Morgunblaðið - 23.03.1997, Page 5

Morgunblaðið - 23.03.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 5 i C H jfi fl H Það er hægt að ná langt með áræðni og réttum stuðningi Ungu fólki er það nauðsynlegt að setja sér markmið í lífinu og stefna að þessum markmiðum af ákveðni og festu. Án skýrra markmiða er óljóst hvert við stefnum. Fyrstu (slendingarnir sem leggja á Mount Everest hafa sett sér það ætlunarverk að komast á toppinn á hæsta fjalli heims. Samskip hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum og styðja við bakið á þeim Everest förum til að ná þessum stórkostlega áfanga. Við lítum svo á að það sé sameiginlegt markmið okkar að vera ungu fólki fordæmi. Að það sé hægt að stefna hátt, að ákveðnum markmiðum og ná á leiðarenda með góðum undirbúningi, fagmennsku og yfirsýn. Á næstu vikum eiga þeir eftir að klífa 10 Esjur, 8.848 metra yfir sjávarmál, eða svipaða hæð og stærstu flugvélar heims svífa í á leið yfir höfin, Þeir eiga eftir að klífa brattann í alit að 30 gráðu frosti, jafnvel í öskrandi roki og draga andann við slíkar aðstæður í loftþrýstingi sem er einungis þriðjungur af því sem við eigum að venjast. Ein mesta áraun þeirra verður þó að kunna að meðhöndla þær tilfinningar sem brjótast fram, hvort sem þeir ná settu marki eða ekki. Kunna að taka ósigri jafnt sem sigri. Við óskum íslensku Everest förunum góðrar ferðar og öruggrar heimkomu. SAMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.