Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 27
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 27 ERLENT Táragas gegn and- stæðingum Abubakars Reuters HERMENN komu fljótt á vettvang þegar fólk safnaðist saman í Lagos til að mótmæla stjórn Abdulsalams Abu- bakars hershöfðingja. Var því stuggað burt með táragasi og byssuskotum. Lagos, Abuja. Reuters. LOGREGLAN í Nígeríu beitti í gær táragasi og skaut af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjölda, sem safnast hafði saman í Lagos til að mótmæla fjög- urra daga gamalli stjórn Abdulsalams Abubakars hershöfðingja. Mótmælin í gær og þau fyrstu gegn Abubakar voru jafnframt til minningar um, að nú eru liðin fimm ár síð- an herinn ómerkti lýðræðis- legar kosningar í landinu og tók sjálfur völdin. Fyrrver- andi herstjóri, Sani Abacha hershöfðingi, lést sl. mánu- dag og Abubakar hefur lýst yfir, að forsetakosningar verði haldnar í landinu í haust eins og Abacha hafði ráðgert. Framkvæmd kosninganna er mjög umdeild og ýmsir leiðtogar stjórnarandstöðunnar viðurkenna nú, að Abacha hafi ráðið mestu um það hverjir ætla að bjóða sig fram. í þeim hópi er enginn reyndur stjórnmálamaður enda voru sumir þeirra hræddir frá því með hótun- um og aðrir sitja í gæsluvarðhaldi án þess, að þeim hafi verið birt ákæra. Stjórnai-andstöðuflokkarnir fimm, sem áður stóðu saman í and- stöðu sinni við Abacha, eru nú ekki lengur á eitt sáttir um kosningarnar í haust og fram- kvæmd þeirra. Þorir ekki að sleppa Abiola Moshood Abiola, sem bar líklega sigur úr býtum í forseta- kosningunum 1993, hefur verið í fangelsi frá 1994 en stuðn- ingsmenn hans krefjast þess, að hann verði skipaður forseti á grundvelli kosninganna fvrir fimm árum. Abubakar gæti hugsanlega dregið eitthvað úr spennunni í landinu með því að láta hann lausan en flest bendir til, að hann muni ekki þora að hætta á það. Fundað um Kyoto-bókunina í Bonn Nær enginn árangur af loftslagsfundi Bonn. Reuters. TVEGGJA vikna fundi einna 150 ríkja um loftslagsmál lauk í Bonn í gær án verulegs árangurs. Fundur- inn var haldinn til að reyna að ná samkomulagi um hvernig standa ætti við Kyoto-bókunina um að ríki heims dragi úr losun gi-óðurhúsaloft- tegunda. Iðnríki og þróunarlönd eru enn á öndverðum meiði um hversu mikið hvor um sig eigi að draga úr losuninni og þokaðist lítt í samkomu- lagsátt á fundinum í Bonn. Um 1.200 fulltúar sátu fundinn til að reyna að komast að samkomulagi um hvernig uppfylla mætti skilyrði Kyoto-bókunarinnar, sem samþykkt Reuters 100 ára sjálfstæði IBUAR Filippseyja minntust þess í gær að öld er liðin frá því landið lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni. Kirkjuklukkum var hringt út um allt landið og fáni Filippseyja var dreginn að hún við nánast öll hús. Fidel Ramos, fráfarandi forseti, flutti ávarp við heimili Emilios Aguinaldos, ungs hershöfðingja, sem lýsti yfir sjálfstæði landsins 12. júní 1898 þegar landið hafði verið undir stjórn Spánverja í rúm 300 ár. Filippseyingur veifar hér þjóðfánanum við eftirlíkingu af húsi hershöfðingjans í Manila. var í samnefndri borg í desember sl. Hún kveður m.a. á um að iðnríki dragi úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 5% fyrir árið 2012. Fulltrúi frá Senegal sagði fulltrúa á fundinum vera sammála um það eitt að loforðin dygðu ekki ein og sér. „Annar hópurinn sakar iðnríki um að standa ekki við skuldbindingar sínar. Hinn hópurinn segir það ekki nóg því að allir þui’fi að leggja sitt af mörkum," segir Bakary Kante, sem sat í forsætisnefnd Bonn-fundarins. Svo virtist þó sem einhver árangur hefði náðst, þar sem farið væri að deila um æ smærri atriði og því væri von til þess að takast mætti að ná samkomulagi fyrir leiðtogafund um loftslagsbreytingar, sem halda á í Buenos Aires í Ai’gentínu í nóvem- ber. A meðal þess sem ekki náðist sam- komulag um, var framkvæmd sölu á „útblásturskvótum“. Þá deildu þró- unarríki og ýmis náttúruverndar- samtök hart á iðnríki fyrir að hafa fengið því framgengt að fjárframlög ríkja til umhverfismála utan heima- landsins gætu í ákveðnum tilfellum orðið til þess að þau þyrftu ekki að draga eins mikið úr mengun heima- fyrir. Guerlain særist í skotárás JEAN-Paul Guerlain, þekktur franskur ilmvatnsframleið- andi, og lífvörður hans særðust í skotárás tólf innbrotsþjófa í sveitasetri hans nálægt París í gær. Guerlain fékk skot í fót- inn og lífvörðurinn særðist al- varlega, fékk að minnsta kosti eitt skot í bringuna. Innbrots- þjófarnir komust undan með peninga, silfurmuni og skart- gi-ipi. Izetbegovic í framboð ALIJA Izetbegovic, fulltrúi múslima í forsætisráði Bosniu, kvaðst í gær ætla að verða í framboði í kosningunum til ráðsins í september, en hann hafði sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Izetbegovic kvaðst hafa skipt um skoðun vegna mikils þrýst- ings frá flokksbræðrum sínum. ÞROSKAHJÁLP Á NORÐURLANDI EYSTRA Foreldraráðgjafi óskast Þroskahjálp á Norðurl-eystra óskar að ráöa startsmann í 50% starf, frá 1. ágúst. Sveigjanlegur vinnutími. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af málefnum fatlaðra. Viðkomandi startsmaður þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti og geta unnið sjálfstætt, hafa gott vald á íslenskri tungu og geta unniö á tölvu. Umsóknir með uþplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu Þroskahjálpar á Norðurl-eystra, Kaupangi v/Mýraveg, 600 Akureyri, fyrir 1. júlí. Nánari upplýsingar gefur Lilja Guðmundsdóttir í síma 462 6558 á kvöldin. Þakka af hlýhug öllum þeim er glöddu mig á 80 ára afmœli mínu þann 18. maí sl. með gjöfum, blómum og skeytum. Helga Stefánsdóttir, Víðilundi 24. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 4. flokki 1994 2. flokki 1995 Innlausnardagur 15. júní 1998. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.714.164 kr. 1.542.833 kr. 154.283 kr. 15.428 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.398.510 kr. 1.000.000 kr. 1.279.702 kr. 100.000 kr. 127.970 kr. 10.000 kr. 12.797 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.134.235 kr. 1.000.000 kr. 1.226.847 kr. 100.000 kr. 122.685 kr. 10.000 kr. 12.268 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. GK] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 31. útdráttur 28. útdráttur 27. útdráttur ■ 25. útdráttur 20. útdráttur ■ 16. útdráttur 13. útdráttur 12. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV mánudaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. Q83 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.