Morgunblaðið - 17.12.1995, Side 36

Morgunblaðið - 17.12.1995, Side 36
36 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG S. DYRSET, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Erna D. Holse, Gunnar Dyrset, Sigrid D. Jónsson, Ragnhild D. Asheim, Jórunn Dyrset, barnabörn og barnabarnabörn. Jens Holse, Silvia Garðarsdóttir, Jón S. Jónsson, Max Asheim, t Elskuleg eiginkona rrtín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR MÖLLER, Dalbraut 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðju- daginn 19. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rauöa kross íslands. Ingólfur Möller, Skúli Möller, Jakob R. Möller, Elfn Möller, Anna R. Möller, Ingólfur Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI R. JÓNSSON frá Látrum í Aðalvík, Marbakkabraut 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Fyrir hönd ástvina, Sölvi Páll Jónsson, Laufey Guðmundsdóttir, Maria Snorradóttir, Þorsteinn Theódórsson, Ágústa Fanney Snorradóttir, 3 Gunnar Snorrason, Ólína I. Kristjánsdóttir, Páll Snorrason, Grete Snorrason, Gestur Snorrason, Marta Snorrason, Halldóra Jóna Snorradóttir, Guðlaugur Kr. Birgisson, Ragnar Snorrason, Jónína Sóley Snorradóttir, Sigurður Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hagamel 25, Reykjavík. Margrét Oddný Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Hreiðarsson, Magnús Þór Magnússon, Hrefna María Gunnarsdóttir, Ásta Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur og samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINIS JÓNSSONAR, Klapparstig 6, Njarðvík. Guðrún Jörgensdóttir, Jón Agúst Einisson, Aud Rensmoen, Sigurbjörg Einisdóttir, Ingibjörg Sigrún Einisdóttir, Gylfi Ólafsson, Marfa Einisdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Asta Einisdóttir, Steingrímur H. Steingrímsson og barnabörn. GÍSLI ÓLAFSSON + Gísli Ólafsson fæddist 3. jan- úar 1912 á Búðum í Fáskrúðsfirði. Hann lést 10. desember í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Björn Ólafur Gíslason, síð- ar framkvæmda- stjóri í Viðey, og kona hans, Jakobina Davíðsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavík árið 1933. Hann kvænt- ist Hólmfríði Jóhannesdóttur árið 1942. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: Ólafur, f. 1943, blaðamaður og leiðsögumaður. Hann er kvæntur Unu Sigurð- ardóttur og eiga þau tvö börn. Jó- hannes, f. 1950, líf- fræðingur og fram- kvæmdasfjóri Líf- tækni. Kona hans er Elín María Ól- afsdóttir og eiga þau tvö börn. Gunnhildur, f. 1956, efnafræðing- ur. Eiginmaður hennar er Björn Rúnar Guðmunds- son hagfræðingur Hjá Þjóðhagsstofn- un og eiga þau fjögur börn. Utförin fer fram frá Laugar- neskirkju mánudaginn 18. des- ember og hefst athöfnin klukk- an 10.30. UM 1930 var Menntaskólinn í Reykjavík enn sex ára skóli og skiptist í 3ja ára gagnfræðadeild og 3ja ára lærdómsdeild. Lærdóms- deildin skiptist í tvær greinar: hina gömlu og grónu máladeild, og stærðfræðideildina sem var aðeins tíu ára gömul. Haustið 1929 kom nýr drengur til okkar sem vorum að he§a nám í þriðja bekk. Hann var ekki hár í loftinu og hvorki hávaðasamur né fyrirferðarmikill. En hann var fljót- ur að samlagast okkur, frá honum stafaði hlýju og öllum féll vel við hann. Hann hét Gísli Ólafsson og var faðir hans framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kára í Viðey. Um hann segir í íslenskum æviskrám: „Vel gefinn, vel metinn umbóta- maður." Nýr rektor kom að skólanum þetta ár, Pálmi Hannesson, og flutti með sér ýmsar nýjungar og ferskan blæ inn í þessa öldnu stofnun. Um Pálma stóð nokkur styr fyrstu árin. Þar átti pólitíkin sinn þátt, en auk þess hafði verið gengið fram hjá mætum mönnum m,eð mun meiri reynslu að baki og það olli óánægju og sárindum. Þetta voru því storma- söm ár í sögu skólans. En öldurnar lægði áður en langt leið, því að Pálmi sýndi að hann var starfínu vaxinn og ávann sér fljótt virðingu og traust. Að gagnfræðaprófinu loknu skildust leiðir. Við Gísli völdum báðir stærðfræðideildina, vorum því sambekkingar í fjögur ár, kynnt- umst vel og mér féll því betur við hann sem kynnin urðu lengri. Eftir stúdentspróf dreifðist hópurinn. Þá voru kreppuár og ekki um neina lánasjóði að ræða. Sum okkar urðu því að hætta námi, önnur að velja eina af þeim fjórum deildum sem þá voru við Háskóla íslands, þótt hugur þeirra stæði til annars náms. Gísli var einn þeirra sem ekki lögðu í lengra nám. Kom þar tvennt til: Hann hafði misst föður sinn árið áður svo að fjárhagurinn var þröng- ur, og heilsa hans bilaði haustið eftir stúdentsprófíð. Var hann lítt vinnufær næstu árin. Ég var við nám í Danmörku, síð- ar við kennslu á Akureyri og aftur við nám í Danmörku og kennslu við danska menntaskóla styijaldar- árin, svo að lítill sem enginn sam- gangur var milli okkar í áratug. En 1946 fluttist ég aftur til Reykja- víkur og þá varð þráðurinn tekinn upp að nýju. Nú hafði Gísli náð heilsu og var kominn á kaf í það sem átti eftir að verða ævistarf hans: ritstörf og útgáfustörf. Hann starfaði við rit- stjóm og umsjón bóka og tímarita, las prófarkir og þýddi bækur. Hann sá um útgáfu Ægis árum saman meðan Davíð bróðir hans var fiski- málastjóri, og hann sá einnig um Tímarit Verkfræðingafélagsins um langt skeið. Mikið starf lagði hann í Úrval, tímarit sem hann hélt úti á annan áratug. Úrval var að nokkru sniðið eftir Reader’s Digest, bandarísku tímariti er birtir úrval greina úr öðrum tímaritum, er afar vinsælt og víðlesið, enda þýtt á margar tungur. Gísli setti markið þó hærra en að koma Reader’s Di- gest á íslensku. Hann viðaði að sér tímaritum víða að, valdi greinar úr þeim og fékk menn með sér til að þýða. Þannig varð Úrval í höndum hans menningarlegt og áhugavert tímarit þar sem ekki var gælt við einfaldan smekk. Annað voldugt verkefni var endurskoðun Lækna- tals. Þar var Gísli ritstjóri og mun þetta verk hafa kostað hann ómælda vinnu í hartnær fjögur ár. Auk þess þýddi Gísli fjöldann + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför LEIFS TÓMASSONAR Erla Elisdóttir, Tómas Leifsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Þóra Leifsdóttir, Sigurður Vigfússon, Ottó Leifsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Sigurjón Magnússon, Nanna Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson Tómas Steingrimsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að iengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. allan af bókum, bæði skáldsögur og fræðibækur. Af fræðibókum er sérstök ástæða til að nefna þýðingu hans á bók eftir Rachel Carson: Raddir vorsins þagna. Þar var í fyrsta sinn bent á að maðurinn væri farinn að ganga of nærri líf- ríki jarðar. Þessi bók vakti mikla athygli og umræðu víða um heim. Þær umræður eru enn á döfínni og hafa skapað tvö nýyrði í íslensku: vistfræði og umhverfísvemd. Meðal annarra verka má nefna þýðingarstörf fyrir Almenna bóka- félagið. Gísli þýddi eitt bindi Al- fræðisafnsins og eitt bindi hinnar miklu mannkynssögu sem nú er nýlega lokið við að gefa út. Gísli var einnig meðal fyrstu ís- lendinga er fengust við samningu krossgátna og samdi slíkar gátur fyrir Vikuna um hálfrar aldar skeið eða lengur. Einnig gaf hann út Krossgátublaðið nokkur ár og hóf dóttir hans þá útgáfu að nýju í fyrra. Um skeið rak Gísli bókaútgáfu ásamt Hafsteini Guðmundssyni og var hún kennd við Bláfell. Þeir gáfu meðal annars út tvær ljóðabækur Guðmundar Böðvarssonar, Salt í mold I og II. Hin síðari ár starfaði Gísli hjá Hafsteini Guðmundssyni vini sínum í bókaútgáfunni Þjóðsögu og sá þar meðal annars um erlenda hlutann af árbók þeirri er Hafsteinn gaf út um langt skeið. Samstarf þeirra Gísla og Hafsteins var með ágætum og gaman var að koma í heimsókn til þeirra á vinnustaðinn vinalega við_ Skálholtsstíg. í einkalífí sínu var Gísli ham- ingjumaður. Hann átti góða konu, Hólmfríði Jóhannesdóttur frá Hof- stöðum í Skagafírði, sem studdi hann með ráðum og dáð og bjó honum gott heimili. Þau áttu mann- vænleg börn, en um það verður ekki fjallað í þessu greinarkorni. Nú á Gísli Ólafsson engan ævi- spöl ógenginn lengur. Hann hefur skilað miklu og merku ævistarfi á sinn hljóðláta hátt. En vinátta hans, hlýja og mannleiki verða okkur sem þekktum hann minnisstæð. Og lífíð heldur áfram. Um líf vort lykur lítill hringur, en kynslóðapld knýtir um eilífð ævi þeirra þrotlausa festi. (Goethe - Helgi Hálfd.) Guðmundur Arnlaugsson. Þó að myrkrið sé svart núna vit- um við að vorið kemur. Þá sést að eðli gróðursins er að vaxa og dafna eins og eðli okkar mannfólksins er að gleðjast yfír því einu að vera til. Gísli frændi minn vakti ævinlega þessa gleði með mér, hvort sem hann var að reyna að fá mig til þess sem barn að syngja við píanó- undirleik sinn eða benda mér sem unglingi á, að það væri merkilegt að vera manneskja. Gísli hefði líklega notið sín vel sem vísindamaður. Hann hafði ver- ið góður námsmaður, einkum lá stærðfræðin vel fyrir honum. Ein- stakur verkmaður var hann, alltaf sívinnandi og allt með sömu natn- inni, sama hvort hann var að rit- stýra Viðskiptaskránni, fást við þýðingar, krossgátugerð eða að lag- færa texta til útgáfu. Eitt af fjöl- mörgu sem hann tók sér fyrir hend- ur var að vera fyrsti ritstjóri Úr- vals, sem birti tímaritsgreinar um fræðandi og vísindaleg efni fyrir almenning, og náði strax mikilli útbreiðslu. Ég held að útgáfa þessa tímarits hafi verið mjög í hans anda, því að innst inni hafí hann trúað því að aukin þekking gerði manninn fijálsari og þar af leiðandi ánægð- ari með hlutskipti sitt. Eftir að svo vildi til að ég tók við starfí hans sem framkvæmda- stjóri Félags ísl. bókaútgefenda jókst samgangurinn á milli okkar. Við unnum skammt hvor frá öðrum, ég á Laufásvegi og hann við Skál- holtsstíg með sínum gamla vini Hafsteini Guðmundssyni, forstjóra bókaútgáfunnar Þjóðsögu og snilld- armanni í bókahönnun. Samvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.