Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ DANS ö u FÉHIRSLA VORS HERRA Fnimflutningiir á ballett eftir Nönnu Ólafsdóttur og Siguijón Jóhannsson í Borgarleikliúsinu 4. júní. Morgunblaðið/Ásdís DÖNSURUNUM var vel fagnað í lok sýningarinnar; fremst fara Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir og Jóhann Freyr Björgvinsson. Skrautfjöður í íslenska lista- mannshattinn ÞAÐ TELST alltaf til nokkurra tíðinda þegar nýtt íslenskt verk, hvort heldur um er að ræða leik-, tón- eða dansverk, er frumflutt hér. Það er gott að láta minna sig á að við getum meira en við stund- um höldum og að þessi eilífi inn- flutningur á erlendum verkum er ekki endilega listinni til framdrátt- ar, að minnsta kosti verður slíkur innflutningur ekki til framþróunar fyrir íslenska höfunda - hvar í list- um sem þeir eru staddir. Það er því ánægjulegt að fara í leikhús og horfa á nýtt íslenskt dansverk, já og eiginlega myndverk frumsýnt á listahátíðinni sem nú stendur yfír. Bæði Nanna Ólafsdóttir og Sig- urjón Jóhannsson eru löngu lands- þekkt listafólk og óþarfi að kynna þau, en rétt að nefna að Nanna er danshöfundur og Sigutjón bún- ing og leikmyndahönnuður - svona til glöggvunar fyrir þá sem ekki vissu. Það er engin tilviljun að þau Siguijón og Nanna leiði saman hesta sína núna því þau hafa unnið saman áður og minni ég þá t.d. á „Dafnis og Klói“, fyrsta íslenska heilskvöldsballettinn. En af hveiju velja þau söguna af Guðmundi góða Arasyni, úr öllum þeim hafsjó ís- lenskra sagna og atburða sem skráður hefur verið? Af viðtali við þau má sjá að Siguijón mun hafa talið að saga Guðmundar ætti er- indi á íslenskt leiksvið. Og eru það orð að sönnu. Verkið hefst á því að tíu hettu- klæddar manneskjur í rauðum og gráum búningum liggja á sviðinu og í baksýn má sjá altari uppi á palli, einn stóran kross og tvo hálf- krossa. Áhrifín eru sterk, rauðleit lýsing, litirnir á búningunum góðir og hreyfíngarnar ög dansinn sömu- leiðis. Og maður bíður spenntur að sjá hvernig framhaldið verður. Fyrir okkur eru nú leiddir tveir dansarar þeir Hany Hadaya (gesta- dansari) sem dansar Kolbein Tuma- son meðal annars og Jóhann Freyr Björgvinsson sem dansar Guðmund góða Arason. Þeir íklæðast búning- um sem bornir eru inn á slám, ég veit ekki hvernig stendur á því, en mér finnst alltaf gaman að sjá fólk hafa fataskipti á sviði! Og þetta var skemmtilega útfært. Jóhann dansar nú langan sóló sem meðal annars er til þess fallinn að kynna manninn Guðmund góða fyrir áhorfendum. Dansinn er vel unninn og er dansaður við nið vatnsins sem fellur fram af altar- inu. Jóhann dansar vel og af ör- yggi en tekst þó ekki alveg að telja mér trú um að þar sé á ferðinni einhvers konar íslenskur „Hrói höttur“ ef marka má söguna. Kannski er það vegna æsku hans og reynsluleysis en einhvem veginn er það bara allt í lagi. Mild og góð María Maríu Guðsmóður þáttur Láru Stefánsdóttur, lifir enn í huga mér sem mildilegur, fagur og ljóðrænn dans - vel unninn af danshöf- undarins hálfu og sérstaklega fal- lega dansaður og túlkaður af Láru. En Lára þekkir vel til vinnubragða Nönnu og öfugt, það fer ekki á milli mála að báðar nýta sér það út í ystu æsar. Kjóll Láru er með fallegri kjólum sem ég hef séð dansað í, hann hreyfist með henni og er svo fallega Maríu meyjar blár. Auk þess er höfuðfatið hvítt og blítt. Ermarnar eða öllu heldur ermaframlengingarnar, voru hugsaðar sem tenging milli himins og jarðar, eða Maríu Guðsmóður og fólksins, geri ég ráð fyrir, voru svolítið ofnotaðar. Þær minntu mig eitt andartak á kínverskar ermar. Kannski vegna þess að allur hóp- urinn var með síðar ermafram- lengingar. En alls staðar þar sem María mey Láru kom til sögunnar voru fallegir hlutir á ferðinni, hvort sem hún var ein eða með Hany, Jóhanni eða þeim báðum. Þó voru hlaupin með Katli presti á leið í páfagarð ívið of löng. En Ketill prestur var túlkaður á skemmtilegan hátt af Guðmundi Helgasyni. Þá fengum við einnig að sjá Guðmund ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur í kostuglegum og vel gerðum hlutverkum manns og konu, sem skilja barn sitt eftir á bak við stein, til þess að „saurlíf- ast“ eins og segir í texta. Júlía Gold í litlu hlutverki Selkollu gerði sínum þætti mjög góð skil ásamt þeim Eldar Valiev Guðmundi Helgasyni og Guðmundi Elíasi Knudsen. Þetta var fallega samið og hefði þess vegna mátt vera lengra. Birgitte Heide dansar hlut- verk Mörtu og gerir það vel á sinn hógværa hátt. En það eiga öll þessi minni hlutverk sameiginlegt að þau voru vel unnin og hefðu mátt vera lengri, því allt eru þetta prýðisdansarar sem maður vill sjá meira til. Ekki má gleyma hirð- fífli Katrínar Yngvadóttur sem var líflegt og fjörugt. Senan með stóra páfanum (kunnuglegt), kónginum og fylgdarliði var kostuleg og hefði líka mátt vera lengri því svo margt skemmtilegt kom þar fram bæði í búningum og uppsetningu. Þá má ég til með að lofa „Rödd af himni" í afar fallegum flutningi Sverris Guðjónssonar söngvara. Tónlistin í verkinu er flutt af segulbandi og er það verk eftir Jón Leifs og Francis Poulenc og sam- kvæmt upplýsingum úr leikskrá, er einn tákngervingana fyrir tví- hyggjuna í verkinu. Mér er eigin- lega alveg sama - sundurklippt og samansett tónlist á segulbandi - alveg sama eftir hvern hún er - er ekki samboðin því listaverki sem þessi sýning er. Hér hefði átt að vera sérsamið íslenskt tónverk leik- ið af „lifandi" hljómsveit. Dansað var oft í þögn, a la Nanna, eða undir texta sem þeir Teódór Júlíusson og Sigurður Karlsson í hlutverkum sögumann- anna bróður ÁSgríms og bróður Brands, fluttu. Var þeirra þáttur í sýningunni ákaflega góður og og sýndi hve eðlilegt og fallegt getur verið að flétta þessum listgreinum saman. Ég var þó ekki alveg sátt við textaflutning dansaranna, hefði ekki verið betra að heyra leikara- hóp flytja þennan texta af bandi? Gífurlega sterk leikmynd Þegar kemur að því að skrifa um þátt Hanys Hadaya í verkinu, þvæíast örlítið fyrir mér Kolbeinn Tumason og aðrir persónugerving- ar mótstöðumanna Guðmundar góða. Svo ég veit ekki nákvæmlega hvenær hann var Kolbeinn að koma eða fara eða einhver annar - nema í stóra tuskukuflinum er greinilegt hver er þar á ferð. Hvað sem því líður þá dansaði Hany framúrskar- andi Vel og af þroska og yfirvegun góðs listamanns. Mikið var gott að dansflokkurinn fékk að njóta krafta hans enn á ný. Hann er mjög glæsi- legur og sterkur í þessum hlutverk- um. Þá er og gleðiefni að sjá ungu íslensku karldansarana og nemana koma svona vel til. Hópdausarnir voru jarðtengdir mjög og brá fyrir kunnuglegum hringamyndunum og stöðum. Stundum var mikill tryll- ingur í dansinum í baráttu góðs og ills. En Guðmundur góði kom þar að, blessaði mannskapinn og róaði með Maríu Guðsmóður í för. Kom hann þá sem einhverskonar lausnari. Og undir lokin varð það enn meira áberandi og minnti á stundum á píslargöngu Krists. Ef til vill var það líka ætlun höfund- anna, því mikið er um slíkar tákn- myndir í verkinu, þó sérstaklega undir lokin. Einhvernveginn var ég nú ekki mjög hrifin af pokafólkinu með innkaupakörfurnar sínar, það var eins og nútíminn træði sér allt í einu inn í miðaldasöguna, bara sí svona! Senan þar sem Guðmund- ur góði og Kolbeinn kalla sáttir við Guð og menn er sterk og ljómandi vel dönsuð. Gott strákar. Fallegt var að sjá „lifandi“ vatn falla fram af altarinu, táknrænt og glæsilega útfært, hjá Sigurjóni, eins og reyndar öll leikmyndin í sýning- unni, sem var stundum gífurlega sterk í einfaldleika sínum. Lýsing var heilsteypt og vel hönnuð og límdi sýninguna ágætlega saman. Mér er minnisstæð lýsingin frá alt- arinu. Heiðurinn af þeirri hönnun á Elvar Bjarnason. Greinileg erfið- isvinna er að baki þessari sýningu og Nanna Ólafsdóttir hefur komið á óvart enn og aftur, í þetta sinn með nýja og fallega hluti, áræðna og smekklega, spennandi og metn- aðarfulla. Samstarf þeirra Sigur- jóns virðist hafa tekist með mikl- um ágætum og bæði hafa svo sannarlega bætt stórum skraut- fjöðrum í sinn listamannshatt. ís- lenski dansflokkúrinn hefur unnið stóran sigur og full ástæða er til þess að óska öllum aðstandendum verksins til hamingju með stór- virkið! Lengi lifi Islenski dans- flokkurinn! Ásdís Magnúsdóttir MALVERKAUPPBOD á Hótel Sögu í kwld kl 2030. Uppboösverkin sýnd til kl 18 í dug við INGÓLFSTORG, SÍMI552 4211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.