Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 23.03.1997, Síða 1
96 SÍÐUR B/C/D 69. TBL. 85. ÁRG. Mið-Austurlönd Blóðugar óeirðir í Hebron Arafat lætur handtaka leiðtoga úr Hamas Jerúsalem. Reuter. ÖRYGGISSVEITIR palestínskra yfirvalda hand- tóku seint á föstudag einn leiðtoga Hamas, sam- taka róttækra Palestínumanna, eftir að þrjár konur létu lífíð í sprengjutilræði í Tel Aviv í Isra- el. Hamas hafa lýst yfir að samtökin beri ábyrgð á tilræðinu. Óeirðir brutust út í borginni Hebron á Vesturbakk- anum í gær, annan daginn í röð. Palestínsk ungmenni vörpuðu bensínsprengjum og gijóti í mótmælaskyni við gyðingabyggðir, sem hafið er að reisa í Austur-Jerúsalem, arabahluta borgarinn- ar. ísraelskir hermenn svöruðu með því að skjóta gúmmíkúlum og nota táragas. Heimildarmaður í Hamas sagði að Ibra- him al-Makadmeh, leiðtogi hemaðararms sam- takanna, hefði verið handtekinn, en Yasser Ara- fat, forseti Palestínumanna, sleppti honum úr fangelsi fyrr í liðinni viku. Makadmeh sagði í ávarpi eftir sprengjutilræðið á föstudag að sú stefna ísraela að halda áfram að reisa gyðinga- byggðir yrði ekki stöðvuð nema með sprengjum. Benjamin Netanyahu sakaði Arafat á föstu- dag um að gefa Hamas j,grænt ljós“ til að láta til skarar skríða gegn Ísraelsríki með því að láta lausa Makadmeh og fleiri, sem voru hand- teknir í fyrra eftir_ að 59 manns létu lífið í sprengjutilræðum í Israel. Ekki er ljóst hvaða pólitísku áhrif tilræðið í Tel Aviv mun hafa á stöðu Netanyahus heima fyrir, en í kosningabaráttunni í fyrra hét hann því að auka öryggi í ísrael. Mörg hundruð Palestínumenn mótmæltu í Hebron og hrópuðu „Allah Akbar“ eða „Guð er mestur". Að minnsta kosti 20 mótmælendur voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið í sig gúmmíkúlur. Einn maður missti auga. í tvo daga hefur verið tekist á þar sem svæði gyðinga og Palestínumanna i Hebron liggja saman. „Það ríkir mikil spenna vegna þessarar geggj- uðu stefnu Netanyahus,“ sagði Jibril Rajoub, yfirmaður öryggisliðs Palestínumanna í Hebron. Bandaríkjamenn beittu á föstudagskvöld öðru sinni neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna til að fella ályktun um að krefjast þess að Ísraelar stöðvi framkvæmdir við gyðingabyggð- imar. Reuter GERT að sárum Palestínumanns í Hebron í gær. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Emil Þór Klifrað á Skeiðarársandi Jeltsín hafnar gagnrýni um eftirgjöf á leiðtogafundinum í Helsinki Rússar kveðast reiðu- búnir að oran&a í ESB Helsinki. Morgunblaðið, Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti yfir því í gær að Rússar væru reiðubúnir til að ganga í Evrópusambandið og væri það liður í sókn þeirra eftir þátttöku í þeim samruna, sem nú á sér stað í Evrópu. „Við stefnum einnig að því að verða loks viðurkenndir sem fullgilt Evrópuríki og erum líka reiðubúnir til að ganga í Evrópusamband- ið,“ sagði Jeltsín við blaðamenn eftir fund sinn með Martti Ahtisaari, forseta Finnlands. Rússar ítrekuðu í gær að niðurstaða leið- togafundarins í Helsinki væri þeim hagstæð og vísuðu á bug ásökunum um að þeir hefðu látið snúa á sig varðandi fyrirhugaða stækk- un Atlantshafsbandalagsins. Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rúss- lands, var spurður á blaðamannafundi hvort samningsstaða Rússa gagnvart NATO hefði veikst. „Rússar hafa ekki vikið frá andstöðu sinni við stækkun NATO og samkomulagið, sem við viljum gera við NATO er ekki endur- gjald fyrir að falla frá þeirri andstöðu," svar- aði hann. Jeltsín og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sögðu að loknum fundi sínum í fyrradag að enn væri ágreiningur um NATO, en gerður yrði samstarfssamningur Rússa og bandalagsins. „Það, sem gerðist [á föstudag] markaði tímamót,“ sagði Prímakov. Harðlínumenn úr röðum stjórnarandstæð- inga í Rússlandi voru ekki á sama máli. „Fundurinn var uppgjöf hinnar svikulu núverandi ríkisstjórnar fyrir Bandaríkjamönn- um og NATO,“ sagði í dagblaðinu Sovétskaja Rossía, sem er hliðhollt kommúnistum. Prímakov sagði að niðurstöður fundarins, þar sem einnig náðist árangur í mikilvægum afvopnunarmálum og ákveðið var að auðvelda Rússum inngöngu í alþjóðleg viðskiptasam- tök, væru „að miklu leyti í samræmi við þær kröfur, sem nefndar hafa verið í Dúmunni", neðri deild rússneska þingsins. Gennadí Zeleznjov, leiðtogi kommúnista á þingi, var hins vegar síður en svo sannfærð- ur: „Aætlanir um að stækka NATO til aust- urs munu óhjákvæmilega leiða til þess að ný skipting komi fram í Evrópu og andrúmsloft tortryggni og andúðar verði endurvakið." Bandarískir embættismenn reyndu hins vegar ekki að leyna ánægju sinni með útkom- una í Helsinki. Þeir líta svo á að Jeltsín hafi gert Clinton mikinn greiða og endurgoldið tryggð Bandaríkjamanna við sig með því að horfa í raun fram hjá stækkun NATO og efla samskipti Rússa við Vesturlönd þótt stækkunaráformunum verði ekki haggað. Clinton kom í gær aftur heim til Bandaríkj- anna. Jeltsín hélt í gær til Rússlands. Ranghugmyndir um mataræði verða uppi 10 ANÆGJULEGTAÐ ÞJÓNA BÆNDUM 24 Munum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.