Morgunblaðið - 23.03.1997, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.1997, Side 8
8 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÓRARINN sleppur nú varla í þetta skipti með því að kasta beinum fyrir úlfahjörðina. Fíni jeppinn hans fer varla langt í bensínleysinu... Landssamband hestamannafélaga Eigandi Gýmis fær 18 mánaða keppnisbann AGADÓMSTÓLL Landssambands hestamannafélaga hefur úrskurð- að Hinrik Bragason í keppnisbann á öllum mótum sem haldin verða á vegum L.H. eða aðildarfélaga þess næstu 18 mánuði. Keppnis- bannið kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar í janúar sl., þar sem Hinrik var sektaður fyrir að hafa komið með hestinn Gými sáran í keppni á landsmóti hestamanna 1994 og keppt á honum með þeim afleiðingum, að liðbönd og sinar slitnuðu, fóturinn gaf sig og aflífa varð hestinn. Aganefnd á landsmóti hesta- manna 1994 lagði til í febrúar sl. að Hinrik yrði dæmdur í tveggja ára keppnisbann. í úrskurði aga- dómstólsins kemur fram, að Hin- rik hafí orðið við tilmælum þáver- andi formanns L.H. um að keppa ekki á landsmótinu 1995. Aga- dómstóllinn vísar til dóms Héraðs- Einbeitir sér að þjálfun á tímabilinu dóms Reykjavíkur, sem Hæstirétt- ur staðfesti síðar. Þar kemur fram, að telja verði að fótarmein Gýmis hafí verið þess eðlis og svo þrálátt að óverjandi hafi verið að láta hestinn taka þátt í forkeppni í A-flokki gæðinga á landsmótinu 1994. Hinrik hafi hlotið að vera fullkunnugt um hve alvarlegt fót- armeinið var og hafi jafnframt hlotið að vita að Gýmir hafí verið sprautaður með staðdeyfilyfí skömmu fyrir úrslitakeppnina. Átti að draga Gými úr keppni Með vísan til þessa og reglu- gerðar L.H., þar sem m.a. er kveð- ið á um að þátttökuhestar í gæð- ingakeppni skuli vera ósárir og heilbrigðir, segir agadómstóllinn að Hinrik hafí átt að draga Gými úr keppni á landsmótinu. Niður- staðan er 18 mánaða keppnisbann, frá 25. mars nk. að telja, þ.e. þar til í ágúst 1998. Einbeitir sér að þjálfun Hinrik Bragason sagði í sam- tali við Morgunblaðið að í sjálfu sér væri lítið um þennan úrskurð að segja. Þetta væri að líkindum hið síðasta í þessu máli og því væri því væntanlega Iokið eftir þriggja ára bið og baráttu. „Þetta þýðir að ég mun ekki taka þátt í mótum næstu 18 mán- uði og einbeiti mér því að þjálfun á þessu tímabili. Eg ætti því að koma vel undirbúinn til leiks vorið 1999 og geri þá kannski enn betur en áður,“ sagði Hinrik. Dreginn maxFactor VORLITIRNIR i Útsölustaðir Regnhlífabúðin, Laugavegi, Rós, Engihjalla, Nana, Hólagarði, Anetta, Keflavík, Tamara, Húsavík, Apótek Árbæjar, Apótek Grafarvogi, Apótek Kópavogs, Apótek Vestmannacyja. frá skerjum HAFÖRN KE óskaði aðstoðar Landhelgisgæslunnar í gærmorg- un eftir að skipið fékk í skrúfuna, um tíu mílur suðvestur af Eldey. Haförn hafði fengið eigin veiði- færi í skrúfuna og dró varðskip bátinn frá sketjum sem þar voru skammt frá, þar sem talið var hugsanlegt að skipið ræki að þeim. Ekki þótti nauðsynlegt að kafari frá varðskipinu færi niður að skrúfunni, þar sem áhöfn Hafarnar tókst að losa flækjuna að mestu af eigin rammleik. Skipið hélt að því loknu á hægri siglingu áleiðis til Sandgerðis. Umhverfisviðurkenning Reykjavíkur Leitað eftir tilnefningum HINN 5. júní, á um- hverfísdegi Samein- uðu þjóðanna, verður í fyrsta skipti veitt U mhverfísviðurkenning Reykjavíkurborgar. Viður- kenningin verður veitt fyr- irtæki eða stofnun í Reykjavík sem hefur sýnt lofsvert framtak í um- hverfísmálum. Ætlunin er að veita þessa viðurkenn- ingu árlega framvegis. Bjöm Guðbrandur Jónsson umhverfisráðgjafi veitir forstöðu nefnd á vegum Reykjavíkurborgar sem undirbýr mat á tilnefning- um. Skyldu margir koma til greina? „Já, í raun allur atvinnu- rekstur í borginni, hvort sem um er að ræða fyrir- tæki eða stofnun, svo framarlega að viðkomandi geti sýnt fram á aðgerðir til úrbóta í umhverfis- málum. Fyrirtæki sem stunda starfsemi sem í eðli sínu er meng- andi eiga jafn mikla möguleika og aðrir, ef hægt er að sýna fram á úrbætur t.d. á sviði mengunar- mála.“ - Er búið að velja þá sem hljóta viðurkenninguna? „Nei, við erum núna að kalla eftir tilnefningum, ætlunin er að tilnefningar verði allar komnar fyrir 11. apríl nk. og þá mun nefnd um árlega umhverfisviður- kepningu Reykjavíkurborgar, NÁUR, fara í gegnum þær til- nefningar sem hafa borist og nota til þess ákveðnar aðferðir og vinnureglur og einhvern tím- ann í maí mun hið endanlega val eiga sér stað. Tilnefningarnar eru gerðar á sérhönnuðu eyðublaði sem liggur frammi á Átvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur- borgar að Aðalstræti 6 og í Ráð- húsi Reykjavíkur." - Hefur úrbótum í umhverfís- málum í Reykjavík fleygt fram undanfarin ár? „Já, frekar miðar í rétta átt. Umhverfsmál eru að komast ofar í forgangsröðina og má minna á framkvæmdir í holræsamálum og fráveitumálum. Taka mætti þó hraustlegar á þessum mála- flokki, en mér sýnist ýmislegt benda til að sá tími sé að renna upp að borgin muni leggja sig talsvert fram á næstunni. Ég minni á að Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 og umhverfísmál eru í hæsta máta menningarmál. í nýútkomnu Aðalskipulagi Reykjavíkur er borgin kynnt sem hin vistvæna höfuðborg norðurs- ins sem bendir til að ________ mikið verði lagt upp úr umhverfismálum í skipulagi borgarinnar. Ég hygg að þetta tvennt hljóti að verða hvati fyrir ráðamenn borgarinnar að huga að hinum ýmsu umhverfismálum innan borgarmarkanna. “ - Hverju er helst ábótavant í umhverfismálum borgarinnar? „Margt er óunnið við flokkun og meðferð á föstum úrgangi í borginni, sérstaklega hvað varð- ar heimilin. Þar held ég að borg- in gæti komið til móts við áhuga sem ég er viss um að er til stað- ar meðal almennings. Samgöng- ur í borginni eru býsna hliðhollar einkabílnum og aðgerðir til að lyfta undir aðra samgöngumáta, eins og t.d. almenningssamgöng- ur eru löngu tímabærar. Um- hverfísviðurkenningin sem við erum að tala um beinist þó ein- Björn Guðbrandur Jónsson ►Björn Guðbrandur Jónsson fæddist í Reykjavík árið 1957. Hann tók stúdentspróf á nátt- úrusviði frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1977 og lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Islands árið 1984. Hann lauk mastersprófi í um- hverfisvísindum frá Johns Hopkins Háskóla í Baltimore 1993. Hann starfar sjálfstætt sem umhverfisráðgjafi og er stundakennari við Kennarahá- skóla Islands. Kona hans er Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir og eiga þau þijú börn. Borgin hefur nú þegar ákveðna vist- væna ímynd vörðungu að atvinnulífinu. Hvað þar er á döfinni í þessum efnum vitum við kannski ekki gjörla en vonumst til að fá um það frekari upplýsingar með umræddum til- nefningum. Ég vil vekja athygli á að fyrirtæki geta tilnefnt sig sjálf ekki síður en einhver utan- aðkomandi." - Hvaða atriði munuð þið skoða við tilnefninguna? „Við munum líta á innra starf fyrirtækjanna eða stofnananna en ekki leggja mikið upp úr út- liti eða snyrtimennsku, þótt þeir þættir spilli ekki fyrir. Hafi aðilar til að mynda skrásetta umhverf- isstefnu sem þeir geta sýnt fram á að sé framfylgt er á ferðinni efnilegur „kandídat". Atriði eins og aðgerðir í mengunarvömum eða lágmörkun á úrgangi vega einnig þungt, þá má nefna nýja og vistvænni framleiðsluferla, nýmæli á sviði endurvinnslu og þrónun nýrrar vöru.“ - Hvers vegna er þessi um- hverfísviðurkenning tekin upp núna? „Borgarráð ákvað þetta í haust, ég reikna með að þetta hafi með ákveðna ímynd Reykjavíkurborgar að gera, henni sé ætlað að styrkja út á við þá ímynd að Reykjavík sé borg þar sem umhverfismál séu í heiðri höfð, atvinnulífið er lykil- atriði þegar kemur að grunnregl- unni um sjálfbæra þróun, þannig að það er eðlilegt að borgin vilji á þennan hátt hvetja aðila í at- vinnurekstri til dáða. Borgin hef- ur nú þegar ákveðna vistvæna ímynd, ekki síst vegna hitaveit- unnar sem er orðin áratuga göm- ul og hefur skipað borginni á ákveðinn stall í huga margra útlendinga. Við vonumst til að stjómendur fyrirtækja í Reykja- vík taki vel við sér og tilnefni fyrirtæki sín eða annarra sem þeir telja að verðskuldi viður- kenningu fyrir úrbætur í um- hverfísmálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.