Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 23 ERLEIMT Tókýó. Reuter. Japanska stjórnin ákveður bætur til um 300 kynlífsambátta Hver kona fær á aðra milljón Einvígi FIDE sett HEIMSMEISTARAEINVÍGI Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var sett í Elista í Rúss- landi í gær og Anatolí Karpov og Gata Kamsky tefla fyrstu skákina í dag. Þeir tefla ann- an hvern dag og til að sigra þarf annar hvor þeirra að fá 10 '/2 vinning, en verði þeir enn jafnir eftir 40 daga og 20 skákir heldur einvígið áfram þar til annar þeirra vinnur skák. Forseti FIDE, Kirsan Iljúmzhínov, ákvað að einvígið skyldi háð í Elista, höfuðstað sjálfstjórnarlýðveldisins Kal- mykíu, þar sem hann er sjálfur forseti, eftir að hafa fallið frá því að teflt yrði í Bagdad vegna harðra mótmæla margra skáksambanda. Hugbúnaðar- galli olli Ar- iane-slysinu TALIÐ er að villa í tölvuhug- búnaði hafi valdið því að fyrsta geimflaugin af gerðinni Ar- iane-5 fór af réttri braut, en það varð til þess að starfsmenn stjórnstöðvarinnar sprengdu flaugina í loft upp 37 sekúnd- um eftir að henni var skotið á loft í Frönsku Guiana í fyrra- dag. Talsmenn Geimferða- stofnunar Evrópu (ESA) sögðu að ekki ætti að vera erfitt að leysa þetta vandamál fyrir næsta geimskot og geim- skotaáætlun stofnunarinnar ætti ekki að vera í hættu. Tsjetsjenar hóta átökum LEIÐTOGAR tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna kröfðust þess í gær að rússnesku her- sveitirnar í Tsjetsjníju yrðu fluttar þaðan tafarlaust og hótuðu að hefja árásir á þær að nýju ef ekki yrði gengið að kröfunni. Þeir léðu hins vegar máls á að sleppa kröfunni um sjálfstæði Tsjetsjníju um sinn, eða þar til íbúar héraðsins fengju tækifæri til að greiða atkvæði um framtíð þess. Mannskæðar skriður í Kína 66 MANNS fórust og 162 var saknað í gær eftir mikil skriðu- föll í Yunnan-héraði í suðvest- urhluta Kína á fjórum dögum, frá 31. maí til 3. júní. Skrið- urnar féllu á kolanámu í Laoj- inshan-fjalli, skammt frá landamærunum að Víetnam. Johnson í stað Boorda JAY Johnson flotaforingi hef- ur orðið fyrir valinu sem yfir- maður bandaríska sjóhersins í stað Jeremy Boorda, sem svipti sig lífi í síðasta mán- uði. Bill Clin- ton hyggst tilnefna John- son, sem hef- ur verið næst- æðsti yfirmaður flotans, og öldungadeild þingsins þarf að staðfesta tilnefninguna. JAPANAR ákváðu í gær að þeir myndu greiða hverri konu, sem þeir þvinguðu til að stunda vændi í heimsstyrjöldinni síðari, að minnsta kosti tvær milljónir jap- anskra jena (um 1,2 milljónir króna) í skaðabætur. Mál þetta hefur verið mjög viðkvæmt í Japan og seina- gangur í meðferð þess hefur verið gagnrýndur. Um 300 konur, sem gerðar voru að svokölluðum „kynlífsambáttum" og rétt eiga á þessum bótum, eru enn á lífi. Greiðslunum á að fylgja afsökunarbeiðni frá Ryutaro Hashi- moto forsætisráðherra, að sögn stjórnar Sjóðs asískra kvenna, sem stofnaður var að undirlagi jap- anskra stjórnvalda til þess að bæt- umar bærust frá einkastofnun, en ekki úr fjárhirslum ríkisins. Stjórn sjóðsins tók ákvörðun um upphæð greiðslnanna á þriðjudag. Bumbei Hara, formaður sjóðsins, sagði að eftir væri að ákveða fyrir- komulag greiðslna fyrir sjúkra- kostnað, en hægt yrði að afhenda konunum bæturnar í júlí eða ágúst. Afhending gæti dregist vegna þess að sjóðstjórnin krefst þess að Hashimoto gangist við þætti stjórn- valda og stjórnenda japanska hers- ins í þessu máli. Japönsk stjórnvöld gagnrýnd Fyrrverandi kynlífsambáttir frá Kóreu tóku yfirlýsingunni á þriðju- dag fálega og gagnrýndu japönsk stjórnvöld fyrir að forðast að láta bendla sig við sjóðinn og krefjast að ábyrgð ríkisins verði viðurkennd vafningalaust. Japanskir þingmenn á hægri væng stjórnmálanna hafa hafnað því að konur hafi skipulega verið þvingaðar til vændis og uppskorið hörð mótmæli frá Suður-Kóreu fyrir. Sagnfræðingar telja að um 200 þúsund konur, flestar kóreskar, en einnig frá Filippseyjum, Indónesíu, Kína og Hollandi, hafi verið teknar og sendar í vændishús á vígstöðvun- um þegar her Japanskeisara fór um Suðaustur- og Austur-Asíu í stríð- inu. Karpov Johnson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.