Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 HALLDÓR KILJAN LAXNESS Um kynni ~ mín afHalldóri Laxness Með Halldóri Laxness er geng- inn sá rithöfundur íslenzkur, sem hæst hefur borið og mestan sóma hefur hlotið fyrr og síðar. Við lát hans fer ekki hjá því, að á hugann leiti minningar frá kynnum mínum af þessum merka manni. Eg minnist þess, þegar ég hitti hann fyrst fyi’ir röskum tuttugu árum, hinn 23. apríl 1977 á sjötíu •— og fimm ára afmælisdegi hans. Halldór og Auður, kona hans, voru þá á ferðalagi um Evrópu og höfðu nokkurra daga viðdvöl í Miinchen, en á þeim áram starfaði ég við norrænudeild háskólans þar. Stjórnarmenn íslendingafélagsins í Miinchen fengu veður af komu þeirra hjóna, og þegar ljóst varð, að Halldór hugðist eyða heiðurs- degi sínum í borginni, blésu þeir til afmælisfagnaðar á rótgrónum bæverskum matsölustað. Þar hitti ég þau hjón í fyrsta sinn. Það er einkum tvennt, sem mér er minnisstætt úr þessum fagnaði. Annað er saltkringlur þær, sem ( bornar vora fram með matnum, al- gengt þjóðlegt brauðmeti hér um slóðir. Halldór fékk sér bita af slíkri kringlu, en ekki bragðaðist honum bakkelsið betur en svo, að hann skildi helminginn eftir. Þeg- ar upp frá borðum var staðið hirti einn landi Halldórs kringluhelm- inginn, arkaði með hann upp í listaakademíu, steypti utan um hann fagran kubb úr plexigleri, og skyldi kringlan góða varðveitast þannig sem helgur dómur um t ókomnar aldir. Ekki síður minnisstæð er mér hin fátæklega afmælisgjöf, sem ég færði Halldóri, vélrituð þýðing mín á smásögunni „Fundin Indía- lönd“ úr safninu Sjö töframenn. Hafði sú saga orðið fyrir valinu, vegna þess að hún hafði aldrei ver- ið þýdd áður á þýzku og var að auki í styttra lagi - meginatriði, þar sem naumur tími var til stefnu. Halldóri leizt ekki verr á þessa skrýtnu afmælisgjöf en það, að hann kom henni þegar í stað á prent í stærsta blaði Miinchenar- borgar. Næst bar fundum okkar Hall- dórs saman á Islandi, er hann hafði samband við mig og bað mig að aðstoða sig við að fara yfir þýð- ingu á einu verka sinna, sem hon- um hafði borizt, en með þýðinguna kvaðst hann ekki vera alls kostar ánægður. Vora útgáfumál hans á þýzka málsvæðinu honum ofarlega í huga, enda voru þau á þeim áram í hálfgerðri sjálfheldu, útgáfurétt- urinn dreifður á mörg forlög og þýðendur ekki á hverju strái. í framhaldi af þeirri samvinnu spurði Halldór, hvort ég vildi taka það að mér að snúa Vefaranum mikla frá Kasmír á þýzku, en sú bók var honum einkar hjartfólgin. Með sinni óviðjafnanlegu íróníu lýsti hann fyrir mér, hversu bók- i S menntafræðingar í útlöndum hefðu í hálfa öld fjallað um þetta framúrstefnurit sitt, án þess að nokkur þeirra hefði getað lesið það, enda hefði það ekki verið til á neinu öðru tungumáli en íslenzku, þangað til það hefði verið gefið út á dönsku árið 1975, máli sem væri flestum þeirra jafn óskiljanlegt. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég skildi landafræðina í þýðingaferli mínum: Kasmír og Indíalönd jaðra vissulega saman, og því gæti virzt sem þetta væri . ofureðlilegt næsta skref, en á sín- um tíma þótti mér það glæfralegt stökk að fara úr þriggja blaðsíðna smásögu yfir í þennan fræga doðr- ant. Halldór fylgdist grannt með þýðingu Vefarans, meðan ég var að vinna að henni. Vitaskuld höfðu fleira af bókum hans, síþyrstur í meira, Sjálfstætt fólk, Sölku Völku og söguna um Olaf Kárason Ljós- víking í fjóram bindum sem höf- undurinn var nýbúinn að ljúka við, þannig að fegurð himinsins dans- aði enn fyrir augum mér. Og þá stóð höfundurinn þarna allt í einu á miðju stofugólfi hjá Kristni og Þóra, grannur, kvikur í hreyfing- um, og ég hafði ekki tíma til að verða feiminn, áður en Kristinn var búinn að upplýsa gestinn um það hvaða ungi maður sat þar að kaffidrykkju, en þótt ég vildi helst andmæla því sem þar var sagt, að ég væri skáld, gafst ekkert ráð- rúm til þess, því snillingurinn var óðara búinn að rétta mér höndina og síðan settist hann við borðið og hóf að spjalla við mig einsog það væri sjálfsagður hlutur að ég væri efnilegt upprennandi ljóðskáld sem hann vildi helst að tæki að sér að yrkja betur en Steinn Steinarr, og viðurkenndi þó að hann væri ágætt skáld. Eg undraðist hve auðvelt og þægilegt var að tala við þennan snjalla höfund og hversu laus hann var við að sýna mér, ungum byrjanda, nokkurt yfii'læti. Þannig var Halldór Kiljan Lax- ness við fyrstu kynni mín af hon- um, þegar ég var liðlega tvítugur, og þannig var hann æ síðan, einsog tO dæmis þegar við Sigfus Daðason heimsóttum hann og Auði að Gljúfrasteini og þar var mikið rætt um allt milh himins og jarðar, meðal annars sósíalreal- isma sem Halldór virtist hafa all- miklar efasemdir um, - eða segj- um þegar við vorum boðnir að Gljúfrasteini til að hlusta á snilling einsog Erling Blöndal Bengtson leika á sellóið sitt klassíska tónlist, því Halldór var mikill unnandi æðri tónhstar, svo sem hann einnig kunni vel að meta hið besta í íslenskri myndlist, nýtt sem gam- alt, enda vann hann menningunni í margri snjallri grein. Og þannig vil ég minnast hans nú, þannig man ég hann best, hvernig hann var á þessum áram sem ég hafði mest kynni af honum, hispurslaus og hógvær í ljóma af miklum skáldskap. Jón Óskar. viðhorf Halldórs breytzt í ýmsum greinum á þessum fimmtíu áram, sem liðin vora, síðan hann gaf út verkið í fyrsta sinn. Þvi hafði hann breytt texta sínum hér og þar, þegar danska þýðingin var á döf- inni. Þessar breytingar og fleiri til vildi hann hafa í þýzku útgáfunni. Þýðingin á Vefaranum var síðan upphafið að áralöngum samskipt- um og vináttu, raunar við þau hjónin bæði, og í annan stað upp- hafíð að nýrri ritröð verka Hall- dórs í Þýzkalandi, sem telur nú ellefu bindi. Þegar ég Ut yfir farinn veg verður mér samstarfið við Halldór að þýðingu Vefarans ávallt ofar- lega í huga. Halldór var um þær mundir að vinna að endurminn- ingabókum sínum, og rifjaðist því ýmislegt upp fyrir honum, sem tengist tilurð Vefarans. Naut hann þess greinilega að endurskoða þessa bók, sem hann hafði látið frá sér fara í upphafi ferils síns, bók- ina sem telst fyrsta stórvirki hans og markar upphaf nútímans í ís- lenzkum bókmenntum. Raunar breytti hann sáralitlu í textanum; breytingarnar sjálfar skiptu ekki höfuðmáli, heldur það að hafa tækifæri til þess að gera þær. Að leiðarlokum er mér þó efst í huga þakklæti fyrir einstök kynni af Halldóri Laxness, kynni sem aldrei mun fymast yfir í huga mín- um. Votta ég minningu hans djúpa virðingu og Auði Laxness og fjöl- skyldunni allri innilega samúð. Hubert Seelow, Erlangen. Stíllinn skemmti- legur og efnid lifandi Ég var á nítjánda ári, þegar ég las Vefarann mikla frá Kasmír eft- ir þann einkennilega höfund sem þá var mjög umdeildur, Halldór Kiljan Laxness, og ég hef látið þess getið einhversstaðar á prenti, að ég hafi lesið alla bókina á einni nóttu, eða að svo hafi það verið í minni mér seinna meir. Þetta kunna að hafa verið nokkrar ýkjur, en þær sýna þó hversu hugfanginn ég varð af bókinni vegna þess hve ný hún var í augum mínum, hversu stíllinn var oft skemmtilegur og efnið lifandi, en um leið framandi, og líklega heillaði það jafnframt með því að bregða á allt sapan töfrabirtu framandleikans. Aður hafði ég hrifist mjög af annarri bók þessa sama höfundar, Gerska æv- intýrinu, án þess að hafa nein tök á að vita hvílíkt villuljós það var. En báðar þessar bækur heilluðu mig þegar ég var unglingur, og ég mátti til að fá meira að lesa eftir þennan nýstárlega höfund sem ég uppgötvaði brátt að sumir, einkum vinstri sinnaðir bókmenntaunn- endur og verkalýðsfrömuðir, álitu mesta þáverandi ritsnilling þjóðar- innar, en þeir sem vora lengra til hægri létu sér fátt um finnast og töldu höfundinn alls ómerkan. Sannast sagt varð ég ekki var við það á þessum áram, að almenning- ur læsi bækur þessa höfundar sem ef til vill var fremm- þekktur fyrir það að hann hét meðal annars því skrítna nafni Kiljan, og það nafn festist auðveldlega í minni fólksins hvort sem það var til hægri eða vinstri í pólitík þeirra tíma. Ég var til vinstri. Og af því ég var til vinstri einsog höfundur sá sem hafði heillað mig með bókum sínum, og af því að ég var sjálfur um þetta leyti farinn að hugsa til að verða rithöfundur, gerðist það einsog fyrir tilviljanir og annað, að ég kynntist róttækum rithöfund- um í Reykjavík og vissi varla af fyrr en ég var kominn í kunnings- kap við helsta bókmenntairæðing vinstri manna (sumir mundu segja þjóðarinnar), Kristin E. Andrés- son, sem stjómaði nýju bók- menntatímariti og hafði skrifað lofgerðir um höfundinn sem hafði heillað mig með bókum sínum, og það var einmitt hjá Kristni og Þóru konu hans sem ég kynntist höfundinum sem fólkið kallaði Kiljan, því enginn sagði Laxness á þeirri tíð, og nú hafði ég lesið HALLDÓR Laxness um það leyti erhann hlaut Nóbelsverðlaunin. Ljósmynd/Jón Kaldal Sumar lífsins Sumar lífsins er farið næðingar taka líkamann. Sólin lækkar flugið og stefnir á sjónbaug myrkrið hellist yfír og allt er búið nema minningin um mikið skáld. Eggert E. Laxdal. Undursamlegt skáld „UNDURSAMLEGT skáld“, sagði sænska skáldið og fyrr- verandi ritstjóri Dagens Ny- heter, Olof Lagercrantz (f. 1911), þegar haft var sam- band við hann á heimili hans í Stokkhólmi á þriðjudag. „Ég hef frétt af láti Lax- ness og er miður mín. Hann var einn af mestu höfundum heimsins og ég dáði hann mik- ið.“ „Nú er ég orðinn gamall, álíka gamall og Laxness varð,“ bætti Lagercrantz við. Lagercrantz hefur skrifað mikið um Halldór Laxness og verk hans og var skáldsins oft getið og birt viðtöl við hann og greinar í Dagens Nyheter meðan Lagercrantz var rit- stjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.