Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýr dýraspítali sam- þykktur í V íðidal Morgunblaðið/Jón Svavarsson Katrín Harðardóttir og Þorvaldur H. Þórðarson, dýra- læknar við Dýraspítalann í Víðidal, hyggjast byggja og reka nýjan dýraspítala ásamt fleiri dýralæknum. lækningar á stærri gripum. Pað er meira í ætt við það að koma á stofu þar sem þú ferð heim aftur að lokinni skoðun eða meðferð. í nýja spítalan- um getum við tekið á móti hestum og lagt þá inn,“ segir hann. Einkarekstur „Það, sem gerir okkur kleift að fara í þetta núna, er sam- takamátturinn," segir Þor- valdur. „Við erum fimm dýra- læknar, sem stefnum að því að koma þessu á laggimar.“ Opinberir aðilar munu ekki verður plantað þarna og segir hann að reynt verði að nýta nýjar víðistegundir sem hafa reynst veðurþolnar. Þórólfur segir ekki skynsamlegt að planta stærri trjám á mjög vindasama staði, betra sé að planta minni plöntum og planta þeim þétt þannig að þær skýli hvem annarri. Einnig hafi verið settar upp skjólgrindur sem verji plönturnar til að byrja með. „Auðvitað eru veðurskil- yrði þarna erfið, þannig að þetta skilar sér kannski ekki alveg í hvelli, en búið var að undirbúa jarðveginn vel, ann- ars hefði varla þýtt að gera þetta,“ segir Þórólfur. koma að byggingu nýja spítal- ans og reksturinn verður einkarekstur. Þorvaldur segir að dýra- læknamir hafi ætlað að vera farnir af stað með fram- kvæmdir en auglýsingar og kynningar í skipulagsferlinu hafi sett skrik í þær áætlanir. „Ég vonast til að það verði bytjað um leið og frost fer úr jörðu einhvemtíma með vor- inu,“ sagði Þorvaldur. „Þetta verður annaðhvort stálgrind- ar- eða límtréshús, það er ekki alveg búið að ákveða það og það á eftir að ganga frá teikn- ingum,“ segir hann. „Þetta er alveg einkarekið og við gerum ráð fyrir að kostnaður við bygginguna verði í kringum 40 milljónir. Þetta er spennandi verkefni og verður gífurlegur munur hvað starfsaðstöðu snertir. Hún er orðin svolítið lýjandi, ef svo má segja, og lúin sjálf. Þarna er verið að byggja hús gagngert fyrir þessa starf- semi, sérhannaða og sérhæfða byggingu. Þetta er hannað al- veg frá grunni og í mínum huga er það töluvert atriði." Hús núverandi spítala er í eigu sjálfseignarstofnunai', sem var stofnuð um gjöf Wat- sons. Húsið er leigt Þorvaldi og öðrum dýralækni. Hann segist ekki vita hvað verði um gamla húsið, það sé ákvörðun sj álfseignarstofnunarinnai'. Víðidalur mynd/Arkítektar Skógarhlíð Byrjað að byggja við Elliheimilið Grund á þessu ári Nálgast upprunalegar hugmyndir um útlit Vesturbær BYGGINGANEFND Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögur að viðbygg- ingu við Elliheimilið Grund og verður hafist handa við fram- kvæmdir strax á þessu ári. Reistur verður lyftuturn í austurhluta hússins, sam- bærilegur þeim sem er í vest- urhlutanum. Einnig verða reistar tvær viðbyggingar við húsið norðanvert. Viðbygg- ingamar ná um 7 metra inn á lóðina og verða tæplega 70 m2 að grunnfleti og á fjórum hæðum eins og húsið sjálft. Húsið var upphaflega teiknað af Sigurði Guðmunds- syni húsameistara og tekið í notkun árið 1930. „Þessi viðbygging verður með sama útliti og aðrir hlut- ar hússins," segir Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Elliheimilisins Grundar. „Arkitektar Árbæjarsafns, sem fylgjast jafnan með þeg- ar byggt er við gömul hús, hafa mælt mjög með þessari viðbyggingu, að sögn Júlíus- ar, og segja að með henni nálgist húsið upphaflegar hugmyndir arkitektsins um útlit þess. Þegar húsið var byggt komu þrjár útbygging- ar út úr norðurhliðinni. Þegar byggt var við húsið seinna, hurfu tvær af þeirra og var þá aðeins ein eftir, fyrir miðju húsinu. Nýju viðbyggingarn- stjórnenda heimilisins, það ar verða látnar ná jafn langt í norður og hún.“ Verið að framkvæma eldri hugmyndir Júlíus segir að með þessum breytingum sé verið að fram- kvæma hugmyndir sem komu fram fyrir meira en tuttugu árum, þegar Gísli heitinn Sig- urbjömsson var forstjóri Grundar. „Ég fann skissur af þessum viðbyggingum, eftir Pál Gunnlaugsson, sem Gísli Sig- urbjörnsson lét rissa upp 1978. Þannig að þetta eru gamlar hugmyndir fyrri eina sem hefur breyst er innra skipulag bygginganna," segir Júlíus. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við lyftuturn- inn á þessu ári og við viðbygg- ingamar á næsta ári. Heildar- kostnaður við framkvæmd- irnar er áætlaður um 90 milljónir ki’óna. Júlíus segir að samhliða þessum viðbyggingum og fyr- irhuguðum innri breytingum muni heimilisfólki fækka um 30 til 50 á næstu fimm árum. Tilgangurinn sé að gera rýmra um heimilisfólk og bæta aðstöðu starfsfólks. BYGGINGANEFND Reykja- víkur hefur samþykkt bygg- ingu nýs, einkarekins dýra- spítala á Vatnsveituvegi í Víðidal, rétt við Breiðholts- braut. Þorvaldur H. Þórðar- son, dýrlæknir í Dýraspítalan- um í Víðidal, segir löngu tímabært að reisa nýjan dýra- spítala í stað þess, sem Mark Watson gaf íslensku þjóðinni árið 1972. Nýi spítalinn verður 628 fermetrar, þrisvar til fjór- um sinnum stærri en sá gamli. Þorvaldur segir að í nýja spítalanum verði móttaka fyiir stærri dýr, fyrst og fremst hross. Einnig verði móttaka fyrir smærri dýr, sem leitað er með á spítalann; hunda, ketti, kanínur, hamstra, páfagauka og annað. Auk þess verði aðstaða til margs konar annairar af- greiðslu og þjónustu þægilegri fyiir starfsmenn og umráða- menn dýra. Hann segir stefnt að því að á nýja spítalanum verði unnið samkvæmt þeim staðli sem gildir um dýraspítala í ná- grannalöndunum. Þorvaldur segir gamla ein- ingai'húsið, sem Watson gaf, illa farið og löngu orðið of lítið. Þar sé eingöngu mögulegt að taka á móti smærri dýrum. „Við erum með aðstöðu í tveimur hesthúsum þar sem höfum verið reyna að stunda Kjalarnes REYKJAVIKURBORG hef- ur keypt 10 hektara spildu úr landi Naustaness á Kjalar- nesi, á svæði sem liggur á milli Vesturlandsvegar og iðnaðarsvæðisins á Esjumel- um og er ætlunin að planta trjám meðfram veginum til að draga úr vindhraða. Land þetta var áður í einkaeigu og var kaupverð fimm milljónir króna. Hjörleifur Kvaran borgar- lögmaður segir tilgang kaup- anna tvíþættan, annars vegar standi til að stækka iðnaðar- svæðið og hins vegar eigi að planta þarna tijám við veginn Tré við Yesturlands- veg eiga að draga úr vindhraðanum til að reyna að draga úr vindhraða og snjófoki og seg- ir hann að ætlunin sé að gera slíkt hið sama víðar á Kjalar- nesinu. Þórólfur Jónsson lands- lagsarkitekt hjá borgarverk- fræðingi segir trjám hafi um tíma verið plantað meðfram stóru umferðaræðunum í Reykjavík. „Nú er Kjalarnes orðið hluti af Reykjavík og er verið að reyna að vinna á svipaðan hátt og við höfum verið að vinna inn í Reykjavík." Þórólfur segir að byrjað hafi verið að planta þarna í fyrrasumar og að haldið verði áfram nú í vor. Einnig eigi að planta meðfram Vesturlands- veginum, á svæðinu upp af Kollafirði, þar sem vind- strengir munu vera einna verstir. Víðir og ösp eru þær tegundir sem fyrst og fremst Fræðslustjóri og skólastjori Laugalækjarskóla um flutning á 7. bekk Laugarnesskóla Skapar betra jafnvægi milli skólanna tveggja Laugarnes GERÐUR G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur- borgar, segir að tilgangurinn með flutningi 7. bekkjar Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla sé að styrkja Laugalækjarskóla og að koma á meira jafnvægi í nemendafjölda milli skól- anna. Þá sé mikilvægt að létta á Laugamesskóla til þess að fyrirhuguð viðbygg- ing verði ekki það umfangs- mikil að hún raski fallegri og sérstakri byggingu skólans. Jón Ingi Einarsson, skól- astjóri Laugalækjarskóla, telur þessa ráðstöfun styrkja starf skólans og að hæpið sé að gefa unglingum þau skila- boð að þeirra samfélag sé eitthvað öðruvísi en yngri nemenda. Talsverður munur er á fjölda nemenda í skólunum. I Laugamesskóla era um 550 nemendur en nú era 170 nemendur í Laugalækjar- skóla. Gerður segir að með því að ílytja 7. bekk yfir í Laugalæk sé verið að jafna á milli og draga úr stærð Laugarnesskóla, enda sé það af mörgum ekki talið gott að hafa skóla of stóra. Hún segir Laugalækjar- skóla í rauninni of lítinn og að minni skólar á þessu ald- ursstigi hafi færri möguleika í vali og félagslífi. Einnig sé erfiðara að ráða t.d. sér- menntaða kennara í ákveðn- um greinum, s.s. íslensku og ensku. „Þannig að þetta mun styrkja Laugalækjarskóla. Og ég held að það dragi ekk- ert úr styrk Laugamesskóla, þó að hann hafi einum bekk minna, en sumum finnst það og þetta er auðvitað álita- mál.“ Að sögn Gerðar er það misjafnt eftir löndum hve- nær nemendur fara á milli skóla. I nágrannalöndunum, bæði austan hafs og vestan, sé þetta með ýmsum hætti og nemendur skipti um skóla allt frá 11 ára aldri til 15 ára. Má ekki raska byggingu skólans Þá segir Gerður að bygg- ing Laugarnesskóla sé bæði falleg og sérstök og þar að auki mjög skólavæn. „Þetta er óvenju vel heppnuð skóla- bygging. Mér finnst mjög mikilvægt að halda gæðum þessarar byggingar. Hússins vegna er best að byggja sem minnst við það til að halda því sem minnst breyttu. Með því að byggja bara sér- greinastofur kallar það á minni viðbyggingu,“ segir Gerður. Hún segir að þessi nýja skólaskipan sé umdeild og á að málinu séu skiptar skoð- anir. Þeir foreldrar sem hún hafi talað við hafi bæði verið með og á móti. Af þeim sök- um sé erfitt að taka ákvörðun með tilliti til vilja foreldra, þar sem hann vísi í tvær átt- ir. „Þessi könnun sem gerð var af foreldrafélaginu í Laugarnesskóla er ekki marktæk. Það vora svo fáir sem tóku þátt í henni. Ég get ekki vitað nema að það hafi verið þeir sem era á móti sem svöruðu, og því segir könnunin mér lítið, því mið- ur.“ Jón Ingi segist telja að með færslu á 7. bekk muni Laugalækjarskóli styrkjast og verði um 300 nemenda skóli þegar fjölgunin í Laug- amesskóla fari að skila sér. Hann segir að skólinn hafi verið það lítil rekstrareining að erfitt hafi verið að manna sérgreinastöður. Skólahaldið verður í tveimur húsum með tengibyggingu á milli og er ætlunin að greina nemendur skólans í eldra og yngra stig. Þá verða 7. og 8. bekkur saman í húsi og 9. og 10. bekkur saman í öðra. Ekki rétt skilaboð til unglinga Jón Ingi telur að þetta geti jafnvel mildað skiptin á milli skólanna. Nú sé 8. bekkur svolítið sér í skólanum, því 9. og 10. bekkur nái betur sam- an og hann telur að það eigi ekki að hafa nein vandamál í för með sér fyrir 12 ára nem- endur að vera í sama skóla og 13-15 ára unglingar. „Menn mega nú ekki alveg kalla úlfur, úlfur, þó að það séu unglingar, því upp til hópa er þetta besta fólk. Mér finnst engin ástæða til og ég vara við því að senda ung- lingunum þau skilaboð að þeirra samfélag sé eitthvað öðravísi en yngri nemenda. Þá getum við alveg eins spurt okkur hvaða samleið nemandi í 1. bekk á með nemanda í 7. bekk? Við verð- um auðvitað að athuga að þetta era nemendur sem era að koma frá sömu heimilum og við höfum ekki staðið í svo miklum stórmálum að ég ótt- ist það neitt.“ Jón Ingi segir að reynslan sem hann hefur öðlast í gegnum 30 ára starf sem skólastjóri, og þar af í 6 ár við Laugalækjarskóla, hafa styrkt sig í trúnni á því að rétt sé að skipta skólanum upp eftir aldursstigum. „Við sem eram með unglingaskóla eram að mörgu leyti í harð- ari heimi, en þegar menn era bara með þetta stig eiga þeir að vera betur undir það bún- ir að taka á þeim málum sem það snerta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.