Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 22

Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 22
22 FOSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Gagngerar endurbætur á hótelinu í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Feðgarnir Þorbergur Bæringsson og Sæþór Þorbergsson í einu her- bergjanna sera er verið endurgera. Þorbergur hefur umsjón með fram- kvæmdunum sem ljúka á í mars og Sæþór er hótelstjóri. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þorskhausar á fjósgafli Stykkishólmi-Þessa dagana er verið að endurnýja öll herbergin á hótel- inu í Stykkishólmi. Hlutafélagið Þór hf. er eigandi hótelsins og stendur að endurbótun- um. Á herbergjum er öllu gömlu hent út og lagt parket á öll gólf og veggir málaðir. Öll húsgögn verða ný. Þá verður skipt um alla glugga hótelbyggingarinnar og húsið málað að utan. Lyfta verður sett í húsið. I haust var veitingasalurinn lagfærð- ur mikið. Tekin verður í notkun í vor ný símstöð á hótelinu þar sem hægt verður að tölvutengja herbergin. Með því er verið að horfa til ráð- stefnuhalds. Framkvæmdum á að vera lokið um miðjan mars. Rekstur hótelsins í Stykkishólmi hefur gengið mjög illa síðustu ár. Því hefur ekki verið hægt að sinna viðhaldi húsnæðisins og var mjög aðkallandi að bæta þar úr. Það var í vor að Foss-hótelkeðjan tók hótelið á leigu og gerður var 10 ára samn- ingur þar. Að sögn hótelstjórans, Sæþórs Þorbergssonar, hefur verið nóg að gera hjá nýjum rekstraraðil- um. Aðsókn að hótelinu hefur verið góð og í fyrsta skipti í mörg ár hefur ekki komið „dauð“ helgi á haust- mánuðum. Með þessum miklu end- urbótum verður auðveldara að afla fleiri verkefna og segist Sæþór hlakka til að geta boðið gestum sín- um upp á fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu. EINAR Klemensson, bóndi í Prests- húsum í Reynishverfi, nýtir fjós- gaflinn til þess að þurrka þorsk- hausa. Hann fékk fyrir skemmstu 200 hausa að gjöf og taldi hentug- ast að hengja þá upp á fjósið. Vera kann að einhver telji að hætt sé við að fjósalykt verði að hausunum, en Einar var ekkert að velta því fyrir sér. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Unnið að því að flytja skúrinn niður á bryggju. Olíubirgðastöð á Tálknafírði minnkuð Tálknafirði - í sumar og haust hef- ur verið unnið að því að fjarlægja olíu- og bensínbirgðatanka af at- hafnasvæði Esso/Olíudreifingar á Tálknafirði. Fyrir skömmu kom Bakkafoss, strandferðaskip Eimskips, inn á Tálknafjörð að sækja þann tank sem var stærstur og geymsluhús sem ekki voru not fyrir. Nú er að- eins einn tankur eftir á svæðinu og mest af eldsneytinu sem notað er á Tálknafirði er nú flutt frá Patreks- firði með tankbíl. Það heyrir til undantekninga að svo stór skip sem Bakkafoss legg- ist að bryggju í Tálknafirði þar sem áætlunarsiglingar til Tálkna- fjarðar lögðust af fyrir nokkrum árum. Vann ferð til Á AMERÍSKUM dögum sl. haust í verslunum KA var staðið fyrir leik í samvinnu við Flugleiðir. Viðskipta- vinir svöruðu spumingum og gátu unnið til ferðar fyrir tvo til Minnea- polis í Bandaríkjunum með Flugleið- um. Núna rétt fyrir jólin var dreginn Minneapolis út vinningshafi og honum afhent gjafabréf; ferð fyrir tvo til Minnea- polis. Vinningshafinn var Krisín Stefánsdóttir frá Selfossi og tók hún við gjafabréfinu úr hendi Helga Sig- urðar Haraldssonar, markaðsstjóra KÁ-verslana. Salmonella í hrossum í Vetleifsholti Skipuleg sýnataka eftir helgina STAÐFEST er að hrossin þrjú auk einnar kindur sem drepist hafa á bænum Vetleifsholti á Suðurlandi undanfarið drápust úr salmonellu. Að sögn Katrínar Andrésdóttur hér- aðsdýralæknis á Suðurlandi fer yfir- dýralæknisembættið af stað með skipulega sýnatöku eftir helgina, „til að við áttum okkur á umfangi og al- varleika ástandsins". Fyrsta hrossið drapst í í nóvember og svo tvö um jólin en ekki hafa fleiri hross veikst svo vitað sé. Katrín seg- ir bæinn hafa verið undir ströngu eftirliti og gengið hafi verið ti-yggi- lega frá hræjunum enda eigendur áttað sig fyllilega á alvarleika máls- ins. Afkomendur Valgerðar frá Hofí í Vatnsdal Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ágúst þriðji sonur Valgerðar þriðju skírður um jólin FIMMTI ættliðurinn og jafnframt þriðji Ágústinn frá Ágústi B. Jóns- syni fyrrum bónda á Hofi í Vatnsdal var skírður um jólin. Þetta er ef til vill ekki í frásögur færandi nema að nöfn þeirra Valgerðar Einarsdótt- ur (Bólu Einars) er á Hofi bjó á fyrri hluta þessarar aldar og sonar hennar Ágústar sem fyrr er getið hafa ávallt komið fram í hverjum ættlið Geitaskarðsarms þessarar ættar. Valgerður, fyrrverandi húsfreyja á Geitaskarði, dóttir Ágústar og Ingunnar Hallgrímsdóttur á Hofi, á m.a. Ágúst Sigurðsson (Þorbjarnar- son), bónda á Geitaskarði, og ein dóttir hans og Ásgerðar Pálsdóttur heitir Valgerður og á hún þann son er á jólum var skírður Ágúst, reyndar Ragnar að fyrsta nafni Ró- bertssonar Ragnarssonar og búa þau í Grindavík. Á myndinni eru Valgerður Ágústsdóttir, Ágúst Sig- urðsson ogValgerður Ágústsdóttir með son sinn Ragnar Ágúst Ró- bertsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.