Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 63

Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 63
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 63 I I 1 I 1 I I < i í í i i i I í ( í i SIMI 5878900 ALFABAKKA 8 SIMI 5878900 JAC*. I IMMOS WAl TIJl MAlTIMU ANN MARtiHfT MMMIUIORTN ;:T;':7r> Vaski g[ísinn Sýnd kl. 7 Enskt tal. SAMWm SAMWKimm 54MBIO SAMWtm\ FUGLABURIÐ HÆTTULEG AKVORÐUN \ENDUR SISKEL OG YNDINNI: UP!!" DIGITAL Executive Decision er ekkert annað en þruma beint í aeð. David Grant, hámenntaður töffari hjá Pentagon þarf að taka á honum stóra sínum þegar arabískir hryðjuverkamenn ræna bandarískri breiðþotu. Aðalhlutverk: Kurt Russel, Halle Berry, Steven Seagal og Oliver Platt. Framleiðandi: Joel Silver (Lethal Weapon). Bráðskemmtileg gamanmynd um brjálæðislegasta par hvíta tjaldsins. Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane og Dianne Wiest fara á kostum í gamanmynd sem var samfleytt 4 vikur í toppsætinu í Bandaríkjunum í vor. HERRA GLATAÐUR! ■ KAFFI REYKJAVÍK Á miðvikudags- kvöld leikur Richard Scobie og á fimmtu- dagskvöld hljómsveitin Reggae on Ice. Hljómsveitin Karma leikur föstudags- og Iaugardagskvöld en hana skipa: Olafur (Labbi) Þórarinsson, Guðlaug Ólafsdótt- ir, Helena Káradóttir, Páll Sveinsson, Ríkharður Arnar III og Jón Ómar Erl- ingsson. Á sunnudagskvöld leikur svo Ric- liard Scobie, trúbadorinn Haukur Nikulás- son á mánudagskvöld og Richard tekur aftur við þriðjudagskvöld. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld verður haldið Bylgjuball þar sem fram koma m.a. Greifarnir, Stjórnin og Björgvin Halldórsson. Á laugardagskvöld verður svo sýningunni Bítlaárin haldið áfram. Húsið er opnað kl. 19 fyrir matargesti. Að lokinni sýningu verður dansleikur með hljómsveit- inni Bítlavinafélaginu. Aðgangur ókeypis á dansleik. ■ CAFÉ OLIVER Á fimmtudagskvöld skemmta Beaverly Brothers sem saman- stendur af þeim Richard Scobie og Birni Jörundi. ■ NÆTURGALINN Á föstudags-og laug- ardagskvöld skemmtir hijómsveitin Útlagar. ■ GULLÖLDIN Á laugardagskvöld skemmtir Heiðar Jónsson gestum ásamt Stelpunum frá Borgarnesi sem sýna undir- fatnað. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Mcistari Tarnús og á laugardagskvöld leik- ur Jón Víkingsson. Á þriðjudagskvöld munu þeir Þórlmllur Guðmundsson miðill og Heiðar Jónsson skyggnast yfir um á létt- ari nótunum. Aðgangseyrir er 1.500 kr. ■ SVEITASETRIÐ BLÖNDUÓSIÁ laug- ardagskvöld verður kráarstemmning með Ragnari Karli trúbador. Aldurstakmark er 18 ára, nafnskírteini. ■ SÓL DÖGG leikur föstudagskvöld á Illöðufelli, Húsavík og á laugardagskvöld- inu á dansleik hjá Pizza 67 á Dalvík. Lög- in Loft og nú síðast Kox hafa heyrst mikið á útvarpsstöðvunum undanfarið en diskur þeirra félaga er væntanlegur fyrir hátíðar- daginn stóra. ■ KÁNTRÝKLÚBBURINN í Hamra- borg 1-3 í Kópavogi, sími 564-2625, er starfræktur kántrýklúbbur og er dansað alla fimmtudaga frá kl. 21. Hægt er að fá leiðbeiningar ogjafnvel að skipuleggja nám- skeið i ■ kántrýdönsum. ■ Skemmtanir HLJÓMSVEITIN Karma leikur á Kaffi Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld. LIPSTIKK leikur í Rósenbergkjallaranum föstudags- og laugardagskvöld. ■ SKÍTAMÓRALL heldur útgáfuhátíð í Inghóli, Selfossi, föstudagskvöld, í tilefni af útkomu geisladisksins Súper. Aðgangur er ókeypis. Á laugardcginum kl. 15 held- ur svo h(jómsveitin tónleika fyrir utan verslunina KÁ á Selfossi. Margt góðra gesta kcmur fram með Iiljómsveiiiuni. ■ JOIIN DOE Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með hljómsveitunum Doctor Spock, Indigo og Stolia. Tónleikarnir hefj- ast kl. 23 og er aðgangur ókeypis. ■ TEXAS JESÚS heldur útgáfutónleika sína i Þjóðleikhúskjallaranum fimmtu- dagskvöld í tilefni af útkomu geilsaplötunn- ar Jæja vinur. Platan var gefin út í Skandin- avíu í síðasta mánuði og er sveitin nýkomin heim eftir að hafa kynnt plötuna þar. Geisla- platan inniheldur 20 lög og fleytir rjómann af þriggja ára ferli hljómsveitarinnar. Texas Jesú skipa: Jonni, Lára, Malli, Pétur, Siggi og Sverrir. Húsið opnar kl. 22 og þá verða veitingar í boði Júlíusar P. Guðjónssonar hf. ■ SPOOKY BOOGIE leikur í Sjallanum, Ísafirði um helgina. Boðið verður upp á Dúa Specia! og dansmennt föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin er skipuð þeim: Richard Scobie, Stefáni Hilmars- syni, Birni Jörundi, Ingóifi Guðjónssyni, Tómasi Jóhannessyni og Sigurði Gröndal. ■ FEITI DVERGURINN Á laugardags- kvöld leika þeir Arnar og Þórir. I CAFÉ AMSTERDAM Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin .Bylting en hún er nýkomin úr hljóðveri og fer af- raksturinn að heyrast eftir helgina. ■ STJÓRNIN leikur á Bylgjuballi á Hótel íslandi föstudagskvöld en á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin í Inghóli Selfossi og mun Einar Bárðarson koma fram i nýju diskódressi í tilefni kvöldsins. Nýi geisladiskur Stjórnarinnar kemur út eftir tvær vikur. ■ REAGGE ON ICE leikur fimmtudags- kvöld á Kaffi Reykjavík og á föstudags- kvöld á Tunglinu, Reykjavík. Á laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin á lokahófi Hafnarfjarðarhátíðarinnar Djók sem haldið verður á Café Royale. ■ VINIR VORS OG BLÓMA leika á sveitaballi í Félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vik laugardagskvöld. Þess má geta að þetta er eina sveitaballið á Klifi í sumar. Húsið opnar kl. 11 og stendur til kl. 3. Nú er rétt vika þar til nýja breiðskífa VV&B lítur dags- ins ljós. ■ NASHVILLE BAR & GRILL Á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld skemmtir söngkonan Marta Deknight en hún kemur beint frá Nashville Tennessee. Marta flytur gamla og nýja kántrý-slagara ásamt frumsömdu efni. ■ ÁRTÚN Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Furstarnir ásamt þeim Hólmfríði Þöll og Geira Ólafs. Öll föstudagkvöld er svo danskennsla frá kl. 21.30-22.30. ■ DRAUMALANDIÐ leikur föstudags- og laugardagskvöld á Staðnum, Keflavík. ■ HREÐAVATNSSKÁLI Á laugardags- kvöld leikur hljómsvéitin Sixties en nýja platan þeirra Ástfangnir kom í búðir i vik- unni sem leið og verður fluttu lög af henni á dansleiknum. ■ SSSÓL heldur dansleik föstudagskvöld í Ýdölum, Aðaldal. Dansleikur þessi er ár- viss viðburður þar sem það jafnan gerist að útskriftarárgangur MA mætir á svæðið. Til upphitunar fyrir Sssól verður hljómsveitin Botnleðja. Um miðjan þessan mánuð kemur út hljómplatan Súper 5 þar sem fimm hljóm- sveitir leiða saman hesta sína SSSól, Botn- leðja, Spoon, Funkstrasse og Astralsextett- inn. ■ SNIGLABANDIÐ leikur föstudagskvöld- á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki og á laug- ardagskvöld á Hótel Valaskjálf, Egilsstöð- um. Með í för á laugardagskvöldið verður söngkonan Andrea Gylfadóttir. ■ LIPSTIKK leikur föstudags- og laugar- dagskvöld í Rósenbergkjallaranum en hljómsveitin er að hefja sumartónleikaferð sína um landið. Hljómsveitina skipa: Bjarki Kaikumo; Anton Már, Sævar Þór, Ragnar Ingi og Arni Gústafs. ■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á föstudags- og laugardagskvöld verður Skagfirsk sveifla með Hljómsvcit Geirmundar Valtýssonar. Húsið opnar kl. 22. Aðgangseyrir er 500 kr. ■ SÓLON ÍSLANDUS Á laugardagskvöld leikaþau Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona og Ástvaldur Traustason, píanóleikari, ýmsa „djassstandarda" auk ýmissa annarra laga. ■ SJÖ RÓSIR Grand Hótel leggur áherslu á suðræna matargerð. Um tónlist sér Gunn- ar Páll en hann leikur öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. ■ TUNGLIÐ Á föstudagskvöld hefst margmiðlunarhátíðin Drápa kl. 21. Þar munu koma fram aragrúi listamanna af hin- um ólíklegustu sviðum og verður mynd send beint út á internetinu. Auk þess verða plötu- snúðamir Erla og Frimann á neðri hæð og á efri hæð leikur hljómsveitin Reaggie on Ice. Á laugardagskvöld verður opnunarhátið og tískusýning frá versluninni Smash. Á neðri hæð verður Dj. Árni E., Hólmar og Frankei Valentine ásmat töframanninum Mighty Careth. Á efri hæð verða Margeir og Robbi Cronic. ■ ÁSLÁKUR MOSFELLSBÆ Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Einar Jónsson. ■ RÉTTIN ÚTHLtÐ Hljómsveitin Ómar leikur laugardagskvöld. ■ BLÚSBARINN Á föstudagskvöld leika þeir Rúnar Júliusson og Tryggvi HUbner. Á laugardagskvöld leikur svo trúbadorinn Valdimar Flygenring.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.