Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Sprotakál (brokkoli, spergilkál) Ég vil kalla þetta kál sprotakál sem er bein þýðing á ítalska orðinu broccolo sem þýðir kálsproti, segir Kristín Gests- dóttir, sem bjó til þetta skemmtilega orð fyrir mörgum árum, en það hefur þó ekki náð fótfestu. í BLÍÐU veðri fyrir hvítasunnu fór ég í gróðrarstöð til að kaupa mér kálplöntur, en fékk það svar að þær yrði ekki farið að selja fyrr en eftir mánaðamót. Og skýringin var sú að enn gæti kólnað og sú varð raunin. Um mánaðamótin gerði rok og kulda sem vafalaust hefði riðið kál- plöntunum að fullu, en ef þær kólna um of geta þær spírað upp og láta stundum vera að mynda haus. Ég ætla nú samt að fara á stúfana og kaupa plöntur núna og hvolfa þá blómsturpottum yfir ef kuldaboli fer á stjá. Það kál sem ég hefi mestar mætur á er sprotakál (brokkoli), sem þrífst mjög vel við íslenskar aðstæður, mun betur en hvítkál og blöm- kál. Árið 1992 fraus í garðinum hjá mér 23. júlí. Þá féll kartöflu- gras, salat og blómkál skemmd- ist, en sprotakálið lét frostið ekki hafa nein áhrif á sig. Ég hvet alla þá sem rækta kál í heima- görðum að nota sprotakál. Sprotakálið er mjög ljúffengt og gott til frystingar. Þegar mið- sprotinn er orðinn fullvaxinn þarf að skera hann af til þess að hliðar- sprotamir vaxi betur. Þegar hlið- arsprotamir komast á skrið verður mikill hamagangur í öskjunni og maður getur næstum því séð þá vaxa. Þeir mega ekki vera of lengi á plöntunni, því þá fara þeir að blómstra með gulum blómum, tréna og verða ekki góðir. Kálið getur jafnvel blómstrað í kæli- skápnum ef það er geymt of lengi. Leggirnir á kálinu finnast mér bestir, ef þeir em afhýddir áður. Þá er það sem er fyrir innan mjúkt og afar ljúffengt. Nú á auðvitað enginn nýsprottið sprotakál í garðinum en á meðan kaupum við það í næstu búð. Smjörsoðið sprotakál í örbylgjuofni 250 g sprotakál __________'A tsk. salt _ _ ■ 20-30 g smjör nýmalaður pipar 1. Skerið leggina af kálinu og afhýðið. Skerið í sneiðar og setjið í skál. Setjið smjörið yfir. Sjóðið við mesta hita í örbygljuofni (850 w) í 3 mínútur. Lengur eða skemur eftir styrkleika ofnsins. 2. Skerið kálið sjálft í greinar, leggið ofan á leggina, stráið salti yfir, minnkið hitann á ofninum í minnsta hita og sjóðið í 5 mínútur. Malið pipar yfir. Meðlæti: Ristað brauð og smjör. Athugið: Þetta má að sjálfsögðu sjóða í potti, en gæta verður þess að hafa mjög lágan hita svo að smjörið brenni ekki. Sprotakáls/ kartöflubakstur 200 q afhýddar kartöflur 200 g sprotakál 2 dl mjólk 1 lítill laukur 1-2 msk. matarolía _____________3 egg_____________ ___________'A tsk. salt________ _________'/& tsk. múskat_______ _______nýmalaður pipar_________ 150 g rifinn ostur, sú tegund sem ykkur hentar 1. Afhýðið kartöflur, skerið í sneiðar. Áfhýðið stilki kálsins og skerið í sneiðar. Setjið í pott ásamt mjólk og sjóðið við mjög hægan hita í 7 mínútur. Setjið þá kálið ofan á og sjóðið áfram í 5 mínútur. 2. Afhýðið lauk og saxið, sjóðið j olíunni við hægan hita í 4-5 mínút- ur. 3. Þeytið eggin með salti, músk- ati og pipar, hellið síðan mjólkinni af kartöflunum og kálinu út í eggja- hræruna ásamt lauk. 4. Smyijið eldfasta skál, setjið kartölumar og kálið í skálina og hellið eggjablöndunni yfir. 5. Rífið ostinn eða skerið í sneið- ar og leggið yfir. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180-190°C, setjið skálina í miðjan ofninn og bakið í 30 mínút- ur. Meðlæti: Ristað brauð. FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 43 Desl varð strax ein af okkur' Við óskum eftir fjölskyldum fyrir skiptinema á aldrinum 16-19 ára, frá miðjum ágúst '96 til júní '97 eða hálft þetta tímabil. Nánari upplýsingar á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, sími 552 5450. Jón Gunnarsson og Soffía Sveinsdóttir ásamt syninum Viktori og Désirée frá Þýskalandi: „Des/ varð strax ein af okkur. Fólk talar um að það geti ekki hýst skiptinema vegna tímaleysis en auðvitað er ekki ætlast til að fjölskyldan hafi ofan af fyrir krökkunum daginn út og inn. Unga fólkið erí skólanum megnið afdeginum, eignast sína vini og hefur yfirleitt nóg að gera. Okkur hefur fundist ákaflega lærdómsríkt að hafa ungling á heimilinu og það verður mikill söknuður á báða bóga .... þegar Desi heldur heim isumar." 'fflWSP^ AlþjÓðleg fræðsla Og samskiptl ÍSL4NDI Það er engin hætta á því að sala ríkisfyrirtækja fari fram bak við tjöldin firstjórn einkavæóingar J“^ogfjögumn,^6hem' .„anefndinnieigasxúfors^™. ierta og iönaöar- og viöskiptardöherra. tefra^xmdanefnd(f^vxn^cfn^^ ‘ undiíbúningog^ ^gu t(kistylWakja tJB, rik.se.gna, vegum rfkisins og 13 (fyririæk.6. SGESSB ^guskaf^.Ut-^-—15 viö breytingu ríkisfyrutækis hluufelag. smanna og viö sölu. r formbreytingu eöa sölu gfTlM t’lboöi skal meu. tilboö tii stóögreiösiuv Viö söiu á fyrirta*! ^ 5parisklrteina. M skal -! miöaö viö ávöxomarkröfu i M* ^ ^ ^ gte.öslu lega ÞB tryggingar sem., S 6sluroaI 0g htesta staögre.ösl, sUal þvl tilboöi sem ef þau eru talin öfullnxg —ZZSZZZZ---* 8. töluliö. ^enviö—iráöune^^^^^mnverfi^ Vcrklagsrcglur unl úthoð a ríkisrckslri og söln Kynntu þcr rctt þitin við kaup á hlutabréfum á hUitalrcfuni i ríkiseign, tryggja ölluin i cigu ríkisins og útboð á ríkisrckstri. landstnqtiiium jaftian rétl ogjafnt tiekifæri til þátttökn. Verklagsrcglurnar fásl hjá fjárinálaráðuneytinu. og v erðbrcfafyrirtækjum. Rcglurnar tryggja m.a. að fvrirta-ki, scm stendur til að sclja. sktilu ávallt auglysl ahncnuiugi til kaups, þannig að olluin scin ahuga liafa só tryggður jafn rcttur til art hjóða í þau Jafn róttur - þitt tækifæri FRAMKVÆMDANEFND UM EINKAVÆÐINQU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.