Morgunblaðið - 13.06.1998, Page 56

Morgunblaðið - 13.06.1998, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Rúmgóðar geymsluhirslur • Rúmgóðir skápar 1 Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi • Svefnpláss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi • Varadekk, festing og varadekkshlíf • Ljósabúnaður skv. EES staðli • Skrúfaðir undirstöðufætur • Lokaður lyftubúnaður • Ryðvarinn undirvagn • og margt fleira 447.000 jjliliiir sta ó g re i tt ' Sportbúð - TÍtan • Seljavegi 2 SÍmi 551 6080 • Fax 562 6488 í DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bréf til borgarstj órnar Reykjavíkur SL. sunnudag 7. júní (sjó- mannadaginn 1998) brá svo við að líf fór að færast í svo- nefnt Ingólfstorg í miðborg Reykjavíkur. Leikin var tónlist af diski og fólk hóf að dansa og skemmta sér, og öðrum sem á horfðu til mikillar ánægju og gleði. Það er þetta sem hefur sárlega vantað hingað til á góðviðrisdögum á sumrin, það er fólk og fjör á þessu blessaða tilgangslausa tor- gi, sem að öðru jöfnu er al- gjörlega autt af fólki, nema nokkrum hjólabretta- strákum, sem þó aðeins lífga upp á torgið, en falla því miður fáum í geð. Eg vil endilega gera það að tillögu minni, og skora hér með á borgarstjórn Reykjavíkur og/eða íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar, sem senni- lega fer með þessi mál, að gera nú í sumar, sem reyndar átti að vera búið fyrir löngu, Ingólfstorg áhugavert fyrir borgarbúa t.d. með því að fá tónlistar- fólk til að kynna tónlist sína á torginu á góðviðris- dögum, þá meina ég alla góða daga, en ekki bara um helgar. Legg ég til að fjölbreytt tónlist verði flutt, dægurtónlist (dans- músik) og kiassísk af okk- ar frábæra tónlistarfólki bæði með hljómflutningi og söng. Fylla Ingólfstorg af fólki og fjöri og láta það standa undir nafni. Undan- farin ár, eða allt frá opnun, hefur torgið verið dautt, utan einn dag á ári, þ.e. 17. júní. Borgarbúar og stjóm Reykjavíkurborgar. Fær- um líf og fjör í borgina okkar með heilbrigðum og hófsömum uppákomum. Bjóðum tónlistina vel- komna. Borgari. Afleit þjónusta Land- mælinga íslands FYRIR nokkrum dögum lagði ég leið mína í korta- verslun Landmælinga ís- lands og ætlaði að fá mér nýtt jarðfræðikort og gróðurkort sem Náttúru- fræðistofnun hefur nýlega gefíð út. Þegar í verslun- ina kom var mér sagt að kortin væru þar ekki til sölu og þegar ég innti eftir skýringu var mér tjáð að það væri samkvæmt skip- un yfirmanna stofnunar- innar. Jafnframt var mér vísað í bókabúð Máls og menningar til að kaupa kortin. Ástæða þessara skrifa er sú að lýsa furðu minni á því að verslun í eigu ríkisins skuli ekki selja gögn frá öðru ríkis- fyrirtæki, einvörðungu vegna duttlunga yfir- manna. Mér er spurn, get- ur stofnun sem er niður- greidd af almannafé hagað sér á þessa vegu, sérstak- lega þar sem hún gefur sig út fyrir að reka sérverslun með landakort. Ekki sá ég heldur kort Máls og menn- ingar í hinni opinberu kortaverslun ríkisins. Hins vegar sá ég kort Landmælinga íslands í bókaverslun Máls og menningar, því þar ráða viðskiptavinirnir hvað þeir kaupa, ekki yfirmenn fyr- irtækisins. Eg held að hin- ir furðulegu yfirmenn Landmælinga íslands ættu að vakna til vitundar um breytta viðskiptahætti og hafa á boðstólum öll þau landakort sem gefin hafa verið út af landinu. Að öðrum kosti ætti ríkið að hætta slíkum rekstri umyrðalaust. Rúnar Sigurjónsson, Miðtúni II, Reykjavik. Tapað/fundiö ÆT íltVlVlI 111 skilvíss flnnanda MIG langar að senda manninum sem fann vesk- ið mitt í Húsafelli og skil- aði því í sundlaugina þar, bestu kveður og þakklæti fyrir heiðarleikann. Sól- veig. Dýrahald tsrunt seoiavesKi týndist BRÚNT seðlaveski úr leðri týndist á Höfðabakka 28. maí. Finnandi vinsam- lega hringið í síma 554 4086. Grár páfagaukur týndist GRAR páfagaukur týndist frá Austurbergi, Breið- holti, 17. maí sl. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi samband í síma 557 7241. Kettlingar fást geflns Kettlingar fást gefins. 8 vikna, fallegir og kassa- vanir. Upplýsingar í síma 565 1034. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... SVÆÐIÐ framan við Hallgríms- kirkju, sem til skamms tíma var fremur óhrjálegt og illa hirt, er nú orðið að fallegu torgi sem er borg- arprýði. Hins vegar er auðvitað frá- leitt að þetta torg heiti ekki neitt. Hvernig væri Hallgrímstorg eftir sálmaskáldinu, Leifstorg eftir land- könnuðinum, sem styttan á torginu er af, eða þá Skólavörðutorg, eftir því horfna mannvirki, sem eitt sinn stóð á þessum stað? XXX STUNDUM eru föstu punktamir í lífi fólks færðir til fyrirvara- laust. Víkverji brá sér í vikufrí til útlanda og þegar heim var komið fór hann eins og venjulega í Hag- kaup í Kringlunni til að kaupa eitt- hvað í tóman ísskápinn. Þá var búð- in alveg óvænt búin að skipta um nafn og útlit og sama átti við um verzlun Hagkaups á Laugavegi. Víkverji kom algerlega af fjöllum. Hann er ekkert stórhrifinn af breytingunni, enda virðist verðið í Nýkaupi, eins og þessar verzlanir kallast nú, ekki sérlega hagstætt. Þar sem búðin í Kringlunni er sú, sem er næst vinnustað Víkverja, og sú á Laugaveginum næst heimili hans, er hann ekki himinglaður með þessa andlitslyftingu, sem hann fær ekki séð að hafi skilað sér í auknu úrvali eða bættri þjónustu. xxx A* ÞRENGINGATÍMUM sem þeim, sem nú fara í hönd, finnst Víkverja dagsins þörfin fyrir aðra rás hjá Ríkissjónvarpinu augljós. Fótboltinn tröllríður dagskránni svo herfilega að varla er opnandi fyrir kassann. Auðvitað er þetta skemmti- legt fyrir þá, sem hafa fótbolta að áhugamáli, en eitthvað segðu þeir sennilega ef hinir, sem hafa engan áhuga á fótbolta, fengju annan eins skerf útsendingartímans fyrir sín áhugamál. Víkverji gæti til dæmis alveg hugsað sér heilan mánuð, þar sem væri tveggja klukkustunda dag- skrá á hverjum degi um brezka póli- tík, ítalska matargerð, rússneska tónlist eða endurbyggingu gamalla húsa í Þingholtunum, en líkast til yrði margur fótboltaunnandinn ekki hriftnn. Getur Ríkissjónvarpið ekki a.m.k. opnað tímabundið sérstaka fótboltarás og haft sæmilega vitræna dagskrá á aðalrás sinni á meðan?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.