Morgunblaðið - 17.12.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.12.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SIINNITDAGTIR 17. DRSRMRRR 1995 23 Taðið hefur kannski nauma forystu á heima- markaðinum þar sem útlend- ingarnir vilja helst beyki- reykta fiskinn „Erfiðast er þó þegar fólk kemur með óstimplað kjöt sem slátrað er fram hjá. Við vísum slíku frá okk- ur, enda ólöglegt. Ef heilbrigðisyfir- völdum dytti í hug að gera stikkprufu hjá okkur og svoleiðis kjöt fyndist, yrði innsiglað hjá okkur eins og skot. Það er tekið mjög stranert á bessu í þéttbýli, en maður hefur þó heyrt um að víða á landsbyggðinni séu kofar eða reykhús sem meðhöndia óstimplað kjöt fyrir almenning. Ég tel að það verði að vera samræmi í hlutunum þegar hollustuvemd er annars vegar. Það er beinlínis svekkjandi að eitt skuli ekki yfír alla ganga í þessum efnum,“ segir Ólafur. Hnattreisan og frímerkin Ólafur er spurður hvort þrotlaus vinna af því tagi sem hann hefur lýst sé ekki að ganga fram af hon- um? „Jú, þetta verður oft þreytandi. Raunar alveg hundleiðinlegt á köfl- um og konan mín, sem heitir María Inga Hannesdóttir, er alltaf að segja við mig að ég hljóti að geta skipu- lagt vinnutíma minn betur. Það er samt hægara samt en gert. Það er nefnilega með mig eins og veiði- manninn sem veit aldrei í upphafi dags hvort hann veiðir einn, engan, nokkra eða marga. Á sama hátt veit ég aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér og oftar en ekki, þessa mánuði sem mest er að gera, þá er nóg að gera og vinnudagarnir 10 til 12 tímar, jafnvel lengri þegar mest gengur á og þá em helgar líka undirlagðar. Það hefur vissulega hvarflað að mér að setjast í helgan stein, en ég er of ungur enn og á talsvert eftir. Yngri sonur minn er í matvælafræði og hver veit hvað hann gerir þegar hann hefur lokið náminu. Það verð- ur tíminn að leiða í ljós. Þegar ég hætti, þá hætti ég, menn verða ekk- ert dettandi um mig í vinnunni," svarar Ólafur og er síðan spurður hvað hann geri í sínum fáu frístund- um? „Ég hef gaman að því að ganga, og við hjónin bæði. í lok vinnudags og um helgar fömm við kannski í Elliðaárdal eða Heiðmörk og skeið- um þar um ailt. Eins reynum við að nota fríhelgar til að ferðast um landið. Við eigum sérstakan ferða- bíl og þegar ég klára á skikkanleg- um tíma á laugardögum er María búinn að pakka og ég get einfald- lega hoppað upp í bílinn og ekið af stað.“ Getið þið ekki farið út fyrir lands- steinana fyrstu mánuði ársins, þeg- ar lítið er að gera? „Nei, það er nú meinið, konan er sérkennari við Námsflokka Reykjavíkur þannig að við fömm hvergi." En hvað ætlarðu að gera þegar þú hægir á ferðinni í vinnunni? „Þá ætla ég að ferðast, bæði utan lands og innan. Ég hef á mörgum ámm komið mér upp stóm og miklu frímerkjasafni og það var orðið stórt þegar ég kynntist konu minni fyrir 27 ámm. Hún hefur síðan verið að spyija mig í gegn um árin hvað ég væri eiginlega að gera með þetta safn, hvað ég ætlaði að gera við það? Ég hef sagt henni að þegar það verði nógu stórt og verðmætt þá muni ég selja það og bjóða henni í hnattreisu. Mér sýnist allt stefna í að ég geti staðið við stóm orðin." Jólatilboð í Flash: I i| gegn framvísun miðan sem vit er \! k r a k k a- KLÚBBUR / 6Jt s Uls. m spara Éq oq Króni bróðir viljum kenna krökkum hvað það er mikilvæqt að spara oq saFna Fyrir einhverju sem ' mann lanqar virkileqa til f að eiqa, t.d. skíðum. Þínir vinir W Króni og Króna eittmm raneqt Þeir sem eru með \ Króna og Krónu krakkaklúbbnum Fá Flotfan bol, sparíbauk, reglustriku, endurskinsvnerki ... oq marqt Fleira. jir iCAI tCflnOnilQ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.