Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Körfuboltalýsingar Stöð 2 og Bylgjan þurfa að standa sig betur Frá Kolbrúnu Jónsdóttur: ÉG ER ein af þeim fjölmörgu körfu- boltaáhugamanneskjum sem hef verið mjög óánægð með frammi- stöðu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í vetur í sambandi við sýningar og lýsingar af leikjum í íslenskum körfuknattleik. Eg fæ ekki betur séð en Körfuknattleikssamband ís- lands hefði gert betur í að semja við RÚV þar sem þeir hafa sinnt handknattleiknum svo miklu betur en Stöð 2 og Bylgjan hafa sinnt körfuknattleiknum. Körfuknatt- leikssambandið þarf að hafa það í huga að lýsingar og sýningar frá leikjum eru eitt besta vopnið í út- breiðslustarfsemi. í fyrsta lagi voru í vetur tveir fastir dagar í viku fýrir leiki í DHL-deildinni, þ.e. fímmtudagar og sunnudagar, og var aldrei lýst leikjum sem fram fóru á fímmtu- dögum og ekki einu sinni var úrslit- um komið að. Þarna hefur RÚV vinninginn. í öðru lagi finnst mér lélegt að geta ekki verið með stutta þætti á Stöð 2 að kvöldi eftir hvert leik- kvöld þar sem sýndir væru kaflar úr þeim leikjum sem hægt er að komast yfir að taka upp fyrr um kvöldið, líkt og gert er á RÚV með handboltann. Þessi vikulegi þáttur sem sýndur er á sunnudegi kl. 13.00 er bæði á óhentugum tíma auk þess sem þá eru leikirnir sem sýnt er úr orðnir gamalt efni. Þarna hefur RÚV vinninginn. í þriðja lagi hefur kvennakörfu- knattleiknum ekkert verið sinnt í vetur utan það að sýndur var síðari hálfleikur af bikarúrslitaleiknum. Þarna hefur RÚV einnig vinning- inn. Það gekk þó endanlega fram af mér á mánudagskvöldið þegar tveir leikir fóru fram í_ undanúrslitum í 1. deild kvenna. Ég settist spennt fyrir framan sjónvarpið rétt fyrir klukkan hálfellefu til þess að fylgj- ast með úrslitunum enda Stöð 2 loksins komin með kvöldfréttatíma og bjóst ég því við umfjöllun um leikina. En nei, Stöð 2 sýndi kafla úr leik í úrslitakeppni í handknatt- leik karla en sagði ekki einu sinni frá úrslitum úr leiknum í undanúr- slitum kvenna í körfuknattleik. Ég beið því eftir 11 fréttum á RÚV og viti menn, þar var að sjálfsögðu sagt frá þessum úrslitum, enda óvænt, og hljóta því að teljast mark- verð. Enn hafði RÚV vinninginn. Að síðustu langar mig aðeins að minnast á kvöldið í gærkvöldi (þriðjudaginn 18. mars 1997). Ég var að hlusta á lýsingu Valtýs Björns Valtýssonar á Bylgjunni, á fyrri hálfleik í leik KR og Keflavík- ur í undanúrslitum í DHL-deildinni. Þar lýsir hann fjálglega stórglæsi- legri troðslu Roney Eford á lokasek- úndu fyrn hálfleiks og segir jafn- framt: „Ég skal lofa ykkur því að þessa troðslu fáið þið að sjá í kvöld- fréttatímanum á Stöð 2 í kvöld, ég skal lofa ykkur því.“ En viti menn, í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 voru sýndar u.þ.b. 30 sek. af lokakafla leiksins. Með körfuboltakveðju og von um að Stöð 2 og Bylgjan fari að standa sig betur. KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR, Rekagranda 2, Reykjavík. Smáfólk l'M NOT 60IN6 TO 5CB00L ANYM0RE.. TME TEACMER MATE5 ME,THE PRINCIPAL MATE5 ME,TME CU5T00IAN MATE5 ME, TME SCHOOL BOARD MATE5 ME... YOU P 8ETTER 6ET DRE55ED..YOUUMI55 THE 5CMOOL BU5.. ■^TC Ég fer ekki framar í skólann ... kenn- arinn hatar mig, skólastjórinn hatar mig, umsjónarmaðurinn hatar mig og skólastjórnin hatar mig ... Það er eins gott fyrir þig að klæða þig ... þú miss- ir af skólabílnum ... Bílstjórinn hatar mig! Lútherstrúarmenn miði hátíð sína við morðið á Jóni Arasyni biskupi Frá Einari Vilhjálmssyni: BEDA, munkur, segir frá ferðum til landsins frá Bretlandseyjum í byijun 8. aldar og telur leiðina átta dægra haf. Ari fróði segir kaþólska menn hafa búið í landinu um 870, þegar norrænir menn komu hér fyrst. Margir landsnámsmanna voru kaþólskir og nægir þar að nefna Auði drottningu djúpúðgu og henn- ar fylgdarlið, Helga magra og Ket- il fíflska. Njáll og hans fólk var einnig kaþólskrar trúar. Um árið 1000 var kaþólsk trú lögtekin á Alþingi, vegna gíslatöku og hótana Ólafs Tryggvasonar Nor- egskonungs. Íslendingar hafa samt aldrei verið trúaðir nema í lagaleg- um skilningi, verið blendnir í trúnni, viljað frekar vita en trúa. Þessi skipan trúmálanna hélst til 7. nóv- ember árið 1550, þegar lútherstrú- armenn myrtu Jón Arason Hóla- biskup og syni hans í Skálholti. Sumarið 1541 hafði Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup verið hand- tekinn af lúthersmönnum, sviptur eignum sínum og fluttur sem saka- maður úr landi. Það færi vel á því að kaþólikkar héldu upp á fyrstu 500 ár kaþól- skrar trúar á íslandi, frá árinu 1000 til 1500, en lúthersmenn minntust morðsins á Jóni Arasyni biskupi og sonum hans, fyrir 500 árum, án þess að ausið verði opinberu fé til þess óvinafagnaðar. EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.