Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 13
HALLDOR KDLJAN LAXNESS LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 13 FRÆG mynd af Halldóri í Los Angeles 1927-8, en þar sannfærðist hann um ágæti sósíalismans. HALLDÓR í ræðustól á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí 1937. MEÐ ívssneskum aðdáendum íMoskvu 1954, þegar Halldór vann að þýð- ingu Silfurtúnglsins með rússneskum þýðanda sínum. af þeirri skoðun. Mörgum stóð jafn- framt stuggur af engilsaxneskum menningaráhrifum í landinu. Her- seta Breta og Bandaríkjamanna á styrjaldarárunum hafði haft mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf. Menn óttuð- ust jafnvel að íslenskt þjóðerni myndi líða undir lok við þennan ágang. Andstaða Halldórs Laxness og stórs hluta þjóðarinnar við Keflavík- ursamninginn 1946 var því sannar- lega sprottin af þjóðernisást. Hall- dór gekk svo langt að segja að í samningnum fælist að „íslenska þjóðin skuli útþurrkuð". En afstaða sósíalista, og þ.á m. Halldórs, mót- aðist jafnframt af andúð þeirra á „amerísku gangsterklíkunni", þ.e. bandarískum stjórnvöldum, og af skilningi þeirra á „kraftahlutfóllun- um“ í heimsþróuninni. Árið 1948 fullyrðir Halldór t.d. að sósíalisminn sé „málstaður sigrandi heimsstefnu mannkynsins“ og „eingin von fyrir kapítalismann í þeim átökum sem yfir standa og framundan eru“. Á næstu áram fer minna fyrir þeirri lofgjörð um Stalín og Sovét- ríkin sem einkenndi stjórnmálaskrif Halldórs á fjórða áratugnum, en þeim mun meira fyrir árásum á ráðamenn Vesturlanda. Halldór kallar þá „pólitíska glæframenn“ og „samviskulausa barnamorðíngja". Hann segir að kalda stríðið sé alfar- ið þeirra sök og talar um „öskrin í stríðsæsíngannönnum“ Vestur- landa. „Jafnvel tiltölulega lítilfjör- legar innanlandsdeilur frumstæðrar þjóðai- í ókunnu smálandi bakvið heiminn einsog Kóreu, heimta kap- ítalistar að fá að jafna með því að leggja landið í auðn og brenna fólk- HALLDÓR á Akureyrí með írambjóðendum kommúnista, Einarí Olgeirssyni og Steingrími Aðalsteinssyni, við alþingiskosningarnar 1937. ið,“ skrifar Halldór um Kóreu-deil- una. „Gagnvart hinum sósíalistíska friði er sem morðvopn auðvaldsins missi afl sitt; og það er af því að frið- ur sósíalismans og mannlegt siðferði er eitt; sósíalisminn er siðalögmál mannkynsins,“ segir Laxness á bylt- ingarafmæli Sovétríkjanna 1952, en það ár voru honum veitt Stalín-verð- launin. Um þessar mundir er þó sem Halldór leysist úr gerskum álögum. Telur sonur hans, Einar Laxness sagnfræðingur, að Gerpla (1952) sé öðrum þræði uppgjör við stalínis- mann. Halldór heldur þó áfram að ferðast um Austur-Evrópulönd og tala um gott atlæti fólksins þar og hina miklu skömm íslendinga sem láti það yfir sig ganga að sópa gólf hjá dátum (viðtal í Þjóðviljanum 1956). í Skáldatíma (1963) gerir Halldór loks upp við sósíalismann. í þeirri bók er að finna magnaða lýsingu á óhugnaði sovétkommúnismans og snjalla málsvörn fyrir vestrænt lýð- ræði og skynsamlega hugsun. Með Skáldatíma afskrifar Halldór sjálfur nær þriggja áratuga stjórnmálaskrif sín í þágu sósíalismans sem mark- leysu. Það er til marks um hversu afgerandi uppgjörið í Skáldatíma er að eftir það gátu jafnvel hörðustu pólitísku andstæðingar Halldórs hugsað sér að hann yrði forseti landsins 1968. Halldór Laxness var einn fjöl- margra menntamanna á Vestur- löndum sem studdu sovétkommún- ismann á fjórða og fimmta áratugn- um. í bók sinni um meðreiðarsveina kommúnismans úr hópi mennta- manna segir David Caute að fylgi- spekt þein-a við Stalín sé best skýrð sem eins konar eftirmáli við upplýs- ingarstefnu 18. aldar. Rússland Stal- íns sýndi að maðurinn var í rauninni sinn eiginn herra og með réttri stjóm væri unnt að beina mann- skepnunni á braut til dýrðlegrai- framtíðar. En til þess þurfti hörku og Stalín var ofurmennið sem gat hrint hinum réttu áformum í fi'am- kvæmd. Menntamennimir höfðu jafnframt uppgötvað með hjálp Marx leyndardóm sögulegrar þró- unar og valdarán bolsévika í Rúss- landi var í þeirra augum hetjuleg til- raun til að stytta leiðina í þann áfangastað sem mannkynið óhjá- kvæmilega stefndi. Menntamennirnir töldu sér al- mennt trú um að í Sovétríkjunum ríkti vísindahyggja þar sem stað- reyndir réðu stjórnvaldsákvörðun- um, ekki hagsmunir, og þetta væri í fyrsta sinn í sögu mannkyns að þjóðfélagi væri stjómað á grundvelli vísindalegra staðreynda. í þessu fólst náttúrlega að þeirra líkar væm við stjómvölinn, því almúginn var ekki fær um að vega og meta vís- indalegar staðreyndir. Úrvalshópur- inn átti að ráða ferðinni og aðeins þegar leiðtogarnir höfðu mótað fjöldann í sinni mynd gat alþýðan orðið frjáls. í Skeggræðum gegnum tiðina við Matthías Johannessen, segist Hall- dór hafa verið blekktur: „Við héldum - vonuðum - að byrj- að væri að framkvæma sósíalisma í heiminum.... Það var stalínisminn í Sovétríkjunum sem sveik okkur. Við vorum leyndir öllum annmörk- um, ágöllum og ávirðingum þessa kerfis. I leynilegu ræðunni á flokks- þingi 1956 gerði æðsti maður Rúss- lands heyrinkunnugt með dæmum sem enginn hefui- treyst sér til að véfengja, að þama hafi verið grimmdarfullt bófafélag að verki, ekki síður illskeytt en fasistar Þýskalands; a.m.k. sama manngerð- in. Og báðir með þýska heimspeki að undirstöðu og trúarjátningu." Um nær þriggja áratuga skeið var Halldór Laxness einn áhrifa- mesti pólitíski penni landsins. Þús- undir manna lögðu t.d. trúnað á lýs- ingar hans frá Sovétríkjunum af því að það var hann sem skrifaði þær. Laxness gegnir því mikilvægu sögu- legu hlutverki í íslenskri stjórn- málabaráttu á þessari öld. Það er vissulega rétt að það er gildi skáld- skapar hans sem mestu varðar, en jafnvel sumar mestu skáldsögur hans voru teknar sem innlegg í stjórnmálabaráttu samtímans, jafnt af samherjum hans í pólitík og and- stæðingum. Það verður því ekki hjá því komist að fjalla um stjórnmála- skoðanir Halldórs Laxness þegar fjallað er um verk hans. Og það er ekki til að kasta rýrð á hans stór- kostlega æviverk að rifja upp trú hans á sósíalismann, heldur nauð- synleg forsenda til skilnings á manninum og samtíð hans. „Það eina sem lifir er velskrifaður texti,“ segir Halldór Laxness á ein- um stað. I Skeggræðunum við Matthías víkur hann að forgengi- leika kennisetninga og segir: „Það verður að skilgreina hug- myndirnar frá degi til dags, annars tapa þær allri merkingu. Heimurinn bíður ekki kyrr frá degi til dags. . . . Á árunum 1920-’30 og fram undir stríð trúðum við því að gott þjóðfé- lag hlyti að vera á næstu grösum og það væri tilvinnandi að berjast fyrir þessu góða þjóðfélagi. En svo stend- ur maður uppi andspænis nýjum tíma, nýrri vitneskju um staðreynd- ir, nýrri þekkingu; þar á meðal nýrri þekkingu á manninum. Það sem vai' heilagur sannleikur í gær eru svik og lygi og hræsni í dag. Og þjóðfé- lagið góða sem við ætluðum að skapa er hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd. Við lifum á tíma þegar þai-f að skilgreina sérhvert hugtak á nýjaleik ef mennirnir eiga að halda velli sem skyni gæddar verur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.