Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 55 UMRÆÐAN Bætt stjórnsýsla- aukið réttaröryggi ALÞINGI sam- þykkti 1998 þingsálykt- un sem ég flutti ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum Samfylking- arinnar um að skipuð yrði nefnd til að kanna starfsskilyrði stjórn- valda, eftirlit með starfsemi þeirra og við- urlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Nefnd undir forystu Páls Hreinssonar, dósents við lagadeild Háskóla íslands, hefur nú skilað niðurstöðu. Þar er að finna ýms- ar gagnmerkar tillögur til að bæta stjórnsýslukerfið og auka réttaröryggi borgaranna sem og að bæta eftirlit með starfsemi stjóm- valda, ekki síst þegar um er að ræða að framkvæmdavaldið teloir ákvarð- anir sem byggjast á matskenndum lagaheimildum og stjórnvaldsfyrir- mælum. Sérstaklega er þar verið að vísa í óskráðar reglur sem ríkja um embættisfærslur í opinberri stjómsýslu, þar sem treyst er á heið- arlega siðferðisvitund og ábyrgð þeirra sem trúað er fyrir að reka hina opinberu stjórnsýslu, hvort sem um er að ræða opinbera embættis- menn eða kjörna fulltrúa þjóðarinn- ar. Sé það vald misnotað í eigin þágu eða annarra sérhagsmuna brýtur það í bága við hagsmuni og siðferðis- vitund þjóðarinnar og leiðir stundum til trún- aðarbrests milli stjórnsýsluhafa og fólksins í landinu. Full ástæða er til að fylgja þessum tillögum eftir á Alþingi og tryggja að þær komist til fram- kvæmda. Helstu mál sem nefndin leggur til að verði tekin til úr- lausna og skoðunar em eftirfarandi: Ráðherraábyrgð og réttur þingmanna til upplýsinga • að endurskoðuð verði lög um ráðherraábyrgð, sem séu óskýr og matskennd og vafi leiki á að teljist nægilega skýr samkvæmt þeim kröfum sem í dag eru gerðar til refsiákvæða; • að þingmönnum verði tryggður meiri, skýrari og víðtækari réttur til upplýsinga frá framkvæmdavaldinu með breytingum á þingskaparlög- um, en þar vísar nefndin til deilna sem upp hafa komið um hvort og þá að hvaða marki ráðherra er heimilt að undanþiggja í svörum sínum upp- lýsingar sem þagnarskylda ríkir um lögum samkvæmt. Meinbugir á íslenskri löggjöf • að koma á fót lagaskrifstofu við Stjórnarráð íslands vegna þess að Tillögur Full ástæða er til að fylgja þessum tillögum eftir á Alþingi, segir Jó- hanna Sigurðardóttir, og tryggja að þær kom- ist til framkvæmda. miklu fleiri hnökrar eða meinbugir eru á íslenskri löggjöf en löggjöf annars staðar á Norðurlöndum. Þar eru starfræktar sérstakar lagaskrif- stofur, sem kanna hvort einhverjir lagatæknilegir hnökrar eru á stjórn- arfrumvörpum, auk þess sem kann- að er hvort þau séu samrýmanleg ákvæðum stjórnarskrár. Ekki er heldur starfandi lagaráð hjá Alþingi sem hefur þetta hlutverk með hönd- um. Framtíðarstefna um þróun sij órnsýslukerfisins • að mótuð verði framtíðarstefna um þróun stjórnsýslukerfisins þar sem m.a. væri tekin afstaða til þess í hvaða tilvikum réttlætanlegt er að gera undantekningu frá meginreglu íslenskrar stjórnskipunar og setja á fót sjálfstæða stofnun eða stjórn- sýslunefnd. Bent er á að þegar það er gert þá svipti löggjafinn ráðherra stjórnunar- og eftirlitsheimildum og lagastaðan verður þá sú að enginn ber þessa ábyrgð gagnvart Alþingi. Heildarlöggjöf um skaðabótaá- byrgð rflkis og sveitarfélaga • að undirbúin verði heildarlög- gjöf um skaðabótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga, en 40 ár eru liðin síðan Alþingi samþykkti ályktun þar að lútandi, án þess að frumvarp um það efni hafi verið lagt fram. Brot í opinberu starfí • að endurskoðun fari fram á ákvæðum XIV gr. almennra hegn- ingarlaga um brot í opinberu starfi, en ekki hafa verið gerðar breytingar á meginefni refsiákvæðanna frá gild- istöku laganna fyrir tæplega 60 ár- um. Siðareglur og stjórnsýsluskóli • að opinberum starfsmönnum verði settar siðareglur • að starfræktur verði stjórnsýsluskóli íyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, eins og gerist víða í nágrannalöndum okkar. Telur nefndin að óhjákvæmi- lega hljóti að rísa vandamál þegar opinberir starfsmenn með aðra menntun en lögfræði koma að töku ákvarðana og beitingu almennra efn- isreglna stjórnsýsluréttarins hafi þeir ekki hlotið grunnmenntun á þessu sviði. Réttaröryggi borgaranna • að brugðist verði við óskýrum þagnarskylduákvæðum starfsmanna og starfsstétta sem finna má nú í yfir 80 lögum og enn fleiri reglugerðum; • að æskilegt sé að tekið verði til sérstakrar athugunar hvort þörf er á að setja sérákvæði í lög um meðferð einkamála, til þess að auðvelda ein- staklingum og félögum þeirra að sækja mál á hendur opinberum aðil- um. Einnig er rætt um stjómgæslu- dómstól í þessu sambandi. • að skoða þurfi ákvæði laga sem^ mæla fyrir um fullnaðarúrskurðar- vald stjómvalda og erfitt sé að finna þeirri skoðun viðhlítandi rök að borgararnir eigi ekki rétt á að geta fengið endurskoðað af dómstólum hvort matskennd ákvörðun stjóm- valds um rétt þeirra eða skyldu sé lögmæt og byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Mælir nefndin ein- dregið með að a.m.k. verði það tryggt í lögum að aðila máls sé heim- ilt að bera mál sitt undir dómstóla hafi hið æðra setta stjórnvald ekki leyst úr því innan þriggja mánaða frá því að kæra berst. • að bætt verði úr þeim brota- lömum sem eru hjá sveitarfélögum um birtingu samþykkta og reglna sem sveitarstjórnir setja og ekki er lögmælt að ráðherra staðfesti; • að sveitarfélög, sem sam- kvæmt lögum er ætlað að setja nán- ari reglur um rétt eða skyldu íbúa sveitarfélagsins, eins og t.d. um framkvæmd félagsþjónustu sveitar- félaga, dragi það ekki úr hömlu. Til að bregðast við því er hægt að setja í lög að ráðherra á hlutaðeigandi sviði gefi út reglur sem gilda skulu þar til sveitarfélag hefur sjálft sett sér reglur á umræddu sviði. Brýnt er að Alþingi taki þessar og aðrar tillögur í skýrslunni til um- :<r ræðu og fylgi því eftir að þær komist til framkvæmda. Þær munu allt í senn tryggja betur réttaröryggi borgaranna, herða allt eftirlit með framkvæmd stjórnsýslunnar og skýra betur hvar ábyrgðin liggur auk þess sem viðurlög við réttar- brotum í stjómsýslunni verða virk. Höfundur er alþingismaður. Sjúkrahús framtíðarinnar STÆRSTA fyrir- tæki landsins varð til um síðustu áramót er ein stjórn var sett yfir stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík, Landspítal- ann og Sjúkrahús Reykjavíkur. Fyrir réttu ári var rekstm’ Sjúkrahúss Reykjavík- ur færður til ríkisins frá Reykjavíkurborg og einn forstjóri ráðinn yfir bæði sjúkrahúsin, sem lutu þó áfram tveimur stjórnum. Þótt ef til vill séu skiptar skoðanir um þróun þessara mála er skipan einnar stjórnar yfir sjúkrahúsunum rök- rétt framhald fyrri ákvarðana. Ef vel á að takast til er hins vegar mik- ilvægt að gera sér grein fyrir helstu göllum breytingarinnar og leiðum til að draga úr áhrifum þeirra. Stærsta fyrirtæki landsins Á sjúkrahúsunum eru starfandi um 5.000 manns í um 4.000 stöðu- gildum og rekstur sjúkrahúsanna kostar um 19 milljarða króna skv. fjárlögum ársins 2000. Þetta er langstærsta þekkingarfyrirtæki landsins og leitun að fyrirtæki, þar sem menntunarstig starfsmanna er jafn hátt. Markmið sameiningar Yfirlýst markmið með þessum breytingum á skipan sjúkrahúsmála í Reykjavík eru fyrst og fremst af fjárhagslegum toga, þ.e. að leita hagræðingar og samræmingar í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík varðandi mannahald, tækjabúnað, tækjakaup o.fl. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að ná markmiðum um aukin gæði þjónustunnar. Gallar stórra fyrirtækja Daglega fylgjumst við með frétt- um um samruna fyrir- tækja hérlendis sem erlendis undir kjörorð- um hagræðingar og bættrar þjónustu við viðskiptavini/almenn- ing. Gallar við sam- runa og stækkun fyrir- tækja felast aðallega í auknu stjórnunarlegu umfangi, flóknu skipu- lagi, minni yfirsýn, lengri boðleiðum og tímafrekari ákvarð- anatöku, sem geta hamlað því að markmið um framfarir, hagræð- ingu og bætta þjónustu náist. Þessu er mikilvægt að bregð- ast við. Verkaskipting Á undanförnum árum hafa orðið miklai’ framfarir í heilbrigðisvísind- um sem hafa leitt til aukinnar sér- hæfingar innan heilbrigðisþjónust- unnar. Með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík gefast tækifæri til aukinnar verkaskipting- ar milli sjúkrahúsanna með samein- ingu deilda, sem veita sérhæfðustu og dýrustu þjónustuna, og aukinnar samvinnu milli annarra sérgreina. Með þessum breytingum er hægt að stuðla að markvissri framþróun þjónustunnar með því að auka og hlúa að sérþekkingu og sérhæfmgu og þjálfun starfsfólks, um leið og meðferð batnar og stuðlað er að betri árangri og aukinni hag- kvæmni. Brýnustu verkefnin Eitt fyrsta og brýnasta verkefni nýrrar stjórnar sjúkrahúsanna í Reykjavík er að ákvarða hvaða markmiðum hún vill ná með samein- ingu sjúkrahúsanna. I samstarfi við starfsfólk sjúkrahúsanna þai’f að setja markmið sem snúa að skipu- lagi og gæðum þeirrar þjónustu sem Sjúkrahús Heilbrigðisþjónusta er á Islandi talin til samfé- lagslegrar þjónustu, segir Ásta Möiler. Um það er almenn samstaða í þjóðfélaginu. sjúkrahúsin veita, um leið og gætt er að fjárhagslegum markmiðum. Hafa verður í huga að grundvallar- sjónarmið um breytingu á starfsemi heilbrigðisstofnana þurfa ætíð að lúta að þörfum þeirra sem þangað leita til að fá þjónustu um leið og séð er til þess að sem mest fáist út úr hverjum eyri sem varið er til heil- brigðismála. Einnig er brýnt að vinna áfram að kostnaðargreiningu allra þátta sjúkrahúsþjónustu, sem er grundvöllur frekari breytinga á skipulagi þjónustunnar. Samkeppni og samanburður Margir hafa bent á að með sam- einingu sjúkrahúsanna í Reykjavík tapist ákveðnir samkegpnishvatar úr sjúkrahúsþjónustu á Islandi, þar sem ekki ríkir lengur samkeppni milli þeirra um starfsfólk, hvað varðar starfsaðstöðu og launakjör og um samanburð á árangri, gæðum og skipulagi þjónustu. Með breyttri skipan sjúkrahúsmála í Reykjavík verður að leita nýrra leiða til að skerpa samkeppnisandann. Þar verður m.a. horft til annarra landa í samanburði á árangri, gæðum og skipulagi heilbrigðisþjónustu. Þá geta ákvarðanh’ um skipulagningu á starfsemi sjúkrahúsanna með vald- dreifingu og sjálfstæði eininga að leiðarljósi skapað möguleika á sam- Ásta Möller keppni og samanburði á árangri og rekstri milli eininga innan fyrirtæk- isins. Sjúkrahús framtíðarinnar Mín framtíðarsýn um sjúkrahúsin í Reykjavík lýtur að því að brjóta upp starfsemi þeirra í smærri- eða stærri sjálfstæðar einingar, þar sem menntun, frumkvæði, hugvit og sjálfstæði fagfólks til að skipuleggja og veita tiltekna heilbrigðisþjónustu verði virkjað og starfsemin rekin á ábyrgð þeirra. Þar á ég jafnt við að sérhæft fagfólk á sínu sviði taki að sér rekstur stoðstarfsemi eins og röntgen- og rannsóknarstarfsemi, sem rekstur einstakra sjúkradeilda eða eininga innan sjúkrahússins, skv. sérstökum samningum við yfir- stjórn sjúkrahússins. Fagfólk í heil- brigðisþjónustu hefur menntun til að takast á við slík verkefni og ég tel einnig að það hafi sterkan vilja til þess. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að rekstur Landakots sem öldrunar- sjúkrahúss verði sjálfstæður og á ábyrgð fagfólks og stjórnenda skv. sérstökum samningi við yfirstjórn sjúkrahússins þar sem markmið, umfang og gæði þjónustunnar eru skilgreind, svo og fjárhagslegur rammi. Ábyrgð fagfólks, sem tekur að sér rekstur starfseminnar, lægi í að skipuleggja þjónustuna til að ná tilteknum umsömdum faglegum og fjárhagslegum markmiðum, þar á meðal þáttum er varða hlutverk sjúkrahússins sem háskólasjúkra- húss og rannsóknar- og þróunarfyr- Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathafnir og jarðaiferir. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN HJÁLPARSTOFNUN V3Í/ KIRKJUNNAR Shell irtækis. Sama fyrirkomulag geturv' átt við um sameinaðar barnadeildir (Barnaspítala), augndeildir, samein- aðar endurhæfingardeildir og geð- deildir svo fátt eitt sé nefnt. Jafnvel gæti Borgarspítalinn í Fossvogi myndað eina slíka einingu með ábyrgð á tilteknum þáttum sjúkra- húsþjónustu. Möguleikar eru einnig á að leita til annarra aðila utan sjúkrahúsanna með rekstur þátta sem snúa ekki beint að faglegum þætti starfseminnar. Með markmið- um sem þessum er hægt að bregð- ast við stjórnunarlegum ókostum þessa stóra fyrirtækis sem sjúkra- húsin í Reykjavík eru orðin og um leið beita nútímalegum hugmyndum í rekstri. 4r Lokaorð Heilbrigðisþjónusta er á íslandi talin til samfélagslegrar þjónustu. Um það er almenn samstaða í þjóð- félaginu. Vegna eðlis þjónustunnar er eðlilegt að stærstur hluti hennar sé fjái-magnaður af hinu opinbera. Framangreindar hugmyndir breyta ekki þessu viðhorfi. Hins vegar gætu þær leitt til betri nýtingar þess fjár sem til ráðstöfunar er til heilbrigðismála um leið og frum- kvæði og starfsgleði fagfólks er nýtt og gæði þjónustunnar aukin. Það er markmiðið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Rcykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.