Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 49

Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 49 Að safna! Frá Matthíasi Kristiansen: STUNDUM taka framtakssamir krakkar sig saman og ganga hús úr húsi og safna fyrir eitthvert gott málefni - að eigin sögn. Að söfnun lokinni „ákveða" þau svo að verja afrakstrinum í eitthvað annað, t.d. í eigin þágu. Þegar þetta spyrst út, ætlar allt af göflunum að ganga, lögreglan varar fólk við og allir eru á verði. Eftir hamfarimai- á Flateyri var fjársöfnunin „Stuðningur í verki“ og þjóðin gróf djúpt ofan í vasa sína. Aldrei kom fram, á meðan á söfnun stóð, að fénu ætti að verja í neitt annað en stuðning við þessa ólánssömu landa okkar. Ýmsar óánægjuraddir íbúa hafa heyrst vegna úthlutunar fjárins en nú keyrir um þverbak. Söfnunar- stjórn hefur ákveðið að fólk megi ekki fá meira, nóg sé komið af stuðningi við það. Hvílík forsjár- hyggja! Almennir borgarar gáfu þetta fé, greiddu af því skatta og ætluðust til að fómarlömbin nytu góðs af ÖLLU söfnunarfénu. Ef stjórnin getur ekki úthlutað þessum 50 milljónum, á hún einfaldlega að segja af sér og fá féð öðmm til dreifingar. Einnig er hreinlega hægt að skipta fénu jafnt milli eft- irlifandi íbúa, styðja ákveðin verk- efni til uppbyggingar og fleiri lausnir er eflaust hægt að finna. En það nær ekki nokkurri átt að ætla sér að halda einhverri úthlut- unarstjórn gangandi ámm saman til að annast um óúthlutað gjafafé sem bara rýnar við geymslu. Fyrir nú utan þá lítilsvirðingu sem Fær- eyingum er sýnd en þeir söfnuðu einmitt 50 milljónum handa Flat- eyi-ingum. Er verið að senda þeim þau skilaboð að gjafir þeirra hafi verið óþarfar? Nei, það er sama hvað tautar og raular, féð á að fara til Flateyrar og ekkert annað. Ef þessi áform hins vegar ganga eftir, fer þjóðin varlega í almennar safnanir til góðgerðarmála héðan í frá. MATTHÍAS KRISTIANSEN, Bóistaðarhlíð 42, Reykjavík. Aðsendar greinar á Netinu S> mbl.is _/\LL.TAf= eiTTH\SAT> NÝTT P freyðivítamín gædin skipta öilu Fæst í apótekunum GÆÐI í HVERJUM DROPA STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Verðurlokuð í nokkra daga vegna breytinga Meðan á breytingunum stendur verður opið frá 9.00-18.30 í STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 TILBOÐSDAGAR 2.-6. FEB. 20-60% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ARCADÍA HANSSON <$>a^uaoFBra ruitei FRA van oils LEÐURIÐJAN LAUGAVEGI 15, SÍMI 561 3060 30% afsláttur í 3 daga hjá verslunum Lyfju Ráðgjöf verður kl. 14-18 í: Lyfju Lágmúla mánud. 1. febrúar Lyfju Hamraborg þriðjud. 2. febrúar Lyfju Setbergi miðvikud. 3. febrúar LYFJA Lyf á lágmarksverði NYI LISTINN KOMINN póstverslun fyrir hannyrðavini_________ Saumaklúbbar! Kvöldið verður skemmtilegra með hannyrðir við höndina Hringið og pantið ókeypis eintak SÍMI533 5444 FAX 533 5445 Svarseðííí I___| já takk! Sendið már póstlistann - mér að KOSTNAÐARLAUSU! Nafn__________________________________ Heimilisfang_________________________________ Póstnúmer____________________________________ Margaretha, Kringlunni 7,103 Reykjavík, sími 533 5444 .>■ )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.