Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 HALLDÓR KILJAN LAXNESS Morgunblaðið/RAX HALLDÓR Kiljan Laxness og eiginkona hans frú Auður Laxness á níræðisafmæli skáldsins. Eftir Halldór Laxness Kynni mín af Halldóri Laxness vóru nokkuð löng en yfirleitt ekki mjög náin. Þó finn ég nú, þegar ég hugsa til hans að ég átti stundum við hann svo hreinskilin orðaskipti um verk hans að ég hálf-undrast og sakna þeirra. Honum þótti vafalaust gott að heyra lof en hótíyndni var í lagi. Hann þoldi vel útásetningar og gekk jafnvel eftir þeim ef hann fann að þær stöfuðu ekki af illvilja, þröng- sýni eða pólitík. Hann var vanur öliu þessu þrennu af okkur löndum sín- um og sömuleiðis feiknum af skiln- ingslausu lofi. Erlendir ritdómarar sem lítið þekktu til vóru stundum að reyna að gera hann að einhverskon- ar skandinavískum leiðindapostula eða einhverskonar fornsagnahöf- undi. Ekki var það betra, þó að allir viti að ritdómarar lesa ekki bækur, að minnsta kosti ekki til enda. I seinni tíð höfum við reynt að gera hann að þjóðlegu minnismerki og eigum þessvegna á hættu að fara að sniðganga verk hans með öllu. Ég nefndi þessa dýrkun við hann. „Ja, öðiuvisi mér áður brá,“ sagði hann. Ég held að við hér á landi höfum lengstaf verið mjög óviss um hvers- konar verk Halldór var í raun og veru að skrifa og um leið hver hann var. Og að sumu leyti var þetta ágætt. Þannig halda höfundar áfram að lifa. Áreiðanlega hefir margt fróðlegt og skynsamlegt verið skrif- að um Halldór Laxness í seinni tíð og verk hans rannsökuð frá ýmsum sjónarmiðum. Því fleiri sjónarmið því betra, ef til vill. Að vísu hættir okkur stundum til að halda að við séum að varpa ljósi á skáldverk með því að tína saman eða segja þarf- lausa hluti um ævi höfunda. Skáld- verk bera ljós í sér sjálf, ef þau eru eitthvað. En til þess að geta orðað það sem okkur finnst um verkin, og það getum við ekki látið vera, er margt hentugt en eitt kannske nauðsynlegast: það er að átta sig á hverskonar verk er á ferðinni, hvað sem það sýnist vera, jafnvel hvað sem það segist vera: ljóð, ritgerð, saga, leikrit, annáll, mannkynssaga og svo framvegis. Einhvern tíma þegar ég hitti hann á fórnum vegi, sagði Halldór, formálalítið (hann sagði áreiðanlega eitthvað líkt þessu miklu oftar, til dæmis einu sinni í sjónvarpsviðtali): „En ég er fyrst og fremst essayisti, ekki rómanahöf- undur. Auðvitað hef ég skrifað skáldsögur en ég er eiginlega essay- isti.“ Mér varð orðfátt en sagði loks: „Þú átt við að þú ert ljóðskáld?" Hann hló og sagði: „Kannski það.“ En ég skildi hann svo og skil hann ennþá svo að hann væri að minna mig á að hyggja að einhverju öðru, jafnvel allt öðru í skáldsögum sínum en söguforskrift, persónusköpun og fleiru sem eitt sinn þótti fyrir öllu í skáldsögum og gagnrýni um þær. Ég hafði einu sinni skrifað að mér fannst harla lofsamlegan pistil um Morgunblaðið/Einar Falur NÓBELSSKÁLDIÐ í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini árið 1980. sögur Halldórs. Eftirá fékk ég kveðju frá honum og þau skilaboð að hann vildi óska að ég skrifaði „eitt> hvað persónulegra“ um verk sín. Nú vildi ég kveðja hann með því að reyna þetta, að vísu í alltof fáum orð- um, og lýsa því hvemig ég sé hann og heyri „persónulegast," án veru- legs tillits til fjölbreytninnar í sögum hans (sem kannske er ekki eins mikil og stundum er sagt) eða fræðilegra sjónarmiða, semsé þannig: hann er fyrst og fremst ljóðskáld, þó að hann legði ekki mjög mikla rækt við venju- lega kvæðagerð - ljóðskáld með geysilega hneigð til hreinnar tónlist- ar í máli og byggingu verks; róman- tískur tónsnillingur máls sem vinnur gegn sjálfum sér með ýmsum teg- undum raunsæis, raunsæilegum eftr irlíkingum og skopstælingum, hálf- raunsæilegri tvíræðni eða til dæmis þjóðlegum fáránleik sem er ein hefð raunsæis. Hversvegna iðkar hann raunsæi? Að sumu leyti fyrir áhrif frá öðrum höfundum, að sumu leyti af skyldurækni við samtímann, að sumu leyti af uppreistarþörf og ádeiluhneigð og hvað sem öðru líður, af rótgrónum kröfum söguforms. Sögurnar eru til vitnis um af- burða ljóðskáld. Raunsæið er aftur aukageta sem gefur sögunum spennu með því að takast á við ljóð- rænan uppruna þeirra. En ég leyfi mér að fullyrða að án tónlistar málsins burtséð frá eiginlegri merkingu þess yrði veröld sagn- anna óraunveruleg. Við myndum ekki kannast við hana nema fyrir yfirþyrmandi gáfu ljóðskáldsins í sögunum. Gamall aðdáandi sem steig smá- strákur gegnum eftirfarandi setn- ingu: „Strandbáturinn athugar sinn gang í blíðu og stríðu,“ upphafsorð Sölku Völku, inn í nýja veröld sem hefði átt að vera kunnugleg að minnsta kosti fyrir augað en var ný fyrir eitthvert innra eyra og er enn í dag, kveður höfund þeirrar setning- ar með virðingu og þakklæti. Guð blessi hann. Kristján Karlsson. HALLDÓR frá Laxnesi á sautj- ánda ári. Þannigleit skáldið út, er Barn náttúrunnar kom út. HALLDÓR Laxness í heimsókn hjá kollega sínum Gunnari Gunn- arssyni á Skriðuklaustri í Fljótsdal sumarið 1947. VORDAGUR á Ráðhústorginu í Kaupinhafn árið 1920. Halldór og Oskar Haildórsson útgerðar- maður hittast og láta mynda sig saman. HALLDÓR Laxness fjögurra ára með foreldrum sínum, Sigríði Hall- dórsdóttur og Guðjóni Helga Helgasyni, vegaverkstjóra. BRÚÐA Halldórs Laxness, sem hann segir frá „í túninu heima“. Hún heitir Fríða Rósa Hólmfríður frú Engilbert, er hér við rúm sitt, gamlan vindlakassa. Brúðan er enn tii á Gljúfrasteini. HALLDÓR og fyrri kona hans Ingibjörg Einarsdóttir í Nizza árið 1935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.