Morgunblaðið - 06.06.1996, Side 41

Morgunblaðið - 06.06.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 41 AÐSENDAR GREINAR Yfirgengilegt er, segir Einar Júlíusson, hvernig alþingismenn allra flokka draga fætur. ins og tekjumöguleikum ferða- þjónustunnar með háspennulínum í allar áttir. Hún hefur lagt bestu grónu landsvæði Auðkúluheiðar undir vatn og heimtað að perlur landsins og aðalheimkynni heiðar- gæsarinnar í heiminum, Þjórsár- ver og Eyjabakkar, verði kaffærð til að framleiða handa útlending- um niðurgreitt rafmagn sem hún ætlar að senda þeim með örbylgj- um út í geiminn eða með sæstreng ofan í sjóinn þó að enn hafi ekki verið fundnar upp aðferðir til að koma slíkum sendingum á leiðar- enda. Ekki borga ríkir útgerðamenn heldur skatt af sínum vöxtum eða peningunum sem þeir setja í kvótaleigu af hver öðrum, mótmæ- landi grátklökkir öllum hugmynd- um um auðlindaskatt til annarra en þeirra sjálfra og meðan þeir reikna út hversu marga tugi millj- arða trillukörlum er gefið með því að leyfa þeim að veiða líka. Þeir hafa útrýmt vorgotssíldinni og komið hveijum fiskistofninum á fætur öðrum fram á hengiflugið, þorskinum, karfanum, lúðunni, grálúðunni. Það tók þá aðeins eitt sumar að rústa hrygningarstöðv- um blálöngunnar eftir að þeir fréttu af þeim við Franshól. Ein- ungis hinir fátæku geta ekki dreg- ið vaxtagjöldin frá tekjum sínum. Það er ekki bara óréttlátur ójöfn- uður, heldur skattsvik. Landsbankastjórinn sérlystugi hefur lýst því yfir að verði 10% fjármagnsskattur settur á muni hann greiða skattinn fyrir spari- fjáreigendur Landsbankans. Því- líkt göfuglyndi! Hann yrði þá í raun að hækka innlánsvexti sína út einu prósenti í 1,1% Ætli hann sé ekki fremur að búa sér til afsök- un til að hækka sína 14% útláns- vexti um talsvert meira en 0,1%. Skyldu finnast fleiri verslunar- eða þjónustufyrirtæki sem selja sínar vörur 14 sinnum dýrara en þau keypti þær. Og 14% víxilvextir, það er bara byrjunin. Þar við bæt- ast stimpilgjöld og „kostnaður" bankans sem hækka heildarfor- vextina af stuttum víxli upp í langt yfir 20%. Ef menn geta svo ekki borgað á réttum tíma koma drátt- arvextir ofan á það og alls konar aukakostnaður áður en lögfræð- ingar bankans skammta sér loks mánaðarlaun fyrir eitt innheimtu- bréf til að minna skuldarann á að kostnaður hans muni enn stór- hækka ef hann greiði ekki strax það sjálfdæmi sem upp er sett. Eða grátkórinn, að ekki megi skattleggja alla þessa fátæku sparifjáreigendur sem sett hafa sparifé langrar ævi í banka lands- manna til að lifa fyrir í ellinni. Hvað skyldu venjulegir sparifjár- eigendur þurfa að eiga mikið sparifé í Landsbankanum til að vextirnir af því nái skattleysis- mörkum? Það eru hvorki meira né minna en 65 milljónir fyrir ein- stakling og 130 milljónir fyrir hjón. Skyldu hjón sem eiga 130 milljónir króna í bankanum ekki mega borga jafnháa skatta af tekj- um sínum og þeir sem ekkert eiga þar nema skuldir? Þvílík umhyggja fyrir gamla fólkinu og smæl- ingjunum. Mikið mál er gert úr því að líf- eyrissjóðirnir megi ekki borga skatta af sínum vaxtatekjum. En af hveiju ætti að vera að stýra peningum lífeyrissjóðanna fremur inn á skattlausan fjármagnsmark- að en inn á aðrar brautir eins og hlutabréfamarkað, byggingu leiguíbúða, kvótakaup eða eitt- hvað annað sem gæfi e.t.v. bæði lífeyrisjóðunum og þjóðinni meiri tekjur. Fyrst vextir eru fijálsir og vaxtatekjur skattlausar af hveiju ætti nokkur verktaki að gera hátt (t.d. milljón kr.) tilboð í nokkurt verk. Hann á bara að bjóða eina krónu í verkið. Vantrúaður verk- kaupandi verður þá auðvitað að fá tryggingu (t.d. túkall) frá verk- takanum að hann framkvæmi virkilega verkið fyrir slíkt smá- ræði. Að verkinu loknu greiðir hann svo verktakanum launin sín og trygginguna til baka með þakk- læti fyrir lánið og þeim vöxtum (t.d. ein milljón kr.) sem verktaki setur upp í tilboði sínu. Verktakinn fær þannig milljónina og verk- kaupandinn verkið en íjármálaráð- herra fær bæði tekjuskatt og sölu- skatt af einni krónu! Langlundargeð launþega lands- ins hlýtur að eiga sér einhver mörk. Hve lengi láta þeir bjóða sér að launin sem þeir strita fyrir myrkranna á milli séu skattlögð upp í topp, í vissum tilfellum með jafnvel 100% jaðarskatti á sama tíma og ijármagnseigendurnir, sem fá margfalt meiri tekjur fyrir að liggja í leti allan liðlangan dag- inn, borga alls engan skatt eða 0%. Hingað og ekki lengra. Stönd- um saman gegn skattsvikunum og skattsvikurunum. Kjósum þá ekki. Höfundur er eðlisfræðingur. * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar J. RSTVniDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjoá, sími 533 3535. N V O G ElNFOLD GJALDSKRA FYRlR ÍNNANLA'NDSSÍMTÖL Nú er allt að helmingi ódýrara að hringja innanlands Simtal á míllí Jsafjaróar og Selfoss kostar Póstur og simí heíur eínfaiclaó gjaldskrá fyrir innanlands- simtol. Mú eru aöeíns tvel' gialdflokkar og naeturtaxtínn hefst klukkan .19.00. Pzó jaíngíióír 50% lækkun a símtöl- um fré.kL .1.9,00'til 23,00 og .335«. lækkun á símtölum fré klukkan 23.ÖÖ til 08.00 a berm símtölum sem tilheyróu gjaldflokki 3; 2 kró.nur og átta aura á mínútu eftír klukkan 19.00 P05TUR OG SIMI 4 í Góð vörn er besta sóknin! ■ -——■wa—fc Liturínn ...rétti liturinn, rétta verðið, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 WOODEX Ultra ■ viðarvörn gagnsæ, olíublendin vörn sem dregur fram kosti viðarins. WOODEX Træolie ■ viðarolia Grunnviðarvörn sem hentar sérlega vel þrýstifúavörðu tímbri. Jurtaolía með alkyd/Harpix bindiefni. ^flK AÖ& v( R 0 1 D ræður góða verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liturínn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.