Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ __________________ERLENT_______________ Ár liðið frá sigri hægri manna í þingkosningunum á Spáni ER LEIÐTOGINN STERKUR EÐA STREN GJABRÚÐ A? Ár er liðið frá því að Jose Maria Aznar leiddi Þjóðarflokkinn til valda á Spáni * og varð forsætisráðherra landsins. Asgeir Sverrisson, fréttaritari Morgunblaðsins á Spáni, ij allar um forsætisráðherrann og þau mál sem hæst ber í spænskum stjórnmálum nú um stundir. Reuter JOSE Maria Aznar, forsætisráherra Spánar, hampar blómvendi í Barcelona skömmu fyrir kosningasigur sinn í fyrra. MAÐURINN býr klárlega ekki yfir útgeislun og ekki verður sagt að hann sogi til sín athygl- ina á i]öldafundum. Hann er smá- vaxinn, „grár“, nefmæltur og heldur vandræðalegur í framgöngu allri. Yfirvararskeggið fer í taugarnar á löndum hans. A þessum tímum sjón- varps, ímynda og fjöldamenningar er nánast óskiljanlegt að þessi mað- ur hafi leitt flokk sinn til sigurs í þingkosningum og sé nú pólitískur leiðtogi þjóðar, sem hefur persónu- töfra í hávegum og býr yfir þeim flestum öðrum fremur. Samt hefur Jose Maria Aznar nú verið forsætis- ráðherra Spánar í tæpt ár. Jose Maria Aznar, leiðtogi Þjóðar- flokksins, Partido Popular, PP, skráði nafn sitt á spjöld spænskrar stjórn- málasögu í mars í fyrra er flokkur hans vann sigur í þingkosningunum, sem þá fóru fram. í fyrsta skipti frá árinu 1933 hafði hægri flokkur unn- ið sigur á sósíalistum í þingkosning- um á Spáni. Sigurinn var ekki síst merkur fyrir þær sakir að Aznar náði að binda enda á 13 ára valdatíð Felipe Gonzalez, leiðtoga Sósíalista- flokksins; Andalúsíubúa sem býr yfír miklum persónutöfrum og eins af þungarvigtarmönnunum í evrópskum stjómmálum. Umskiptin voru einnig merkileg og ánægjuleg tímamót í stjórnmála- sögu Spánar í öðru tilliti; einungis rúmum 20 árum eftir lát einræðis- herrans Francisco Franco höfðu Spánveijar náð því marki að bæði hinn ráðandi flokkur og stjórnarand- staðan höfðu haldið um valdataum- ana samkvæmt formerkjum lýðræð- isins. Þetta stjórnarform hafði því greinilega fest sig í sessi. Pólitískur þorsti slökktur Ráðamenn PP þyrsti í völdin. Þremur árum áður hafði Gonzalez enn eina ferðina tekist að standa af sér sókn flokksins þrátt fyrir að sí- fellt alvarlegri vísbendingar um spill- ingu á æðstu stöðum í valdatíð sósíal- ista hefðu komið fram. Gonzalez myndaði minnihlutastjóm með aðstoð katalónskra þjóðernissinna og gaf hægri mönnum enn á ný langt nef. Þótt PP hefði sigrað í þingkosn- ingunum sem fram fóru 3. mars í fyrra voru hátíðarhöldin blandin kvíða. Flokkinn vantaði heil 20 at- kvæði á þingi til að tryggja meiri- hluta, fleiri atkvæði en Gonzalez hafði neyðst til að afla sér síðasta kjörtímabilið. Eftir flóknar samn- ingaviðræður við katalónska þjóð- ernissinna, fulltrúa Baska og fjóra þingmenn Kanaríeyja, sem tóku tæpa tvo mánuði, myndaði Aznar ríkisstjórn. Skömmu síðar fiutti þessi „grái“, 43 ára gamli fyrrum starfsmaður spænsku skattstofunn- ar inn í Moncloa-höllina í Madrid, aðsetur forsætisráðherra Spánar. Mörgum Spánveijum þótti niðurlæg- ingin algjör, aðrir fögnuðu umskipt- unum og væntu mikilla breytinga. Draumur þjóðernissinnans Á því ári sem liðið er hefur fátt breyst á Spáni. Mestu skiptir ef til vill að það kerfi að einn valdamesti maðurinn í stjórnmálum landsins standi utan ríkisstjórnar virðist vera að festa sig í sessi. Það er síðan sérstakt umhugsunarefni hvort þessi þróun sé lýðræðinu heiisusamleg. Sá sem er í þessari einstöku að- stöðu, maðurinn sem hefur líf ríkis- stjórna Spánar í höndum sér, heitir Jordi Pujol (Jordi er hin katalónska útgáfa nafnsins „Jorge") og er leið- togi þjóðernissinna í Katalóníu á norðaustur Spáni. Pujol er annars vegar svitastorkinn raunsæismaður á sjötugsaldri og hins vegar prýði- lega öfgafullur hugsjónamaður, hertur í eldi baráttu sem margir Katalóníubúar telja helga. Af þess- um sökum notar hann iðulega hug- takið „þjóð“ er hann ræðir um Kata- lóníubúa en forðast að nota orðið „hérað“. Sökum oddastöðu sinnar í spænskum stjórnmálum hefur Pujol tekist að auka enn á sjálfstæði Kata- lóníubúa á kostnað miðstjórnar- valdsins í Madrid. Margir telja fram- göngu hans jaðra við siðleysi en víst er að pólitíska hæfileika hefur hann í ríkum mæli. Pujol setti ströng skilyrði fyrir því að veija ríkisstjórn Áznars falli. Þótt menn hans tækju ekki beinan þátt í myndun ríkisstjórnarinnar liggur nú fyrir að hann hafði loka- orðið um veitingu ýmissa mikilvægra embætta. Pujol er í drauma-aðstöðu stjórnmálamannsins; hann getur sett skilyrði og þjónað hagsmunum þeirra sem hann er fulltrúi fyrir án þess að bera beina ábyrgð á stjórnar- stefnunni. Hann er maðurinn, sem horft er til þegar ræddar eru líkurn- ar á því að ríkisstjórn Þjóðarflokks- ins sitji út kjörtímabilið. Og hann hefur unun af því að „kasta sprengj- um“ í formi viðvarana eða hótana, allt eftir því sem við á hveiju sinni. Sjálfstjórnin - deilu- málið eilifa Á þriðjudag hófust á þinginu í Madrid umræður um stöðú hérað- anna 17 á Spáni, sem njóta sjálf- stjórnar í misjöfnum mæli gagnvart miðstjórnarvaldinu. í þessu efni ber hæst fjármögnun og fjárveitingar til héraðanna. Forsetar 16 héraða - Baskar hundsuðu samkunduna - lofuðu einingu þjóðarinnar í ræðum sínum en notuðu jafnframt tækifær- ið til að vekja athygli á staðbundnum hagsmunamálum, sem stjórnin í Madrid hefði ekki sinnt. Staðan gagnvart Madrid og fjár- mögnun sjálfstjórnarinnar er jafnan mál málanna í spænskum stjórnmál- um. Þótt almennt efist menn ekki um heilindi Aznars og Þjóðarflokks- ins í þessu efni vinnur saga flokks- ins óneitanlega gegn honum. Innan flokksins er enn að finna menn sem studdu og störfuðu með Franco er jafnan reyndi að beija niður sjálf- stæðishugsjónir, sérstaklega Baska og Katalóníubúa, í nafni þjóðarein- ingar. Stofnandi Þjóðarflokksins, Manuel Fraga, var ráðherra í ríkis- stjórn Francos. Þótt sjálfstjórnin verði Aznar aldrei að falli kann hon- um að vera sniðinn þröngur stakkur auk þess sem ætla má að Jordi Pu- joi og menn hans muni hvergi slaka á kröfum sínum um laun fyrir stuðn- inginn við ríkisstjórnina. í samningaviðræðunum í fyrra náði Pujol að knýja fram loforð um að stjórnvöldum í Katalóníu verði á næstu fimm árum heimilað að halda eftir 30% af tekjuskatti sem inn- heimtur er í héraðinu í stað þeirra 15% sem nú sitja eftir. Hann hefur látið hafa eftir sér opinberlega að hann hyggist „fara fram á meira“. Þeir eru vandfundnir sem efast um Tengiliður Juliusar Rosenbergs við KGB kemur fram Ljóstraði ekki upp kj arnorkuley ndarmálum JULIUS og Ethel Rosenberg. HJÓNIN Julius og Ethel Rosen- berg voru tekin af lífi fyrir njósn- ir árið 1953. í Bandaríkjunum og víðar urðu þau táknræn fyrir ágreining kalda stríðsins. Á vinstri vængnum voru þau talin fórnarlömb þeirrar móðursýki,_ sem fylgdi McCarthyismanum. I augum hægrimanna voru þau leiðtogar fimmtu herdeildar kommúnista, sem sveik Bandarik- in innan frá. Rússinn, sem var tengiliður Juliusar Rosenbergs, er nú kominn fram og segir að hann hafi verið njósnari, en hann hafi engin ieyndarmál látið af hendi um smíði kjarnorku- sprengjunnar og kona hans hafi í mesta lagi vitað af iðju eigin- mannsins, enga aðild átt að pjósn- um í þágu Sovétríkjanna. Alexander Feklisov hitti Julius Rosenberg, sem var verkfræðing- ur hjá Bandaríkjaher, síðastá laun fyrir hálfri öld. Hann hafði verið kvaddur aftur heim til Moskvu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, var komin á sporið á njósnahringn- um, sem Sovétmenn höfðu myndað í heimsstyijöldinni síðari með að- stoð bandariskra kommúnista. Nú hafði Feklisov fengið skeyti frá Þegar kalda stríðið var í algleymingi voru Ros- enberg-hjónin dæmd til dauða í Bandaríkjunum fyrir að færa Sovét- mönnum kjarnorku- sprengjuna á silfurfati. En nú er komið í ljós að þau voru borin röng- um sökum þótt Julius Rosenberg hafi ekki verið saklaus af því að vera útsendari KGB. sovésku leyniþjónustunni, KGB, í Moskvu um að hætta starfseminni í New York. Feklisov komst eftir þcnnan fund til frekari metorða í KGB. Leið Rosenbergs og konu hans lá hins vegar í rafmagnsstólinn eftir réttarhöld þar sem þau voru sök- uð um landráð og að hafa látið Sovétmenn hafa leyndarmálið að baki kjarnorkusprengjunni. Julius og Ethel Rosenberg héldu því fram allt til dauðadags að þau hefðu verið fórnarlömb samsæris Bandaríkjastjórnar. Til þessa hafa ráðamenn í Moskvu neitað því að þau væru sek og ekki viljað gera opinber skjöl, sem vörðuðu mál þeirra. Áratugum saman hefur það verið pólitískt trúaratriði Bandaríkjamanna á vinstri vængn- um að þau hafi verið saklaus. Feklisov sagði að tími væri kominn til að greina frá því sem hann vissi um Rosenberg-málið þrátt fyrir mótbárur rússneskra yfirvalda. Almenningur eigi að vita að Rosenberg hafi verið „hetja“, sem hafi hjálpað Sovét- rikjunum þegar neyðin var stærst í heimsstyijöldinni síðari, og sov- éskir yfirmenn hans hafi síðan kastað honum fyrir úlfana. Feklisov kvaðst hafa átt að minnsta kosti 50 fundi með Ros- enberg í New York á árunum 1943 til 1946. Rosenberg hafi skipulagt mikilvægan iðnnjósna- hring fyrir Sovétmenn og látið af hendi mikilvæg leyndarmál varðandi hernaðartækni. Hann hélt því einnig staðfastlega fram að Ethel Rosenberg hefði aldrei verið í beinu sambandi við KGB, þótt hún hefði sennilega vitað af iðju eiginmanns síns. Feklisov sagði hins vegar í við- tölum við dagblaðið The Washing- ton Post og sjónvarpsstöðina Dis- covery Channel að Julius Ros- enberg hefði aðeins leikið örlítið hlutverk í kjarnorkunjósnum Sov- étmanna og ekki verið viðriðinn þjófnað á leyndarmálum um kjarnorkusprengjuna frá Banda- ríkjamönnum með beinum hætti. Sú fullyrðing Irvings R. Kauf- mans dómara á sínum tíma að Rosenberg-hjónin hefðu „breytt gangi mannkynssögunnar" með svikráðum þeim, sem leiddu til þess að Sovétmenn gátu smíðað kjarnorkusprengjuna, væri fár- ánleg. Fullyrðingar Feklisovs um hlut Rosenberg-hjónanna í njósnum fyrir Sovétmenn eru í samræmi við leyndar- skjöl, sem nýlega hafa verið gerð opinber. Þar er um að ræða símskeyti, sem gengu milli New York og Moskvu frá því snemma á 5. áratugn- um. í hinum svoköll- uðu Venona-skeytum er oft vísað til iðnn- jósna Juliusar Rosen- bergs, en má ráða að hann hafi átt lítinn þátt í kjarnorkunjósn- um. Skeyti þessi sýna að Sovétmenn höfðu að minnsta kosti þijá lykil- menn, sem veittu upplýsingar um kjarnorkuáætlun Bandaríkja- manna, hina svokölluðu Manhatt- an-áætlun. Ber þar helst að nefna kjarneðlisfræðinginn Klaus Fuchs, sem breskur dómstóll dæmdi í 14 ára fangelsi fyrir njósnir árið 1949, en enginn mannanna þriggja hafði nein tengsl við Rosenberg-hjónin. Alþjóðleg fordæming Rosenberg-hjónin voru sett í rafmagnsstólinn í Sing Sing-fang- elsinu 19.júní 1953 ogsagði J. Edgar Hoover að þau hefðu fram- ið glæp aldarinnar. Mál þeirra var frá upphafi pólitískt bitbein og hin umdeilda meðferð stjórnvalda á því var undirstrikuð með hinni þungu refsingu. Þess voru ekki fordæmi í alrikisrétti í Bandaríkj- unum að hjón væru dæmd til dauða og ein afleiöingin var sú að börn þeirra tvö ólust upp sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.