Morgunblaðið - 29.11.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 29.11.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR TRÍTILTOPPUR (Alda Arnardóttir) bragðar á veislumáltíð hjá Grýlu (Stefáni Sturlu) sem nýtur þess að fá loksins fyrsta gest- inn í nokkur hundruð ár. Tröllastrákur í hættuför LEIKUST Mögulcikhúsið TRÍTILTOPPUR Höfundur og leikstjóri: Pétur Egg- erz. Leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvai’sson. 27. nóvember. í LEIKHÚSI barnanna eru nú hafnar sýningar á fyrsta leikritinu, sem eingöngu verður sýnt þar á bæ. Þótt Möguleikhúsið hafi verið starfrækt við Hlemm í nokkra mánuði, hafa sýningarnar til þessa verið á verkum sem hægt hefur verið að pakka saman og ferðast með á milli leikskóla og grunn- skóla. í Trítiltoppi segir frá því hvern- ig litli trölladrengurinn sem býr hjá Tindabjörgu, móður sinni, og Hamrabergi, föður sínum, er orð- inn forvitinn um heiminn sem hann býr í og vill fá að skoða hann betur. Hamrabergur, sem ferðast um til að afla vista, hefur frá mörgu að segja en það sem vekur sérstaklega forvitni drengsins eru jólin. Hann langar til að kynnast þeim og fá þau í heimsókn í hell- inn fjölskyldunnar. En Tinda- björgu finnst sonurinn heldur ung- ur til að fara á flakk og þverneit- ar að leyfa honum að fara með föðurnum að afla vista. Heimurinn er jú hættulegur, meira að segja fyrir tröll. Ef til dæmis sólin kæmi upp áður en litlu fætur Trítiltopps næðu heim, yrði hann að steini. Hún hefur áhyggj- ur af að drengurinn myndi tefja föðurinn á ferðum hans. En Trítiltoppur lætur sér ekki segjast. Útþráin er orðin of sterk. Hann strýkur að heiman, gengur yfir fjöll og dali og hittir á leið sinni bæði góða og slæma einstakl- inga; álfakóng, grimman dverg - og svo Grýlu og Leppalúða. Hann kynnist vináttu þegar álfakóngur- inn hjálpar honum að losna úr gjótu sem hann hefur fest sig í og grimmdinni, þegar hann launar álfakónginum greiðann með því að sækja töfrakórónuna í hellinn til Garra dvergs, sem hefur stolið henni. Hjá Grýlu og Leppalúða á hann athvarf - en því miður leng- ur en hann vill sjálfur. Ef ekki væri fyrir skilning og hjálpsemi Leppalúða, hefði Trítiltoppur sjálf- sagt dagað uppi við andstyggilega potta Grýlu. Hann finnur að lokum Gáttaþef jólasvein, sem fyrstur álfa og trölla getur sagt honum eitthvað af viti um jólin og það er með honum sem Trítiltoppur kynnist þeim fyrst af eigin raun. Trítiltoppur er einhver besta sýning Möguleikhússins til þessa; textinn er vel skrifaður og mjög þjáll, persónurnar litríkar og skemmtilegar og hreyfingin á svið- inu er hröð og nákvæm. Andstæð- ur eru mun sterkari en verið hefur í fyrri verkum leikhússins og því verða þeir sem vondir eru, dálítið skelfilegir. Það er dvergurinn Garri sem hræðir lítil hjörtu, því hann er ekki bara vondur, heldur hroðalega ljótur og hávær. Grýla og Leppalúði eru aftur á móti meinleysisgrey; ekki ill, bara ótta- lega vitlaus og vinasnauð. Það er mjög sniðugt að velja þessa leið með þau hræðilegu hjón, því ef þau hefðu verið eins grimm og Garri, er ég hrædd um að það hefði borið lítil hjörtu ofurliði. Leikmyndin er alveg einstök. Inni í hið litla rými leikhússins hefur verið hannað fjallalandslag, með hellum og krákustígum og verður ferðalag Trítiltopps bæði hættulegt og flókið. Lýsing er mjög áhrifarík í þessu landslagi og man ég ekki til þess að hafa áður orðið hrædd við það að sólin kæmi upp. Búningar eru litríkir og sniðugir, þótt ég verði að viður- kenna að mér fannst dvergurinn Garri aðeins of óhugnanlegur; eins og sambland af manni og skordýri. Alda Arnardóttir leikur Trítil- topp og ferst það sérlega vel úr hendi. Stórar hreyfingar, samfara miklum sveigjanleika og lipurð gera Trítiltopp barnslegan og eru í góðu samræmi við textann. Bjarni Ingvarsson leikur Tinda- björgu, Garra og Leppalúða og var reglulega hégómleg og smart mamma, hræðilega ógnandi Garri og notalegur Leppalúði. Stefán Sturla Sigurjónsson leik- ur Hamraberg, Arfíturs álfakóng, Grýlu og Gáttaþef. Öll hlutverkin eru skemmtilega unnin, þótt ég verði að segja að skemmtilegastur er hann í Grýlu. Leikstjórnin er mjög góð; hreyf- ingin í sýningunni er mikil og framvindan hröð, persónusköpun er vel unnin í hvívetna og texta- meðferð skýr. Tengingar á milli atriða, eða persóna sem verða á vegi Trítils, eru sniðuglega út- færðar og það er kannski helst að manni finnist sýningin of stutt. Það er full ástæða til að óska Möguleikhúsinu til hamingju með þessa fyrstu ’frumsýningu sem fram fer í húsnæðinu við Hlemm - og börnum borgarinnar til ham- ingju með að barnaleikhús skuli vera orðið að veruleika. Súsanna Svavarsdóttir ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Jólabaksturinn verður að ánægjustundum með góðu hráeíni. Ljóma smjörlíki íæst nú í sérstökum jólapakkningum, tvö stykki í pakka. Með Ljóma jólapakkningu gefst þér tækifæri til að taka þátt i auðveldri getraun. VINNINGAHNIB £ R U harðduglegar hrærivélar, liprar eldhúsvogir. Sodastream-tæki og ávaxtasafar ■ í iítravís. Dregið verður daglega á Bylgjunni frá ' \ ^ 15, desember og MLJ vinrú^gshafa birt jafnóðum í DV. Gleðíleg jól! ljómandi gott

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.