Morgunblaðið - 06.06.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.06.1996, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Höfundur er tryggingastærð- fræðingur. Lífeyriskerfi opin- berra starfsmanna PÉTUR H. Blöndal, alþingismað- ur og tryggingastærðfræðingur, ritaði tvær greinar í Morgunblaðið um miðjan maí um ofangreint efni. Pétur hefur eins og fleiri áhyggj- ur af lífeyriskerfi opinberra starfs- manna, þar sem miklar fúlgur vant- ar á að viðkomandi lífeyrissjóðir eigi fyrir skuldbindingum. Pétur setur fram hugmynd að lausn í þremur liðum: 1. Sjóðum -^fíkisstarfsmanna verði lokað fyrir nýjum starfsmönnum og greiði þeir iðgjöld til almennra lífeyrissjóða. 2. Starfandi ríkisstarfsmönnum verði boðið hveijum og einum að falla frá áframhaldandi réttinda- vinnslu í gamla kerfinu gegn launa- hækkun. 3. Bjóða mætti þeim sem það vilja að falla frá áunnum yfir- réttindum gegn eingreiðslu í spari- skírteinum. Vandamálið sem hér er við að glíma felst í því, að hluta launa- kostnaðar ríkis, sveitarfélaga og fleiri aðila er velt yfir á framtíðina Hægt er að ráða nýja starfsmenn uppá annað lífeyriskerfi, segir Jón Erlingur Þorláksson, í fyrri grein sinni, en ekki er hægt að breyta áunnum réttindum. í stað þess að greiða hann jafnóðum. Vand- inn er ekki sá að ríkis- starfsmenn hafi of góð kjör. Laun þeirra hafa verið lægri en ella vegna lífeyrisréttind- anna. Það hefur mar- goft komið fram hjá forystumönnum BSRB. Þegar litið er yfir nokkra áratugi sést að lífeyrisréttindi ríkis- starfsmanna hafa auk- ist miklu meira heldur en launin. Það bendir til þess að auðveldara hafí verið fyrir samtök starfsmanna að heija út kjarabætur í formi lífeyrisréttinda heldur en hærri launa. Það má aftur skýra FORSETAKOSNINGAR 1996 ,Forseti íslands, LEIÐANDIAFL ^HHHHHIíL— <pimllifisa. *SSA Embættiforseta íslmku bjóðarinmr pr tákn um samstöðu Islmlmga. Meðforseta okkar ífaramroddi gœti Istand orðið vegvísir tilfriðar í vmldinni Við erum súpjóð em sem aldrei hefur rekið skipulagðan hemað négegntherpjónustu.Enginn erjmbetn íhlutverkfnðarboða en forseti íslgnskupjóðarmmr. ðstþór Mfflússon hefiir starfað víða um heim að Mðarmálum ot X 1 11 iX 11 • / VI ,V 1 , f i ,u f y 1 /yt Tökura forystuna - virkjum Bessastaði í þágu friðar. STUÐNINGSMENN FRIÐAR Kosningaskrijstofa: Tryggvagötu 26,2. hœð, 101 Reykjavík Sími: 552-2009 Fax: 552-2024 Netfang :http]/iww.peaceMforseti.html með því að lífeyrisrétt- indin koma ekki til greiðslu fyrr en löngu síðar og þess vegna er það útlátaminna í svip- inn að auka þau heldur en hækka launin. Þannig getur kerfið orðið til þess að skekkja hlutföll milli lífeyris og launa. Auk þess er hætt við að minna aðhalds sé gætt í starfsmannahaldi en vera mundi ef kostnað- ur væri allur greiddur Jón Erlingur jafnóðum. Þorláksson Málið sem hér er fjallað um hefur áður verið til meðferðar. Samband bankamanna og íslandsbanki leit- uðu lausnar á því fyrir nokkrum árum, Vestmannaeyjabær einnig. Á báðum stöðum varð niðurstaðan sú sama. Fyrra lífeyriskerfi var lokað fyrir nýjum starfsmönnum, en þeir sem byijaðir voru að greiða til þess fengu að halda því áfram. Ekki þótti fært að hrófla við áunnum eða fyrirsjáanlegum réttindum þeirra sem þegar voru komnir inn í kerfið. Það er skoðun mín að niðurstað- an verði sú sama ef breyta á lifeyr- isréttindum ríkisstarfsmanna. Breytingin muni aðeins ná til nýrra starfsmanna, en hinir eldri fái að halda áfram í gamla kerfinu. Eldri starfsmenn gætu þó gengið inn í nýja kerfíð ef þeir kjósa. Að því er snertir umbun til nýrra starfsmanna fyrir að ráða sig eftir öðru kerfí er þess að gæta að rétt- indi í hinum almennu lífeyrissjóðum eru ekki að öllu leyti lakari en í opinberu sjóðunum. Mestu munar að réttindi fást ekki eingöngu út á föst laun heldur einnig yfírvinnu. Um laun nýrra starfsmanna verður að sjálfsögðu samið. Ekkert er því til fyrirstöðu að reynt sé að reikna verðmæti réttinda eftir tveimur kerf- um og bera saman. Slíkir útreikning- ar hljóta þó að vera háðir mörgum óvissuþáttum og verða aðeins til leið- beiningar. Hér verður reynt að útskýra af hveiju svo torvelt er að breyta rétt- indakerfi sem menn eru þegar komnir inn í. í lífeyriskerfí opinberra starfs- manna er það reglan að menn ávinna sér réttindi af lokalaunum, nánar til tekið af launum eftirmanns. Ungur ríkisstarfsmaður er ekki að vinna sér lífeyrisrétt sem hlutfall af (lág- um) launum sem hann hefur fyrstu árin í starfi. Hann ætlar að vinna sig upp, kennarinn ætlar að verða skólastjóri og fulltrúinn forstjóri. Þetta er auðvitað jafn misjafnt og mennirnir eru margir. En verðmæti réttindanna verða ólík í augum mannanna sjálfra, jafnvel þó að þeir standi jafnt utanfrá séð. Það veldur erfiðleikum hvort sem ætlunin er að breyta réttindunum eftir hlutlæg- um reglum eða gera einstaklings- bundna samninga. Reyndar virðist mér hið síðarnefnda alls ekki geta gengið þar sem strax mundi koma upp óþolandi misræmi. Ef gera á reikniforrit til mats á lífeyrisréttindum einstaklinganna, þá koma þar inn i margar stærðir. Fyrst er að nefna forsendur um dánar- og lífslíkur, vexti sem miða skal við og áætlaða launahækkun framvegis. Þá aldur viðkomandi, starfsaldur, kyn, hjúskap, aldur maka, börn. Einnig mætti hugsa sér að taka tillit til heilsufars og ýmissa lífshátta. Þetta verður svo flókið að heita má vonlaust að búa til reglur sem allir geti verið nokkurn veginn sáttir við. Auk þess eru einstaklings- bundin atriði sem skekkja myndina. Útkoman verður alltaf sú sama: Hægt er að ráða nýja starfsmenn upp á annað lífeyriskerfi. En það er ekki auðvelt að breyta áunnum réttindum eða_ réttindavinnslu eldri starfsmanna. I seinni grein ræði ég nánar um breytingu sem hér hefur verið nefnd, hvaða gagn væri að henni og hvernig hún mundi koma við starfsmenn. Einnig nokkuð um lífeyrismál í víðara samhengi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.