Morgunblaðið - 23.03.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.03.1997, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Icarus í Listaklúbbnum HOLLENZKI barokk-hópurinn Icarus. HOLLENZKI barokk-hópurinn Ic- arus leikur hjá Listaklúbbnum í Leikhúskjallaranum á mánudags- kvöld, 24. mars, klukkan 21. Icarus-kvintettinn var stofnað- ur 1991 og hefur fengið afburða dóma, einkum fyrir flutning á lítt þekktum 16. og 17. aldar tónverk- um, en einnig leika þau þekkt verk frá þessu tímabili. Þau leggja mikla áherslu á rannsóknir á tón- list endurreisnartímans og leika að mestu á gömul hljóðfæri. Icarus-hópurinn er á leið til tón- leikahalds í Bandaríkjunum, en meðlimir hans eru af ýmsu þjóð- erni, þótt þau búi öll nú í Hollandi. Hilde de Wolf (barokk-flauta) er menntuð í Rotterdam Conserva- roty, en hún hefur m.a. spilað inn á hljómdisk undir stjórn Frans Bruggen. Hún hlaut sérstakan námsstyrk til framhaldsnáms hjá Kees Boeks Trossingen í Þýska- landi. David Rabinovich (barokk- fiðla) er fæddur í Rússlandi og hlaut menntun sína í Glinka Nov- osibirsk Conservatory. Hann lék með sinfóníuhljómsveit Síberíu, þar til hann fluttist til ísraels árið 1991 til náms hjá Daniel Fradkin. Hann flutti til Hollands, hóf fram- haldsnám í leik á barokk-fiðlu árið 1994 og hefur komið fram með Leikflokkur- inn sunnan Skarðsheið- •• ar sýnir NORD LEIKFLOKKURINN sunnan Skarðsheiðar frumsýndi föstudag- inn 21. mars gamanleikinn NÖRD (Nær öldungis ruglaður drengur) eftir Larry Shue. Sýnt er í félags- heimilinu Miðgarði, Innri-Akranes- hreppi. Ahugaleikfélag hefur ekki áður sýnt leikritið hér á landi. Leik- stjóri er Þórey Sigþórsdóttir. Alls taka sjö leikarar þátt í sýningunni en að uppsetningunni koma á einn eða annan hátt um 20 manns. Næstu sýningar eftir frumsýn- ingu verða þriðjudaginn 25. mars og laugardaginn 29. mars kl. 21. ýmsum þekktum hljómsveitum. Hann leikur á Egidus Klotz fiðlu frá 1771. Regina Aibanez (bar- okk-lúta, bassa-lúta, barokk-gít- ar) er menntuð hjá Henrique í heimalandi sínu, Brasilíu. Hún lærði tónsmíðar og síðan sneri hún sér að leik á endurreisnar og bar- okk-hljóðfæri við Royal Haag Conservatory hjá Toyohiko Satoh. Hún kemur reglulega fram á tón- leikum í Frakklandi og Brasilíu og heldur masterclass í Royal Haag Conservatory. Ariane James (barokk-selló) tók einleikarapróf í Rotterdam Conservatory og hélt síðan áfram námi hjá Jaap ter Linden i Haag. Hún var einleikari á selló í La Primavera hljómsveit- inni í Amsterdam. Hún leikur á Guersan selló frá 1740. Katherine Heater (sembal) lauk námi í 17. og 18. aldar tónlist í Oberlin Cons- ervatory of Music í Bandaríkjun- um, og kom fram víða í Bandaríkj- unum eftir það. Árið 1991 lauk BA prófi í tónlist frá Berkeley og stundaði framhaldsnám hjá Lau- rette Goldber, Alan Curtis, Lisa Crawford og David Breitman. Árið 1994 fékk hún styrk til sembal- náms við Sweelinck Conservatory í Amsterdam hjá Bob van Asperen og Stanley Hoogland. Ungmennafélag Gnúpverja * Attunda uppfærsla Skugga Sveins Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. UNGMENNAFÉLAG Gnúpverja æfir um þessar mundir Ieikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson. Þetta er áttunda uppfærsla þessa sívinsæla leikrits í Gnúpverjahreppi á öldinni. Fyrst var verkið leikið í sveit- inni árið 1913. Leikritið er tekið til sýningar nú vegna 70 ára af- mælis ungmennafélagsins sem verður á sumardaginn fyrsta. Frumsýning verður laugardaginn Icarus hefur hlotið afburða dóma. „Uppáhald áheyrenda", segir Magazine of Netwek for Ancient Music og Gelderse Cour- ant skrifar eftir tónleika þeirra „að sérhver nóta hafi verið nánast full- komin“ og „að hin forna tónlist sem þau léku hafi lifnað í frá- bærri túlkun hljóðfæraleikar- anna“. í Listaklúbbnum Ieika þau verk 29. mars, verður leikritið ein- göngu sýnt í Árnesi og sýninga- fjöldi því takmarkaður. Leikendur eru 17. Leikstjóri er Halla Guðmundsdóttir, undirleik- eftir Maurizio Cassari, Biaggio Marini, Giovanni Battista Buona- mente, Girolamo Frescobladi, Dario Castello, Falconiero, Johann Hieronymus Kapsberger, Isabella Leonarda og Pietro Sanmartini. Tónleikarnir, sem eru haldnir í samvinnu við Ræðisskrifstofu Hol- lands á íslandi, hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir kr. 600, en kr. 400 fyrir meðlimi Listaklúbbsins. ari Kristín Sigurðardóttir, leik- mynd gerir Sigurður Hallmars- son. Leikritið Skugga-Sveinn er rammíslenskt, rómantískt ævin- týri fyrir alla fjölskylduna. Leikfélag Kópavogs sýn- ir „Sama þó ég sleiki“ UNGLINGADEILD Leikfélags Kópavogs frumsýnir í kvöld, sunnu- dag, leikritið „Sama þó ég sleiki", sem er spunaleikrit eftir hópinn. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir og um lýsingu sér Skúli Rúnar Hilmars- son. Eldri félagar leikfélagsins aðstoða við uppsetninguna. í kynningu segir, að verkið sé í léttum dúr; það dragi dám af gömlu einkaspæjarakvik- myndunum. Öll umgjörð er í svart- hvítu. Einkaspæjari er fenginn til að rannsaka dularfullt hvarf á blaða- manni. Hann kemst í kast við glæpa- samtök í undirheimum stórborgar- innar og kynnist þá um leið nýrri hlið á sjálfum sér. Einkaspæjarinn kemst á snoður um ýmislegt grugg- ugt og við það magnast spennan stig af stigi. Frumsýnt verður sunnudaginn 23. mars í Félagsheimili Kópavogs klukk- an 21. Önnur sýning verður 24. mars klukkan 20. Miðaverð er kr. 600. Afmælissýning í Galleríi Smíð- um og skarti ÞRJÁR grafíklistakonur sýna í Gall- eríi Smíðum og skarti til 4. apríl. Samsýning S. Önnu E. Nikulásdótt- ur, Kristínar Pálmadóttur og Þórdís- ar Elínar Jóelsdóttiur er í tilefni 3ja ára afmælis Gallerís Smíða og skarts, Skólavörðustíg 16a. I kynningu segir, að hjá Sigríði Önnu Elísabetu sé léttleikinn hafður í fyrirrúmi, fuglar og fiskar eru gjarnan hvati hennar að myndverki. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum og verður með sína fyrstu einkasýningu í haust. Myndefni Kristínar Pálmadóttur leiðir huganna gjarnan að íslenskri náttúru og því sem í henni leynist. Hún hefur tekið þátt í þremur samsýningum og hald- ið eina einkasýningu. Þórdís Elín notar hin ýmsu form landslagsins allt í kringum okkur til túlkunar á verkum sínum. Ljósmyndasýn- ing á Café au lait KRISTINN Már Ingvarsson opnar ljósmyndasýningu á portrett mynd- um á Café au lait Hafnarstræti 11 í dag sunnudaginn 23. mars kl. 14. Kristinn Már stundar nám í Mynd- I listaskólanum í Reykjavík. BANDARÍSKI lagakrókasagnahöf- undurinn John Grisham er ekki mikill stílisti og það er honum sjálf- um ljóst. En hann er góður sögu- maður, og það veit hann líka. Þess vegna leggur hann alla áherslu á grípandi söguþráð sem fær lesand- ann til að halda áfram að fletta og ljúka við bókina. Þetta er góð form- úla og bækurnar hans, sem allar eru spennusögur um lögfræðinga, seljast að meðaltali í einni milljón eintaka stærra upplagi en bækur keppinauta hans, og verða að kvik- myndum hver á fætur annarri. Grisham sendi nýverið frá sér áttundu bókina, The Partner (Með- eigandinn), og er nú meðal annars önnum kafinn við að skrifa kvik- myndahandrit eftir bók sinni The Rainmaker (Bjargvætturinn), í fé- lagi við leikstjórann Francis Ford Coppola, auk þess er hann byrjaður á nýrri bók. „Eg er alltaf með tvær til þijár sögur í bígerð," sagði hann nýverið í sjónvarpsviðtali. The Partner segir af lögfræðingi nokkrum í bænum Biloxi á Mexíkó- flóaströnd Bandaríkjanna. Hann deyr í bílslysi, að því best verður vitað, en þegar 90 milljónir dollara hverfa úr fjárhirslum fyrirtækisins sem hann var meðeigandi í fara að renna tvær grímur á marga. Kemur í ljós að lögmaðurinn er kominn til Brasilíu, þar sem hann lifir harla einföldu lífi. Ekkert lát á Grisham Það mætti halda því fram að skeggbroddamir á bandaríska met- söluhöfundinum John Grisham hafi selt bækur hans í milljónum eintaka, segir Krislján Amgrímsson, sem fjallar hér um hið ótrú- lega gengi rithöfundarins sem þykir meðal fegurstu manna í heimi. Svo fer að banda- ríska alríkislögreglan (FBI) hefur hendur í hári hans og flytur hann til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir allt milli himins og jarðar, þjófnað, svik og einnig morð, og því gæti svo farið að hann yrði dæmdur til dauða. En hann á góða að, þar fremstan í flokki fyrr- um skólafélaga og nú lögfræðing sem tekur málsvörnina að sér. Bandaríska tímarit- ið Forbes segir Grisham vera einn auðugasta skemmtikraft veraldar. Á síðasta ári námu tekjur hans alls 43 milljónum bandaríkjadala, eða um þrem milljörðum íslenskra króna. í viðtali við tímaritið Saturday Evening Post segist Grisham telja að ein meginástæða vin- sælda bóka hans sé sú að hann leggur sig ekkieftir þeim há- timbraða stíl sem gagnrýnendur hafi áhuga á, heldur leggi alla áherslu á að sögu- þráðurinn sé grípandi. Einnig telur hann miklu skipta hversu heilbrigð viðhorf komi fram í bókunum. „Ég hef aldrei gripið til kynlífs- lýsinga, blótsyrða eða ofbeldislýs- inga,“ segir hann. „Ég gæti ekki hugsað mér að skrifa bók sem ég myndi skammast mín fyrir að láta börnin mín lesa. Auk þess myndi mamma ganga af mér dauðum.“ Útgefandi Grishams bætir við að miklu skipti hversu hrifnir lesendur séu af sögu um króka laganna; kvikmyndirnar auki sölu á vasa- brotsútgáfum, og einnig vegi þungt að Grisham skrifi nýja bók á hveiju ári. Ekki megi gleyma persónutöfr- um höfundarins. Hann þykir hafa kynæsandi skeggbrodda og var eini skáldsagnahöfundurinn sem í fyrra komst á lista tímaritsins People yfir „fallegasta fólk i heimi“. Þannig er aldrei að vita hvað hefur áhrif á bóksölu. Þó er enginn vafi að í Norður-Ameríku hefur sjónvarpsspjallþáttakonan Oprah Winfrey mikil áhrif. í fyrra fjallaði hún í þætti um skáldsöguna Deep End of the Ocean, og viti menn, John Grisham bókin rauk upp alla solulista. Ný- verið ljallaði hún um aðra bók, She’s Come Undone, sem kom fyrst út 1992, og ekki var að sökum að spyija, sú bók er komin ofarlega á lista yfir mest seldu vasabrotsbæk- ur. Þetta er í samræmi við það að í umræðu um bókaútgáfu - í Norður- Ameríku að minnsta kosti - verður sú skoðun sífellt sjaldgæfari að bækurnar sjálfar og stílsnilld höf- undar skipti einhveiju máli um sölu bókanna. Þarna má ef til vill greina sömu þróun og orðið hefur í vin- sældum sjónvarpsþátta, en gleggsta dæmið um það er líklega að leikkona í sjónvarpsþáttunum Vinir (Friends) varð ein frægasta „leikkona" Bandaríkjanna á einni nóttu vegna þess að hún þótti hafa svo flotta hárgreiðslu. Leikarinn George Clooney, úr sjónvarpsþáttunum Bráðavaktin (ER) hitti líklega naglann á höfuðið þegar hann sagði um sjálfan sig: „Ég er bara hárgreiðsluleikari.“ Þannig mætti ef til vill haida því fram að skeggbroddarnir á Grisham hafi selt milljónir bóka. Gagnrýni af þessum toga er þó varhugaverð, því að hún beinist kannski ekki síð- ur gegn lesendum en höfundum bókanna sem þeir lesa, og er það ekki á endanum aukaatriði hvað nákvæmlega fær fólk til að lesa bækur? í l > i l I l 1 I i í I I [ í l I 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.