki eftir búsetu. Því kalla ég skatt þennan dreifbýlisskatt og færi rök fyrir máli mínu. Hátt verðlag verður hærra Ferðaþjónustan er ein af fáum vaxtarbroddum atvinnulífsins í dag og getur í framtíðinni skapað mun fleiri störf ef rétt er haldið á spilun- um. ísland er talið mjög áhugavert land að heimsækja og þrátt fyrir það að verðlag sé hátt hér miðað við samkeppnislöndin hefur þeim ferða- mönnum sem sótt hafa okkur heim fjölgað frá ári til árs. Því miður, fyr- ir landsbyggðina, hefur þróunin hins vegar verið sú á síðustu árum að þeir ferðamenn sem hingað koma hafa stytt viðdvöl sína m.a. vegna verðlagsins. Fleiri ferðamenn skilja hlutfallslega minna eftir sig í land- inu. Þessi þróun kemur auðvitað verst niður á landsbyggðinni. Styttri ferðir þýðir væntanlega að menn ferðast ekki eins langt út frá þeim stað sem þeir koma fyrst til, sem í flestum tilvikum er suðvesturhomið. Virðis- aukaskatturinn á ferðaþjónustuna mun að öllum líkindum gera þessa þróun enn ískyggilegri. Það er nefni- lega engin ástæða til þess að ætla, ef marka má afkomu fyrirtækja, að ferðaþjónustan þoli þá hækkun, sem virðisaukaskatturinn hefur í för með sér, án þess að verð hækki. Frádreg- inn innskattur, niðurfelling á að- stöðugjaldi og lækkun trygginga- gjalds, mun í fæstum tilfellum ekki vega upp á móti honum. Erlendir ferðamenn munu væntanlega enn stytta dvöl sína hér — þeim vinnst ekki lengur tími til að taka Vest- firði, Norðurland eða Austurland inn í áætlun sína. Trúlega verður afleið- ingin einnig sú að margir hætta hreinlega við að koma til Islands. Aukið á aðstöðumun í þjóðfélaginu Eins og hvert mannsbarn veit eru flestar opinberar þjónustustofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu s.s. sjúkrahús, stofnanir dómskerfis, menningar- og menntastofnanir o.s.frv. Til þessara stofnana þurfa allir landsmenn að leita hvort sem þeir búa á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Innanlandsflugið er þýðingarmikil þjónustustarfsemi við landsbyggðina og tengir hana höfuðborginni. Kann- anir benda til þess að 25-30% far- þega í innalandsflugi ferðast til þess að afla sér þeirrar þjónustu sem að framan er getið. í lang flestum tilvik- um þarf þetta fólk að kosta ferðir sínar sjálft. Virðisaukaskatturinn mun leggj- ast á núverandi fargjald. Það þýðir að hækkunin verður mest fyrir þá sem lengst þurfa að fljúga. Flugfar- gjald með Flugleiðum frá Egilsstöð- um til Reykjavíkur, sem er lengsta flugleiðin innanlands, kostar í dag kr. 16.720 og mun hækka í tæpar kr. 19.000 um næstu áramót ef lög- in koma til framkvæmda. M.ö.o. mun það kosta Austfirðinginn kr. 19.000 meira að: Fara í tannréttingar, leita sér sérfræðiþjónustu lækna eða fara „Flugfargjald með Flug- leiðum frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, sem er lengsta flugleiðin innan- lands, kostar í dag kr. 16.720 og mun hækka í tæpar kr. 19.000 um næstu áramót ef lögin koma til framkvæmda.“ í Þjóðleikhúsið, en höfuðborgarbú- ann. Hvaða aðstöðu búum við eigin- lega við? Er eitthvað réttlæti í þessu? Flugvallargjaldið og virðisaukaskatturinn Fram til ársins 1975 var söluskatt- ur á innanlandsflugi. Þetta þótti þá, alveg eins og nú, mjög óréttlátt því menn borguðu stigvaxandi krónutölu eftir því hversu langt menn þurftu að fljúga. Þessu var því breytt og árið 1975 var tekið upp flugvallar- gjald, sem lagði jafnt á landsmenn óháð búsetu, í stað söluskattsins. Engir tilburðir eru uppi um að afnema flugvallargjaldið (gamla söluskattinn), þegar virðisaukaskatt- urinn verður lagður á um næstu ára- mót. Nei, nei hann leggst einfaldlega ofan á flugvallarskattinn og eykur þar með á mismuninn á milli íbúa landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis- ins og jafnframt er íbúum lands- byggðarinnar mismunað innbyrðis. Að stinga hausnum í sandinn! Fyrir nokkrum árum lögðu Svíar aukna skatta á ferðaþjónustuna hjá sér sem hafði þau áhrif að verð hækkaði. Afleiðingin varð sú að mjög mikill samdráttur varð í ferðaþjón- ustu í Svíþjóð - segja má að um algert hrun hafí verið að ræða. í svari fyrrverandi viðskiptaráð- herra við fyrirspum þar sem þetta var nefnt sagði hann, og talaði þá væntanlega fyrir hönd ríkisstjómar- innar, að ferðaþjónustan yrði að þola þessar álögur rétt eins og aðrar at- vinnugreinar í landinu hafa alls ekki þolað þær álögur sem núverandi rík- isstjóm hefur búið þeim, það sýnir slæm afkoma og fjölmörg gjaldþrota fyrirtæki í landinu á síðustu tveimur árum. Með fyrirhugaðri skattlagn- ingu á ferðaþjónustuna er vegið að mikilvægum hagsmunum á harka- legan hátt. Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna leysir ekki neinn vanda hjá ríkissjóði þar sem miklar tekjur koma til með að tapast vegna"<' samdráttar. í stað þess að leysa vandamál skapar ríkisstjómin ný með auknu atvinnuleýsi og tekju- missi einstaklinga og fyrirtækja. Stjórnarherramir munu hins vegar halda uppi uppteknum hætti, birtast á sjónvarpsskerminum, horfa sak- leysislega og „bláeygðir" framan í alþjóð og hamra á því að þeir standi nú samt býsna vel, miðað við ná- grannalöndin, með aðeins 5% at- vinnuleysi. Allar líkur eru þó á að sú tala eigi eftir að hækka enn. Höfundur er ferðamálafulltrúi Austurlands. Bless Todmobile Hljómplötur Árni Matthíasson Todmobile hefur verið ein fremsta rokksveit landsins frá því hún sendi frá sér sína fyrstu breið- skífu fyrir fjórum árum. Hljóm- sveitin hefur sótt í sig veðrið alla tíð síðan, meðal annars með frækn- um ferðum um landið. Það þótti því mörgum leitt að heyra að Todmobile væri að syngja sitt síð- asta, en huggun harmi gegn að sveitin sendi frá sér breiðskífuna Spillt fyrir skemmstu, Sína bestu plötu til þessa. Aðal Todmobile hefur verið það að áheyrandinn veit aldrei á hverju hann á von og á Todmobileplötu má búast við hörðu rokki, léttu poppi, kraftmik- illí danstónlist og íburðarmiklum tónaljóðum. Spillt sker sig ekki úr og þegar í fyrsta lagi, Mannhundi, er áheyrandinn gripinn kverkataki og hrist nánast úr honum líftóran. Strax í öðru lagi plötunnar, Sætari en sýra, er sveitin aftur á móti á todmobílskum poppslóðum. Þannig er platan skemmtilega fjölbreytt, aldrei sundurlaus, og sem svo oft áður finnur sveitin gullinsnið milli hrekkjanna og skemmtunarinnar. Poppið er reyndar sterkara en oft áður, þó ekki sé nema eitt lag skað- lega poppað, Gefðu mér grið, sem er með óvanalega sykraðan texta. í öðru popplagi, Stúlkan, er Tod- mobile aftur á móti í essinu sínu í lagi sem flæðir áreynslulaust áfram en fer þó aldrei alfaraleið og fleiri slík lög eru á plötunni, til að mynda Losti og Guð gaf. Einnig er Nótt skemmtilega ólíkindalegt gítar- popp með tilbrigðum. „Gömlu“ lögin á plötunni, Tryllt og Ég vil brenna, falla fullkomlega að þeim nýju og styrkja plötuna, þó kunnugleg séu, sérstaklega Tryllt. Eina lagið sem ekki gengur vel upp á plötunni er lokalag henn- ar, tónaljóðið Óður til Jarðar; of langt og of þrungið merkingu og boðskap. Iðulega hefur Todmobile tekist betur til með ekki minni boðskap, sem settur er fram á skemmtilegri og um leið beittari hátt. Þó eru góðir sprettir í Óðnum og þá sérstaklega þeir sem minna á fyrri úthlaup, en verkið þreytir eyrun eftir nokkrar hlustanir, nokkuð sem önnur lög á plötunni gera alls ekki, og textinn er of hátíðlegur: „Móðir Jörð / við kijúp- um nú á kné / í lotningu fyrir þér“ og svo framvegis. ;us / slA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.