Morgunblaðið - 13.06.1998, Side 39

Morgunblaðið - 13.06.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 39 ________________________x Leikið til sigurs Heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur ----------——--?----- nú sem hæst. Arni Matthíasson brá sér í tölvuleik sem byggir á HM’98 á milli útsendinga. EIR sem á annað borð kunna að meta knattspyrnu sitja væntanega límdir við skjáinn á meðan á útsendingum stendur frá Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þegar stund er á milli stríða í Frakklandi má síðan setjast við tölvuna og bregða sér í knattspyrnuleik og taka völdin; setja saman eigið landslið og stýra því á verðlaunapall. Fjöldi fótbolta- leikja hefur komið út fyrir HM’98 í Frakklandi, en eins og búast mátti við er sá besti frá Electronic Arts og kallast einfaldlega World Cup 98. Electronic Arts hefur verið í fremstu röð í íþróttaleikjum eins og þeir vita sem á annað borð hafa leikið íþróttaleiki í tölvum, hvort sem um er að ræða Nintendo 84, Playstation, Saturn eða PC-sam- hæfðar tölvur. íþróttaleikir Elect- ronic Ai'ts era fyrst og fremst góð- ir fyrir frábæra grafík og eðlilegar hreyfingar, en ekki er minna um vert að allir helstu leikirnir era unnir í samvinnu við opinbera aðila iþróttarinnar, til að mynda kannast margir við NBA-leikina og NHL, en síðasti leikur í síðarnefndu leikjasyrpunni var ótrúlega hraður og vel heppnaðm'. Þegar fótbolti er annars vegar hafa þeir EA-menn samið við FIFA um að fá að nota nafnið og fyrir vikið hefur fyrir- tækið aðgang að meiri upplýsing- um en ella. í nýjasta fótboltaleik EA kemur samstarfið við FIFA að góðum notum, því leikurinn er ótrúlega nákvæmur og nálægt því sem gerist á grænum flötum Frakklands nú um stundir. Góð grafík aðal FIFA- leikjasyrpu EA Eins og getið er hefur Electronic Arts gefið út leiki sem kallast FIFA með viðeigandi ártali skeyttu við. FIFA ‘98 kom út seint á síðasta ári og viðbót við þann leik sem kallast FIFA: Road to World Cup 98, eða leiðin að heimsbikarn- um. Svona rét til að ragla leikja- og íþróttaáhugamenn sendi EA síðan frá sér einn knattspymuleik, World Cup 98, skömmu fyrir heimsmeistarakeppnina. FIFA: Road to World Cup 98 var og er framúrskarandi leikur og þó þeir sem eiga þann fái sér sjálf- sagt World Cup 98 þá er eldri leik- urinn umfangsmeiri en sá síðar- nefndi, enda er World Cup 98 tak- markaður við_ sjálfa heimsmeist- arakeppnina. I eldri leiknum era þannig 189 lið, en í World Cup 98 era þau aftur á móti 48. Eins og getið er hefur góð gi-afík verið aðal FIFA-leikjasyrpu EA og batnað eftir því sem framfarir í tölvutækni hafa gefið tilefni til. Þannig var FIFA: Road to Woi'ld Cup 98 glæsilegasti íþróttaleikm- sem þá hafði komið fram og enn gengur EA feti framar með World Cup 98. Hreyfingar leikmanna eru byggðar á myndum af raunvera- legum mönnum sem lesnar era inn í tölvu og unnar þar. Fengnir vora leikmenn úr bandarísku atvinnu- mannadeildinni til að sitja fyrir, sóknarmaðurinn Roy Lassiter, miðjumaðurinn Preki Radosa- vljevic, markmaðurinn Mark Dodd og varnarmaðurinn Cle Kooiman. Þrír þeir fyrrnefndu hafa leikið með bandaríska landsliðinu en Ra- dosavljevic er sá eini sem komst í liðið að þessu sinni. Útlit valmynda er mjög endur- bætt, aukið er við í hreyfimyndum á milli leikja og þegar eitthvað markvert gerist á vellinum og svo er hænsnfuglinn sem þeir Frakkar skreyta keppnina með hvarvetna nálægur. Leikandinn velur sér lið úr hópi þeirra 32 sem komast í keppnina, en alls er hægt að velja úr 40 liðum upphaflega, og keppnin fer fram í tveimur þrepum; átta fjögurra liða riðlum, síðan sextán liða útsláttar- fyrirkomulagi, fjórðunggsúrslitum, undanúrslitum og loks úrslita- keppninni. Leikið er á sömu leik- vöngum og í Frakklandi og fyrir hvern leik er stutt kynning á við- komandi héraði. Einnig er hægt stýra liðum sem þátt hafa tekið í keppninni, til að mynda sigurliði Englendinga 1966, brasilíska liðinu 1970, hollenska liðinu sem Argent- ínumenn rétt mörðu 1978, heims- meisturam Þjóðverja frá 1990 og svo má telja. Tekur tíma að læra á leikinn Það tekui' tíma að læra á leikinn, því hreyfingarnar era fleiri en forðum og hægt að gera nánast hvað sem manni dettur í hug, hvort sem um er að ræða skot eins og hjólhestaspymur eða ýmislegar fótahreyfingar til að leika á varnar- menn. Leikaðferðh- era þrjár og hægt að skipta í miðju kafi, til að mynda ef rangstöðutaktíkin er ekki að gefa góða raun eða ef and- stæðingurinn sér við breska leikstílnum með löngu sendingun- um. Mun auðveldara er að eiga við leikskipulagið í World Cup 98 en var í FIFA 98 og hægt að forrita lykil til að skipta samstundis. Líka er hægt að beita flóknum leikflétt- um á einfaldan hátt sem gerir leik- inn hraðari; til dæmis er hægt að grípa til rangstöðugildru á réttu augnabliki og snara sér snimm- hendis í sókn í kjölfarið. Líkt og í FIFA 98 má stilla flest þau atriði sem skipt geta máli í einum leik fyrir leikinn, sóknar- og vamar- stig, markaáfergju einstakra leik- manna og eigingirni og svo má telja. Greind tölvunnar er nokkuð bætt í leiknum, en þó era í henni nokkrar eyður, sérstaklega hvað varðar markmenn, sem era þó betri en var í FIFA 98. Tölvan fer greinilega mjög eftir því hvaða lið era á styrkleikalistanum og Marokkó er þannig mun slakara lið er Noregur þó annað hafi komið á daginn. Leikstíll tölvunnar breyst- ist eftir stöðunni í viðkomandi leik; þannig er hún varnarsinnuð og tek- ur hlutina rólega á miðjunni fram- an af leik, en komist hún undir verður sóknarleikurinn mun beitt- ari og varnarmenn fljótari að koma boltanum fram. Eftir að leikanda hefur tekist að gera lið sitt að heimsmeistara gefst honum meðal annars kostur á að sjá klassíska HM-leiki; til að mynda úrslitaleik Uraguay op Argentínu á sínum tíma. Lýsing við þann leik er fróðleg og skemmtileg og reyndar er hljóðrás World Cup 98 afskap- lega skemmtileg, bæði hvað varðar raddsetningu og áhrifshljóð. Gary Lineker and Chris Waddle leggja leiknum til raddir og frægir sjón- varpsmenn lýsa. World Cup 98 gerir kröfu um 100MHz Pentium tölvu með 16 MB innra minni, fjögurra hraða geisla- drifi og 15MB lausum á hörðum disk hið minnsta, en meira ef vista á leiki, hljoðkort sem styður DirectX 5.x og 1 MB PCI skjákort. Hægt er að nettengja og geta mest 20 leikið, upp undir fjórir á hverri tölvu. Hann styður 3Dfx og PowerVR þrívíddarkort og reynd- ar er til viðbót fyrir þá sem era með Voodoo2. Eins og getið er er leikurinn til fyrir Playstation og Nintendo 64 og þykja báðar útgáf- ur vel heppnaðar þó grafíkin verði aldrei eins góð og á pésa með þrí- víddarkorti. Svindlað í heims- meistarakeppninni Hægt er að svindla í World Cup 98, þó sum svindlin séu kannski hálf einkennileg. Þannig má stækka höfuð leik- manna, láta boltann loga og svo má telja. Svindlin eru þannig framkvæmd að valinn er sá möguleiki að breyta leikmönn- um í liðavalmyndinni, eftirfar- andi texti sleginn inn sem nafn leikmannsins, slegið á færslu- hnapp, Enter, og ef svindlið heppnast heyrist hljóð. Síðan er hægt að fara til baka og breyta nafninu aftur í það sem var. Þegar komið er í aðalvalmynd er hægt að velja svindlið með því að slá á Scroll Lock-hnappinn. Zico og þá er hægt að leika frægan leik frá 1982, þegar ítal- ir slógu Brasilíumenn út úr keppninni. Hurst og þá er hægt að leika helstu leiki 1966, 70, 74, 78 og 82. Kenny gefur logandi bolta. Gabo stækkar höfuð leik- manna. Kyle breytir öllum í beina- grindur. Mr Hat gerir boltann óút- reiknanlegan. Powder og allir fara að hreyfa sig sérkennilega. Neila og leikmenn breytast í geimverur. Þú fœrð r hjá Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast fortjald og eldhús og frábær ending,- þess vegna er Camp-let framúrskarandi tjaldvagn ár eftir ár eftir árl Fortjöld á allar gerðir hjól- og fellihýsa,- klassísk gæði. Frábæru hollensku fellihýsin eru komin aftur. Nýtt útlit. Agjör paradís! Pallhús fyrir flestar gerðir pallbíla,- og verðið er mjög gott! Opið um helgina lau. 10-16 og sun 13-16. ^ÍSLI JÓNSSONehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.