Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sigríður valin ungfrú Suðurland Hveragerði. Morgunblaðið. FEGURÐARSAMKEPPNI Suð- urlands fór fram á Hótel Örk á föstudagskvöldið. Fjórtán stúlk- ur víðsvegar af Suðurlandi tóku þátt í keppninni og var hópurinn afar glæsilegur. Það var Sigríður Einarsdóttir, 19 ára frá Selfossi, sem hreppti hinn eftirsóknar- verða titil, ungfrú Suðurland 1997. í öðru sæti varð Jóhanna Björk Daðadóttir, 18 ára sem einnig er frá Selfossi. Þriðja sætið hreppti síðan Dúna Rut Karls- dóttir, 17 ára frá Flúðum. Besta ljósmyndafyrirsætan var valin Hrefna Jensdóttir, 18 ára frá Selfossi. Stúlkurnar völdu síðan Áslaugu Önnu Kristinsdóttur, 19 ára frá Hellu, vinsælustu stúlk- una. Þær Sigríður, Jóhanna og Dúna voru allar valdar til að taka þátt í keppninni um titilinn Feg- urðardrottning íslands og munu þær þrjár því verða fulltrúar Suðurlands þar. Ætlar að læra blómaskreytingar Sigríður Einarsdóttir er dóttir Vilborgar Þórarinsdóttur og Ein- ars Axelssonar. Hún vinnur í blómaverslun en einnig sem þjónn á Hótel Selfossi í auka- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir DÚNA Rut Karlsdóttir, Sigriður Einarsdóttir og Jóhanna Björk Daðadóttir munu allar taka þátt i keppninni um ungfrú ísland. vinnu. Sigríður ætlar sér að læra blómaskreytingar í framtíðinni og er þegar búin að ákveða að stunda námið í Danmörku en þar bjó hún um tíma. Aðspurð sagði Sigríður það hafa verið mjög lærdómsríkt að taka þátt í keppninni. Góður andi væri með- al stúlknanna og þær væru stað- ráðnar í þvi að hittast áfram. Sú vinna sem framundan er í tengslum við ungfrú ísland keppnina vex ekki Sigríði í aug- um enda er hún að sögn mjög jarðbundin. „Eg vona bara að þetta verði skemmtilegur tími.“ Snjóflóð í Neskaupstað Þijú hús rýmd SNJÓFLÓÐ féllu í Neskaupstað á föstudag. Eitt stöðvaðist 100 metra frá íbúðarhúsi við Urðarteig og voru þrjú hús við götuna rýmd til öryggis í fyrrinótt. Snjóflóðaeftir- litsmaður skoðaði aðstæður í fjall- inu um hádegið í gær og taldi hætt- una þá liðna hjá. Töluverð úrkoma var í Norðfirði aðfaranótt föstudags og á föstudag, snjókoma, slydda og rigning. Guð- mundur Sigfússon, bæjartækni- fræðingur og snjóflóðaeftirlitsmað- ur, segir að snjórinn hafi runnið af stað á tveimur stöðum aðallega. Flóðin hafi verið lítil en farið nokk- uð langt vegna þess að undir sé gamalt hjarn sem snjórinn renni vel eftir. Hann segir að snjóflóðin hafí verið þunn og runnið hægt. Á svipuðum stað og 1974 Fyrra snjóflóðið rann um klukkan 9 á föstudagsmorgun og sá Guð- mundur það falla. Talið er að síðara flóðið hafi fallið um klukkan 10 um kvöldið en það sást ekki fyrr en það stytti upp. Annað flóðið féll skammt frá steypustöð innan við bæinn en hitt stöðvaðist um 100 metra frá íbúðarhúsi við Urðarteig, innarlega í bænum. Seinna flóðið féll á svipuð- um stað og annað snjóflóðið 1974. Seint f fyrrakvöld var ákveðið að rýma þijú hús við Urðarteig en þar búa tíu manns. 90 milljóna kr. hagnaður hjá MS Arður greiddur til kúabænda Morgunblaðið/Jón Svavarsson SVERRIR Guðmundsson, Arnór Hauksson og Viðar Pálsson skipuðu lið Menntaskólans í Reykjavík, sem sigraði í spurninga- keppni framhaldsskólanna. Spumingakeppni framhaldsskólanna Fínt að byija páskafríið á sigri HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og dótturfélaga var um 98 milljónir kr. á síðasta ári. Eftir fjármagnsliði og skatta nam hagnaðurinn rúmum 32 milljónum kr. A aðalfundi félagsins sem haldinn var á föstudag var ákveðið að greiða kúabændum arð en það er í fyrsta skipti sem það er gert. Eftir slaka afkomu síðastliðinna ára hafa nokkrir samverkandi þætt- ir haft áhrif til batnaðar á síðasta starfsári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu MS. Mest munar um áhrif umtalsverðrar hagræðing- ar sem átt hefur sér stað í úrvinnslu mjólkurafurða á Samsölusvæðinu, ekki síst úreldingu mjólkursamlags- ins í Borgarnesi. Einnig munar tals- Seinheppinn bíleigandi Vopum. Morgunblaðið. EKKI eru allar ferðir til fjár. Það fékk seinheppinn bíleig- andi að reyna þegar hann ætl- aði að hamstra bensín. Bfleigandinn fór á bensín- stöðina í Garði og vildi fá bens- ín á brúsa. Honum var tjáð að bensín væri aðeins afgreitt á bíla. Greip maðurinn þá til þess ráðs að fara til Keflavíkur til að ná bensíninu af bílnum og setja á brúsa og fara aftur á bensínstöðina til að fylla tank- inn. Á leiðinni varð bíllinn bens- ínlaus en þar sem brúsi var meðferðis var hægt að halda ferðinni áfram. Þegar í Garðinn var komið var hins vegar allt bensín búið á bensínstöðinni. vert um verðhækkun mjólkurvara á árinu en fram að henni hafði verð mjólkur nánast verið óbreytt í meira en sex ár þrátt fyrir umtalsverðar kostnaðarhækkanir. Einnig kemur fram að ágætur árangur hefur náðst í sölu mjólkur og annarra mjólkuraf- urða og varð lítilsháttar söluaukning frá fyrra ári. 10 milljónir kr. í arð Hagnaður Mjólkursamsölunnar, þegar ekki hefur verið tekið tillit til rekstrarafkomu dótturfélaga, nam ríflega 91 milljón kr. Aðalfundurinn á föstudag samþykkti að greiða arð, 62 aura fyrir hvem innveginn lítra, til þeirra félagsmanna sem lögðu inn mjólk til fyrirtækisins á árinu 1996. Þetta er í fyrsta sinn sem mjólkur- framleiðendum er greiddur arður skv. breyttum samþykktum félags- ins frá nóvember 1994. Alls nema arðgreiðslur ársins 10,5 milljónum kr., auk þess sem 4,3 milljónum var ráðstafað sem viðbótarframlagi í séreignarsjóð mjólkurframleiðenda. I lok ársins nam inneign í sjóðnum um 47,5 milljónum kr. ------» ♦ ♦----- 573 sóttu um listamannalaun TVÖ hundruð og fimmtán fengu listamannalaun fyrir árið 1997 hjá úthlutunamefndunum sem lokið hafa störfum. Nefndirnar fengu 573 umsóknir. Flestar umsóknir voru um starfs- laun úr Launasjóði myndlistar- manna, 224. Til Launasjóðs rithöf- unda bárust 184 umsóknir, Lista- sjóður fékk 141 umsókn og 24 sóttu um styrki í Tónskáldasjóð. ■ 215 fengu/B18 „ÞAÐ er fínt að byija páskafríið á þessu,“ sagði Sverrir Guð- mundsson, einn keppenda í liði Menntaskólans í Reylqavík, sem vann spurningakeppni fram- haldsskólanna Gettu betur, en úrslitakeppnin var í Sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þetta var í tólfta sinn sem keppt var og hefur lið MR unnið sex sinnurn, þar af flmm siðustu ár. Sverrir sagði að æfingar fyrir keppnina hefðu staðið yfir í nokkra mánuði og þá einu sinni til þrisvar í viku. „Við hittumst og förum í hraðaspumingar með „Trivial pursuit“, eða horfum á fótbolta og skemmtum okkur til að hressa upp á liðsandann," sagði hann. „ Auk þess lesum við okkur til þar fyrir utan. Ég veit ekki hvað við höfum eytt miklum tíma í undirbúning en það er mikill tími, sem hefur farið í þetta í vetur. Við höfðum óbilandi trú á að við mundum vinna þótt illa gengi í fyrstu í hraðaspumingun- um.“ Sverrir sem er í 4. bekk sagð- ist hafa verið gripinn glóðvolgur þegar hann byijaði í 3ja bekk síð- astliðinn vetur. „Þá var ég settur í „uppeldi” ogkomst í liðið núna,“ sagði hann. „Ég er með yngstu mönnum sem hafa verið í liðinu og unnið.“ Auk þeirra Sverris, Amórs Haukssonar og Viðars Pálssonar em tveir aðrir sem hafa aðstoðað og æft með liðinu í vetur og mun annar þeirra taka við af Amóri þegar hann kveður skólann í vor. Þjálfarar liðsins em fjórir, allt fyirverandi sigurveg- arar í keppninni. Ranghugmyndir um mataræði vaða uppi ► Ólafur G. Sæmundsson næring- arfræðingur er hatrammur and- stæðingur skyndikúra ogtelur allt- of marga fúska með einn dýrmæt- asta þátt í lífi hvers manns. /10 Er leiðtoginn sterkur eða strengjabrúða? ►Ár liðið frá sigri hægri manna í þingkosningunum á Spáni. /12 Maðurtveggja póla ►Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufraeði- stofnun er líklega einn örfárra ís- lendinga sem komið hefur á báða póla jarðkúlunnar — ef ekki sá eini. /18 Fiskurinn veikur af loðnuáti ►í netaróðri frá Sandgerði./ 22 Ánægjulegt að þjóna bændum ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Sigurð Eyj- ólfsson, framkvæmdastjóra Mjólk- urfélags Reykjavíkur. /24 B ► l-32 Munum minnast þeirra ►HMS Hood, stærsta og glæsileg- asta herskipi Breta var sökkt 1941 í sjóorustu 250 mílur vestur af íslandi. Elín Pálmadóttirvar við- stödd tilfinningaþrungna minning- arathöfn um borð í danska varð- skipinu Triton á sama stað hálfri öld síðar. /1-4 Örkuml við hvert fótmál ►Löngu eftir að bardögum og styijöldum lýkurógnajarðsprengj- ur lífi og heilsu manna og koma í veg fyrir að hægt sé að yrkja landið. /16 Ár Englendingsins ►Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin á morgun. Hér er reynt að ráða í hveijir séu líklegastir til að hreppa helsta hnoss kvikmynda- heimsins, Óskarinn. /30 D FERÐALÖG ► 1-4 Granada ►Spánveijar eru ekki í nokkrum vafa um sérstaka töfra borgarinn- ar Granada í Andalúsíu. /2 Reynslan og nýtt blóð besta blandan ►Með íslenskum ferðafrömuðum á ferðastefnunni í Berlín. /4 E BÍLAR ► 1-4 Signum ►Er framtíð Opel fólgin í langbök- um? /1 Reynsluakstur ►Röskur Passat með 1600 véi. /3 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbrét 28 Skoðun 30 Minningar 34 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 Idag 42 Brids 42 Stjömuspá 42 Skák 42 Fólk í fréttum 44 Bíó/dans 46 Útvarp/sjónvarp 50 Dagbók/veður 55 Dægurtónl. 14b Maturogvín 27b Gárur 28b Mannlífsstr. 28b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.