Morgunblaðið - 13.06.1998, Side 23

Morgunblaðið - 13.06.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 23 Hversu mikil eða lítil vandamál telur þú að muni hljótast af ártalinu 2000 í þínu fyrirtæki? 3% Mjög mikil Frekar mikil Hvorki mikil né lítil Frekar lítil Úr könnun Gallup Tölvuvandamál vegna ársins 2000 Litlar áhyggj- ur stjórnenda fyrirtækja SAMKVÆMT könnun sem Gallup gerði fyrir Skýrslutæknifélag Is- lands og var birt á hádegisverðar- fundi Skýrslutæknifélagsins í fyrradag, hafa forráðamenn ís- lenskra fyrirtækja htlar áhyggjur af tölvuvandamálum vegna ársins 2000. 55% forráðamanna íslenskra fyrirtækja segjast telja að mjög lít- -------------------- Hröð nettenging í Nova Scotia MT&T símafélagið í Nova Scotia býður nú netverjum 7,2 Mb nettengingu. Þessi tenging flytur um 250 sinnum meira en ef notað er 28,8 Kb mótald. Þá fylgir sá kostur að hægt er að tala í síma þótt sam- tímis sé verið að vafra um netheima á sömu símalínu. Það vekur athygli að þessi mikla flutningsgeta krefst ekki ljósleiðaratengingar heim til notenda, heldur nýtir venjulegan símavír úr kopar. Tæknin, sem þessi flutningsgeta byggir á, var þróuð í Nova Scotia og hefur staðið viðskiptavinum MT&T til boða frá 7. apríl síðastliðnum. Þjónustan nefnist Mpowered PC og kostar 150 kanadíska dali, um 7.500 krónur, að tengjast. Innifalið er Ethemet kort í tölvuna og ASDL mótald, fímm tölvupóstföng og 5 Mb rými fyrir eigin vefsíður. Mán- aðargjald með ótakmarkaðri notkun er 40 kanadískir dalir, um 2.000 krónur. Nánar má fræðast um þessa öfl- ugu netþjónustu á slóðunum http://www.mpoweredpc.net/ og http://www.mtt.ca/AtHome/Mpower ed/. il vandamál muni hljótast af ártal- inu 2000 í þeirra fyrirtæki og 26% frekar lítil. Aðeins 3% telja að mjög mikil vandamál muni skap- ast, en 10% frekar mikil og 7% hvorki mikil né lítil. Fram kemur að stjórnendur fyr- irtækja á landsbyggðinni hafa meiri áhyggjur en starfsbræður þeirra á höfuðborgarsvæðinu. 82,6% stjórnenda á höfuðborgar- svæðinu telja að mjög lítil eða frek- ar lítil vandamál muni hljótast af ártalinu 2000, á móti 75,9% úti á landi. Þá virðast Islendingar vera mun áhyggjuminni en Svíar, en í sænskri könnun kom fram að 42% þarlendra fyrirtækjastjórnenda telja að mikil vandamál muni skap- ast. Hér er hlutfallið 13%. Meirihluti aðspurðra, 65%, telur að ábyi’gðin á lausn þeirra vanda- mála sem kunni að koma upp vegna ársins 2000 liggi hjá æðsta stjórnanda fyrirtækis. Tæp 26% nefndu yfirmann tölvu- og tækni- mála og rúm 4% nefndu almenna starfsmenn tölvu- og tæknideildar. Könnunin var framkvæmd 12.- 28. maí sl. í gegnum síma. Hringt var í 600 fyrirtæki og var svörun 74%. Gulir kleinu- hringir Ö Ailtaf ferskt... Select FASTEIGNAMIÐSTÖÐini P SKIPHOLTI SOB - SfMI 552 6000 - FAX 552 6005 Lautasmári Vorum að fá i sölu glæsilega fullbúna 153 fm íbúð í lyftuhúsi á 6. hæð (efstu). íbúðin er á tveimur hæðum. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni. Tvö baðherbergi og þvottahús í íbúð. Áhv. 7,0 millj. húsbréf. 4168. 4ra herb. íbúð í Kópavogi til sölu Vel skipulögð íbúð á 2. hæð. Sérþvottahús. Suðursvalir. Góð staðsetning. Upplýsingar í s. 896 1606. VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Oz með samning í Finnlandi Helsinki-borg endur- gerð í þrívídd FYRIRTÆKIÐ OZ er um þessar mundir í viðamiklu samstarfi við Helsinki Telephone Company í Finn- landi. í samstarfinu er tækni frá OZ notuð í einu metnaðarfyilsta Inter- net verkefni í Evrópu; Helsinki Arena 2000. Ennfremur hefur OZ tekið þátt í undirbúningi viðskiptaá- ætlanna sem snúa að verkefninu, segir í frétt frá Oz. Helsinki Arena 2000 felur í sér umfangsmikla samvinnu með aðild Helsinki borgar, háskólans og einka- fyrirtækja þar sem þjónusta er flutt á Netið. Verkefnið tengist eins og nafnið ber með sér aldamótunum, en þá ætlar símafyritækið að vera með alla Helsinki borg á öflugu breið- bandi. Einnig tengist verkefnið því að Helsinki er ein af menningarborg- um Evrópu árið 2000, rétt eins og Reykjavíkurborg. Jafnframt er stig- ið skref i áttina að því að sameina símakerfið og Nettækni með mark- vissum hætti. Heildarkostnaður við verkefnið og breiðbandskerfið nem- ur tugum milljarða íslenskra króna. Fram kemur að í þessu verkefni er stór hluti Helsinki-borgar endur- gerður í þrívídd og verður fyi-sti áfangi tekinn í notkun í september á þessu ári og eru fyrstu skil nú í þess- ari viku. Sú þjónusta sem fæst í þessum áfanga er meðal annars að- gengi að bókasöfnum, útvarps- og sjónvarpsefni, verslun og upplýs- ingaveitur. Mikill áhugi hefur verið á þessu verkefni í fjölmiðlum og fylgj- ast símafyrirtæki víða um heim vel með þróun mála, samkvæmt upplýs- ingum Oz. Tekið er fram að Finnar séu þjóða fremstir í símaþjónustu og netnotk- un, enda er samkeppni og neysla þar með því alh-a mesta sem gerist í heiminum. Helsinki Telephone Company fór á almennan markað í nóvember síðastliðnum með mjög góðum árangri og skipti Helsinki Arena 2000 miklu um verðmætamat markaðarins. segir í fréttinni að val símafyrirtækisins á OZ hafi vakið at- hygli þar sem mikil samkeppni er í Finnlandi og heimamenn með nokk- ur fremstu fyrirtæki á hátæknisviði í heiminum. YAMAHA 400 tegundir og afbrigði • Ráðleggjum um plöntuval • Sendum hvert á land sem er • Tvö ný fræðslurit komin: „Gróðursetning“ og „Ræktaðu garðinn þinn“ • Veggspjöld til með myndum af iaufhjám, barrhjám og skrautrunnum GRÓÐRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 581 2228 Sækið sumarið til okkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.