Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 8
0001 Hf- F1603 8 LAUGARDAGUR 22. JANUAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Örvæntingarfull leit að nýjum leiðtoga Samfylkingar á enda: Sjáið þið bara hvað þetta er bjart, það er bara ekkert inni sem skyggir á. Neyðaráætlanir fyrir menningarstofnanir Menningar- verðmæti gætu glatast María Karen Sigurðardóttir Komið er út rit sem inniheldur leið- beiningar um hvernig á að undirbúa neyðaráætlun fyrir menningarstofnanir. Rit- ið er frá Kanada og hafa María Karen Sigurðar- dóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson þýtt það og staðfært. Klukkan 11.30 hinn 25. janúar nk. verð- ur kynning í Norræna húsinu þar sem fjallað verður um hvernig menn- ingarstofnanir geti staðið að gerð neyðaráætlana. María Karen var spurð hvort ekki væri til neitt slíkt á íslandi? „Nei, það eru engar áætlanir til í landinu um björgun menningarverð- mæta. Þegar eitthvað gerist, hvort sem það er minni háttar slys, eldgos eða snjóflóð þá get- ur sú staða komið upp að söfn verði fyrir þessari vá. Þá er auðvitað byrjað á því að bjarga mannslífum. Þar næst er hugað að menningarverðmætum. Þá þarf að meta ástandið og hvað hefur gerst og gera áætlun í samræmi við aðstæður. Enn sem komið er hafa ekki alvar- legar hlutir gerst í þessum efn- um - og þó! Þegar snjóflóð varð á Flateyri 1995 þá varð safna- húsið þar fyrir flóðinu og grip- irnir frá Byggðasafni Vestfjarða fóru á víð og dreif, það náðist að bjarga einhverju." - Hvernig á að vinna neyðar- áætlun fyrir menningarstofnan- ir? „Byrjað er á að gera sér grein fyrir staðsetningu, hvort hætta sé á flóðum, snjóflóðum, hvort jarðhræringar séu á svæðinu. Því næst er spurt hvort þak og jafnvel háaloft á byggingu sé hætt við leka, hvort safngripir séu geymdir á þess- um stöðum. Einnig er ástæða til að velta fyrir sér hvort reyk- skynjari sé í byggingunni, hita- skynjari, brunaboði, slökkvi- tæki, raka- eða vatnsskynjari, hvort sjálívirkur slökkvibúnað- ur sé fyrir hendi og í framhaldi af þvi hvort þessi búnaður sé skoðaður reglulega og prófaður og viðhaldið samkvæmt reglu- gerðum. Þegar búið er að fara yfir þetta allt saman þá áttar maður sig betur á hver aðstaða safnsins eða stofnunarinnar sé og þá er hægt að gera ráðstaf- anir í kjölfarið." - Hvernig sýnist þér íslensk söfn og stofnanir standa í þess- um efnum? „Það er upp og ofan. Kannski er það vegna þess að öll söfn á landinu eru meira og minna undirmönnuð. Úti á landi sér kannski ein mann- eskja um heilt safn fyrir ákveðið svæði og það segir sig sjálft að hún kemst ekki yfir allt sem gera þarf. Þá fer maður að velta því fyrir sér hvort það sé í raun hlutverk hins opinbera að huga betur að þessum verðmætum. Við yrðum ansi fátæk ef allt þetta sem við höfum safnað saman gegnum aldirnar færi. Þessar stofnanir eru líka oftast í fjársvelti og lenda fyrstar und- ir niðurskurðarhnífnum, ef þarf að skera niður fjárhagslega. ► María Karen Sigurðardóttir fæddist 1969 á Akranesi. Hún lauk prófi í vélsmíði frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands 1988 og lauk tæknistúdentsprófi frá sama skóla 1991 og BS-prófi í forvörslu frá Konservatorskolen í Kaupmannahöfn. Man'a starf- aði við Árbæjarsafn við forvörslu m.a. um tíma en er nú forvörður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Marfa Karen er gift Jóni Kalman Stefánssyni rithöfundi og eiga þau einn son. Þess vegna skortir á viðunandi geymslurými þannig að hægt sé að hlúa að þessum verðmætum samkvæmt kröfu um varðveislu. Það vill oft verða að stofnanir fá ekki peninga til þess að koma upp almennilegum geymslum og því er iðulega verið að geyma menningarverðmæti víða um bæi eða sveitir við vægast sagt mismunandi aðstæður. Ef mað- ur fer að hugsa um endingar- tíma safngripa og verðmæta þá þarf að vera ákveðið hita- og rakastig í geymslunum svo mun- irnir endist lengur. Upp á þetta vantar mikið. Sem dæmi get ég nefnt ljósmyndir, ef þær eru geymdar við mínus 20 gráður og um 20% raka þá endast þær í allt að þúsund ár, en ef þær eru við 24 gráður á celsíus og 40% raka þá endast þær innan við hundrað ár. Þetta segir sína sögu.“ -Eru uppi ráðagerðir um að dreifa þessu nýja riti? „Já, ég dreifí því á kynningar- fundinum í Norræna húsinu en þeir sem ekki komast á fundinn geta haft samband við Ljós- myndasafn Reykjavíkur og fengið eintak. Ljósmyndasafnið gefur ritið út og afhendir það endurgjaldslaust til þeirra sem áhuga hafa á að eiga það.“ - Hver samdi þetta kandíska rit? „Það er gefið út af Canadian Conservat- ion Instetute og Canadian Heritage en enginn ákveðinn aðili er látinn heita höfundur." - Var erfitt að staðfæra ritið? „Já og nei - við reyndum að bæta inn í íslenskum veðurfars- aðstæðum og svo slepptum við ýmsu sem ekki á við hér, svo hvirfilbyljum og skógareldum. Það er von okkar að fólk sýni þessu riti áhuga og það komi að einhverju gagni. Huga þarf að aðbúnaði menningar- verðmæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.