Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Mónumót félagsins lauk mánu- ' daginn 17. mars. Mótið var Butler tvímenningur með þátttöku 14 para. Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson unnu mótið með töluverðum mun með því að eiga gott lokakvöld. Lokastaðan varð þessi: Guðbrandur Sigurbergs. - Friðþjófur Einarss. 105 Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 72 Halldór Þórólfsson - Hulda Hjálmarsdóttir -AndrésÞórarinsson 68 Siguijón Harðarson - Ársæll Vignisson 68 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 49 Skor kvöldsins: Guðbrandur Sigurbergs. - Friðþjófur Einarss. 61 Halldór Þórólfsson - Andrés Þórarinsson 36 Siguijón Harðarson - Arsæll Vignisson 27 RagnarHjálmarsson-JónHarðarson 19 Mánudaginn 24. mars verður spilaður einskvölds tölvureiknaður tvímenningur. Ekki er spilað annan í páskum en Hraðsveitakeppni fé- lagsins hefst 7. apríl og stendur hún yfir í 2 kvöld. Minningarmót um Stefán Pálsosn hefst 21. apríl og stendur yfir í 3 kvöld. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í félagsálmu Haukahússins, með innkeyrslu frá Flatahrauni. Spilamennska byijar kl. 19.30 og eru allir spilarar vel- komnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 18. mars 1997 var spilaður eins kvölds Mitchell tví- menningur. 14 pör spiluðu 7 um- ferðir, 4 spil á milli para. Meðal- skor var 168 og lokastaðan varð eftirfarandi: NS JónE.Baldvinsson-JónH.Hilmarsson 183 Baldvin Jónsson - Alvin Orri Gísiason 179 Sigurður Þorgeirsson - Nicolai Þorsteinsson 177 AV Unnsteinn Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 224 SkúliSigurðsson-ÓmarÓskarsson 188 EinarPétursson-EinarEinarsson 188 Keppnisstjóri var að venju Matt- hías Þorvaldsson og verður haldið áfram með eins kvölds tímvennings- keppni þar sem notuð verða forgefín spil. Keppt er um verðlaunagripi á hverju kvöldi og afhending verðlauna fer fram með formlegum hætti að lokinni spilamennsku. Félagið vill hvetja sem flesta til að mæta, spilað er í húsnæði Úlfaldans, Ármúla 40 og hefst spilamennska stundvíslega klukkan 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 18. mars var spilað- ur einskvölds tölvureiknaður Monrad-Barómeter tvímenningur með þátttöku 20 para. Bestum ár- angri náðu: Vilhjálmur Sigurðsson jr. - Friðrik Egilsson +61 Maria Asmundsd. - Steindór Ingimundarson +57 Hrólfur Hjaltason - Gunnlaug Einarsdóttir +39 Jón Óskar Carlsson -Karl Ómar Jónsson +26 Halldór Þorvaldsson - Baldur Bjartmarsson +21 11 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum. Vilhjálmur og Friðrik unnu hann örugglega. Þriðjudagskvöld BR er röð eins- kvölds tvímenninga þar sem spilað er Monrad Barómeter og Mitchell tvímenningur til skiptis. Alltaf eru spiluð forgefin spil. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt. Pör- um er boðið að leggja 500 krónur í verðlaunapott sem síðan rennur til efstu paranna sem tóku þátt í honum. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Miðvikudaginn 19. mars var spil- aður þriðji einskvölds Butler tví- menningurinn með þátttöku 24 para. Efstu pör voru: Snorri Karlsson - Karl Sigurhjartarson 85 Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson 41 Ólína Kjartansdóttir - Dúa Ólafsdóttir 41 AgnarHansson-RiccardoMirasola 37 Veitt verða sérstök verðlaun fyr- ir besta árangurinn úr 2 Butler kvöldum af 3. Bestu 2 kvöldin náðu: Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson 134 ísak Öm Sigurðsson - Haukur Ingason 85 Jóhanna Siguijónsdóttir - Una Ámadóttir 56 Guðbjöm Þóiðarson -Guðmundur Grétarsson 49 Sigurður B. Þorsteinsson - Helgi Sigurðsson 48 Ekki verður spilað miðvikudag- inn 26. mars vegna úrslita Íslands- mótsins í sveitakeppni. En viku seinna byijar Aðaltvímenningur fé- lagsins og er áætlað að hann standi yfir í 6 kvöld. « Hver var að hringja? Símvakinn CID-1214 Einn fullkomnasti númerabirtirinn hingað til með eftirtöldum eiginleikum: - Stór og skýr 3ja línu kristalsskjár i - Sýnir hver hringdi, hve margir, hvenær og hversu oft - Klukka og dagatal á skjá - Sjálfvirkt Ijós lýsir upp skjáinn fyrir aflestur i myrkri - 50 simanúmera minni - Endurtekið símanúmer notar aðeins 1 minni - Blikkandi Ijós sýnir að ný símanúmer hafi borist - Valhnappur til að hringja i símanúmerið á skjánum - Veggfesting, snúrur og íslenskar leiðbeiningar fylgja j æístfJ Kr. 4.490.- stgr. | Síðumúla 37-108 Reykjavik Sími 588-2800 - Fax 568-7447 _____________________________________J IDAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í einvígi í Englandi sem alþjóðlegi meistarinn Jonathan Row- son (2.445) og stórmeistar- inn Julian Hodgson (2.560) heyja. Rowson hafði hvítt og átti leik í fyrstu skákinni í þessari stöðu, eftir að Hodgson lék 39. - Hg7-g8, sem reyndist grófur afleik- ur. 40 Rg6+! - Hxg6 (Eftir 40. - hxg6 er svartur óveij- andi mát: 41. hxg6+ - Kg7 42. Dh6+ - Kf6 43. g7+ - Kf7 44. Dh5+ - Kxg7 45. Dh7+ - Kf6 46. Re4 mát.) 41. hxg6 - Rf6 og Hodgson gafst upp án þess að bíða eftir svari andstæðingsins. Eftir t.d. 42. Dg5 er staða hans alveg vonlaus. Þetta var fyrsta skákin af sex. Verðlaun í einvíginu eru góð, eða sem svarar 600 þúsund ísl. krónum. Skákþing íslands 1997. Keppni í áskorenda- og opnum flokki hefst í dag í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Skráning er frá kl. 14. I dag verða tefldar fjórar fyrstu umferðirnar með at- skákafyrirkomulagi. Það er athyglisverð nýbreytni hjá Skáksambandinu. 1 áskor- endaflokki er keppt um tvö sæti í landsliðskeppninni, sem fer fram á Akureyri í september. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Fyrirspurn til Dagsbrúnar HRINGT var til Velvak- anda og hann beðinn að koma þeirri fyrirspurn til forsvarsmanna Dags- brúnar, hvort það væri rétt að einstaklingar fengju ekki greitt úr verkfallssjóði. Er það eingöngu flölskyldufólk og einstæðir foreldrar sem þurfa að hafa peninga til að komast af? Glerlistaverk í glerbyggingu KRISTÍN hringdi og er hún með hugmynd um glerbygginguna við Iðnó. Henni finnst að það mætti taka 4-5 rúður úr glerbyggingunni og setja glerlistaverk í staðinn og súlur í svip- uðum stíl og er við ráðhúsið. Fyrir framan mætti setja styttur á stöllum af okkar bestu og elstu leikurum. Síðan mætti setja fallega lýs- ingu og gróður í körum. Burt með glerbygginguna SIGRÍÐUR hringdi og vill mótmæla konunni sem skrifaði um gler- bygginguna við Iðnó og er hún ósammála henni. Hún vill endilega láta rífa þessa glerbyggingu sem hún telur að sé til mikilla lýta við þessa gömlu byggingu. Þakkir fyrir góða móttöku á Hótel Örk JÓHANNA hringdi og vildi senda starfsfólki Hótels Arkar innilegar þakkir fyrir góða þjón- ustu og alúðlegt viðmót. Hún var með hóp af fólki frá Félagi eldri borgara í Kópavogi og voru allir mjög ánægðir með þjón- ustuna. Sérstakar þakkir til Árna Norðfjörð fyrir framúrskarandi þjón- ustu. Þakkir til verslunarinnar Tímadjásns JÓNAS hringdi og vildi senda sérstakar þakkir til Tímadjásns í Grímsbæ fyrir góða þjónustu. Hann fór með úr í viðgerð þar sem lásinn á keðjunni var bilaður. í versluninni var allt gert til að laga lásinn á sem hagkvæmastan hátt í staðinn fyrir að reynt væri að selja honum nýja keðju á úrið. Óg vegna þess að hann þurfti að koma tvisvar þar sem úrið var ekki tilbúið á réttum tíma var honum sagt að hann þyrfti ekkert að borga fyrir viðgerðina. Tapað/fundid Gleraugu töpuðust GULLSPANGAR-gler- augu með lituðu sjóngleri í svörtu leðurhulstri töpuðust eftir 17. febrúar. Skilvís finnandi hringi í síma 565-2063. Húfa tapaðist RAUÐ húfa, hekluð, með svörtu í, tapaðist í Ráðhúsinu í Reykjavík 17. mars. Skilvís finnandi hafí samband í síma 554-1972. Dýrahald FJÖGURRA ára högna vantar heimili vegna flutninga. Er geltur og eyrnamerktur og mjög hreinlegur. Upplýsingar í síma 557-3696. Víkverji skrifar... IDAG er pálmasunnudagur, síð- asti sunnudagur fyrir páska. Þann dag er borgin Jerúsalem - öðrum dögum fremur - í huga kristinna manna. Borgin er helg í hugum gyðinga, kristinna og músl- ima - og þrætuepli þjóða við austan- vert Miðjarðarhaf. Fleiri dagar byrjandi viku eru í frásögur færandi. Á morgun er góuþræll, síðasti dagur góu, sam- kvæmt fornu tímatali. Á þriðjudag hefst einmánuður, síðasti mánuður vetrar. Dagurinn var fyrrum nefndur heitdagur; þann dag voru heit fest, einkum þegar illa áraði. Skírdagur, kenndur við heilaga kvöldmáltíð, er á fimmtudag og í kjölfar hans kemur föstudagurinn lanjgi. I síðustu viku var voijafndægur (20. marz). Jafndægur nefnist sú stund þegar sól er beint yfir mið- baug og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörð. Frá voijafndægri hef- ur birtan í fullu tré við myrkrið og nær hámarki í náttlausri voraldar- veröld. Vetur konungur kann að vísu að minna eitthvað á sig næstu vikur - en það verða fjörbrot. Vor- ið er komið í hlaðvarpann. Sól og regn vekja senn fræ í moldu til nýs lífs. SKRIFANDI um vorið og gró- andann, sem bíða handan ein- mánaðar, staldrar Víkveiji við for- ystugrein ísfirzka blaðsins „Bæjar- ins bezta“. Greinin hefur yfirskrift- ina: „Grasið græna“. Þar segir m.a.: „Ein af mörgum bábiljum, sem mannskepnunni gengur erfíðlega að losna undan, er sú árátta að telja grasið alltaf grænna í túni grannans en í eigin garði. Það er sama hversu mörgum árum bætt er við skóiagöngu og hversu víð- reistir menn eru. Viðhorfin breytast ekki. Grasið hinum megin við girð- inguna heldur áfram að vera grænna." Síðar í leiðaranum segir: „Það er sagt að íslendingar séu öllum öðrum skjótari að tileinka sér nýjungar. Þetta er ekki meiri lygi en hver önnur. En, erum við ekki líka öðrum fremri að kasta fyrir róða því, sem fyrir er, burt séð frá gildi þess? Tilbúnir í breytingar, breytinganna vegna?“ Svari hver fyrir sig. xxx VIÐHORFIÐ til grængresisins í í garði náungans er ekki sér- íslenzkt fyrirbæri. Vera má að skil- greina megi nýjungafíkn okkar með þeim hætti. En hvað um spilafíkn- ina? Gengur hún einnig í gegnum merg og bein landans? Nýlega las Víkvetji. svar dóms- málaráðherra við fyrirspurn á Al- þingi um happdrættis- og lottó- áráttu landsmanna. Svarið sýnir stríðan straum gulls frá fólki í happ- drættishítina. Þar eru það engar nánasir sem opna budduna! Happdrættin höluðu inn stórfúlg- ur árið 1995 - eða sem hér segir: 1) Happdrætti Háskólans [flokka- happdrætti, happaþrenna, gull- náma] 1.810 m.kr. 2) SÍBS 224 m.kr. 3) DAS 310 m.kr. 4) íslenzk- ar getraunir 417 m.kr. 5)_ íslenzk getspá 1.162 m. kr. 7) íslenzkir söfnunarkassar 993 m.kr. Þessar summur ná langleiðina í fimm milljarða króna. Þá eru ótalin ýmis félagahappdrætti. Það yrði trúlega mörgum dijúggóð kjarabót að eiga í handraða það, sem þeir hafa hent í hæpin töfl. Það er sagt að verkföll borgi sig ekki. Verkfall á happdrætti kann þó að borga sig, og það þokkalega, til lengri tíma litið, eins og hagspek- ingar myndu orða það. Annað mál er að lífið er máski lotterí - og við tökum þátt í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.