Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM ist almennt gert ráð fyrir að nemend- ur borði heima hjá sér í hádeginu og ekki boðið upp á máltíðir í skólan- um. Vegna nálægðar heimilis og skóla kann þessi skipan víða að vera veijandi, þótt misjafnt sé hvort for- ráðamenn geti verið heima til að útbúa hádegisverðinn og fylgjast með að hans sé neytt. Dreifbýlið stendur best að vígi að þessu leyti, því almennt bjóða dreifbýlisskólar upp á hádegisverð í mötuneyti fyrir nemendur sína. Svo virðist sem þess- ar ólíku aðstæður skýri mun á neyslu hádegisverðar eftir búsetu. Jafn- framt má ætla að mun á neyslu óhoilrar fæðu efir búsetu megi skýra með því að mörg börn í þéttbýli, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu, fara á mis við máltíðir um leið og þau hafa greiðan aðgang að sölut- urnum. Eins og áður var getið kom fram munur á fæðuvenjum eftir stéttar- stöðu nemenda, verkalýðsstétt í óhag. Það er athyglisvert að stéttar- munur á máltíðum kom fram varð- andi neyslu morgunverðar, en ekki hádegisverðar þar sem skólamir gegna þegar nokkru hlutverki. Þess- ar niðurstöður vekja spurningu um hvort almenn afskipti skólanna af fæðuvenjum nemenda geti dregið úr eða jafnvel eytt stéttbundnum að- stöðumuni nemenda. Niðurstöður okkar undirstrika mikilvægi þess að foreldrar og skóla- yfirvöld stuðli að góðum fæðuvenjum nemenda. Foreldrar þurfa að gera börnum sínum kieift og ætlast til af þeim, að þau næri sig í upphafi hvers skóladags. Ef þess er nokkur kostur ættu foreldrar að matast á morgnana með börnum sínum og stuðla að góðum morgunverðarvenjum þeirra.' Að því er skólana varðar þarf áhug- inn sem ríkir á aðbúnaði og atlæti í skólastofunni einnig að beinast að mataraðstöðunni. I því felst ekki aðeins að öllum nemendum séu á sama tíma boðin viðunandi salar- kynni til neyslu matar, heldur einnig að boðið sé upp á hádegisverð fyrir alla nemendur og jafnvel morgunverð fyrir þá nemendur sem koma ónærð- ir í skólann. Til viðbótar þessum máltíðum er jafnframt æskilegt að nemendum sé gefinn kostur á að kaupa sér á kostnaðarverði hollar fæðutegundir í skólanum, s.s. mjólk- urvörur, samlokur úr grófu brauði og ávexti. Bætt aðstaða til matar og drykkjar í skólanum verður enn mikilvægari með einsetningu skóla og lengri samfelldum skóladegi, en í þá átt stefnir á næstu misserum og árum. Þótt misjafnt sé hvernig matar- aðstöðu grúnnskólanemenda er hátt- að í nágrannalöndum stöndum við íslendingar höllum fæti, sé litið til þess besta sem þekkist. Nefna má í þessu sambandi að í sænska grunn- skólanum hafa nemendur um ára- tugaskeið átt kost á hádegisverði í mötuneyti sér að kostnaðarlausu (sænska módelið, þ.e. ókeypis mötu- neytisfæði fyrir alla) fæli í sér veru- legan stofn- og rekstrarkostnað og er ekki hið eina sem til greina kemur í islenska grunnskólanum. Hugsa mætti sér að máltíðir (hádegisverður og e.t.v. morgunverður) væru að- fengnar og kæmu í skólana í matar- vögnum. Nemendur fengju máltíð- imar annaðhvort ókeypis eða á kostnaðarverði. Starfsmenn í skólun- um sæju um afgreiðslu máltíða og væru með nemendum eða borðuðu með þeim á máltíðum. Foreldrar grunnskólanemenda ásamt yfirvöldum og starfsmönnum grunnskólanna þurfa að taka hönd- um saman um að stuðla að bættum fæðuvenjum grunnskólanemenda. Líta verður svo á að árangur í námi, eins og annarri mannlegri starfsemi, sé m.a. háður góðum fæðuvenjum og viðunandi næringarástandi. Vissulega er námsframmistaða nem- enda háð fjölmörgum þáttum. En betri fæðuvenjur munu vafalítið skila sér í auknum árangri og ánægju ein- stakra nemenda, bættu skólastarfí og betri frammistöðu íslenskra grunn- skólanemenda í alþjóðlegu samhengi. Rúnar er doktor og dósent í félagsfræði við námsbrautí hjúkrunarfræði í Háskóla íslands Guðrún er doktor og dósent í bamahjúkrun við sömu námsbraut. Fyigstu meb í Kaupmannahöfn Morgnnblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu ftttrgtttiMafrife -kjarni málsins! SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 31"— Mikið úrval af pils- og buxnadrögtum frá Libra Einnig heilir og tvískiptir kjólar frá Libra og Ariella. Stœrðir 36 til 48. Opið r dag sunnudag frá kl. 10-16 [nniarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 ■ ■ I Sturla Birgissi Matreiðslumaðu ársitis 1995 og Yfirmatreiðslu: Perlunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.