Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 HALLDÓR KDLJAN LAXNESS LAXNESSÞING 1987. ThorVilhjálmsson og Nóbelsskáld-ið heilsast. Kveðjuord til Halldórs ÞÚ sazt lítill drengur úr lágu húsi með grasi fyrir þak undir steininum mikla við gljúfrið, og faðir þinn spilaði á fiðluna þegar hann kom heim frá því að leggja vegi þarsem voru bara reiðgötur áður; og amma þín sagði sögumar aftan úr forneskju, og fór með undarlegu sálmana þarsem sást aftur í heiðnina með týruna sem lifði af allt þetta myrkur sem ætl- aði að kyrkja þessa þjóð og þurrka hana út; og þarsem þú situr við gljúfrið og dregur tóna útúr niði árinnar og ætlar að syngja fyrir allan heiminn, þá kom flautuleik- arinn með pokann sinn fullan af undrum; og þú ferð inní pokann, og þið fljúgið um loftið hjá silfur- rönduðum skýjum og sólin kemur upp og glitai- þau og gyllir, og þið hafið allan heiminn undir. Og þú söngst fyrir allan heiminn á máli þessarar allslausu þjóðar sem átti ekkert nema hina helgu blekkingu svo hún gat ekki dáið, og sögumar og ljóðin og bækurnar fornu sem urðu sameign alls heimsins. Og þegar þú varst búinn að yrkja nógar íslenzkar bækur til að heim- urinn vissi af þér, og enn á ný kæmu heimsbókmenntir frá þess- ari eyju sem enginn hefði annars vitað af, þá byggðirðu hús skálds- ins einmitt hjá þessum steini þarsem þig dreymdi barn draumana sem rættust, og við söng árinnar sem nærði berasku þína tónum. En þú lézt ekki við það sitja heldur talaðirðu einsog þér fyndist þú bera ábyrgð á okk- ur öllum, þjóð þinni og reyndir að ala okkur upp. Þú lézt þjóðina aldrei í friði. Meðan þú varst að gera íslenzkt mannlíf ódauðlegt í heimsbókmenntunum varstu alltaf að argast í þínu fólki, allt frá því að kenna því að bursta tennumar og snýta sér ekki á gardínum, sí- fellt að erta og ögra og þoldir ekki að við væram smá og dauf og lyt- um að litlu, þú neyddir okkur til að sjá hið stóra í því smáa og það fín- gerða í því tröllslega, þú gafst lág- kúrunni hvergi grið, enga værð til að una við það óprófaða. Það er ekki þér að kenna að það tókst ekki betur að ala okkur upp og einhverjir meðal okkar lúti enn að hinu auðkeypta, og kjósi að hafa glingur fyrir gersemar, og glys fyrir ljóma, glamur í staðinn fyrir yndisauka, að týnast í harki. Hitt sem vel tókst þökkum við þér og finnum að þú hefur alið okkur upp og okkur finnst þú bera ábyrgð á okkur. Hvemig sem þú hefm- hlaðið hug okkar og hjarta og margtöfrað með verkum þínum, þá höfum við aldrei getað reiknað þig út. Allt þetta sem þú hefur gef- ið okkur og með gjöfum þínum hjálpað okkur til að verða það sem við erum, það sem þú átt í okkur öllum, þá hefur þú alltaf verið að koma okkur á óvart, koma að okk- ur nýr úr óvæntri átt og beita okk- ur nýjum gemingum, galdra þannig að þú hefur hjálpað okkur að eignast ókunn lönd í okkur sjálfum, í umhverfinu okkar, nýja landasýn, nýja vakningu við speg- ilinn. Eia leikur! Eia perlur! Orðkynngin, vísindin, vísdómur- inn, fyndnin, að finna alltaf eitt- hvað á fömum vegi sem gerir leið- ina alveg nýja, vera sífellt að sýna okkur það veika og það smáa, það grófa og það hrikalega í órjúfandi sambúð. Þú sýndir okkur líka fugl- inn í stormsins fári sem hjúfrar sig við svell og verður ekki hnikað. Sumt verður ekki drepið; í þessu stríði mun enginn sigra nema næt- urgalinn, sagðirðu okkur þegar heimstyrjöldin geisaði. Hvað segir Jón Prímus? Hann segir að sá sem ekki lifi í skáldskap hann muni ekki lifa af. Hvað er það að smíða tunglflaug hjá því að hnita svo skáldskap sinn að það er ekki nema mundangshóf á milli hláturs og gráts. Þetta hárfína jafnvægi sem er skyldast ögurstundinni þegar náttúran stendur á öndinni milli beggja skauta, áhorfandinn í sögunni tvíátta milli gleði og harms. Svo fyndið og djúptækt, óvænt í bendingunni að hið sprenghlægilega verður svo óum- ræðilega sorglegt, átakanlegt, við hljóðnum í miðjum hlátri og bros- um í hluttekningunni. Jafnvel ein- hver hlægilegasti maður í bók- menntum okkar, Pétur Pálsson þríhross, sem er dreginn sundur og saman í háði á oflæti valdsins, þegar hann stendur á bryggjunni, stassjónistinn í verkfallinu miðju að koma frá því að biðja liðsemdar í herskipinu gegn erfiðismönnum, og báturinn branar með Beinas- leggjuna dóttur hans út fjörðinn ásamt færeyska foringja verkfalls- manna: „Hann gekk fram á sporð litlu bryggjunnar fyrir framan hjá sér og veifaði hattinum sínum bjánalega á eftir báti Jens fær- eyíngs og kallaði þrisvar sinnum Dísa, hæst í fyrsta skipti, lægst í seinasta skipti. En einginn gaf því gaum. Bátur færeyíngsins fjar- lægðist óðum. Framkvæmdastjór- inn stóð enn um hríð á bryggju- sporðinum, gleiður, bjúgfættur, alt annað en herforíngjalegur, með Júelshattinn sinn í annarri hend- inni og loníetturnar í hinni og hélt áfram að horfa eftir bátnum, og vindurinn feykti til þunnu grá- meinguðu hári hans og lét sjakket- löfin hans blakta. Ef hann hafði farið útí danska herskipið ljónumlíkur sté hann á land með yfirbragði lambsins." Það er ekki aðeins að Halldór segi okkur þannig frá að við sjáum það fyrir okkur, við eram ekki í rónni fyrr en við getum lesið upp fyrir einhvern nákominn og jafn- vel farið að reyna að herma eftir þessum persónum úti á götu, án þess að gá að okkur, að við séum að gera okkur andkannaleg og vekja á okkur athygli sem gæti misskilizt. Ég skal fúslega játa það á mig að hafa reynt að líkja eftir göngulagi þess ágæta frambjóð- anda á móti Júel J. Júel sem svo er lýst þar sem hann fór um með göngustaf sinn á meðan Júel var að láta bflstjóra sinn aka krökkum og edjótum aftur og fram um eign- ina nótt og dag með óhemju flautugargi og gíraskrölti: ,A.ug- ljóst var af öllum tilburðum mannsins að þessi gaungustafur var ekki aðeins tignarmerki hans og veldissproti, heldur einnig auð- legð hans, enda gætti hann stafs- ins einsog sjáaldurs auga síns. Hann bar hann varlega fyrir sér í dálítilli fjarlægð frá kroppnum, helst lóðréttan og steig gætilega til jarðar, einsog hann bæri log- andi jólakerti í ofurlitlum drag- súgi, eða öllu heldur einsog hann væri að frambera dýrlegan blóm- vönd við mjög hátíðlegt tækifæri; að öðra leyti var gaungulag hans einsog manns sem hefur misst tærnar. Þessi óslitna hátíðlega einkaskrúðganga hlaut að gera sitt til að afla manninum virðíngar og trúnaðartrausts." Mér fannst alltaf sem ungum manni að þegar verið var að tala um sagnaranda, þá hlyti það að vera andi Halldórs Laxness. Hvemig í ósköpunum fór maður- inn að því að vita allt þetta sem hann vissi og skilja forsendur og aðstæður þeirra sem lifðu gjöró- líku lífi hans? Hvernig gat hann skilið djöfulganginn í Steinþóri sem svarar Sölku með saltbrann- um skáldskap og brennivínsfuna svo henni þverr allur máttur, sjálfri Sölku? Hvernig gat hann skilið Sölku og ort hana? Sá hann í gegnum holt og hæðir, hann hlaut að heyra grasið gróa? Og við ferð- umst um heiminn með áhöfn í far- angrinum úr bókunum hans sem við getum talað við í skipsklefa úti á reginhafi, í hótelskáp úti á þaki í stórborg. Hann hefur stælt okkur í þeirri vissu að engar staðreyndir ráða úrslitum, sem ekki mættu nýtast í skáldskap. Hann veit að þess vegna era íslendingar til, hann hefur mælt þetta upp í okkur sem nú lifum. Og það þökkum við af öllu hjarta um leið og við hyllum hann á kveðjustund og þökkum al- mættinu fyrir að hafa gefið okkur hann til að stuðla að því að við sé- um ódauðleg, einsog hann. Hugurinn leitar til Auðar Lax- ness sem stóð klettur við hlið Hall- dórs í yfirlætislausum styrk sínum og nærgætni og annarra ástvina í samúð. Thor Vilhjálmsson. Eftir Jakob F. Ásgeirsson / endurminningum Auðar Lax- ness segir frá heimsókn þeirra hjóna til Indlands 1958. I einni skoðunarferðinni voru þau leidd að húsi nokkru þar sem hópur kvenna sat flötum beinum á grasflöt úti fyrir. Konurnar voru umsvifa- laust reknar burt eins og fénaður svo hinir tignu gestir ættu greiðan aðgang. Halldór reiddist þessum að- fórum og sagði leiðsögumönnum sínum hastarlega að hann vissi ekki betur en hann væri gestur þessara kvenna eins og annarra á Indlandi. Auður segir að þetta hafi verið svo áhrifamikil sjón að hún hafi aldrei gleymt þessum orðum manns síns. Þetta atvik lýsir hugrekki Hall- dórs Laxness og sýnir Ijóslega hvar samúð hans í rauninni alltaf lá - með smælingjanum og gegn valdboðs- mönnum. Það er þvi mikil þversögn að það skuli hafa orðið hlutskipti hans að lofsyngja verstu harðstjóm sem mannkynssagan þekkir. En sú þversögn er ekki einkamál Halldórs Laxness, hún á sér rætur í mann- legu eðli og er að vissu leyti þver- sögn tuttugustu aldar, þegar margir hinna bestu manna gengust á hönd helstefnunum tveimm-, kommún- isma og fasisma, í þeirri trú að ávöxtur þeirra væri sjálft fyrir- myndarríkið. Halldór Laxness tók snemma að skipta sér af þjóðmálum að hætti menntamanna síns tíma, en þeir voru, eins og Sartre orðaði það, sí- skiptandi sér af því sem þeim kom ekki við. En eiginleg stjórnmálaaf- skipti hans hefjast ekki fyrr en eftir Ameríkudvöl hans þar sem hann sannfærðist um ágæti sósíalismans. Hann tileinkar Alþýðuflokknum Alþýðubókina (1929), en strax 1931 er hann kominn í samband við Kom- intern, Alþjóðasamband kommún- ista, sem stjórnað var frá Moskvu. Islenski kommúnistaflokkurinn var deild í Komintern. I trúnaðarbréfi til Moskvu 1931 segist Halldór líta á sjálfan sig sem „verkalýðssinnaðan byltingarmann“. Ári síðai- heldur hann í sína fyrstu Rússlandsfor og skrifar áróðursritið I Austurvegi (1933). í rúma tvo áratugi er Hall- dór síðan einn áhrifamesti sósíalisti landsins. Allan þann tíma var hann mjög umdeildur með þjóð sinni. Gekk það svo langt að stór hluti þjóðarinnar gat ekki metið skáld- verk hans að verðleikum vegna stjórnmálaskrifa hans og margvís- legra athugasemda um íslenskt þjóðlíf. Síðar sagði Halldór sjálfur svo frá: „Áratugum saman var ég altaðþví bannhelgur á heimilum og í bóka- söfnum víðsvegar um land, út>- fiæmdur hjá mentastofnunum og menníngarforkólfum, og heilar sveitir og sýslur skipulagðar á móti þessum auma höfundi. Allan þennan tíma voru íslenskir stalínistar næst- um einir um að lofa það dót sem ég var að setja saman, kanski ekki svo mjög af því þeim þætti það gott, heldur af því þeir vonuðu að ég væri eins ærlegur stalínisti og þeir.“ Hitinn í stjórnmálabaráttunni var mikill og Halldór sjálfur dró ekki af sér. íslenskir stalínistar höfðu fulla ástæðu til að telja Halldór Laxness sinn mann. Eftir að hafa fylgst með sýndarréttarhöldunum í Moskvu 1937-8 skrifaði hann t.d. aðra bók til dýrðar Stalín og sovétkommúnism- anum, Gerska ævintýríð (1938). Á síðustu áratugum hefur verið reynt að gera sem minnst úr póli- tískri fortíð Halldórs. í nýlegri myndabók um ævi hans er t.d. talað um að hann hafi á kreppuárunum skipað sér „í flokk með alþýðunni í bai-áttu hennai- við auðvaldið fyrir bættum kjörum." Þetta er ekki rétt. Allir íslensku stjórnmálaflokkarnir fjói-ir sóttu fylgi til alþýðu manna og á fjórða áratugnum hafði Kommún- istaflokkurinn aðeins 3-8,5% fylgi í kosningum. ,Alþýðan“ treysti því öðrum flokkum betur til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Halldór gengur í raðir íslenskra sósíalista vegna þess að hann trúir á heims- byltingu sovétkommúnismans. Hið nýja heimsskipulag átti vissulega að hafa í fór með sér „hafníngu öreiga- stéttarinnar" en þó ekki fyrr en hennar tími væri kominn, þ.e. þegar hinir alvitru leiðtogar hefðu reytt arfann úr mannlegu félagi. Það er jafnframt oft haft við orð að Halldór hafi gerst sósíalisti til að berjast gegn óhugnaði nasismans. En Halldór er orðinn sósíalisti a.m.k. tveimur árum áður en Hitler komst til valda. Hins vegar var Halldór sannarlega í fararbroddi ís- lenskra kommúnista þegar samfylk- ingarbarátta þeirra gegn „Hitlers- fasismanum" hófst fyrir alvöru 1935. Hann var síðan meðal stofn- enda Sósíalistaflokksins 1938 (og settist í flokksstjóm hans) þegar hluti Alþýðuflokksins gekk til liðs við kommúnista í þeirri baráttu. En samfylkingin gegn fasismanum varð skyndilega óþörf í huga Halldórs og annarra kommúnista við griðarsátt- mála Hitlers og Stalíns 1939 þegar harðstjórarnir skiptu Austur-Evr- ópu á milli sín; þá allt í einu var óvinur siðmenningarinnar orðinn að gömlum spökum seppa „sem enginn bolséviki telur framar ómaksins vert að sparka í svo um rnunar". Halldór Laxness var of mikill listamaður til að láta sósíalisma sinn lita um of skáldverk sín. Stjórn- málaáróður hans birtist að mestu í fjölmörgum ræðum hans og blaða- greinum og reglubundnum viðtölum við Verkalýðsblaðið og Þjóðviljann. I kjölfar Keflavíkursamningsins 1946 skrifar Halldór sína pólitísk- ustu skáldsögu, Atómstöðina (1948) - „nútíðina í hnotskurn" frá sjónar- hóli íslenskra sósíalista. Bókin fjall- ar um íslenskt mannlíf í umróti nýrra tíma, en bakgrunnur sögunn- ar er „landsalan“, þegar ráðherrar íslands „selja“ landið fyrir dollara á næturfundum með bandarískum herforingjum, enda þótt þeir sverji og sárt við leggi opinberlega að landið skuli aldrei „selt“. Þetta er náttúrlega skrumskæling á veru- leikanum. Samkvæmt Keflavíkur- samningnum hvarf Bandaríkjaher af landi brott og Bandaríkin afhentu íslendingum Keflavíkurflugvöll til eignar og umráða, en bandarísku einkafyrirtæki var falið að reka flugvöllinn og fengu Bandaríkja- menn afnot af vellinum fyrir flugvél- ar sínar meðan þeir höfðu hemáms- skyldum að gegna í Þýskalandi. En samningur þessi, sem fella mátti úr gildi að sex og hálfu ári liðnu, var viðkvæmur mörgum íslendingum. Með lýðveldisstofnuninni 1944 höfð- um við loks öðlast fullt sjálfstæði eftir rúmlega sex alda útlent for- ræði. Ymsum fannst að þarna væri Bandaríkjunum opnuð leið til að hafa áfram her í landinu, enda hafði Bandaríkjastjórn áður óskað eftir að taka á leigu til „langs tíma“ land undir herstöðvar á íslandi - og í augum margra jafngilti útlendur her í landi sjálfstæðisafsali. Fjöldi íslendinga á þessum tíma var ákveðið þeirrar skoðunar að Island gæti haldið sjálfstæði sínu óvarið með einhliða yfirlýsingu um hlut- leysi og afstaða þeirra til samninga við erlend ríki mótaðist náttúrlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.