Morgunblaðið - 29.11.1994, Side 12

Morgunblaðið - 29.11.1994, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fiskvinnsla KE A í Hrísey í flatfískvinnslu Flökin flutt til full- vinnsluá FISKVINNSLA KEA í Hrísey hefur síðustu daga sent fisk til vinnslu og pakkningar hjá Fiskverkun KEA á Akureyri. Um er að ræða flatfisk sem verkaður er í eynni, en honum rúllað upp og pakkað í neytendapakkningar á Akureyri. Sigmar Halldórsson, verkstjóri hjá Fiskvinnslu KEA í Hrísey, sagði að þetta gengi ágætlega, en fyrst og fremst væri hugsunin með þessum flutningum sú, að nýta það vinnuafl sem væri hjá Fiskverkun KEA á Akureyri. Þar starfa milli 15-20 manns við ígulkeravinnslu, en al- gengt er að falli úr einn og einn dagur við þá vinnslu. Því hefði þótt upplagt að flytja þessi verkefni til fólksins sem vinnur hjá fyrirtækinu. Akureyri „Við erum að reyna að nýta vinnu- aflið, það er frekar skortur á kven- fólki hér hjá okkur og það eru líka næg verkefni þannig að ákveðið var að prófa að hafa þennan háttinn á,“ sagði Sigmar. Hann sagði töluvert mikla vinnu við þetta verkefni; mörg handtök og vissulega væri gott að geta skapað atvinnu og arð úr hrá- efni sem áður var ekki í miklum metum. Ekki væri langt síðan þess- um tegundum hefði verið fleygt, en að uppistöðu er hráefnið rauðspretta og skrápflúra sem Hríseyingar kaupa frá Hornafirði og flytja norður. Starfsfólkið á Akureyri fær verkuð flök í hendurnar, rúllar þeim upp og pakkar í neytendapakkningar sem síðan eru seldar til Belgíu. Lýðveldis- afmælisins minnst í Glerárskóla Husnæðismál embættis veiðistjóra og Náttúrufræðistofnunar í höfn Flutt á 3 hæðir Krónunnar FULLVELDISDAGURINN verð- ur haldinn hátíðlegur í Glerár- skóla, en nemendur hafa verið önnum kafnir við að undirbúa sýningu sem sett verður upp í skólanum í tilefni af 50 ára af- mæli íslenska lýðveldisins. Nem- endur hafa víða leitað fanga, þau hafa m.a.farið í fyrirtæki og stofnanir í bænum og aflað sér heimilda. Áhuginn skein úr hverju andliti í gærmorgun enda sá fyrir endann á vinnu síðustu daga og afraksturinn að koma í ljós. Sýningardaginn sjá eldri nemendur um veitingasölu og eflaust verður þar hægt að fá eitt- hvað þjóðlegt með kaffisopanum. EMBÆTTI veiðistjóra, setur Nátt- úrufræðistofnunar íslands á Akur- eyri og sýningarsalur Náttúru- fræðistofnunar Norðurlands verða flutt í nýtt húsnæði í miðbæ Akur- eyrar, Hafnarstræti 97, Krónuna, næsta haust, en samningar milli Byggingafélagsins Lindar sem á húsnæðið og Akureyrarbæjar og umhverfis- og fjármálaráðuneytis var undirritaður í gær. Húsið verður alls sex hæðir, fjór- ar fyrstu hæðirnar eru svo gott sem tilbúnar en að sögn Aðalsteins V. Júlíussonar hjá Lind verður hafist handa af fullum krafti við að ljúka því sem á vantar. Á fjórðu hæð hússins, í rúmlega 400 fermetra húsnæði, verður sýn- ingarsalur Náttúrufræðiseturs Norðurlands. Rými á fimmtu hæð verður að hluta til notað sem að- gengi að Heilsugæslustöðinni á Akureyi’i sem er í næsta húsi norð- an Hafnarstrætis 97 en þar verður einnig geymsiupláss fyrir þessar stofnanir. Á efstu hæðinni, þeirri sjöttu, verður setur Náttúrufræði- stofnunar Norðurlands til húsa og einnig embætti veiðistjóra en starf- semi þeirrar stofnunar verður flutt til Akureyrar 1. febrúar næstkom- andi. Magnús Jóhannsson ráðuneytis- (---------------------------------------------------------------^ Ráðstefna Evrópusambandsins og Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar Hótel KEA 1. desember 1994 NORÐLENSKT ATVINNULÍF OG EVRÓPUSAMBANDIÐ 13:45 Innritun 14:00 Asgeir Magnússon, framkvœmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf setur fundinn 14:20 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra Evrópusambandsins á Islandi og í Noregi 14:40 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 15:00 Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA 15:20 Kaffthlé 15:40 Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstœðisflokksins í Norðurlandskjördœmi vestra 16:00 Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins 16:20 Ivor Lloyd Roberts, semfer með samskipti á sviði verkalýðs- og félagsmála innan framkvæmdastjómar ES 16:35 Umrœður, fyrirspumir og svör 17:00 Aneurin Rhys Hughes flytur samantekt og lokaorð Ráðstefnustjóri: Aneurin Rhys Hughes, sendiherra. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. í síma: (96) 1 27 40 eða með myndriti: (96) 1 27 29. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rélt lil að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra orsaka Aðstoð við skipulag og umsjón: Kynning Og Markaður - KOM hf. Morgunblaðið/Rúnar Þór SKARPHÉÐINN Steinarsson, fjármálaráðuneyti, Magnús Jó- hannsson, umhverfisráðuneyti, Jakob Björnsson bæjarstjóri og Þórður H. Ólafsson, umhverfisráðuneyti, ræðast við áður en samningar um húsnæðismál veiðistjóra og seturs Náttúrufræði- stofnunar voru undirritaðir. stjóri umhverfisráðuneytis sagði að leitað hefði verið eftir húsnæði á Akureyri um hríð undir þessa starfsemi, þ.e. setur Náttúrufræði- stofnunar og embætti veiðistjóra, en um þessár mundir er ár síðan umhverfisráðherra ákvað að flytja starfsemi þess norður til Akur- eyrar. „Húsnæðið sem við munum taka á leigu til tíu ára er ekki til- búið ennþá en við treystum því að næsta haust, í október 1995, verði búið að flytja þessar stofnanir þarna inn,“ sagði Magnús. „Ég er mjög ánægður með að þessi mál eru í höfn,“ sagði Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og kvaðst bjartsýnn á að starfsemi seturs Náttúrufræðistofnunar myndi eflast í kjölfarið. „Við leggj- um okkar af mörkum til að svo geti verið með því að flyta sýning- arsal Náttúrufræðistofnunar Norð- urlands í þetta húsnæði." Bæjar- stjóri fagnaði því að embætti veiði- stjóra flyttist norður, þó ekki væri um stóra stofnun að ræða væri mjór mikils vísir. „Við vonum svo sannarlega að í kjölfar þessa auk- ist líf og þróttur í miðbæ Akur- eyrar,“ sagði bæjarstjóri. Grunnskólalögin o g fatlaðir FORELDRAFÉLAG barna með sérþarfir á Akureyri efnir til opins fundar um frumvarp til laga um grunnskóla á Hótel KEA annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30. nóv- ember kl. 20.30. Frummælendur verða Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, og Guðjón B. Ólafsson, formaður Félags íslenskra sérkennara. Einn- ig talar Lilja Guðmundsdóttir móð- ir, um áhyggjur foreldris af fötluðu barni í skóla. Leitast verður við að svara þeim spurningum hvaða breytingar séu í frumvarpinu varðandi kennslu fatlaðra barna og hvernig áætlað sé að mæta þörfum þeirra. Fundur- inn er öllum opinn og er áhugafólk um skólamál og velferð fatlaðra barna í skólakerfinu hvatt til að koma. Kyrrðarstund Kyrrðarstund verður í Glerárkirkju á morgun, miðvikudag 30. nóvem- ber frá kl. 12-13. Léttur hádegis- verður að stundinni lokinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.