Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bætur fyrir ólög- mætt varðhald RÍKISSJÓÐI var á fimmtudag gert að greiða manni 50 þúsund krónur, þar sem stjórnvöldum hafi ekki verið heimilt að taka ákvörðun um að hann sætti varðhaldi hér á landi vegna ógreiddrar sektar í Danmörku. Hér- aðsdómur Reykjavíkur telur að at- beina íslenskra dómstóla hafi þurft til. _ Árið 1990 var maðurinn sektaður um 7.500 danskar krónur í Kaup- mannahöfn, fyrir ölvunarakstur. Hann undirritaði yfirlýsingu, þar sem hann féllst á sektargreiðslu og stað- festi að honum væri ljóst hvaða af- leiðingar sektin hefði í för með sér. Ekki var minnst á vararefsingu í þessari yfirlýsingu. _ Maðurinn hélt til íslands og spurð- ust lögregluyfirvöld í Kaupmanna- höfn fyrir um það hjá íslenskum stjórnvöldum tæpum fimm árum síð- ar hvernig gengi að innheimta sekt- ina. Dómsmálaráðuneytið svaraði að árangur væri enginn, enda hefði maðurinn setið meira og minna í fangelsi hér og væri eignalaus. Lög- reglan í Kaupmannahöfn fór fram á að manninum væri gert að sæta varðhaldi i 10 daga og benti á að sektin myndi fyrnast sex vikum síð- ar, 24. júní. Refsivistin rofin Maðurinn var að afplána dóm á Litla-Hrauni þegar Fangelsismála- stofnun tilkynnti honum hvað stæði til. Ákvörðun Fangelsismálastofnun- ar kom til framkvæmda 19. júní, þrátt fyrir mótmæli mannsins, og lauk 28. júní. Afplánun dóms hans Síbrotamaður í gæslu MAÐUR um tvítugt hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til mán- aðamótanna apríl/maí, en hann var handtekinn fyrir innbrot og þjófnaði. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu, bíður dóms og á óaf- greidd mál í dómskerfinu. Hann hef- ur hins vegar ekki látið sér segjast og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins þótti ástæða til að úrskurða hann í gæsluvarðhald þangað til dómur er kveðinn upp yfir honum, í stað þess að hann héldi uppteknum hætti. var rofin á meðan. Dómsmálaráð- herra úrskurðaði í kærumáli manns- ins 30. júní og staðfesti ákvörðun Fangelsismálastofnunar. Þeirri stað- festingu var vísað til Héraðsdóms, tekin fyrir þar 14. júlí og vísað frá dómi tveimur dögum síðar, þar sem maðurinn hefði ekki lengur réttar- hagsmuni af því að fá úrskurð, þar sem hann hefði þegar afplánað refs- inguna. Maðurinn var látinn laus 28. júlí. Dómarinn, Skúli J. Pálmason, sagði að ekkert lægi fyrir um hvaða leiðbeiningar maðurinn hafi fengið hjá dönskum yfirvöldum. Ef hann hafi séð skriflegar leiðbeiningar, sem lagðar voru fyrir réttinn, þá segði það eitt þar, að hann kynni að þurfa að sæta afplánun, greiddi hann ekki sektina. Ekki væri tekið fram að óþarft væri að leita til dómstóla til ákvörðunar á vararefsingunni. Af lögum um fullnustu refsidóma, sem kveðnir eru upp í nágrannalöndum, megi ráða að íslensk lög eigi að gilda um refsivistina. „Með sama hætti verður sú álykt- un dregin, að viðurlagaákvörðun í formi sektargi-eiðslu verður ekki breytt í varðhaldsvist, nema með atbeina hérlendra dómstóla, þar sem íslensk lög og réttarframkvæmd mæla svo fyrir um,“ segir í niðurstöð- um dómsins og þykja bæturnar hæfi- lega ákveðnar 50 þúsund krónur, með tilliti til aðstæðna mannsins. Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdukar og vatnsvarnarlög á: ► þök ► þaksvalir ► steyptar rennur ► ný og gömul hús - unnið við öll veðurskilyrði FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 iV*v'<,v i hverfmu Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík eru með viðtalstíma í hverfúm borgarinnar á mánudögum. Á morgun verða Björn Bjarnason menntamálaráðherra & Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi í Breiðholti Álfabakka l4a Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. Upplýsingar um viðtalstíma er að finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins http://www.centrum.is/x-tl VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK GÓÐA FERÐ Á TOPPINN TWllNIAB Fjallagarparnir nota Ultra Fuel og Egg Fuel frá Twinlab á ferð sinni á toppinn. Medico Þegar mikið liggur við þá er aðeins það besta nógu gott - kjarni málsins! SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 9 Heimsferðir hafa aldrei boðið jafn glæsilegan aðbúnað á Benidorm eins og í sumar og nú bjóðum við 8 viðbótaríbúðir þann 6. maí á einn vinsælasta gististaðinn okkar Century Vistamar, sem er staðsettur í hjarta Benidorm. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, sjónvarpi og síma. Góður garður, verslun og veitingastaður á hótelinu. Á Benidorm nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 38.832 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Century Vistamar. Paris Vikulegt flug til Parísar íjúlí og ágúst frá kr. 24.100. Verð kr. 49.860 M.v. 2 í íbúð, 6. maí. i ■ / J J ■ m !HEi [MSFERí )IR" i Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 Nýtt útbob spariskírteina mánudaginn 24. mars 1997 Verbtryggb Verötryggb spariskírteini ríkissjóbs spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1992, 1 fl. D 1995 Árgreibsluskírteini 1. fl. B 1995, Nú 5 ár. Nú 8 ár. Útgáfudagur: 1. apríl 1992 Lánstími: 10 ár Gjalddagi: 1. apríl 2002 Grunnvísitala: 3200 Nafnvextir: 6,00% fastir Einingar bréfa: 5.000, 10.000, 1. febrúar 1995 10 ár 10. apríl 2005 3396 4,50% fastir 1.000,5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Verðbréfa- þingi íslands 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráö á Veröbréfa- þingi íslands 10 ár. Útgáfudagur: 27. október 1995 Lánstími: 10 ár Gjalddagar: 2. maí ár hvert, í fyrsta sinn 2. maí 1997 Grunnvísitala 174,1 Nafnvextir: 0,00% Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Verðbréfa- þingi íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin veröa seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í þau að því tilskyldu að lágmarks- fjárhæb tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Öðrum abilum en bönkum, spari- sjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verbbréfasjóðum, lífeyrissjóöum og tryggingafélögum er heimilt, að gera tilboð í meðalverb samþykktra tilboba, að lágmarki 100.000 kr. ab söluverði spariskírteina og 500.000 kr. að nafnverði Árgreiðsluskírteina. Öll tilboð í sparisklrteini þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 24. mars. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæö, sími 562 4070 G O T T F Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.