Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 24
24 LAUGAKDAGUR 13. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU MorgunDiaoio/n.giii SKIPVERJI á Júlla Dan ÍS fylgist með síldinni „krauma" í nótinni á síðunni. Fremur rólegt yfír síldveiðum Sfldin komin út úr íslensku lögsögunni FREMUR rólegt var yfir síldveið- unum í gær og skipin á stóru svæði um 60 mílur norður af Jan Mayen. Nokkuð hefur orðið vart við síld á svæðinu en hún er dreifð og vart í veiðanlegu ástandi. Flest síldar- skipin eru nú langt komin með kvóta sinn og nokkur þegar hætt veiðunum. í gær var endurúthlutað um 8.900 tonnum af síld af skipum sem annaðhvort höfðu afsalað sér heimildum sínum eða ekki hafið veiðar. Þegar Morgunblaðið ræddi við Óskar Þórhallsson, skipstjóra á Am- ey KE, í gær var verið að landa úr skipinu á Djúpavogi. Hann sagði síldina vera mjög fallega en stút- fulla af átu. „Það er slæmt að geta ekki nýtt þessa síld til manneldis. Hér fyrr á árum var síld sem við fengum í Jan Mayen lögsögunni öll söltuð en núna eru víst ekki mark- aðir fyrir þessa síld og hún fer öll í bræðslu," sagði Óskar. Óskar sagði óvíst hvort skipið færi aftur á miðin. „Við komum með aðeins um 400 tonn í land, enda áttum við ekki meiri kvóta. Við bíðum aðeins eftir aukaúthlut- un og þá fórum við um leið aftur.“ Loðnuvertíðin hefst 20. júní nk. og sagði Óskar að þá yrðu fáir til að fylgjast með sfldinni. „Flest skipin fara þá á loðnu og rannsóknaskipin verða í öðrum verkefnum. Eg hef trú á því að sfld sem var inn í fær- eysku lögsögunni gæti jafnvel verið komin inn íslensku lögsöguna núna. En það er enginn sem fylgist með því og það kemur sér illa fyrir samningsstöðu okkar,“ sagði Óskar. 8.900 tonnum endurúthlutað Samkvæmt upplýsingum sjávar- útvegsráðuneytisins hafa fjögur skip afsalað sér veiðiheimildum sem koma til endurúthlutunar, auk fjögurra skipa sem ekki hafa hafið veiðar en þau halda þó eftir um 500 tonnum hvert. Samtals koma því til endurúthlutunar 8.900 tonn og verður þeim úthlutað til skipa með sama hætti og í upprunalegri út- hlutun. í gær hafði Fisjdstofu verið tilkynnt um löndun á um 149 þús- und tonnum af sfld í norsk-íslenska sfldarstofninum og eru þá um 53.000 tonn eftir af heildarkvótan- um. Morgunblaðið/Björn Blöndal SKIPASKÝLIÐ, sem verið er að reisa hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Gert er ráð fyrir að hægt verði að koma þar inn um 800 tonna skipum. Skipasmíðastöð Njarðvíkur Byggir 50 þúsund rúmmetra skipaskýli Keflavík. Morgunblaðið. BYGGING er nú hafin á 50 þúsund rúmmetra skipaskýli hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur og er áætlað að skýlið, sem er 70 metra langt, 30 metra breitt og 30 metra hátt verði tilbúið um mánaðamótin júní-júlí. Stefán Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fyrirtæksins, segir að þar sem veðurfar skipti ákaflega miklu máli varðandi þau verkefni, sem stöðin stundaði þá væri hér um mikið hagsmunamál að ræða og að hann ætti ekki von á öðru en að skýlið borgaði sig upp með auknum verk- efnum. Það er fyrirtækið Lava sem er að reisa skipaskýlið en fyrirtækið er dótturfélag íslenskra aðalverktaka. Heildarkostnaður er um 160 milljón- ir króna. Skipasmíðastöð Njarðvík- ur var stofnuð árið 1945 og þar starfa um 40 manns. Helstu verkefni stöðvarinnar eru viðhald á fiskiskip- um og er gert ráð fyrir að hægt verði að koma um 800 tonna skipum inn í nýja skýlið. FJÓRIR menn biðu bana er Eritrear gerðu loftárás á bæinn Adigrat í Norður-Eþíópíu í fyrradag. Hér grætur dóttir eins þeirra föðurmissinn. Talið er, að hundruð manna hafi fallið í rúmlega mánaðarlöngu stríðinu. Styijöldin á milli Eþíópíu og Eritreu Litlar friðarhorfur Adigrat, Kairó. Reuters. BÆRINN Adigrat í Eþíópíu hafði verið yfirgefinn að mestu í gær en Eritrear gerðu á hann loftárásir í fyrradag. Tilraunir til að stilla til friðar milli ríkjanna hafa engan ár- angur borið en Eritrear vilja ekki fallast á það skilyrði, að þeir fari með her sinn af eþíópsku landi áður en viðræður hefjist. í árásunum á Adigrat í fyrradag biðu fjórir menn bana og 30 slösuð- ust. Óttast íbúarnir frekari árásir og hafa því flestir flúið burt. Talið er, að hundruð manna hafi fallið í stríðinu milli Eritreu og Eþíópíu síðan það hófst 6. maí sl. Barist er nú á þremur vígstöðv- um við landamæri ríkjanna en til- raunir stjómvalda í Bandaríkjunum og Rúanda til að bera klæði á vopn- in hafa komið fyrir ekki. Hafa Eritrear rekið um 3.000 Eþíópíu- menn burt úr landi sínu og í gær til- kynntu stjómvöld í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu, að ákveðnir Eritrear yrðu reknir þaðan. í Eþíópíu búa annars 550.000 Eritreumenn. Eþíópíustjórn hefur fallist á til- lögur Bandarikjanna og Rúanda en Eritreustjóm vill ekki fallast á að flytja her sinn til þeirra stöðva, er hann hafði fyrir 6. maí. að ríldsstjóm Verkamanna- flokksins myndi ekki sýna nauð- synlegt aðhald í fjármálum rfláss- ins hefðu því haft rétt fyrir sér. Ihaldsmenn sökuðu Brown þegar um að auka fjárútlát ríkisins þvert á yfir- lýsingar sem hann hefiir áður gefið. Malcolm Bruce, talsmaður frjáls- lyndra í fjármálum ríkisins, kvaðst hins vegar ekki telja aukafjárútlát Browns nægileg til að ná þeim úr- bótum í heilbrigðis- og menntamál- um sem kjósendur færa fram á. Breska stjórnin selur ríkiseignir Breytingar á meðferð almannafjár kynntar London. The Daily Telegraph. GORDON Brown, fjármálaráð- herra bresku ríkisstjómarinnar, tilkynnti í gær víðtækar breytingar á meðferð almannafjár. Gera breytingamar ráð fyrir að auknum útgjöldum til þátta í almannaþjón- ustu verði mætt með næstum 500 milljarða sölu á ríkiseignum árlega og verður þegar hafist handa við að selja meirihlutaeign ríkisins í nokkram stofnunum og fyrirtækj- um. Brown kom á óvart með því að útlista nákvæmlega eyðslu á al- mannafé á meðan þetta þing væri að störfum. Brown sagði jafnframt í yfirlýsingu sinni að aðgerðimar væra innan þeirra marka sem rílds- stjómin hefði erft frá fyrri ríkis- stjóm og að þeir sem spáð hefðu því Bondevik vongóður um Schengen-viðræður LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hefur heitið að vinna að því að samningaviðræður um Schengen-samninginn hefjist á milli Evrópusambandsins og Nor- egs, að því er hinn norski starfs- bróðir hans, Kjell Magne Bondevik, sagði í samtali við Aften- posten. Bondevik og Jospin áttu fund í París á fimmtudag um málið og kvaðst sá fyrmefndi nú mun bjartsýnni á lausn þess en áður, en Frakkar hafa verið tregastir aðild- arþjóða ESB til að fallast á að þjóðir utan sambandsins fái aðild að Schengen-samningnum. Norðmenn og Islendingar eru aukaaðilar að Schengen vegna að- ildar sinnar að norræna vegabréfa- sambandinu. Norðmenn gerðu samkomulag við ESB varðandi Schengen áður en ESB ákvað að fella hann inn í stofnsáttmála sinn á leiðtogafundi í Amsterdam í fyrrasumar. Sú breyting varð tfl þess að semja verður á nýtt um Schengen en Norðmenn hafa óskað eftir því að það verði gert áður en Amsterdam-sáttmálinn, kenndur við samnefndan leiðtogafund, tekur gildi frá næstu áramótum. Frakkar hafa verið tregir til að fallast á að Noregur og Island fái aðild að samkomulagi ESB um toU- frelsi og eftirlit á landamæram. A fundinum með Bondevik hét Jospin því hins vegar að leggja sitt af mörkum til að viðræður við Norð- menn hæfust sem fyrst og kvaðst Bondevik telja að það gæti jafnvel orðið í sumar og að þeim lyki í haust. Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir Bondevik að þrýsta á um við- ræður um Schengen, í ljósi þess að ríksstjómin norska hefði lýst sig mótfallna samkomulaginu, kvað hann svo ekki vera. Meirihluti þingsins væri fylgjandi samningum um Schengen og að Frökkum væri fullkunnugt um það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.