Morgunblaðið - 23.03.1997, Page 28

Morgunblaðið - 23.03.1997, Page 28
28 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* ATHYGLISVERÐRI forystu- grein, sem birtist fyrir leið- togafund þeirra Clintons og Jelts- íns, sagði brezka tímaritið The Economist, að Evrópa væri nú í þriðja sinn á þessari öld að vinna að friðarsamningi, sem mundi móta líf Evrópuþjóðanna um langa framtíð. Arið 1918 hefði Þjóðverjum verið boðnir friðar- skilmálar, sem sigurvegarar heimsstyrjaldarinnar fyrri settu og allir vita til hvers leiddu. Við lok heimsstyijaldarinnar síðari hefði hugmyndafræðilegur ágreiningur komið í veg fyrir Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. varanlegan frið. Eftir hrun kom- múnismans í Sovétríkjunum og markvissa viðleitni til þess að byggja upp lýðræði í Rússlandi sé hins vegar tækifæri til að skapa varanlegan stöðugleika og frið á meginlandi Evrópu. Um þetta snerist fundur þeirra Clintons og Jeltsíns og flest bend- ir til að á þeim fundi hafi tekizt að leggja grundvöll að þeim var- anlega friði, sem Evrópuríkin hafa svo lengi leitað eftir. Clinton sagði eftir fundinn í Helsinki að Atlantshafsbandalag- ið yrði stækkað og Rússar mundu fá „rödd en ekki neitunarvald" um ákvarðanir og ályktanir bandalagsins. Ef marka má fyrr- nefnda forystugrein Economist má búast við, að í þessu felist að rússneskir hernaðarfulltrúar starfi á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins og að tæpast verði um að ræða nokkur hernað- arleyndarmál bandalagsins, sem þeim sé ekki kunnugt um. Það er ljóst, að Rússar fá mik- ið í staðinn fyrir stækkun Atl- antshafsbandalagsins. Þeir fá „rödd“ í málefnum bandalagsins. Haldið verður áfram á braut af- vopnunar. Rússar fá aðild að margvíslegu samstarfi vestrænna þjóða m.a. að samstarfi iðnveld- anna sjö sem nú verða í raun átta og svo mætti lengi telja. Það sem máli skiptir er, að með þessum sáttum er stefnt að því að tryggja lýðræði og frið í Evrópu um langa framtíð. Það er full ástæða til bjartsýni í þeim efnum, þótt saga Evrópu í marg- ar aldir ætti ekki að gefa tilefni til slíkrar bjartsýni. En margt hefur breytzt. Menntun fólks og þekking er mikil. Samskipti þjóða í milli hafa stóraukizt. Öll rök hníga að því að smátt og smátt sé að takast að skapa jarðveg fyrir eðlileg samskipti allra Evr- ópuþjóða. FUNDUR CLINTONS OG JELTSÍNS MÉR HEFUR ÞÓTT vegna Alsnjóa Jónas- ar ástæða til að minna á þessi orð, kaldur og heitur, og umhverfi þeirra í Op- inberunarbók Jó- hannesar. Af tilvitn- un í rit Sigurbjöms byskups virðist aug- ljóst að það hefur ver- ið ýmislegt í Laódíkeu á dögum Páls postula sem minnir á um- hverfí okkar nú um stundir. Það er ekkis- ízt hálfvelgjan gagn- vart verðmætum og því sem skiptir raun- verulegu máli í lífí okkar og umhverfí sem virðist minna á Laódíkeumenn. En Jónas Hallgrímsson telur þá einnig að umhverfi hans megi skýra með skírskotun í þetta samfélag. Það vantaði ekki holtaþokuvælið á ís- landi um hans daga, og honum blö- skrar dálætið á leirburðarstaglinu sem var allsráðandi um allt land. Honum var ómögulegt að sjá hvar glitraði á gullið í skáldskap Sigurð- ar Breiðfjörðs svoað dæmi sé tekið. Allt var þetta lagt á aumingja jörð- ina sem mátti þola mannskapinn og bera sinn þunga kross hans vegna eins og skáldið yrkir um í Alsnjóa og minnir á efni kvæðisins Ó, þú jörð, sem hann orti um svipað leyti: ... sárt er að þú sekkur und- ir mér.. Ég nefndi einnig Aþenu vegna þess að ég hafði Oidípús konung eftir Sófokles í huga en Jón Gísla- son ritaði um Þebuleikina, þýddi þá og gaf út á áttunda áratugnum. Á þeim árum gaf Menningarsjóður út margar bækur sem væru eftil- vill óútkomnar í dag ef þetta þarfa fyrirtæki hefði ekki verið til. En tímarnir breytast, smekkur og við- horf taka mið af sínum tíma og við það situr. Margir hafa víst einhvem tíma verið í sporum Oidípúsar þegar hann grunlaus hittir sjálfan sig fyr- ir. Ljóðin sem kórinn flytur í leik- verki Sófóklesar eru dýrlegur skáld- skapur einsog Jón Gíslason segir. Hann minnir á að Astistótelis hafí haldið því fram i Skáidskaparfræði sinni „að því aðeins sé unnt að kynnast skaphöfn manna, að þeir komist í aðstöðu til að velja og hafna... Aðalpersónan, hetja harmleiksins, er fullkomlega fijáls og það er hennar vilji, sem knýr fram verðandi leiksins." Semsagt, að velja og hafna. Það dugar engin hálfvelgja andspænis miklum tíð- indum. Það er einnig boðskapur Opinber- unarbókarinnar mörgum öldum eftir að Sófókles skrifaði Þebuleikina en það er í þennan boðskap sem Jónas Hallgrímsson er augsýnilega að vísa með lokaorðum Alsnjóa. Öll skáld eru auð- vitað að yrkja um samtíð sína, jafnvel þótt kveikjan að verk- um þeirra sé fólginn í goðsögum fjarlægr- ar fortíðar og á þetta einnig við um leikverk Sófóklesar. Hann hefur haft eigin reynslu og samborg- ara sína í huga þegar hann orti Oidípús konung. Leikur- inn hefst til að mynda á drepsóttar- lýsingu sem á rætur í sögulegum staðreyndum einsog margt annað í verkinu. Jón Gíslason bendir á að staða Oidípúsar í Þebu minni um margt á stöðu Períklesar í Alþenu: Hann sé í rauninni einvaldur en þó reiðubúinn til að haga sér í sam- ræmi við vilja þjóðarinnar. Hann vitnar í þessar línur í verkinu: „Full- vel er oss ljóst", segir prestur- inn,... “ en Þúkýdídes lýsir einmitt stjómarfari í Aþenu á dögum Perík- lesar á þá lund, að það sé að form- inu til lýðræði, en i rauninni sé það stjóm forvígismanns eða forseta." Eða mundum við ekki hafa ástæðu til að íhuga þessi orð: „Auður og sigursælt mannvit höfðu vissulega stuðlað mest að því að tryggja Aþenu völd þau og áhrif, sem hún átti að fagna um daga Períklesar. Og ekkert skaut óvinum Aþenu- borgar meiri skelk í bringu en auð- ur hennar, vitsmunir borgaranna, framtakssemi þeirra og hugkvæmni á öllum sviðum. En Períkles bendir á ..., að þeir, sem voldugir eru, hafí ávallt verið hataðir og Aþen- ingar verði að taka því. Alveg eins og konungdómur Oidípúsar í leikn- um er ekki tekinn að erfðum, held- ur aflað með vitsmunum og áræði, var veldi Aþeninga ungt og byggð- ist á yfirburðum þeirra. Períkles segir líka ... , að feður samborgara hans hafi lagt grundvöll að veldi Aþeninga, en ekki tekið það að erfð- um. Og eins og Oidípúsi hafði stað- ið konungdómur til boða, en hann ekki sótzt eftir honum, segjast Aþeningar hafa verið beðnir að taka að sér forystu. Þúkídídes ... lætur sendimenn Aþeninga segja við Spartveija, að þeir (Aþeningar) hafí ekki beitt ofbeldi til að hljóta yfírráð sín. „Nei, bandamenn vorir komu sjálfír til vor og báðu oss að vera leiðtogar þeirra... oss var boðið veldi og vér þágum það. - Til samanburðar má benda á um- mæli Odipúsar ... „Kórónu sem Þebveijar settu óboðnir á höfuð mér“ ... Ætla má að persónu Oidípúsar hafí Sófókles gætt hinum sömu eig- inleikum og hann taldi Aþeninga hafa til að bera einsog Jón Gíslason bendir á og harmsaga hans sé í vissum skilningi einnig harmsaga Aþeninga „og ekki er um að vill- ast, að þessi persóna kemur vel heim við lýsingar á skapgerðarein- kennum Aþeninga eins og þeim er lýst af sagnariturum, leikritahöf- undum og ræðuskörungum í lok 5. aldar. f.Kr.b.“ Aþeningar munu hafa látið sér fátt fyrir bijósti brenna og reyndust þá bezt „þegar mest á reið, eins og afreksverk þeirra í Persastríðunum bera gleggstan vott um.“ Þeir eru einsog Oidípús snarráðir og skjótir til framkvæmda. Þegar ég las þetta leiddi ég óvart hugann að þorska- stríðunum og sá í hendi mér að þessi lýsing gæti vel átt við margt það sem við höfum upplifað á þess- ari öld. Þorskastríðin voru einskon- ar safngler þess þjóðernisvilja sem hefur einkennt íslendinga eftir stofnun lýðveldis. Þeir hafa tekið miklar áhættur og unnið merka sigra. Þjóðin sótti auðlind sína í hendur útlendinga með samstilltu átaki sem á sér engan líka í langri sögu okkar. Og í þessum stórátök- um hefur dómgreindin verið bezti kompásinn. Samt var hún sprottin úr þjóðernistilfínningu sem hefur einatt ruglað um fyrir mörgum. Aþeningar voru ekki einungis mikl- ir föðurlandsvinir, heldur voru þeir tortryggnir föðurlandsvinir og leiðir enn hugann að samtíð okkar. Og Oidipúsi. Þúkýdídes segir að engu sé líkara en líkami þeirra sé ekki eign þeirra þegar þeir beijist fyrir málstað föðurlandsins. En Oidípús var skjótur til að reið- ast og sást þá lítt fyrir. Aþeningar voru með þessu sama marki brennd- ir. „Lýðurinn í Aþenu gat skyndi- lega orðið gripinn blindum ofsa. Sem dæmi þess má nefna, að þeir grýttu Lykídes í hel er hann hafði stungið upp á að ganga að tilboði Persa, sem þeir gerðu Aþeningum fyrir orustuna við Plataiu. Og konur í Aþenu gengu af konu Lýkídesar og bömum dauðurn."! Svo slæmt hefur það ekki verið á þvísa landi íslandi en litlu mátti muna í hörð- ustu átökum kalda stríðsins uppúr miðri öldinni. M. HELGI spjoll Sófókles. REYKJAVIKURBREF SAMKEPPNISSTOFNUN er smátt og smátt að verða ein af mikilvægustu stofn- unum hins opinbera. For- svarsmenn stofnunarinn- ar völdu þá hyggilegu leið í upphafi að fara hægt af stað og leggja traustan grunn að þeirri starfsemi, sem þeir bera ábyrgð á. Það hefur tekizt. Samkeppnis- stofnun hefur aflað sér virðingar og trausts, þótt starfssvið hennar sé með þeim hætti að stofnunin mun alltaf kalla yfir sig gagnrýni úr einhverri átt. Fyrir nokkrum dögum birti Morgun- blaðið ítarlega frásögn af skýrslu, sem Samkeppnisstofnun hefur unnið að um skeið um flugrekstrarmarkaðinn. Skýrsla þessi hefur enn ekki verið birt formlega af hálfu Samkeppnisstofnunar en ætla má, að sú útgáfa, sem frásögn Morgun- blaðsins byggðist á, sé mjög nálægt end- anlegri útgáfu. Segja má, að skýrsla þessi endurspegli og staðfesti þá gagnrýni, sem Morgunblaðið hélt uppi fyrir nokkrum árum á Flugleiðir, þegar blaðið skrifaði sem mest um samkeppnisskilyrði í flugi á milli íslands og annarra landa, svo og gagnrýni keppinauta á löngu árabili og almannaróm, en almenningur lætur sig þessi málefni að vonum miklu skipta. Þessar athugasemdir og ábendingar fá hins vegar aukna vigt, ef svo má að orði komast, þegar þær koma fram í skýrslu opinberrar stofnunar. í inngangi að skýrslu Samkeppnis- stofnunar er minnt á skýrslu um stjórnun- ar- og eignatengsl í íslenzku atvinnulífi, sem Samkeppnisráð gaf út í desember 1994, en þar hafi komið fram, að fá- keppni væri algeng hér á landi. í fram- haldi af því hafi verið ákveðið að ráðast í frekari athugun á fákeppnismörkuðum og byijað á flugrekstri. í þessu sambandi er minnt á, að flugrekstur í Evrópu al- mennt hafi lengi einkennzt af einokun og fákeppni og að Evrópusambandið telji að flugfarþegar hafi borið þar skarðan hlut frá borði. Þess vegna hafi ESB beitt sér fyrir ákveðnum aðgerðum til hagsbóta fyrir farþega, sem hafi þó enn ekki skilað nægilegum árangri. Síðan segir í inn- gangi að skýrslu Samkeppnisstofnunar: „Evrópusambandið telur nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til að flýta enn þeirri hagræðingu, sem það hefur stefnt að. Þessar ráðstafanir taka til íhlutunar gegn of háum flugfargjöldum, betra skipulags á flugumferðarstjórn, lækkunar afgreiðslugjalda á flugvöllum og eftirlits með þróun bandalaga á milli flugfélaga." Þessi afstaða Evrópusambandsins er skiljanleg m.a. vegna þess, að um langt árabil hafa flugfargjöld innan Evrópu verið svo há, þegar þau eru borin saman við fargjöld innan Bandaríkjanna, að tæp- ast er hægt að tala um annað en okur í sumum tilvikum. Forráðamenn Flugleiða hafa lítið viljað tjá sig opinberlega um frásögn Morgun- blaðsins af skýrslu Samkeppnisstofnunar á þeirri forsendu, að þeir hafi ekki séð hina formlegu, opinberu útgáfu skýrsl- unnar. Þó liggur fyrir, að þeir hafa fengið í hendur drög að skýrslunni og þeim hef- ur gefizt tækifæri til þess að gera athuga- semdir við hana á vinnslustigi, sem er að sjálfsögðu eðlilegt. Það er ekki hægt að líta á skýrslu Samkeppnisstofnunar sem stórfelldan áfellisdóm yfir Flugleiðum og starfsemi þeirra. Mikilvægi skýrslunnar felst ekki sízt í því hver viðbrögð forsvarsmanna Flugleiða verða á næstu mánuðum og misserum við þeim ábendingum og at- hugasemdum, sem þar koma fram. Segja má, að með skýrslunni sé leitazt við að setja ákveðinn ramma utan um starfsemi fyrirtækis, sem býr alla vega við markaðs- ráðandi aðstöðu í millilandaflugi og að fyrirtækið geti búizt við aðgerðum af hálfu Samkeppnisstofnunar fari það út fyrir þann ramma. Lítill hagn- aður Flug- leiða Laugardagur 22. marz ÞAÐ ER ENGIN ástæða til þess að gagnrýna fyrirtæki á þeirri forsendu, að þau séu stór. Eins og Morgun- blaðið hefur margoft bent á sl. einn og hálfan áratug var og er nauðsynlegt að til verði stærri einingar í íslenzku atvinnu- lífi. Við verðum líka að horfa á það raunsæjum augum, að í okkar litla samfé- lagi verður ekki hjá því komizt að einstök fyrirtæki komist í þá aðstöðu að hafa yfír- ráð á ákveðnum markaði. Spurningin hlýt- ur hins vegar að vera sú, hvort þessi stóru og öflugu fyrirtæki hlíta leikreglum mark- aðarins, bæði skráðum og óskráðum og hafi vit á því að ganga ekki svo iangt gagnvart keppinautum sínum, að almenn- ingi ofbjóði. Það eru allt of mörg dæmi um það, að stór fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða hafi ekki haft vit á því. Það er hægt að rekja dæmin hvert á fætur öðru, hvernig þau hafa leynt og ljóst með viðskiptaaðferðum, sem nú eru taldar brot á lögum, komið keppinautum fyrir kattamef. Þetta á bæði við um einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki. Einn mælikvarði, sem almenningur get- ur notað til þess að meta, hvort fyrirtæki sem nýtur yfirburðastöðu á viðkomandi. markaði er að misnota hana, er einfaldlega verðlagið hjá viðkomandi fyrirtæki. Sem dæmi má nefna, að Hagkaup er talið vera með rúmlega þriðjunginn af matvörumark- aðnum á höfuðborgarsvæðinu. Ef fyrir- tækið hefði notað þessa aðstöðu til þess að hækka matvælaverð í landinu væri hægt að færa rök að því, að það væri orðið of stórt fyrir hið íslenzka umhverfi. Ekkert bendir hins vegar til þess, að Hag- kaup hafí starfað á þann veg. Frekar má segja að fyrirtækið hafí beitt stærðinni til þess að þvinga birgja til að lækka verð á vörum, fyrirtækinu sjálfu og neytendum til hagsbóta. Forráðamenn Flugleiða vísa gjarnan til þess, að þeir búi við mikla samkeppni frá erlendum flugfélögum yfir sumartímann. Eins og áður hefur verið bent á hér í Reykjavíkurbréfi virðist sú samkeppni ekki ná til flugfargjalda. Enda kemur í ljós í skýrslu Samkeppnisstofnunar að þótt er- lend flugfélög fljúgi hingað er nánast ekki um samkeppni að ræða. Flugleiðir skipta markaðnum milli íslands og Norðurlanda með SAS og fljúga jafnvel fyrir SAS. At- hygli hefur vakið að þýzkt flugfélag, LTU, flýgur hingað yfir sumartímann. í skýrsl- unni kemur í ljós, að það flugfélag er einn- ig í samvinnu við Flugleiðir! Þetta breytir hins vegar ekki því, að léleg afkoma Fiugleiða ár eftir ár bendir ekki til þess að fargjöld fyrirtækisins séu of há. Árum saman hefur fyrirtækið sýnt hagnað fyrst og fremst vegna þess, að flugvélar hafa verið seldar með hagnaði. Þetta sýnir að reksturinn sjálfur er í jám- um og hlýtur að valda forsvarsmönnum félagsins áhyggjum vegna þess, að ekki geta þeir komið á aðalfundi ár eftir ár og útskýrt fyrir hluthöfum að hagnaðurinn af rekstri fyrirtækisins byggist fyrst og fremst á flugvélasölu. Léleg rekstrarafkoma fyrirtækisins byggist þá annars vegar á því, að rekstur- inn sjálfur sé mjög óhagkvæmur eða hitt sé einfaldlega rétt, að fargjöldin séu ekki há miðað við eðlilegan tilkostnað. Hið síð- arnefnda er sennilegri skýring og áreiðan- lega rétt að samsetning fargjalda Flugleiða er með allt öðrum hætti en hjá flugfélögum í Evrópu. Hér kaupir allur almenningur hagkvæmustu fargjöld, sem völ er á, en skattgreiðendur borga há fargjöld, sem embættismenn og stjórnmálamenn ferðast fyrst og fremst á. Ef þessi skýring er rétt eru Flugleiðir ekkert fremur en Hagkaup að notfæra sér aðstöðu sína á þessum markaði til þess að selja ferðir á hærra verði en ella. Það er hins vegar hægt að drepa keppi- nauta eða koma í veg fyrir að þeir verði til með ýmsum hætti. Þannig segir t.d. í skýrslu Samkeppnisstofnunar: „Enda þótt ekki sé staðreynt að tiltekið RE YNISDRAN GAR Morgunblaðið/Rax verð sé undir kostnaðarverði getur verð- lagning markaðsráðandi fyrirtækis falið í sér misnotkun. Svo kann t.d. að vera ef fyrirtæki með markaðsyfírráð svarar nýrri samkeppni á einhveiju sölusvæða sinna hvað eftir annað með því að lækka verð sitt umtalsvert, þannig að eftir lækkun verði það jafnt eða lægra verði keppinaut- arins og hækka það síðan jafnskjótt og því hefur tekizt að flæma keppinautinn burt. Ný samkeppni kann jafnframt að felast í öðru en lægra verði, t.d. öðrum og/eða lengri opnunartíma, annarri flug- áætlun o.s.frv. Þannig hafa sænsk sam- keppnisyfirvöld bent á, að æskilegt væri að fastsetja komu- og brottfarartíma SAS tímabundið, þegar minni flugfélög hefja flug á nýjum leiðum. Ef markaðsráðandi fyrirtæki bregzt við nýrri samkeppni að þessu leyti með því að samræma framboð sitt hinu nýja framboði getur það og verið vitnisburður um, að tilgangurinn sé fremur að vernda markaðsyfírráð en að stunda sem hagkvæmasta starfsemi." Hér skal ekki fjallað um þær aðferðir, sem Flugleiðir notuðu t.d. í samkeppni við Arnarflug á sínum tíma en í skýrslu Sam- keppnisstofnunar segir m.a.: „Sterk staða fyrirtækis ein út af fyrir sig getur hins vegar valdið því að keppi- nautar eigi erfitt með að koma sér fyrir á markaðnum. Þétt leiðanet rótgróinna flugfélaga getur t.d. gert þeim kleift að beita sveigjanlegri verðlagningu á einstök- um leiðum eftir aðstæðum á hveijum tíma og mæta þannig að fullu verðlækkunum keppinautanna ... Erfitt getur hins vegar verið að meta hvenær verðlagningu mark- aðsráðandi fyrirtækis er ætlað að koma keppinaut fyrir kattarnef. Það er þó vís- bending um slíkan ásetning, þegar mark- aðsráðandi fyrirtæki bregst ítrekað við samkeppni á einum markaðshluta með því að bjóða jafngóð eða betri kjör en breytir kjörum ekki með sambærilegum hætti á þeim hluta markaðarins, þar sem það þarf ekki að mæta samkeppni. Keppinautar Flugleiða telja að viðbrögð fyrirtækisins við ferðatilboðum þeirra hljóti að vekja spurningar um, hvort mark- mið fyrirtækisins sé ekki að drepa af sér alla samkeppni, Flugleiðum standi ekki sú ógn af smáum keppinautum, sem hafa óveruleg áhrif á markaðnum að fyrirtækið þurfí að bijóta jafnharðan niður alla við- leitni þeirra til að keppa.“ Þegar á allt þetta er litið er sennilega hæpið að telja, að fyrirtækið misnoti mark- aðsráðandi stöðu sína til þess að hækka fargjöld í millilandaflugi. Hins vegar er óneitanlega margt, sem bendir til þess að það hafí hvað eftir annað beitt ýmsum aðferðum til að flæma keppinauta á brott, sem það hefur getað beitt vegna gífurlega sterkrar stöðu á markaðnum hér. í ATHUGASEMD- Ný skil- um frá Flugleiðum, o-rpinino- sem birtar eru 1 g-reming skýrslu Samkeppn. isstofnunar segir m.a.: „Framtíðarmöguleikar Flugleiða byggja á því að fyrirtækið skilgreinir sig ekki lengur sem flugfélag heldur sem ferða- þjónustufyrirtæki í sem víðustum skiln- ingi..." I þessu felst að Flugleiðir hafa orðið æ umsvifameiri í skyldum rekstri, svo sem í rekstri ferðaskrifstofa, hótela, bílaleigu o.s.frv. Þannig á fyrirtækið mestan hluta Úrvals-Útsýnar með Eimskipafélaginu, sem er svo aftur stærsti hluthafínn í Flugleið- um. Fyrir tveimur árum yfírtók sú ferða- skrifstofa aðra ferðaskrifstofu, Alís, sem nú er rekin undir nafninu Plúsferðir. Ný- lega hefur fyrirtækið keypt Ferðaskrifstofu íslands, sem rekur Edduhótelin, en þau kaup komu til kasta Samkeppnisstofnunar, og félagið á hlut í fleiri ferðaskrifstofum. Flugleiðir eiga tvö hótel í Reykjavík og hlutdeild í hótelum á landsbyggðinni. Þá kemur fram í skýrslu Samkeppnisstofnun- ar, að fyrirtækið eigi bílaleigu, sem hafi um þriðjung af bílaleigumarkaðnum hér á landi. Auk þess er fyrirtækið aðili að fjöl- mörgum fleiri og smærri fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Það má fallast á það sjónarmið að feng- inni reynslu, sem Flugleiðamenn hafa lengi haldið fram, að ekki sé pláss nema fyrir eitt áætlunarflugfélag í millilandaflugi hér og að það bezta, sem neytendur geti búizt við, sé einhver samkeppni af hálfu er- lendra flugfélaga yfír sumartímann. Jafn- framt má ætla að þróunin í flugi almennt í okkar heimshluta leiði til þess að far- gjöld lækki fremur en hækki. Þegar til viðbótar kemur aðhald Samkeppnisstofn- unar og almenningsálits verður að ætla, að fyrirtækið haldi sig réttu megin við strikið í viðskiptum við flugfarþega. Öðru máli gegnir hins vegar um stór- aukin umsvif Flugleiða á öllum sviðum ferðaþjónustu. Það er alveg ljóst, að sjálf- stæðum aðilum á þessu sviði fækkar stöð- ugt. Það fer ekkert á milli mála, að að- staða þeirra fyrirtækja, sem ekki eru í eigu Flugleiða, til þess að keppa við fyrir- tæki í sömu grein og eru í eigu Flugleiða er afar erfið og í sumum tilvikum vonlaus. Eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á er einokun einkafyrirtækja ekkert betri en einokun ríkisfyrirtækja. Einokun- arstaða einkafyrirtækja er ekkert betri en sú einokunarstaða, sem samvinnufyrirtæk- in höfðu á tímabili komið sér upp á ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Það er rétt, sem fram kemur í skýrslu Samkeppnisstofnunar, að Flugleiðir hafa á löngu árabili notið margvíslegs stuðnings opinberra aðila. Fyrirtækið hefur að hluta til byggzt upp í skjóli þeirrar vemdar og með slíkum stuðningi, sem ítarlega er rak- ið í skýrslunni. Er það eðlilegt og í sam- ræmi við þau jafnræðissjónarmið, sem nú er lögð svo rík áherzla á í viðskipta- og atvinnulífi að í krafti þess stuðnings geti fyrirtækið lagt undir sig meginhluta ann- arrar ferðaþjónustu á íslandi? Er það eðli- legt? Er það skynsamlegt? Og er það neyt- endum til hagsbóta? Og er yfírleitt nokk- urt vit í því frá hagsmunasjónarmiði Flug- leiða séð að reyna að einoka þennan mark- að? Tæpast. Þess vegna hlýtur ekki sízt þessi þáttur í skýrslu Samkeppnisstofnunar að koma til alvarlegrar umræðu, þegar skýrslan hefur verið gerð opinber. Er hin nýja skil- greining á starfsemi Flugleiða yfirleitt við- unandi út frá almanna hagsmunum? „Þegar á allt þetta er litið er sennilega hæpið að telja, að fyrir- tækið misnoti markaðsráðandi stöðu sína til þess að hækka far- gjöld í millilanda- flugi. Hins vegar er óneitanlega margt, sem bend- ir til þess að það hafi hvað eftir annað beitt ýms- um aðferðum til að flæma keppi- nauta á brott, sem það hefur getað beitt vegna gífur- lega sterkrar stöðu á markaðn- um hér.“ -I"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.