Morgunblaðið - 17.12.1995, Page 12

Morgunblaðið - 17.12.1995, Page 12
12 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Heimili vort Rússland Stjórnarflokkurinn, Heimili vort Rússland (NDR) sem Tsjernomyrd- in forsætisráðherra stofnaði til að reka málstað ríkisstjórnarinnar í kosningunum varð aldrei leiðandi afl í kosningabaráttunni, einsog vonir stóðu til. Síðustu daga hefur aðalstöð rússneska sjónvarpsins rekið skammlausan áróður fyrir flokki forsætisráðherrans og þver- brotið allar reglur um hlutleysi, eft- ir að það fór að renna upp fyrir mönnum að stjórnarflokkurinn gæti ekki gengið að því sem vísu að hann sópaði til sín fylginu. NDR bauð ekki fram 1993. Flokknum hefur verið spáð 8 til 10 prósentum atkvæða, en síðustu daga virðist hann hafa verið að vinna á. Samtök rússneskra samfélaga Samtök Rússneskra Samfélaga (KRO) er sérkennilegur flokkur fyr- ir margra hluta sakir. Stofnendur hans eru Júríj Skokov og Sergei Glazev og nokkrir aðrir sem upphaf- lega voru í innsta hring Jeltsíns, en komust síðar upp á kant við hann og sögðu loks alveg skilið við forsetann. Síðar bættust róttækari forsetagagnrýnendur í hópinn, þar á meðal Alexandr Lebed, fyrrum herforingi. Lebed var yfirmaður 14. herfylkis rússneska hersins sem staðsett hefur verið í Moldovu og leikið hlutverk í átökunum þar sem sætt hefur gagnrýni. Hann hefur um langt skeið verið eindreginn andstæðingur Jeltsíns. Lebed er talsmaður aukinnar valdstjórnar sem hann telur einu leiðina til að að sigrast á kreppunni í Rússlandi. Hann hefur lýst hrifningu sinni á mönnum á borð við Pinochet sem stjórnaði Chile í næstum tvo ára- tugi eftir blóðugt valdarán og for- setamorð. Lebed nýtur mikilla vin- sælda meðal almennings í Rúss- landi og á töluverða sigurmöguleika í forsetakosningunum sem haldnar verða næsta sumar. KRO er ásamt Kommúnistaflokknum í hópi þeirra sem vilja stöðva þróunina í átt til kapitalisma í Rússlandi. Flokknum er spáð 8 prósenta fylgi. Val Rússlands Val Rússlands (DVR) er flokkur Gaidars, sem var forsætisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Rússlands eftir að Sovétríkin voru lögð niður og hefur verið helsti talsmaður skjótra efnahagsumbóta. Flokkur Gaidars var sá lýðræðisflokkanna sem fékk mest fylgi fyrir tveimur árum eða 15,5 prósent. Nú er flokknum spáð 4 til 7 prósentum. Nái DVR ekki að skríða yfir 5 prósenta markið hverfa eindregnustu talsmenn kap- italiskra hátta af þingi. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn (LDPR) flokkur Zhirinovskíjs, er auðvitað alræmdur og ekki bara í Rússlandi. Hann fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningunum 1993 sem færði flokknum 59 þingsæti. LDPR fékk flest atkvæði í 64 landskjör- dæmum af 87 (1993 var ekki kosið í Tsjetsjenju og Tatarstan). Til sam- anburðar fékk DVR flest atkvæði í 11 kjördæmum og Kommúnistar ekki nema í fjórum. LDPR gekk hinsvegar afleitlega í einmennings- kjördæmunum, aðeins fimm fram- bjóðendur flokksins unnu sæti í 225 einmenningskjördæmum á meðan DVR vann 18 sæti í einmennings- kjördæmum og Kommúnistar 16. Þessi mikli munur á frammistöðu LDPR í listakjörinu og í einmenn- ingskjöri sýnir blendinn hug fólks til flokksins og undirstrikar að fylgi Zhirinvskíjs var óánægjufylgi. 153 af 225 einmenningskjördæmum voru innan landskjördæmanna 64 þar sem flokkur Zhirinovskíjs sigr- aði. Ef frambjóðendur LDPR hefðu unnið í einmenningskjördæmum þar sem flestir greiddu landslista LDPR atkvæði sitt, hefði Zhir- inovskíj haft 212 manna þingflokk í stað 64 manna. Með öðrum orðum hann hefði ekki vantað nema 14 þingmenn til að hafa hreinan meiri- hluta. En flest virðist benda til að fylgi LDPR sé hrunið. Flokknum Þingkosningarnar í Rússlandi Níu flokkar líklega yfir 5 prósenta múrinn .Keuter AÐDÁENDUR Alexandrs Lebeds með mynd af hetju sinni. Nái flokkur hans, Samband rússneskra samfélaga, góðum árangri í kosningunum í dag mun það styrkja stöðu hans fyrir forsetakosningarnar næsta sumar. kjördæmum, en stærstu flokkarnir bjóða bæði fram lista og styðja ein- staka frambjóðendur í einmenn- ingskjördæmunum. Þó hefur mis- mikil áhersla verið lögð á einmenn- ingsframboðin og sumstaðar eiga frambjóðendur landsflokkanna nán- ast enga möguleika á að sigra óháða frambjóðendur sem hafa per- sónulegan stuðning í einstökum héruðum en eru óþekktir utan þeirra. Kommúnistaflokkurinn Miðað við skoðanakannanir er næsta vist að Kommúnistaflokkur rússneska sambandsins (KPRF) verði sigurvegari kosninganna. Honum er spáð 14 til 30 prósentum á landsvísu. Flokkurinn fékk 12,4 prósent í kosningunum 1993. Það er hugsanlegt, en þó ekki líklegt, að Kommúnistaflokkurinn fái hreinan meirihluta á þinginu. Til þess að það megi verða þyrfti tvennt að koma til. Ekki aðeins þyrftu Kommúnistar að sigra á landsvísu, til viðbótar þyrftu fáir flokkar að komast yfir 5 prósenta markið og gengi Kommúnista í einmennings- kjördæmum að vera sambærilegt við gengi flokksins í listakjörinu. Að þessu gefnu gæti hreinn meiri- hluti náðst á þingi. Enginn annar flokkur en Kommúnistaflokkurinn á möguleika á hreinum meirihluta. Kommúnistaflokkurinn er býsna vel skipulagður og þessvegna er ekki ólíklegt að honum gangi betur en öðrum flokkum í einmmennings- kjördæmunum. GENNADÍJ Zhjúganov, leiðtogi flokks rússneskra kommúnista. Enginn flokkur er betur skipulagður en kommúnistar höfða einkum til eldri kjósenda. Jabloko ALEXANDR Lebed, hershöfðingi, sem margir telja mann fram- tíðarinnar í rússneskum stjórnmálum. Helstu slagorðin Sá lýðræðisflokkanna sem mest fylgi virðist ætla að fá er Jabloko, flokkur hagfræðingsins Grígoríj Javlinskíjs, sem um tíma var vonar- peningur Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og höfundur hinnar frægu 500 daga áætlunar um umbyltingu sovéska hagkerfinsins, sem þingið felldi áð- pr en hún væri reynd. Nafnið á flokknum er stafaleikur. Fyrstu þrír stafirnir eru upphafsstafir stofnenda flokksins, en orðið jab- loko þýðir epli. Jabloko fékk 7,9 prósent í síðustu kosningum. Nú er flokknum spáð 10 til 15 pró- senta fylgi. Föðurland, Fullveldi fólksins, Rétt- læti, Velmegun! (Bændaflokkurinn) Þegnlegur friður, Þjóðarsátt! (Samtök Rybkins) Frelsi, Einkaeign, Lögmæti! (Val Rússlands) Án kvenna ekkert lýðræði! (Konur Rússlands) Rússland, Vinna, Fullveldi fólksins, Sósíalismi! (Kommúnistaflokkurinn) Engan nema okkur! (Samtök rússneskra samfélaga) Fijálslyndi, Lýðræði, Lög og reglu, Réttlæti! (Fijálslyndi Lýðræðisflokkurinn - Zhirinovskíj) Virðingu, Reglu, Réttlæti! (Jabloko - Javlinskij) Þrátt fyrir ákall fólks á borð við Elenu Bonner, ekkju andófsmannsins Andrei Sakharovs, ganga lýðræðisflokk- arnir sundraðir til leiks í þingkosningunum í Rússlandi í dag. Jón ---------------------- Olafsson segir frá helstu flokkunum sem möguleika eiga á að fá fulltrúa á þingi og leið- togum þeirra. ÞAÐ eru alls 43 flokkar sem bjóða fram á landsvísu þingkosningunum sem í dag eru haldnar í Rúss- landi, flestir þeirra eiga enga mögu- leika á að koma mönnum á þing af listum sínum. Það þýðir þó ekki að þeir muni enga fulltrúa hafa á þingi því að sumir leiðtogar flokka sem verða undir fimm prósenta markinu eru í framboði í einmenn- ingskjördæmum líka og geta unnið þingsæti. Það er þó alveg ljóst að til þess að flokkur geti haft einhver áhrif á þingi, verður hann að fá gott fylgi á landsvísu. Það gefur auga leið að flokka- fjöldinn verður til þess að atkvæðin dreifast meira en góðu hófí gegnir. Það gæti meira að segja farið svo, að þeir flokkar sem hafa það af að koma mönnum á þing af landslist- um sínum, hafí samanlagt innan við helming greiddra atkvæða á bakvið sig. Slíkt mundi í sumra augum hnekkja lögmæti þingsins, þótt kosningalög eða stjórnarskrá segi ekkert um hversu mikið af atkvæðunum kosnir flokkar þurfí að hafa á bakvið sig til að þingið teljist réttkjörið. Sú hugmynd var viðruð eftir að í ljós kom hver fjöldi flokkanna yrði, að láta lágmarks- hlutfallið vera fljótandi, þannig að tryggt væri að flokkar á þingi hefðu aldrei minna en helming greiddra atkvæða. En þá var orðið of seint að gera slíkar breytingar á lögun- um. Aðeins ein umferð Það má deila um hvort fímm prósenta markið er galli eða kost- ur. Hinsvegar er það tvímælalaust stórgalli á lögunum að ekki skuli vera gert ráð fyrir tveimur umferð- um í einmenningskjördæmum. Þar keppa að meðaltali 11 frambjóðend- ur um hvert einasta sæti og því er líklegast að í mörgum tilfellum verði sigurvegararnir ekki með nema 10 til 20 prósent atkvæðanna. í kosn- ingunum í dag verða kosnir 450 þingmenn. 225 eru kosnir af listum flokkanna 43 sem bjóða fram á landsvísu. Landskjördæmin eru 89, það er öll lýðveldi, héruð, hreppar og borgir sem hafa stöðu sam- bandsfylkis í Rússneska samband- inu. 225 eru kosnir í einmennings-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.