Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 HALLDÓR KILJAN LAXNESS Morgunblaðið/Golli HALLDÓR bar ætíð á sér glósubækur þar sem hann skrifaði minnisatriði ogýmislegt sem hann heyrði eða las. Á myndinni sést glósubók sem hefur að geyma minnisatriði fyrir Ljós heimsins. Hvernig verður listaverk til? Eftir Þröst Helgason HVERNIG verður listaverk til? Mest öll hugsun manna um listir hefur snúist um þessa spumingu á einn eða annan hátt. Og ýmsar kenningar hafa orðið til. Sú frægasta en jafn- framt óljósasta um innblásturinn en sú jarð- bundnasta um að þetta væri endalaust strit og yfirlega. í megindráttum höfum við því haft tvær myndir af listamanninum; snilling- inn sem hefur af lítilli áreynslu skapað ódauð- leg verk úr hugardjúpum sínum og vinnu- þjarkinn sem hefur mátt sitja við lon og don. Þessar tvær myndir hafa verið misáberandi eftir tímabilum og stundum hafa þær runnið saman að einhverju leyti. Hugmyndin sem við höfum haft um sköpun- arferli Halldórs Kiljans Laxness er ofín saman úr báðum þessara þátta, og það ekki að ástæðulausu. Snilligáfan lýsir auðvitað af verkunum og kannski hefur sumt í fari hans og háttum ýtt undir snillingsímyndina. í við- ^ tölum við fjölmiðla lét hann stundum í það skína að ekki færi mikill tími í skrifín. Það hafí hins vegar aldrei liðið sá dagur að hann hafi ekki farið í langan göngutúr. Skáldskaparvið- horf hans byggjast líka á þeirri grunnhug- mynd að höfundurinn sé miðlægur í hverju hugverki, að hann skapi verkið af ímyndunar- afli sínu, þekkingu sinni og reynslu. En Halldór vann líka á móti þessari ímynd, og sennilega miklu frekar. Tilsvar hans um að hann hafí aldrei misst úr máltíð á ævi sinni er minnisstætt og var beinlínis stefnt gegn hinni rómantísku hugmynd að skáldsnillingar þyrftu að svelta til að geta skrifað eitthvað af sannri tiifinningu og viti. Við höfum líka séð V fjölmargar myndir af Halldóri önnum kafinn við skrifpúltið. Og við höfum heyrt hann segja frá glímunni við erfiðar bækur. Gerplu var hann til dæmis, að eigin sögn, á sjötta ár að skrifa og, eins og fram kom í sjónvarpsviðtali við hann, komu þá tímabil sem hann vann aldrei minna en sextán tíma á sólarhring. í samtalsbók Matthíasar Johannessen og Hall- Um vinnuadferdir og skáldskaparviðhorf Halldórs Kiljans Laxness BÚSTAÐUR Halldórs í Taormínu á Sikiley þar sem hann dvaldist við að skrifa Vefarann mikla frá Kasmír sumarið 1925. Halldór ferðaðist víða þegar hann var að vinna að verkum sín- um til aðjosna við daglegt argaþras heimafyi-ir,“ og hann sagði sjálfur. dórs, Skeggræðum gegnum tíðina, segir Hall- dór ennfremur: „Sumir fá þetta allt í einu inn- blásturskasti og skrifa allt sem andinn inngef- ur þeim, en ég verð að kaupa allt dýru verði. Samt ætla ég ekki að skrifa aðra bók eins og Gerplu. Ég er fullsaddur af því.“ Þegar vinnubrögð Halldórs eru skoðuð nánar kemur raunar í ljós hnýsileg mynd af manni sem beitti sig hörðum aga, var reglu- samur og sískrifandi hvar sem hann kom, ef ekki beinlínis í sögur sínar þá á glósubækur sem hann bar ætíð á sér. Haildór skrifaði sína fyrstu bók, Böm náttúrunnar, í Reykjavík, sennilega að mestu leyti á Landsbókasafninu við Hverfis- götu þegar hann var á sautjánda ári og átti að vera að lesa pensúmið sitt í Menntaskól- anum í Reykjavík, en á þvi hafði hann litla trú. I endurminningaróman sínum, Sjömeistarasögunni, lýsir hann því þegar hann sagði föður sínum hvernig ástatt væri um skólalærdóm sinn, sem allur var í skugga hins mikla skáldadraums sem var um það bil að rætast: Þá sagði ég föður mínum einsog var, [...]: hver stund sem ég hafði afiögu, og líka marg- ar sem ég skólans vegna hafði ekki efni á að glata, fóru í sjömeistarasögu mína, Barn náttúrunmir; afgángurinn fór í að lesa bækur á Landsbókasafni, óskyldar skólanum, sem ég ímyndaði mér að gerðu mig skáld og rit- höfund. Nú var svo lángt komið, sagði ég, að bók mín var byijuð að rísa, og þegar ég væri búinn að fara yftr drafíð einu sinni enn, mig minnir í fjórða sinni, færi hún að slaga hátt uppí Eldinguna eftir Torfhildi Hólm, skáld- konu sem ég hafði frá bernsku sett mér það markmið að skrifa betur en hún. Fyrsta bókin varð sem sagt til í Reykjavík eftir vandlegan yfirlestur og sjálfsagt upp- skriftir. Hver stund aflögu var notuð, jafnvel þeir tímar sem ekki mátti missa við skólalær- dóminn - nauðsynlegur lestur góðra bók- mennta gleymdist samt ekki. Strax í upphafi var staðfestan orðin slík, vinnusemin, vand- virknin og viljinn til að læra af því sem best hafði verið gert. í stað þess að ljúka andlausu námi í stað- reyndatali og þvílíku við Menntaskólann hélt Halldór út í heim til að menntast af sjálfum sér, af því að reyna og sjá hlutina sjálfur. Og þannig hélt hann áfram að menntast og safna í sagnabelginn alla tíð, aðaliega erlendis sem ungur maður en síðan fyrst og fremst með því að heimsækja íslenska alþýðu í sveitum og bæjum, á rölti að skrafa við landslýðinn, eins og hann segir sjálfur í Skáldatíma. I þeirri bók segir Halldór frá því hvemig hann viðaði að sér hráefni í persónu Ólafs Kárasonar: Ég byrjaði árið 1935 að læra til hans, safna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.