Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Halla María Helgadóttirfyrsta íslenska konan sem gerist atvinnumaður Allar ytri aðstæður eru til fyrirmyndar í Norgi Ógnandi gegn Sviss HALLA María Helg-adóttir með knöttinn í landsleiknum gegn Sviss í undanriðli heims- meistaramótsins í íþróttahús- inu á SeKjarnarnesi um síð- ustu helgi. Hún var lang best íslensku útispilaranna og gerði 14 af 21 marki liðsins. Höllu Maríu hefur farið mikið fram í vetur, síðan hún fór að leika í Noregi. Halla María Helga- dóttir er atvinnumaður í handknattleik í Nor- egi o g stendur sig vel. Valur B. Jónatansson ræddi við hana. Halla María Helgadóttir, landsliðskona í handknatt- leik sem leikur með Sola í norsku 1. deildinni, stóð sig vel með ís- lenska landsliðinu á móti Sviss í undankeppni HM um síðustu helgi. Hún gerði 14 af 21 marki liðsins og hefur greinilega bætt sig verulega í íþróttinni. Hún er fyrsta og eina íslenska konan sem er atvinnumaður í hand- knattleik. „Það er mikill munur að geta einbeitt sér alfarið að handboltanum. Hér í Noregi er æft mun meira en heima á ís- landi enda er kvennahandboltinn hér í hávegum hafður," sagði Halla María er Morgunblaðið sló á þráðinn tii hennar í vikunni. Halla María, sem er 25 ára og viðskiptafræðingur að mennt, sagði að það sem hefði komið henni mest á óvart í Noregi, væri hve vel væri gert við leik- menn. „Allar ytri aðstæður eru til fyrirmyndar. Ég hef ekkert unnið með handboltanum í vetur, er með fría íbúð og bíl, auk þess sem ég fæ greidda svipaða upp- hæð og ef ég væri að vinna fulla vinnu heima á Isiandi. Við erum með þrjá þjálfara og æfum átta til tíu sinnum í viku, auk einnar lyftingaæfingar í viku. Það eru fyrst og fremst þessar miklu æfingar og vinna sem setur norskan kvennahandbolta á þann háa stall sem hann er nú á,“ sagði Halla María. Rúmar 200 þúsund krónur á mánuði Bestu iiðin í norsku deildinni eru með 15 leikmenn á launaskrá og auk þess sem hver leikmaður fær afnot af bíl. Laun ieikmanna eru á bilinu 75 til 150 þúsund á mánuði, auk þess sem landsliðs- konur fá sérstakar greiðslur frá norska handknattleikssamband- inu. Norsk landsliðskona í góðu liði er því með rúmlega 200 þús- und krónur í mánaðarlaun. Liðin sem eru í neðri hluta deildarinn- ar eru með þtjá til fjóra atvinnu- menn og síðan aðra í hálfu starfi. Allir leikmenn deildarinnar fá greitt fyrir að spila. Góður skóli Halla María segir að liði sínu, Sola, sem er frá Stavanger, hafi ekki gengið vei í norsku 1. deild- inni í vetur enda kom það upp úr 2. deild í fyrra. Liðið er í neðsta sæti þegar fimm umferðir eru eftir og allt útlit fyrir að það falli. íslenska landsliðskonan er markahæst í liðinu, hefur skorað fimm mörk að meðaltali í leik. „Þessi vetur er búinn a_ð vera góður skóli fyrir mig. Ég var búin að fá leið á handboltanum heima, enda ekkert nýtt að ger- ast þar. Ég sé mest eftir því núna að hafa ekki farið fyrr út. Þá hefði ég verið enn betri leik- maður í dag.“ Morgunblaðið/Golli Á heimleið Halla María, sem er uppalin hjá Víkingi, segist vera á heim- leið eftir að tímabilinu lýkur í Noregi. „Ég er ákveðin í að vera ekki áfram hjá Sola því ég hef ekki áhuga á að leika í 2. deild. Ég er opin fyrir því að fara í annað lið hér í Noregi eða jafnvel Þýskalandi, en hef ekki fengið nein tilboð enn. Það bendir því alit til þess að ég komi heim og þá mun ég líklega spila með Víkingi.“ Brautryðjandi Eiga íslenskar handboltakon- ur möguleika á að spila í norsku deildinni? „Já, ég held það. Við eigum margar ungar og efniiegar stelpur. Það hafa verið ákveðin kynslóðaskipti hjá okkur. Þær eldri eru flestar hættar í landsl- iðinu og yngri komnar í staðinn. Mér finnst þessar ungu stelpur hafa meiri tækni en áður þekkt- ist. Þær vantar hins vegar meiri reynslu og styrk, en það kemur með auknu æfingaálagi. Ég vona að ég hafi verið brautryðj- andi í því að leika fyrir pen- inga. Það er mikilvægt fyrir uppgang íþróttarinnar á íslandi að fleiri stúlkur fari utan og leiki með sterkum liðum. Þannig eignumst við betri ieikmenn og um leið betra landslið." Halla María sagðist vera að athuga möguleika á að koma Fanneyju Rúnarsdóttur, mark- verði Stjörnunnar, að hjá norsku liði. „Ég tel að hún eigi fullt erindi hingað og vonandi fá hún og fleiri íslenskar stúlkur tæki- færi til að bæta sig sem leik- menn með því að spila erlendis." Halla María sagði áhuga nor- skra fjölmiðla á kvennahandbolt- anum mjög mikinn. „Hér er handbolti í tísku hjá ungum stúlkum og það_ snýst allt um hann. Heima á íslandi eru það helst fyrirsætustörfin sem heilla ungar stúlkur. Það er kannski ekkert undarlegt því kvenna- handboltinn hefur ekki fengið nægilega mikla og jákvæða um- fjöllun. Landsliðið hefur verið í lægð og ekki náð góðum árangri undanfarin ár. Sigurinn á Sviss um síðustu helgi var því kær- kominn og vonandi náum við að vekja athygii á okkur með góðri frammistöðu á móti Króatíu í næsta mánuði. En það verður erfitt, sérstaklega á útivelli. Þjálfarinn minn, sem er Króati, segir að við eigum enga mögu- leika. En við skulum sjá til.“ Larvik og Bækkelaget í sérflokki Tvö lið, Larvik, sem íslending- urinn Kristján Halldórsson þjálf- ar, og Bækkelaget, bera ægis- hjálm yfir önnur lið í norsku 1. deildinni. Þessi lið mætast í síð- ustu umferðinni 13. apríl og verður þá um hreinan úrslitaleik að ræða um norska meistaratitil- inn. Sem dæmi um yfirburði þessara tveggja liða þá töpuðu Halla María og samherjar hennar í Sola fyrir Larvik með 19 marka mun í fyrri umferð deildarkeppn- innar og Toden, sem er næstn- eðst í deildinni, tapaði með 40 marka mun fyrir Bækkelaget, 57:17. En hún segir Sola með ungt lið sem eigi framtíðina fyr- ir sér. „Reynslan í vetur kemur til með að nýtast liðinu á næstu árum. Sola er ríkt félag og það er metnaður hjá því að gera veg kvennahandboltans sem mest- an.“ BLAK Vfldngsstúlkur komust í úrslit vörnin var aftur á móti ekki sann- færandi hjá Víkingsstúlkum og það var helst Hildur Grétarsdóttir sem stóð fyrir sínu, en of margar laumur fóru beint í gólfið. Petrún Björg Jónsdóttir, fyrir- liði Þróttar fékk að líta rauða spjaldið hjá Leifi Harðarsyni dóm- ara leiksins og sá dómur kostaði stig á mikilvægu augnabliki í fyrstu hrinunni þegar Víkings- stúlkur voru yfir 12:11, en Vík-: ingur fékk þrettánda stigið á silf- urfati eftir að Petrún hafði áður verið aðvöruð með gulu spjaldi. fyrir athugasemdir við dómgæsl-j una. í hinni viðureign föstudags- kvöldsins skelltu Stúdínur liði KA á Akureyri í þremur hrinum, 15:8,; 15:6, 15:9. Elsti leikmaður Rússlands ANATOLY Davydov skráði nafn sitt á spjöld rússneskrar knatt- spymusögu í vikunni er hann lék með félagi sínu, Zenit frá Péturs- borg. Davydov er 43 ára gamall og elsti leikmaðurinn sem leikið hefur í úrvalsdeildinni þar í landi. En þar með er ekki öll sagan sögð því sonur hans Dmitry, sem er 22 ára, leikur einnig með sama liði, kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Er þetta í fyrsta skipti sem feðgar leika með sama knattspymuliði í efstu deild í Rússlandi. Þess má geta að lið þeirra feðga fagnaði sigri í þessum sögulega leik, 1:0. Víkingsstúlkur tryggðu sér á föstudagskvöld réttinn til að leika um lslandsmeistarabikarinn eftir að hafa skellt meisturum siðasta árs, liði Þróttar í Neskaup- stað í þremur hrinum gegn engri í Víkinni. Hrinurnar enduðu, 15:13, 15:7 og 15:6. Það vakti athygli að í byijun- arlið Þróttar vantaði þær Svet- lönu Mohroskinu og Unni Ásu Atladóttur sem skoraði flest stig í kvennadeildinni í vetur. Fjarvera þeirra hafði sín áhrif en þó skipti mestu að móttakan var slök hjá Þrótti og uppspilarinn Miglena Apostolova fékk úr litlu að moða. Kantskellar Oddnýjar Erlends- dóttur, leikmanns Víkings, voru sem fyrr mjög góðir en uppgjaf- irnar voru þó sterkasta hlið Vík- ingsstúlkna að þessu sinni. Lág-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.