Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 33 AÐSENDAR GREIIMAR Opið bréf RAGNAR minn! Þér skrifið grein í Morgunblaðið 24. maí síðastliðinn, þar sem þér kjósið að vega að trúverðugleika siða- nefndar Prestafélags íslands, stjórn sama félags, séra Bolla Gú- stafssyni og nokkrum hójji ónefndra presta. Arásum yðar á per- sónur hyggst ég ekki svara hér. Til þess liggja tvær ástæður. Annars vegar hygg ég að orð yðar dæmi sig að mestu sjálf. Fólki almennt eru málsatvik of kunn til þess að unnt sé að slá ryki í augu þess. Hins vegar er ég enn þeirrar skoðunar, að síður Morgunblaðsins sé hægt að nota til uppbyggilegri hluta en per- sónulegra klögumála. Þá tel ég einnig (og hugði yður sammála mér) að prestar ættu_ ekki að þrátta í fjölmiðlum. Eg minni yður á, að í öllum þeim darraðar- dansi, sem yfir kirkjuna hefur dunið, hefur meginþorri presta, sérstaklega þeir sem yður eru ósammála, sýnt ótrúlega stillingu þegar fjölmiðlar eru annars veg- ar. Ég vil jafnframt benda yður á, að teljið þér einhverja presta hafa komið ódrengilega fram, eru til leiðir innan kirkjunnar til að taka á því. Þetta ætti yður, sem fulltrúa biskups í siðanefnd, að vera enn ljósara en mér. Á hinn bóginn vil ég fagna því að þér bryddið upp á ýmsum almennum grundvall- arspurningum. Sér- staklega með orðum yðar um „anda fyrir- gefningarinnar“. Ég hefði hina mestu ánægju af að ræða, einslega eða opinber- lega, við yður kenn- ingu yðar um fyrir- gefninguna og ýmsar spurningar, sem mér virðast af henni leiða, t.d. spurningar eins og: Hvaða siðferðiskröfur á að gera til presta? Á yfir höfuð að gera einhverjar siðferðiskröfur til presta? Á kirkjan að hafa aga á þjónum sínum? Á e.t.v. að breyta siðareglum PÍ í þetta horf: „Nú brýtur prestur alvarlega af sér í embætti eða einkalífi eða með öðrum hætti og skal þá fyrirgefa honum það?“ Hvað eru „mistök“? Er íslenska dómskerfið e.t.v. ókristilegt þar sem það „fyrirgef- ur“ ekki umsvifalaust, heldur ger- ir ráð fyrir að menn séu kallaðir til ábyrgðar vegna gerða sinna? Getur verið réttlætanlegt að berj- ast gegn spillingu? Þetta eru allt spurningar, sem eru almenns eðlis og hægt er að ræða á hlutiægan og uppbyggi- legan hátt, án árása á einstakar persónur. Umræða um þessar Þorgrímur Daníelsson Er íslenzka dómskerfíð ef til vill, spyr Þorgrím- ur Daníelsson, ókristi- legt vegna þess að það fyrirgefur ekki umsvifalaust. spurningar ætti því vel heima á opinberum vettvangi. Ég hygg einnig að þetta séu spurningar, sem margir velta fyrir sér nú um stundir og mikilvægt sé að svara með afgerandi hætti. Að lokum þetta. Ég vil hvetja yður til að fara réttar leiðir með klögumál yðar á hendur persón- um. Á hinn bóginn skal ég með ánægju mæta til opinberrar um- ræðu við yður um þær almennu spurningar sem ég hef hér nefnt. Höfundur er sóknarprestur í Neskaupstað. CIIIRjCUS RONALDO SIRKUSs^ÓL* Circus Ronaldo og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur gangast fyrir sirkusskóla fyrir börn á aldrinum 10- 12ára. Sirkusskólinn er haldinn af Circus Ronaldo í sirkustjaldinu í Hljómskálagarðinum. Sirkusskólinn er ætlaður þeim sem einhverja reynslu hafa af leiklistarstarfsemi, hafa tekið þátt í skólasýningum, listasmiðjum eða hafa ótvíræða leikræna hæfileika. Skólinn verður haldinn dagana 12.13.14. og 15. júní frá kl. 13.00-14.00 oglýkur með sýningu þann 16. júní kl. 15.00. * dag fimmtudag um uerslun Uið höfum stækkað dömudeildina og opnað glæsilega skóuerslun á annarri hæð IVIeiriháttar ÐIESEL verslun á jarðhæö hönnuð af DIESEL ítalía \ Laugavegur s. 5111717 g ^ Ath. opið til kl. 'l 17.00 á laugardag Láttu sjá þig í tilefni af stækkun verslunarinnar bjóðum við 10% afslátt af Öllum vörum út vikuna auk fjölda annarra tilboða — CflFÉ 17, Tolli — Sýning hefst í dag á uatnslitamyndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.