Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 32
HALLDOR KILJAN LAXNESS Kveðja til stórmeistara íslenskra bókmennta Kveðja frá Félagi íslenskra bókaútgefenda íslenskir bókaunnendur standa í mikilli þakkarskuld við Halldór Kiljan Laxness. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska rithöf- unda á 20. öld og verður að leita allt aftur til Snorra Sturlusonar til að finna annan viðlíka höfund í bókmenntasögu þjóðarinnar. Með verkum sínum endurnýjaði hann íslenska tungu og frásagnarlist og hleypti þannig nýju blóði í stirðnað bókmál. Þannig jók hann veg bókarinnar, - homstein íslenskrar menningar. Félag íslenskra bókaútgefenda kveður stórmeistara íslenskra bókmennta, Halldór Kiljan Laxness, með virðingu og þakklæti. HALLDÓR skrifaði um 60 rítverk, sem gefín voru út á bók. Alla setningu á bókum Halldórs eftir 1950 annaðist Hörð- ur Oskarsson verkstjóri í VQnngsprenti, þar til hann lét af störfum 69 ára að aldri. Mynd tekin hjá Vöku-Helgafelli. Halldór var mikill kúltúrmaður og sér- stakur heiðursmaður / Hördur Oskarsson setti allar bœkur hans eftir 1950 HALLDÓR áritar eina af bókum sín- um, líklegast í kríngum 1960. Dýrsta perlan Árið 1928 skrifaði Halldór Lax- ness grein um amerískar kvik- myndir, eftir að hafa verið ár í Los Angeles. Hann fann þeim allt til foráttu, og er greinin borin uppi af því ómótstæðilega yfirlæti sem einkenndi blaðaskrif hans á þess- um tíma (stundum eru þó greinar í Morgunblaðinu eftir Halldór Kilj- an Laxness, sagði amman í Vefar- lfcanum). Þó er einn snillingur inn- anum „allan þennan auvirðilega kvikmyndaskríT, og það er Charles Chaplin. Styrkur Chaplins í huga hins unga Hall- dórs er hvað hann hefur eignast marga umkomulausa vini, vegna ríkrar samúðar sinnar með hinum lítilsvirta. Þessi samúð er einn höfuðþátt- ur í verki Halldórs sjálfs alla tíð síðan, frá Sölku Völku til Innan- sveitarkróniku. Hún stendur eftir, hvað sem líður breytilegum póli- 1 tískum afskiptum Halldórs. í Sjálfstæðu fólki segir: „Því skilníngurinn á umkomuleysi sál- arinnar, á baráttunni milli tveggja skauta, það er ekki uppspretta hins æðsta saungs. Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni." Skáldið er tilfinning heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt, segir Ólafur Kárason. En samúðin ein gerir engan mann að stórfenglegum lista- manni, og kannski er fólginn ann- ar lærdómur í hrifningu Halldórs á Chaplin, sem varðar fagurfræði- legan skyldleika. Styrkur Hall- , m dórs sem skáldsagnahöfundar er ekki síst sá hversu ótrúlega vel honum tekst að vefa saman þætti sem sjaldan er vikið að í skáld- skaparfræðum: Viðkvæmni og húmor. Viðkvæmnin er vandmeð- farin af því hún getur af minnsta tilefni breyst í tilfinningasemi og orðið óbærileg; og húmorinn hefur náttúru hins háttvísa manns að hverfa þegar haft er fyrir honum. I sínum bestu verkum tekst Halldóri - jafnvel betur en Chaplin - að halda þessum and- stæðum til skila í undraverðu jafn- vægi. Sem er ekki hið auðfundna jafnvægi þess sem aldrei hættir sér á hengiflugið; Halldór gerði jfcaldrei neitt til hálfs í verkum sín- um. I Heimsljósi er bæði miðils- fundur Péturs þríhross og nætur- vaka Ólafs og Arnar Úlfars yfir deyjandi barni - og bókin rúmar báðar þessar öfgakenndu myndir gamansemi og trega. Það er snilld hins stóra skáld- sagnahöfundar að hýsa andstæður af þessu tagi. Þannig gætir í verk- um Halldórs ávallt hins ódrepandi áhuga hans á hugmyndum, hug- sjónum og trúarbrögðum; en hann hafði samt jafnan í heiðri það grundvallaratriði góðrar persónu- sköpunar að láta einstaklinginn vera einstakling, og ekki fulltrúa neins nema sjálfs sín. Rétt einsog heimsborgarinn og Islendingurinn virðast alltaf hafa búið saman í Halldóri sjálfum - ekki í sátt, heldur í stríði, þar sem annar hef- ur hinn stundum undir. Halldór gæti rétt eins verið að tala um þessa tvo menn í honum sjálfum, einsog sig og Tómas Guðmunds- son í minningargrein sinni um skáldbróðurinn: „við vorum skáld hvor í annars heimi, eða réttara sagt hvor í annars draumi; (-) Við lifðum að sjá hörmúngar heimsins, forheimskun hans og ómensku og það sem sárast var af öllu, marklausa sigra hins góða; og lifa í því andrúmslofti þar sem bestu vinir hittast einsog framandi menn.“ Halldór var fæddur á öld öfganna og lifði þær og þær lifðu í honum; höfundai'verk hans tók fyrir bragðið stöðugum breyting- um. Andstæðurnar milduðust án þess að hverfa, stíllinn slípaðist og skáldið þurfti alltaf færri og færri orð til að koma hugsun sinni til skila. Það er einsog Halldór hafi komungur séð feril sinn fram í tímann í sjónhendingu; tuttugu og tveggja ára gamall lætur hann persónu í ófullgerðu verki, Heim- an eg fór, lýsa leið listamannsins: „segja skoðunum almenníngs og kenníngum aldarinnar stríð á hendur, kalla alla logna hluti sanna og sanna hluti logna, og skygnast síðan út yfir veröldina frá hinu glæsta sjónarhorni ofur- menskunnar í nokkur ár . . . áður en vér leggjumst í að kafa niður á hafsbotn eftir dýrstu perlunni." Hvort hann fann hana, veit eng- inn nema höfundurinn sjálfur. En nú er hann farinn, og hefur einsog hann sagði um Chaplin eignast vini um allan heim: „Ög þeir hafa einsog hann tekið ofan, brosað og hissað uppum sig buxurnar að hans dæmi og haldið á stað einu sinni enn, einsog takmarkið væri þó einhversstaðar þrátt fyrir alt.“ I hinum fágaða og margfróða sjéntilmanni Peter Hallberg átti Halldór sér bókmenntafræðing sem skáld geta ekld óskað sér hann betri. Engu að síður sýndi hann strákum sem voru að bauka við æskuverk hans og heimfæra uppá stórar kenningar velvild í elli sinni, lá ekki á heimildum sínum og var viðræðuhlýr. Auði, börnum Halldórs og bamabörnum færi ég innilegar samúðarkveðjm-. Halldór Guðmundsson. / G SETTI allar bækur Halldórs frá 1950 og naut þess virkilega að starfa með honum,“ sagði Hörð- ur Óskarsson setjari og verkstjóri í prentsmiðjunni Víkingsprenti, prentsmiðju Ragnars Jónssonar í Smára. „Halldór var mikill kúltúr- maður og sérstakur heiðursmaður. Allt stóðst sem hann sagði eins og stafur á bók.“ Hörður Óskarsson réðst sem verkstjóri til Ragnars í Smára að- eins 21 árs gamall og starfaði í Víkingsprenti í 48 ár eða til 69 ára aldurs. I samtali við Morgunblaðið sagði Hörður að það hefði verið sérstaklega gaman að vinna á þessum stað og sér hefði fundizt það afskaplega þroskandi. „Það voru ekki bara rithöfundar og skáld sem vöndu komur sínar í Víkingsprent á þessum árum, heldur voru það líka tónlistarmenn og málarar. Allir vildu hitta Ragn- ar, sem var einstakur maður, svo einstakur að slíkur maður fæðist ekki á íslandi nema a.m.k. aðra hverja öld,“ sagði Hörður og hló við. Fljótlega eftir að Hörður hóf störf í Víkingsprenti óskaði Halldór eftir því að hann setti allan sinn texta. Það gerði hann síðan, var eins konar einkasetjari hans. Hann setti þó raunar einnig bækur eftir fleiri, m.a. Þórberg Þórðarson og Gunnar Gunnarsson. En hvernig var að lesa handrit Nóbelsskáldsins? „Það gat á stundum verið erfitt," segir Hörð- ur, „en lagaðist mikið og varð afar auðvelt eftir að frú Auður hóf að vélrita handrit hans. Þá varð þetta lítið mál. Fyrsta og önnur próförk fóru síðan til yfirlesturs í Kaup- mannahöfn þar sem Jón Helgason prófessor las þær yfir og gerði at- hugasemdir. Eftir að Jón hætti að lesa voru það Haraldur Sigurðsson og síðar Ólafur Pálmason, bóka- verðir á Landsbókasafninu, sem lásu yfir prófarkirnar. Man ég einu sinni eftir að við prófarkalest- ur hafði lesari breytt orðinu „klömp“ í „klöpp“ í Gerplu og hafði Halldór ekki tekið eftir þessari breytingu og var prentun lokið þegar þetta kom í Ijós. Varð hann æfur út af þessari breytingu og varð úr að Ragnar Jónsson lét endurprenta heila örk og 10 þús- und eintökum af gömlu örkinni var hreinlega hent.“ „Halldór var mikill heiðursmað- ur,“ heldur Hörður áfram, „og ég taldi hann vera meðal vina minna. Samband Halldórs og Ragnars í Smára var einnig einstætt. Aldrei var neinn samningur settur á blað þeirra í milli, heldur var allt munn- legt og allt stóðst sem um var rætt. Vel var að mínu mati staðið að út- gáfunni á bókum hans og tel ég að í bókum hans hafi verið afar fáar vill- ur, sem sloppið hafi undan fránum augum lesaranna. Halldór Laxness var stórkostlegur, heimsborgari, og enginn komst með tærnar, þar sem hann hafði hælana. Sjálfur hélt ég mikið upp á Halldór sem rithöfund og hef dáð allar bækur hans nema eina, sem mér fannst vond. Sú bók var Atómstöðin, enda langpólitísk- asta bók Halldórs." En sagðirðu Halldóri Laxness þetta álit þitt á Atómstöðinni? „Nei,“ segir Hörður, „það gat ég ekki, enda Halldór allt of mikill sjentilmaður til þess að ég treysti mér að gagnrýna hann si svona.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.