Morgunblaðið - 23.03.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.03.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 23 GUÐMUNDUR vélstjóri á rúllunni í bardaga við bunkuð netin. „Hann er sterkur þessi,“ sagði Ómar og bankaði í gluggakarm- inn. „Ég keypti hann fyrir þremur árum, því ég vildi skapa mér at- vinnu og lífeyri, þegar árin fara að færast yfir. Stálið í Þýskalandi var þykkt og gott eftir stríðið, 9,5 mm, og svo eru allir naglar hnoð- aðir þannig að þeir gerast ekki betri. Ég átti bát sem hét þessu sama nafni fyrir mörgum árum og réri þá frá Grindavík en síðan komu Fiskanesmenn inn í þá útgerð. Það var gott að eiga viðskipti við þá og þegar ég hætti keyptu þeir minn hlut í bátnum. Ég réri síðan frá Vestmannaeyjum í nokkur ár og nú er ég kominn aftur, en samt er tilveran svolítið öfugsnúin, því þegar ég réri frá Grindavík bjó ég í Sandgerði og nú þegar ég ræ frá Sandgerði bý ég í Keflavík,“ sagði Ómar og hló um leið og hann teygði sig eftir kaffibrúsa sem Ein- ar sonur hans rétti honum uppí brúargluggann. Fyrsta netið bunkaðaf vænum þorski Enn var myrkur og Ijósin í Sandgerði fjarlægðust á stjóm- borða aftantil en framundan vora ljós nokkurra báta sem byrjaðir voru að draga. Stímið á miðin var hálftími eða 5 mílur í fyrstu trossu út af Skaganum. Þegar ein míla var eftir komu Sigurlinni______ Garðarsson, stýrimaður og Páll Þorsteinsson 2. vélstjóri uppá dekk og komu fyrir trekt á netalúgunni undir neta- borðinu áður en þeir tóku baujuna sem nálg- aðist óðfluga. Á bauju- fána Skúms KE var app- elsínurauður tígull á ljósbláum granni. Allir netabátar auðkenna baujumar sínar hver með sínum fána og má enginn vera eins af eðli- legum ástæðum. Báturinn var á grannu vatni, um það bil 30 föðmum og var færið 60 faðma langt svo það var_________ fljótdregið. Guðmundur Steingrímsson, vélstjóri, Haraldur Grétarsson, matsveinn og Einar Ómarsson, háseti vora komnir uppá dekk þegar drekinn slóst við lunninguna. Þeir vora kuldalegir í austannepjunni en fljótlega birtist fyrsta netið bunk- að af vænum þorski. Bátsverjar tóku rösklega til hendinni við að greiða fiskinn úr netunum og leggja netin í aðra síðuna svo fljótt gleymdist kuldinn því sá sem ekki getur unnið sér til hita á sjó hefur ekkert þar að gera. Kallinn hafði smeygt sér í kuldagalla og bretti eymaskjólin niður á húfunni sinni. Það gat verð kalt að sitja við opinn brúarglugg- ann og andæfa á móti vindinum. „Jæja, það ætlar að vera betra í „Fiskur," kallaði hann út um glugg- ann og stýri- maðurinn rauk til með hakann og nóði einum vænum áður en hann hvarff í djúpið. en ég átti von á. Mér fannst ekki lóða eins mikið á í gær og undanfarna daga. Við voram með 22 tonn í gær, 30 tonn tvo dagana þar á undan svo þetta stefnir í að verða 100 tonna vika,“ sagði Ómar. Hann stakk höfðinu út um brúarglugg- ann og æpti í strák- ana að passa teininn sem farinn var að vefjast nokkra hringi í skífunni. „Vertíðin er búin að vera frekar léleg í vetur. Tíðarfarið hefur gert það að verkum að við höfum ekki getað róið sem skyldi og því rétt komnir með 250 tonn frá áramótum. Janúar var slakur og febrúar afleitur, en sennilega er þetta að lagast. Við voram með 500 tonn í fyrra á ver- tíðinni, svo við þurf- um heldur betur að slá í ef við eigum að ná því. Kvótaumræðan hjá þessum spekingum er orðin svo vitlaus Á sumrin fórum við á humar en síðan eru netin tekin aftur fram á haustin til að hafa eitthvað að dudda. Kvótinn er ekki orðinn neitt neitt hjá þessum vertíðarbát- um og ef við gætum ekki leigt okk- ur kvóta þá gætum við ekkert stundað þessar veiðar. Þessi kvótamál og umræðan hjá þessum spekingum í kringum þau er orðin svo vitlaus að maður nennir ekki að tala um þau núorðið enda hefur það ekkert uppá sig,“ sagði Ómar og dæsti. „Fiskur," kallaði hann út um gluggann og stýrimaðurinn rauk til með hakann og náði einum væn- um áður en hann hvarf í djupið. Vel gekk að draga. I fyrstu trossuna vora 6 kör um 3,5 tonn og þegar lokið var við að draga hana sást í baujuna á næstu trossu, svo þétt var lagt. Baujan var tekin meðan klárað var að blóðga aflann úr fyrstu trossunni. Farið var að birta og heldur bætti í vindinn svo pusaði yfir þegar báturinn hjó í kröppustu öldumar. Loðnufnykur yfir netaborðinu og fiskurinn í veisluhöldum Nú glæddist heldur betur fiskiríið og þegar 3 net höfðu verið dregin þurfti að hætta drætti og blóðga því blóðgunarkörin vora orð- in fleytifull. Fiskurinn var fullur af æti og lá loðnufnykur yfir neta- borðinu því ælan stóð út úr honum og var loðna um allt. Augljóst var að fisk- urinn var fárveikur af áti enda lóðaði á loðnu um allan sjó og fiskurinn því í veisluhöldum áður en hann byrjaði hrygning- una. Karlarriir vora hressir með fiskiríið og fannst kominn tími til að það glæddist eftir tregfiskirí- ið í ótíðinni í vetur. Áfram var dregið og nú kom net ““~~ sem var í henglum og því fáir fiskar í því. Aftur jókst fiskiríið og bættust við 5 tonn eftir aðra trossuna. Ómar átti ekki von á miklu í þriðju trossuna því hún hafði verið lögð síðust og því ekki legið nema fjórtán tíma, en það fór á annan veg því í hana vora komin 4 tonn af stóram lifandi þorski svo Ijóst var að þessi dagur yrði góður. Þannig leið morgunninn og um tvöleytið var sjöunda og síðasta trossan komin út í bakborðssíðuna og aflinn tæp 20 tonn af 6-10 kg fiski, meira og minna lifandi, kom- inn niður í lest og stefnan sett á land með fyrsta flokks hráefni í saltfiskvinnsluna hjá Happa í Keflavík sem keypti af þeim afl- ann. Qpegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerdina - brœddur eða ð/ápsteiktur - eða er ein/jalðlega settur beint í munninn oHslenskur rkketa ! kn/ddoTru Frábær með fersfeu salati 05 sem snarl. Á ostabafebann og með bexi og ávöxtum. <S%ónda <B%tie Með feexinu, brauðinu og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteibtur. Qriiascarpone Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. (Pptm'tm kasta/i Með fersbum ávöxtum eða einn og sér. Q/liómaostur Á bexið, brauðið, í sósur og ídýfur. ^ux/isyr/a Mest notuð eins og hún bemur fyrir en er einfear góð sem fylling í bjöt- og fisferétti. Bragðast mjög vel djúpsteibt. ^an/en/bertM Einn og sér, á ostababbam og í matargerð. D’íApN %rsj (£Port (palut Bestur með ávöxtum, brauði og bexi. (Qpton ~^£)imon Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. p/ráðaostur Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar I bjöt- og fisbrétti. Góður einn og sér. (plvít/auks <pPri Kærbominn á ostababbann, með feexi, brauði og ávöxtum. ISLENSKIR OSTAR, ^ýlNASL/i ^ oPepveioneostur ' ^ Góður í ferðalagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.