Morgunblaðið - 04.05.1996, Page 24

Morgunblaðið - 04.05.1996, Page 24
24 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hcr ræður græní liturinn ríkum. Kápan er frá Spúútnik. Ljósmynd/Spessi HRAFNHILDUR stílisti, Arnold ljósmyndari, Kristfn förðunarmeistari, Elísabet módel. Blússa frá Spúútnik, pils frá Fríðu frænku, sokkabux- ur og skór úr einkasafni. Þau setja markið hátt og stefna að því að koma sér á framfæri í tískuheiminum erlendis, Arnold sem ljósmyndari, Hrafnhildur sem stílisti, Kristín í förðun og Elísabet sem módel. Sveinn Guðjónsson Ljósmyndir/Arnold hitti þau að máli og kannaði afrakstur samstarfsins Óhefðbundið giftingadress. Kjóll- inn er frá Fríðu frænku, sokka- buxur og skór úr einkasafni. old Björnsson og Kristín Reinholdt Sæbergsdóttir, sem ásamt „súper- módelinu" Elísabetu Davíðsdóttur hafa myndað samstarfshóp um tískuljósmyndun. Tilgangurinn er að safna efni í þar til gerðar nægilegan metnað til að gera hluti- na almennilega. Þess vegna ákváðum við að taka þetta föstum tökum og það er metnaðurinn sem rekur okkur áfram,“ segja þau Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, Arn- KKUR fínnst dá- lítið skorta á að fólk, sem hefur verið að vinna í tískuheiminum hér á landi, hafi TILBRIGÐI TISKUNNAR Afhverju stafar brjóskeyðing ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Af hverju stafar brjóskeyðing og er eitthvað við henni að gera? Svar: í öllum liðum er liðbrjósk, sem er mýkra en bein og ásamt seigum liðvökvanum gefur það liðnum áreynslulausa mýkt. Ymsir sjúkdómar og slys geta valdið skemmdum á liðbrjóski og orðið til þess að það þynnist og má þar nefna liðagigt, sýkingar í liðum, beinbrot, liðhlaup (að fara úr liði), mikla og einhæfa áreynslu, o.fl. Hitt er þó algengara að engin saga sé um slíkt og eru þetta þá breyt- ingar sem koma með hækkandi aldri og ganga oft undir nafninu slitgigt. I slíkum tilvikum er ekki vitað um orsök en stundum er þó greinileg ættarsaga. Brjóskeyðingu eða öðru nafni slitgigt er auðvelt að Brjóskeyðing greina á röntgenmynd og er hér um að ræða mjög algengan kviUa sem sést af því að fundist hafa merld um brjóskeyðingu á röntgenmyndum hjá 35% einstaklinga undir 30 ára aldri og hjá 85% fólks um áttrætt. Slíkar breytingar valda þó ekki óþægindum nema hjá sumum. Þeir liðir sem oftast verða íyrir barðinu á brjóskeyðingu eru liðimir í fin- grum og tám, mjaðmarliðir, hné- liðir og hryggjarliðir en ýmsir aðrir liðir geta einnig komið við sögu. Oþægindin sem af þessu hljótast eru verkir sem koma við áreynslu og lagast við hvíld, skammvinnur stirðleiki eftir hvíld og brak í lið- unum. Meðferð felst í fræðslu um eðli sjúkdómsins, hvíld, sjúkraþjálf- un, megrun, verkjalyfjum og skurð- aðgerðum. Megrun getur haft mikla þýðingu við brjóskeyðingu í mjöðmum og hnjám. Venjuleg verkjalyf (t.d. paraeetamól og íbúprófen) geta hjálpað mikið og engin ástæða er til að nota þau ekki. Stundum eru gerðar skurð- aðgerðir til að leiðrétta skekkju í lið og gervimjaðmir og gervihné geta iðulega gjörbreytt lífi fólks. Á síð- ustu árum er einnig farið að sprauta seigfljótandi gerviliðvökva í suma liði, einkum hné, og getur það hjálpað í vissum tilvikum. Brjósk- eyðing er sjúkdómur sem kemur hægt og sígandi á löngum tíma og getur gengið til baka a.m.k. líma- bundið. Borið saman við liðagigt er brjóskeyðing vægur sjúkdómur sem flestum gengur sæmilega að læra að lifa með. Spurning: Ég er með stíflaðan tárakirtil. Þarf ég að láta taka hann, eða skera í hann eða lagast þetta af sjálfu sér? Svar: Það sem líklega er hér á ferðinni er bólga og óþægindi í augnkróknum en þar eru tára- kirtlar og einnig opnast þar göngin sem flytja táravökvann niður í nef- hol. Ef tárakirtilsgöngin stíflast þarna er mikil hætta á bakter- íusýkingu. Slík sýking getur lagast af sjálfu sér og einnig lagast hún venjulega fljótt ef gefin eru sýkla- lyf en ef stíflan er ekki fjarlægð þá má búast við að sýkingin taki sig upp aftur og aftur. Það er þvi mikilvægt að fara til augnlæknis til að fá örugga sjúkdómsgreiningu og láta fjarlægja stiflu ef með þarf. Slík stífla er oftast lítill steinn sem hefur myndast í tárakirtlinum en slíkir steinar geta myndast í tái-a- kirtlum, munnvatnskirtlum og víð- ar. Slíka steina má fjarlægja með lítilli aðgerð. • Lesendur Morgunblndsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjurtn og er tekið á móti spurningum á virkiun dögum milli klukkan 10 og 17 í súna 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.