Morgunblaðið - 23.03.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.03.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 25 Með honum í stjóm em Vífíll Búason á Ferstiklu, Helgi Jónsson á Felli, Magnús Gunnlaugsson á Miðfelli og Kristinn Gylfí Jónsson í Brautarholti. Stofnsjóður byggður upp Félagið hefur lifað af erfíðleika sem lagt hafa mörg samvinnufélög að velli. „Þegar unnið var að skipu- lagsbreytingum á Sambandinu á sín- úm tíma ræddum við grundvöll fé- lagsins og rekstrarform. Fórum í gegn um þá umræðu hver ætti félag- ið og hvort ástæða væri til að breyta þvi í hlutafélag. Niðurstaðan varð sú að ekki var talin ástæða til að breyta rekstrarforminu heldur skyldi eignaraðildin tryggð með stofnsjóðn- um,“ segir Sigurður. A verðbólguárunum brunnu upp stofnsjóðir bænda í samvinnufélög- unum. Eitt fárra félaga „verð- tryggði" MR stofnsjóð félagsmanna sinna með því að greiða á hann hærri vexti en nam verðbólgu og leggja í hann arð þegar reksturinn gekk vel. Sem dæmi um þetta má nefna að á síðasta ári voru greiddir 6% vextir á stofnsjóðsinneign og auk þess lagður í hann arður sem nam 5% af viðskiptum viðkomandi félags- manns á árinu. Þannig hefur stofn- sjóðurinn verið byggður upp. Bændur sem lengi hafa verið í félaginu eða átt við það mikil viðskipti eiga nú verulega íjármuni í stofnsjóðnum. Inneignina geta þeir tekið út þegar þeir hætta búskap eða verða sjötugir. Sterk félagsvitund „Fyrst og fremst sterk félagsvit- und félagsmanna og tryggð þeirra við félagið," segir Sigurður þegar hann er spurður að því hvað valdi því að félagið hafí lifað af þrenging- ar samvinnufélagsrekstrarins. „Eg tel einnig að sú stefna stjómar fé- lagsins að dreifa kröftum þess ekki um of eigi einnig stóran hlut að máli. Það er stefnan að sinna vel þeim fáu þáttum sem við fáumst við og fara ekki út í óskyldan rekstur," segir hann. Mjólkurfélagið er í áhættusömum rekstri og Sigurður viðurkennir kosti þess að geta boðið áhættufé á hluta- fjármarkaði. Þá býr félagið við það að þurfa að greiða út stofnsjóði og segir Sigurður að farið sé að muna um það þegar stórir framleiðendur hætta. Segir hann að stöðug umræða sé innan félagsins um félagsformið. Sjálfur segist hann ekki eiga von á að það breytist á allra næstu árum. „Eg tel þó að þegar til lengri tíma er litið hljóti annað tveggja að ger- ast, að hér verði stofnuð B-deild eins og heimild er til í samvinnufélagalög- um og bréfin boðin til sölu á almenn- um markaði eða að félaginu verði breytt í hlutafélag,“ segir hann. „Framtíð Mjólkurfélagsins er sam- tvinnuð gengi íslensks landbúnaðar," segir Sigurður um framtíðarsýn fé- lagsins. „Við trúum því að þrátt fyr- ir áföll atvinnugreinarinnar og óvissu nú um stundir muni forráðamennirn- ir leiða okkur í gegn um boðaföllin og að íslenskur landbúnaður muni eiga sér góða framtíð. Þá viljum við sjá hlut Mjólkurfélagsins ekki minni í framtíðinni en hann hefur verið.“ Ánægjulegt að þjóna bændum Sigurður Eyjólfsson er fímmti framkvæmdastjóri Mjólkurfélagsins. Hann kemur úr ólíku umhverfí, er alinn upp við sjávarsíðuna og vann á bæjarskrifstofum áður en hann tók við starfi hjá MR. „Vissulega var þetta mikil breyting, ég hafði aldrei komið nálægt landbúnaði þegar ég kom til starfa hjá þessu félagi. En ég var heppinn. Viðskiptavinir fé- lagsins tóku mér vel og hjálpuðu mér fyrstu skrefín. Mín kynni af bændum eru öll á einn veg, þetta eru ákaflega traustir og góðir menn sem ánægjulegt er að þjóna,“ segir Sigurður Eyjólfsson. Þijátíu manns vinna hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur. Hefur félaginu ávallt haldist vel á starfsfólki. Þann- ig er meðalstarfsaldur núverandi starfsmanna 16 ár og nokkrir hafa unnið hjá félaginu í yfir 30 ár. Fram- kvæmdastjórar hafa aðeins verið fímm á þessum 80 árum og hafa þeir yfirleitt unnið lengi hjá fyrirtæk- inu. Þá hafa valist til forystu í stjóm gætnir og farsælir menn. Aðalfundur MR verður 12. mars næstkomandi. í tilefni afmælisins verður hann haldinn á Hótel Sögu og tímamóta í sögu félagsins minnst með einhverjum hætti. Ráðherra heimsækir Kjósverja SAMTÖKIN SÓL í Hvalfirði taka á móti landbúnaðar- og umhverfisráð- herra sunnudaginn 23. mars í Kjó- sinni. Ekið verður um sveitina og ráðherra kynntir búskaparhættir og náttúmfar. Farið verður frá Félagsgarði kl. 10.30 og ekið að Fossá þar sem íbúar vestan Hvalfjarðar munu koma í hópinn. Náttúrufar í innan- verðum Hvalfirði verður skoðað og sjónarmið íbúa ofan Hvalfjarðar kynnt. Því næst mun ráðherra kynna sér lífræna búskaparhætti og sjálfbæra þróun búskapar á Neðra-Hálsi. Á ferð um Kjósarhrepp mun sveit- arstjóm Kjósarhrepps kynna ráð- herra sjónarmið íbúa hreppsins gagnvart stóriðju á Grundartanga. A Hjalia verður snæddur hádegis- verður og fjallað um ferðaþjónustu, rekstur sumarbúða, laxveiðar og sumarhúsabyggðir. Dagskrá ráðherra lýkur síðan með ávarpi á SÓLkaffi í Félagsgarði kl. 15. Nokkrir af fulltrúum stómmála- flokkanna sem stutt hafa málstað andstæðinga stóriðju á Gmndart- anga munu mæta á fundinn og ávarpa gesti. Selt verður kaffí og meðlæti á vægu verði og flutt létl tónlistaratriði. Högni Hansson, for- stöðumaður umhverfísstofnunarinn- ar í Landskrona mun mæta á samko- muna og ávarpa kaffígesti. HELENA RUBINSTEIN Kynning mánudag og þriðjudag Nýr farði „Softwear" kynntur ásamt vor- og sumarlitunum. Glæsilegt Skin Live TPA tilboð Með 50 ml TPA kremi fylgir falleg gyllt snyrtibudda ásamt varalit, varalitablýanti og 15 ml farða. 10% staðgreiðsluafsláttur Isskápur, 261 L, í'rystir aö neðan. H:167B:55 D:64. Rétt verð kr.76.900,- HEIMSKRINQLAN, KRINGLUNNI, REYKJAVÍK.S.G.BÚOIN, KJARNANUM, SELF0SSI JÓKÓ, AKUREYRI. VARAHLUTAVERSLUNIN VÍK, NESKAUPSSTAÐ. RAFMÆTTI, MIÐBÆ, HAFNARFIRÐI, REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM, KAUPFÉLAG PINGEYINGA, HÚSAVÍK. HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST ! Pvottavél, 1000 snúninga. Rétt verð kr. 63.900.- Þurrkari, 5 kg. Rétt verð kr. 37.000.- .900 (Rétt verð kr. 100,900.-) Stgr. 4.900 (Rétt verð kr. 106,900.-) mmm : 1 (Rétt verð kr. 146,800.-) Uppþvottavél, 12 manna. Rétt verð kr. 69.900,- Þvottavél, 1200 snúninga. Rétt verð kr. 69.900.- Þurrkari, 5 kg. Rétt verð kr. 37,000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.