Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 25
Kveður óum- deildur að leiðarlokum „Petta eitt sem þú gafst mér/það er allt sem ég hef.“ Pessi stef úr Maístjörnunni komu í hugann þeg- ar fregnin barst af andláti Halldórs Laxness. Enginn Islendingur hefur á þeirri öld sem bráðum er gengin með honum veitt þjóð sinni jafn mikið og rausnarlega í andlegum efnum. Enginn hefur náð utan um tíðarandann, innbyrt hann og um- skapað í hugverkum þannig að komist í nálfkvisti við sveinstaul- ann og mjólkurpóstinn úr Mosfells- sveit. Fáir íslendingar fyrr og síð- ar hafa verið jafn umdeildir framan af ævi og Halldór Kiljan en kvatt jafn óumdeildir að leiðarlokum. Aðeins þeir sem muna tímana tvenna um lýðhylli Halldórs geta ímyndað sér hvernig menn skiptust í afstöðu til hans sem manns og rit- höfundar á fyrri hluta aldarinnar. Aðdáendumir ýmist þekktu skáld- verk hans og ritsmíðar eða hrifust af framgöngu hans á vettvangi þjóðmála. í þeim hópi var margt al- þýðufólk, róttæklingar þeirrar tíð- ar og listamenn. Andstæðingar hans komu flestir af hægri væng stjórnmálanna og gátu ekki fyrir- gefið hvar hann skipaði sér í sveit eða þoldu ekki örvamar sem hann sendi frá sér í dægurbaráttunni. Mörgum var í áratugi haldið írá verkum skáldsins með áköfum mál- flutningi óvildarmanna, þeirra sem hræddust áhrifamátt þess sem Halldór hafði að flytja. Sjálfur kynntist ég þessu í föðurhúsum þar sem við lá að nafn hans væri bann- orð. Pó var faðir minn bókelskur og dáði Ibsen ungur. Eftir að ég komst í verk Halldórs snemma í menntaskóla greip ég í þau til upp- lestrar fyrir aldurhniginn föður minn án þess að geta höfundar. Hann hlustaði hugfanginn en þegar ljóst var hver þar hélt á penna þóttist hann illa svikinn og gekk á dyr! Sá sem þetta skrifar var í hópi þeirra mörgu sem stóðu á hafnar- bakkanum í nóvember 1955 og fógnuðu Halldóri sem þá hafði ver- ið tilnefndur til nóbelsverðlauna. Stundin var ógleymanleg og hlut- deildin í þessum atburði. Petta var í hápunkti kalda stríðsins, Atóm- stöðin sat enn í merg góðborgara og íslandsklukkan langt frá því að vera sjálfsögð í hillum. Upphefðin að utan þetta haust breytti miklu í aðgengi fólks að rithöfundinum og á eftir fylgdi nýr kafli í skáldatíma hans og rólegt en miskunnarlaust uppgjör við falsmyndir í austri. Eitt það stórkostlega í lífi Hall- dórs er hvemig hann megnaði að draga safann úr menningarstraum- um samtíma og fortíðar og skila honum í eigin blöndu í verkum sín- um. Hispursleysi hans og hrifnæmi í umgengni við gamalt og nýtt, kirkju og sósíalisma, megnaði ekki að slá hann út af laginu sem rithöf- und eða raska þeim húmaníska grunni sem sýnilegur var í verkum hans þegar á ungum aldri og styrktist er á leið ævina. Hver leik- ur það eftir að flengjast um þrítugt milli Rómar, Jökuldalsheiðar, Los Angeles og Moskvu, í beinni og óbeinni merkingu, og skila frá sér verki eins og Sjálfstæðu fólki? Sem dæmi um innsæi hans og framsýni má nefna ritgerðir hans um kven- frelsi eða þá náttúruvemd löngu áður en þau hugtök komust í tísku. Spor Halldórs liggja ótrúlega víða hér heima og erlendis. Peir sem rekja þau komast líklega í meiri nálægð við höfundinn og per- sónur hans en ella. Þær svipmyndir sem hann dregur upp af ferðum sínum, fólki og náttúru, hvort sem er í Dagleið á fjöllum eða Reisu- bókarkorni, eru í senn gefandi og bregða birtu yfir feril hans. Or- stuttar frásagnir eins og „Vinur minn“ af samvistum hans við Jó- _______SWgygtttlMtofttft ________________LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 25 HALLDÓR KELJAN LAXNESS Ljósmynd/ Trausti Thorberg PÁLL Sigvrðsson rakari klippir Halldór á rakarastofunni í Eimskipa- félagshúsinu en þangað kom hann aðjafnaði vikulega. hann Jónsson í Leipzig og af kveðjustund þeirra 1932 gefa ís- lendingum sem þangað koma að- göngumiða að þessari gömlu borg, að ekki sé talað um Tómasar- kh-kjuna og Café Lutze sem stóðu af sér stríðið. Aldarfjórðungi síðar fannst mér ég eiga samfylgd þeirra Jóhanns og Halldórs vísa í þessu umhverfi. í minni hillu er Kvæðakver Hall- dórs slitnust bóka, önnur útgáfa aukin frá 1949. Ljóðagerð var hlið- argrein og ekki fyrirferðarmikil á skáldskaparmeiði hans. Samt er það svo að fátt tengir nútímann og æskufólk jafn náið við skáldið á Gljúfrasteini og ljóð hans, mörg hver nú sungin við ágæt lög bestu tónsmiða okkar. Þeir voru fáir sem tóku undir þegar reynt var að hefja fjöldasöng við texta skáldsins um Hallormsstaðaskóg á sjötta ára- tugnum: „Hann sem fór áður veg- arvilt í borgum/og vínin drakk í margri ljótri kró . . .“ Nú er öldin önnur og Únglíngurinn í skóginum, sem rændi höfundinn ungan skáldastyrk, er orðinn sameign þjóðarinnar. Sögupersónur Halldórs Laxness ganga um ljóslifandi á meðal okkar rétt eins og náin skyldmenni eða sveitungar. Gildir þá einu hvort á ferðinni er Þormóður Kolbrúnar- skáld, Salka Valka eða Jón Hregg- viðsson. Þær eru svo trúverðugar og vel gerðar að tekur veruleikan- um fram. Höfundur þeirra er allur en hugverk hans verða á sveimi meðan íslensk tunga og þjóðemi heldur velli. Hjörleifur Guttormsson. Tímamót í ís- lenskri bók- menntasögu Kveðja frá Rithöfunda- sambandi íslands Nú eru tímamót í íslenskri bók- menntasögu, og ekki í fyrsta sinn sem Halldór Laxness brýtur blað í þeirri sögu. Það er ótrúlega erfitt að hugsa sér tímabilið sem nú fer í hönd: „eftir Laxness“. Jafnerfitt og að hugsa sér tímann „fyrir Lax- ness“. Svo stór hefur þáttur hans verið í lífi okkar, án þess að við gerðum okkur alltaf fulla grein fyr- ir því. Hitt er svo annað mál, að skáld sem tekist hefur að „yrkja í brjóst þjóðarinnar“ - sem er eini mæli- kvarðinn á skáldskap, einsog stendur í Heimsljósi - það skáld deyr ekki þótt það deyi, heldur lifir áfram í brjósti þjóðarinnar. í þeim skilningi hafa ekld orðið nein tíma- mót, skáldið Halldór Laxness er og verður með okkur meðan íslensk tunga er töluð, lesin og sungin í þessu landi. Rithöfundasamband íslands kveður heiðursfélaga sinn með djúpri virðingu og þökk, og vottar Auði konu hans, börnum hans og öðrum ættingjum innilega samúð. Ingibjörg Haraldsdóttir. Við lát Kiljans Núna hefur Kiljan kvatt og kemur varla aftur. A hæsta tindinn hann fór hratt, hans var slíkur kraftur. Hann ungur gisti álf og tröll úti í náttúrunni. Blómum skreytt var bernskuhöll. Byggð á traustum grunni. í átthögunum á sá skjól, sem ýmsir töldu mestan. Lágt viðjökul lútir sól á landið fyrir vestan. Aðalsteinn Gíslason. Endurgalt stolt- um sveitungum ríkulega Mosfellingar kveðja í dag hinstu kveðju heiðursborgara sinn til margra ára, Halldór Kiljan Lax- ness. Halldór flutti í Mosfellssveit með foreldrum sínum þegar hann var enn í barnæsku. Foreldrar hans hófu þá búskap að Laxnesi í Mos- fellsdal, sem hann síðar kenndi sig við. Uppvöxtur Halldórs var öðrum þræði mótaður af því umhverfi sem Mosfellsdalurinn og Mosfellssveit- in var á þeim tíma, enda sjást þess víða merki í skáldskap hans. Eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis flutti Halldór í Mosfellssveitina að nýju. Pau Auður og Halldór reistu hús sitt í Laxnestúninu og nefndu Gljúfrastein. Þar hafa þau búið æ síðan. Þótt gustað hafi um Halldór í Mosfellssveitinni, rétt eins og í þjóðlífinu almennt, voru Mosfell- ingar afar stoltir af honum, og endurgalt hann sveitungum sínum ríkulega. Hlýja Mosfellinga í garð Halldórs kom meðal annars fram í því að sýna skáldinu þakklæti og virðingu á tímamótum í lífi hans. Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir blysför að Gljúfrasteini eftir að tilkynnt hafði verið um veitingu Nóbelsverðlaunanna í bókmennt- um árið 1955, þar sem Mosfelling- ar fjölmenntu og hylltu skáldið með eftirminnilegum hætti. Það mun hafa verið tilkomumikil sjón að sjá blysfórina liðast upp eftir Mosfellsdalnum þetta haustkvöld, og er haft fyrir satt að Halldóri hafi líkað vel þessi gjörð sveitunga sinna. Árið 1972, á 70 ára aftnæli skáldsins, var Halldór útnefndur heiðursborgari Mosfellshrepps. Hefur enginn annar hlotið slíka viðurkenningu hér í byggðarlaginu, hvorki fyrr né síðar. Haldin var há- tíðarsamkoma í Hlégarði af þessu tilefni, þar sem oddviti hrepps- nefndar afhenti skáldinu heiðurs- skjal. Mosfellingar fjölmenntu á samkomuna og samfógnuðu með Halldóri. Þótti honum vænt um nafnbótina, og lét þau orð falla að þessi viðurkenning sveitunga sinna væri honum ekki síður mikilvæg en aðrar þær viðurkenningar sem honum hefði hlotnast um ævina. Mosfellingar hylltu skáldið og fjöl- skyldu hans að nýju er hann varð áttræður. Þá var haldin fjölmenn menningarsamkoma í íþróttahúsi bæjarins. Loks stóð Menningar- málanefnd Mosfellsbæjar fyrir há- tíðarsamkomu á 90 ára afmæli skáldsins, þar sem flutt voru ávörp, leikþættir og tónlist. Að leiðarlokum þakka Mosfell- ingar af heilhug sambýlið við þjóð- skáldið á Gljúfrasteini. Duft hans verður lagt í moldu að Mosfelli, þeim sögufræga stað þar sem sagt er að Egill Skallagrímsson hafi alið síðustu æviár sín og borið beinin. Höfuðskáld þjóðarinnar Halldór Kiljan Laxness er kominn heim í Mosfellsdalinn að nýju, dalinn sem fóstraði hann og skipaði svo ríkan sess í huga hans alla tíð. Við Mos- fellingar eigum þá von einlægasta, honum til handa, að hinsta ferðin verði í líkingu við eina fegurstu málsgrein íslenskra bókmennta, þá er Olafur Kárason Ljósvíkingur mælir í Heimsljósi: „Þar sem jökul- inn ber við loft hættir loftið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleð- in ekki nauðsynleg, þar ríkir feg- urðin ein, ofar hverri kröfu.“ Bæjarstjóm Mosfellsbæjar flyt- ur frú Auði Laxness og fjölskyld- unni allri hugheilar samúðarkveðj- ur við fráfall heiðursborgai’ans Halldórs Kiljans Laxness. Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Enginn hefur setið jafnlengi í stjórn M&M „Fegurðin er sjálfstæð höfuð- skepna, hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta.“ (H.K.L. 1933.) Halldór Kiljan Laxness var einn af stofnendum Bókmenntafélagsins Máls og menningar á afmælisdegi Jóns forseta 17. júni 1937. Frá þeim degi og til 28. júní 1995 sat hann í stjórn félagsins eða samfellt í 58 ár. í félagsráði var hann til dauðadags. Um leið og Halldór vék sæti í stjórn félagsins var hann kosinn heiðursfélagi Máls og menningar. Ljóst er af fundagerðarbókum að Halldór hefur ekki bara mætt nánast á hvern einasta stjórnar- fund fyrstu tuttugu árin heldur hefur hann einnig gefið málefnum félagsins góðan skerf af tíma sín- um. Síðar dró smám saman úr þátttöku hans í stjóm félagsins þar til þeim lauk að mestu síðustu tuttugu árin. Eftir að hann var hættur að mæta á stjómarfundum var hann inntur eftir því hvort hann kærði sig um að sitja áfram í stjóm og kvað hann svo vera ef ekki væri amast við því. Það var að sjálfsögðu auðsótt. Enginn hefur setið jafn lengi í stjórn Máls og menningar og Halldór Laxness. Hann leit á Mál og menningu sem mikilvægt, alþýðlegt, menningar- legt uppfræðslufélag sem flytja skyldi almenningi mikilvægar bækur. Skömmu eftir stofnun félagsins ritar hann: „Það hefur komið í ljós, að bæði alþýða landsins og mennta- mennirnir hafa skilið það hlutverk, sem Mál og menning tókst á hend- ur í upphafi: að vera brú þessara tveggja aðila, sem em í eðli sínu eitt. (...) Kjörorð okkar er ekki bylting, heldur menning." (1940). Fimm áram síðar segir hann um stofnun félagsins: „Við höfðum í upphafi einga jörð undir fótum nema vonina um skilníng og samúð fátækra bókhneigðra alþýðu- manna, sem ekki höfðu ráð á að kaupa bækur á venjulegum mark- aði.“ (1945). Þegar hann löngu síð- ar minnist þessa tíma er hlutverk Máls og menningar honum enn efst í huga: „... að sinna því hlutverki að koma góðum alþjóðlegum bókum og innlendum fræðiritum og skáld- skap í hendur almenníngs á viðráð- anlegu verði (...).“ (1961). Fegurðin átti ekki að vera frátekin fyrir þá útvöldu. Öll þau ár sem harðast var sótt að þessu fátæka styrklausa félagi var Halldór ekki aðeins einn helsti málsvari þess. Hann var ásamt Kristni E. Andréssyni annar aðal leiðtogi þeirrar félagslegu menn- ingarbaráttu sem þá var háð í land- inu og Mál og menning var vett- vangur þeirra og tæki í senn. Því má halda fram að aðförin að Máli og menningu, og reyndar Halldóri líka, hafi verið svona hatrömm vegna þess að Halldór Kiljan, sem var þungamiðja þessarar umræðu, hafði þetta menningarfélag að vopni, sem þúsundir alþýðufólks höfðu gengið í. Þrátt fyrir þetta nána og ein- staka samband var Mál og menn- ing aldrei útgáfuforlag Halldórs Laxness. Hann leit ekki á það sem hlutverk félagsins. Halldór skrifaði hins vegar fjöldann allan af hug- leiðingum í Tímarit Máls og menn- ingar allt til þess tíma er hann lagði frá sér stflvopnið fyrir fullt og allt. Þar kennir margra grasa, sam- antekta um bókmenntir, greina um þjóðmál og þeirra sérstöku skrifa sem vora samin til að bæta eitt- hvað sem skáldinu þótti miður fara meðal þjóðar sinnar. Þar var hon- um fátt óviðkomandi. Um miðjan níunda áratuginn mun Halldór hafa komið í síðasta sinn á stjórnarfund í Máli og menn- ingu. Þar var honum afhent listi- lega gerð brjóstmynd af honum sjálfum gerð af Sigurjóni Ólafssyni, en þessi mynd hafði prýtt skrif- stofu félagsins um langt árabil. Það var ánægjulegt að geta goldið fóst- urlaun með þessum hætti, og það gladdi Halldór augsýnilega. Að leiðarlokum þakkar Mál og menning stofn- og heiðursfélaga sínum ómetanlegt framlag til fé- lagsins. Það var ekki hvað síst aðild hans sem gerði félagið.að þunga- miðju í íslenskri menningarum- ræðu og lengi býr að fyrstu gerð. Við urðum vör við mikinn hlýhug hans til félagsins allt þar til lcrafta hans þraut. Ástvinum hans votta ég samúð mína. Þröstur Ólafsson, form. stjómar Máls og menningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.