Morgunblaðið - 29.11.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.11.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 29 Auglýsing OPIÐ BRÉF TIL MENNTAMÁLARÁÐHERRA í DV 22. nóvember sl. segir menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður og nýr sjóður, Dagskrárgerðarsjóður, taki við. Við minnum ráðherra á, að ný útvarpslög hafa enn ekki tekið gildi og enginn nýr sjóður tekið við hlutverki Menningarsjóðs. Á meðan svo er krefjumst við þess að hann veiti framlög til innlendrar dagskrárgerðar eins og honum ber samkvæmt gildandi lögum. Menningarsjóður fær ekki greitt úr ríkissjóði heldur eru tekjur hans gjald sem lagt er á auglýsingar í ljós- vakamiðlum. Ráðherra segir að Menningarsjóður hafi þegar úthlutað öllu því fé sem á að renna til dagskrárgerðar í ár. Hið rétta er að samkvæmt lögum á sjóðurinn að úthluta tvisvar á ári. í ár hefur engu verið úthlutað og 1993 var aðeins úthlutað einu sinni. Það er augljós staðreynd að starfsemi sjóðsins verður að vera samfelld ef hann á að geta gegnt hlutverki sínu sem aflvaki innlendrar dagskrárgerðar. Framleiðendum dagskrárefnis hefur verið haldið í óvissu allt þetta ár - ekki um það hvort úthlutað ver.ði, heldur hvenœr. Við minnum ráðherra á að hann auglýsti eftir umsóknum í júní og að 190 umsóknir bárust. Að baki þeim liggur ómæld vinna, þúsundir klukkustunda, og þeim tengjast starfsvonir hundraða manna. Enginn sjóður getur lýst eftir umsóknum og síðan sagt: Allt í plati. Við unum því ekki að ráðherra tilkynni í lok nóvember að ekki verði af úthlutunum í ár. Við minnum hann á að lög um Menningarsjóð útvarpsstöðva eru enn í gildi og skorum á hann að styðja íslenska menningu og tryggja framleiðslu innlends dagskrárefnis eins og lög gera ráð fyrir. Elísabet Ronaldsdóttir kllppari Helga Stefánsdóttir leikmynda- og búningahöfundur Ólafur Rögnvaldsson kvikmyndatökumaður Jón Ásgeir Hreinsson handritshöfundur Fahad Falur Jabali 1. aðstoðarleikstjóri Viðar Víkingsson kvikmyndaleikstjóri Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður Lárus Grímsson tónskáld Sigurður Grímsson kvikmyndagerðarmaður Edda Björgvinsdóttir leikkona Steingrímur Dúi Másson dagskrárgerðarmaður Þór Vigfússon leikmyndahönnuður Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður Sveinn M. Sveinsson kvi kmyndatökumaður Kristín Þálsdóttir kvlkmyndaleikstjóri Guðmundur Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður Páll Sveinn Guðmundsson hljóðmaður Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur Helgi Felixson framleiðandi Geir Óttarr leikmynda- og búningahönnuður Ægir Guðmundsson kvikmyndatökumaður Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri Steingrímur Karlsson klippari Örn Árnason leikari Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður Rafn Rafnsson kvikmyndatökumaður Andrés Indriðason rithöfundur og dagskrár- gerðarmaður Eiríkur Thorsteinsson kvikmyndastjóri Edda Sverrisdóttir kvikmyndagerðarmaður Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri Alfreð Sturla Böðvarsson Ijóshönnuður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Kjartan Kjartansson hljóðmaður Kristín Erna Arnardóttir framkvæmdastjóri Marteinn St. Þórsson dagkrárgerðarmaður Friðrik Erlingsson handritshöfundur Helga Bjartmars hárgreiðslumeistari, förðunarkona Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður Magnús Ólafsson leikari Hilmar örn Hilmarsson tónskáld Þorsteinn Jónsson kvikmyndaleikstjóri Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður Halldór Gunnarsson kvikmyndatökumaður Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður Martin Schluter framleiðandi Eyvindur Erlendsson kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Ragnar Guðmundsson hljóðmaður Jón Karl Helgason kvikmyndatökumaður Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður Jón Steinar Ragnarsson leikmyndahönnuður Valdís Óskarsdóttir klippari Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri Halldór Þorgeirsson kvikmyndaframleiðandi Þórarinn Ágústsson framleiðandi Gunnþóra Halldórsdóttir klippari Bessi Bjarnason leikari Guðmundur Bjartmarsson kvikmyndatökumaöur Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður Helga Rún Pálsdóttir búningahönnuður Marteinn Þórisson handritshöfundur Einar Bjarnason leikstjóri Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndagerðarmaður Helgi Gestsson lektor Eggert Þorleifsson lelkari Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður Marin Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Brynja Benediktsdóttir leikstjóri Egill Eðvarðsson kvikmyndaleikstjóri Úlfur Hróbjartsson kvikmyndatökumaður Ásgrímur Sverrison kvikmyndagerðarmaður Sigurður Rúnar Jónsson hljómlistarmaður Styrmir Sigurðsson dagskrárgerðarmaður Sigurður Jakobsson upptökustjóri Jóhann Sigurðarson leikari Karl Sigtryggsson kvikmyndagerðarmaður Ragnheiður Ólafsdóttir búningagerðarkona Jón Einarsson Gústafsson leikstjóri Þór Elís Pálsson kvikmyndastjóri Þuríður Einarsdóttir klippari Guðlaugur Maggi Einarsson upptökustjóri Guðrún Þorvarðardóttir hárgreiðslumeistari, förðunarkona Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaöur Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri Jón Þór Hannesson framkvæmdastjóri Þorvarður Árnason kvikmyndagerðarmaður Ólafur Tryggvi Magnússon tæknimaður Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri Bjarni Þór Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður Ingvar Sigurðsson leikari Guðmundur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður Viðar Garðarsson framkvæmdastjóri Anna Th. Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður Karl Júlíusson leikmynda- og búningahönnuður Sigfús Guðmundsson hljóðmaður Inga Llsa Middleton kvikmyndagerðarmaður Guðbergur Davíðsson kvikmyndagerðarmaður Sigurður Snæberg Jónsson kvikmyndagerðarmaður Hálfdán Theodórsson kvikmyndagerðarmaður Skafti Guðmundsson kllppari Elín Þóra Friðfinnsdóttir dagskrárgerðarmaður Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri Hlynur Óskarsson framleiðandi Jón Egill Bergþórsson dagskrárgerðarmaður Þórarinn Guðnason kvikmyndatökumaður Sigurbjörn Aðalsteinsson kvikmyndaleikstjóri Edda Arnljótsdóttir leikari Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður Guðrún Pálsdóttir framkvæmdastjóri Gunnar Árnason hljóðmaður Friðgeir Axfjörð klippari Jóna Finnsdóttir framleiðamdi Hallur Helgason kvikmyndagerðarmaður Björn Br. Björnsson leikstjóri Þorgeir Þorgeirson rithöfundur Vilhjálmur Ragnarsson kvikmyndaframleiðandi Rúrik Haraldsson leikari Katrín Ingvadóttir framkvæmdastjóri Jón Tryggvason kvikmyndaleikstjóri Friðrik Ch. Emilsson kvikmyndagerðarmaður Krístin Atladóttir _ dagskrárgerðarmaður Guðmundur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Ólafur Ragnar Halldórsson kvikmyndagerðarmaður Steinþór Birgisson kvikmyndagerðarmaður Hreiðar Þór Björnsson kvikmyndagerðarmaður Finnbjörn Finnbjörnsson kvikmyndagerðarmaður Sonja B. Jónsdóttir dagskrágerðarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.