Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KA TRÍN N0RGAARD VIGFÚSSON + Katrín Nargaard Vigfússon fædd- ist í Gullerup á Mors í Limafirði í Dan- mörku 28. mars 1904. Hún lést 11. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 21. janúar Eg kynntist Katrínu þegar hún var við r vinnu hjá Hans Peter- sen. Síðan varð hún mágkona mín er hún giftist elsta bróður mínum, Tómasi. Voru þau hjónin mér ætíð innan handar. Eg er Katr- ínu ævinlega þakklát fyrir að út- vega mér vinnu í Danmörku. Þang- að fór ég árið 1939 og fékk einstakt tækifæri til að standa á eigin fótum og finna sjálfan mig. Fjölskylda Katrínar tók afskaplega vel á móti mér og það var gott að geta leitað til þeirra. Ég hafði ætlað að fara í lýðháskóla þarna úti en því miður varð ferðin styttri en ég hafði áætl- að. Seinni heimsstyrjöldin setti strik í reikninginn. Það breytir því þó ekki að þessi ferð, sem Katrín gerði mögulega, markaði mikilvæg þáttaskil í lífi mínu. Nokkrum árum síðar eignað- ist ég dóttur sem Katrín hélt undir skím. Þá tók hún hlutverk sitt sem guðmóðir Freyju afar hátíðlega. Árið 1989 fór ég með fjölskyldu minni aftur til Danmerkur en þá voru 50 ár síðan ég dvaldist þar. Ferðin var afskaplega ánægjuleg, en ég heimsótti m.a. systkini Katr- ínar, sem enn voru á lífi, og æskus- ^ lóðir hennar. Það þótti Katrínu vænt um. Katrín var stórbrotin persóna sem orð fá ekki lýst. Fólk varð að betri einstaklingum eftir að hafa kynnst henni. Nærveru Katrínar verður sárt saknað. Ég bið Guð að styrkja hennar nánustu. Anna Vigfúsdóttir. Þegar ég sem lítill strákur hugs- aði til aldamótanna, óraði mig alls ekki fyrir því að þau yrðu mér, þeg- ar fram liðu stundir, minnisstæðust sökum andláts ömmu. Á þessum tímamótum eru þær því ófáar minn- ingamar sem rifjast upp tengdar ömmu, enda nutum við systkinin ■> þeirra forréttinda að fá að alast upp í hennar góðu nærvera á Greni- melnum. Ég var aðeins þriggja ára þegar foreldrar mínir byggðu húsið á Grenimelnum, ásamt afa mínum og ömmu. Afa naut því miður allt of stutt við en þess í stað voru margar góðar stundir sem við systkinin átt- um með ömmu. Sem smástrákar nutum við bræðurnir gjafmildi ömmu og drógum við gjarnan vinina í hverf- inu með okkur til hennar þegar við vor- um úti að leika, til þess að sníkja kremkex eða eitthvað annað góð- gæti. Sumir vinir okk- ar létu það reyndar ekki aftra sér að sækja hana heim sömu erinda þótt við bræðurnir væram ekki með! Þá var það ósjald- an að amma beið manns með hress- ingu þegar komið var heim úr skól- anum og eftir að ég fór að drekka kaffi var ávallt notalegt að þiggja bolla af nýlöguðu við eldhúsborðið hjá henni. Allar minningar mínar tengdar ömmu úr æsku eiga það sameiginlegt að bera vott um hlýju og hjálpsemi hennar í garð okkar systkina. Þannig var það varla fyrr en ég var orðinn nokkuð stálpaður að ég gerði mér í raun grein fyrir því að amma var mannleg eins og við hin, því aldrei tók ég eftir þvi að hún skipti skapi hvað svo sem á gekk. Það er ekki síður þakkarvert að hafa fengið að vera með ömmu eftir að hafa komist til vits og ára, ekki sist vegna þess hve hún var sérlega em alla tíð, allt fram á síðustu stundu. Amma var dugleg við að rifja upp sögur úr sínu lífi, ekki síst stundir sem hún átti með afa, sem hún bar ómælda virðingu fyrir, eða atburði úr æsku sinni frá Mors, nú eða ferð föður síns yfir þvera Norð- ur-Ameríku og ferð langafa Vigfús- ar yfir Grænlandsjökul. Amma hafði jú gaman af því að ferðast og í dag getur maður ekki annað en dáðst að henni, „sveitastúlkunni frá Mors“, að halda í ferðalag upp til ís- lands, til þess að leggja stund á ljós- myndun, sem hún hafði þá nýlega numið í Kaupmannahöfn. Ferða- áhuginn dofnaði ekki með árunum þó svo að hún ætti eflaust ekki jafn auðvelt með að hreyfa sig og á sín- um yngri áram. Fjölmargar vora ferðirnar til ættingja í Danmörku og Noregi og aðdáunarvert var þeg- ar hún ákvað að bregða sér einsöm- ul til Sviss í fyrsta skipti, ferð sem lifði ávallt í minni hennar. Þá var það sérlega eftirminnilegt þegar hún, ásamt foreldrum mínum, heim- sótti okkur Magneu til Boston, þá að nálgast nírætt, og okkur ljúft að t Okkar ástkæra, JÓHANNA MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Vallarbraut 2, áður Völlum, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardaginn 22. janúar, kl. 14.00. Katrín Björk Friðjónsdóttir, Pálmi Viðar, Sigríður Friðjónsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Sigurbjörn Smári Friðjónsson, Jenný Lárusdóttir, Elin Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður míns og afa okkar, INGVARS BENEDIKTSSONAR frá Látrum f Aðalvík. Ingi Karl Ingvarsson, Ingvar Karl og María Sigurrós. fara með henni til New York, á staði sem hún á sínum tíma hafði heim- sótt með afa, rúmum þijátíu áram áður. I seinni tíð rifjaði amma einn- ig oft upp vísur sem hún lærði í bernsku, gjarnan tengdar líðandi stundu. Einna vænst þótti mér um að heyra hana fara með kvæði eftir föður sinn, t.d. „Mit Sengebaand“ sem hann samdi á elliheimili árið 1944 og hún hélt mikið upp á. Það var mér einkar ljúft hversu opnum örmum amma tók Magneu frá fyrstu tíð og hve kær vinátta ríkti ávallt milli þeirra. Einnig er ég þakklátur fyrir það að Guðbjartur okkar fékk að kynnast langömmu sinni svo vel og þó hann Sigurberg- ur litli muni áreiðanlega ekki minn- ast hennar, þá er það okkur dýr- mætt hve það gladdi hana að fá að sjá hann nýfæddan í sumarlok. Katrín amma var sérlega hæglát og hógvær kona, sagði gjarnan „fyr- irgefðu" þegar henni vora þakkaðar kræsingar og kaffi. Eftir því sem árin liðu lærðist mér hins vegar að skilja hvað hún var dugleg og fylgin sér. Þrátt fyiir að líkaminn hafi undir lokin fyrir löngu verið að þrotum kominn gafst amma aldrei upp. Fór af sjálfsdáðum þangað sem hún þurfti og heyrði jafnvel það sem hún heyra vildi. En amma var ekki síst hjartagóð kona, sýndi okkur barnabömunum og barna- barnabömunum ómælda umhyggju og væntumþykju. Hún stóð fyrir allt það góða sem felst í því að vera amma. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma, og þakka þér fyrir samfylgdina. Megi góður Guð geyma þig. Þinn Hákon. Það er erfitt að sjá á bak þeim sem eru okkur kærir. Jafnvel þótt samveran sé orðin löng og sam- ferðamaðurinn lúinn. Alltaf viljum við örlítið meiri tíma. Bara ein jól enn. Bara eitt sumar til viðbótar. Við eram aldrei tilbúin til að kveðja. Getum ekki hugsað okkur að nú verði samverastundirnar ekki fleiri. Fjölskyldan á Neshaganum átti því láni að fagna að njóta vináttu Katrínar Vigfússon í fimm áratugi. Þótt það sé vissulega dágóður tími hefðum við samt svo gjarnan viljað eiga hana að ferðafélaga enn leng- ur. En ferðalagið var orðið Katrínu þrautaganga. Hún hafði lifað í hartnær hundrað ár og líkaminn var orðinn slitinn þó svo hún héldi and- legri skerpu til hinstu stundar. Það var einfaldlega kominn tími til að kveðja. Annað hefði verið vinkonu okkar kvalræði. Þess vegna reynum við að vera ekki eigingjöm, heldur samgleðjast henni að vera laus úr fjötrum líkamans. Vitneskjan um að Katrín átti gott líf að baki gerir kveðjustundina líka léttbærari. Hún átti góðan mann, Tómas Vigfússon byggingameist- ara, og þrjár frábærar dætur sem hún lifði og hrærðist fyrir. Fjöl- skyldan var henni allt og heimilið rak hún af dönskum myndarbrag langt fram yfir nírætt. Katrín var kraftakona. Hún var sterkbyggð og hörð við sjálfa sig. Hún tók daginn snemma og byrjaði hann gjarnan á sundi í Vesturbæj- arlauginni, hvernig sem viðraði og jafnt að vetri sem sumri. Einnig var hún mikill göngugarpur sem bauð bæði veðurguðunum og Elli kerl- ingu byrginn. Hún fór hiklaust út í gönguferðir þegar mun yngra fólk veigraði sér við að vera á ferli vegna ófærðar. En Katrín var ekki bara líkam- lega sterk. Hún var einnig sterkur persónuleiki - ákveðin kona með ákveðnar skoðanir. Og kímnigáfa hennar var einstök. Þessi dásamlegi danski húmor. Katrínu tókst ávallt að sjá broslegu hliðarnar á tilver- unni og léttleikinn gerði það að verkum að fólk laðaðist að henni. Það var bæði gaman og gott að vera nálægt þessari konu. Við kveðjum nú traustan vin með miklum trega en einnig með ein- lægu þakklæti fyrir fimmtíu ára vináttu sem aldrei hefur bragðið skugga á. Fjölskyldan Neshaga 15. EGGERT PÁLSSON + Eggert Pálsson fæddist á Fit, Vestur-Eyjafjöllum, 19.10. 1916. Hann lést 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Guð- mundsson bóndi og kona hans Steinunn Einarsdóttir. Eggert missti móður sína sex ára. Systkini hans voru, Einar Siguijónsson, sam- mæðra. Alsystkini Eggerts voru Ásdfs og Olafur. Síðari kona Páls var Jóhanna Ólafsdótt- ir frá Núpi. Þeirra börn voru Guðmundur, Markús, Ólafía, Guðsteinn, Sigríður, Viggó og Þórdór. Eggert ólst upp á Fit hjá pabba sínum og fóstru. Hann fór snemma að vinna. Sem unglingur fór hann á vertíð með Einari í Vestmannaeyjum fór Eggert að vinna í Fiskiðjunni og vann þar í mörg ár, þangað til hann fór að vinna hjá Vestmannaeyjabæ og var þar í nokkur ár, en fór svo að vinna hjá Pósti og síma og vann þar fram að gosi. Þá varð hann að yfirgefa eyjuna eins og aðrir. Þá þegar átti hann tals- vert af bókum og bjargaðist það, nema það sem var á geymsluloftinu hjá undirrituðum og vora það tveir nokkuð stórir kassar. Hann hélt áfram að safna bókum eftir að hann kom til Reykjavíkur og átti orðið gott safn, enda las hann mikið og var vel fróður. Hann fékk vinnu hjá Póstinum þegar hann kom til Reykjavíkur og þar starfaði hann þar til hann varð að hætta vegna ald- urs. bróður sínum til Vestmannaeyja. Um tvítugsaldur kom hann að Núpi og gerðist þá vinnu- maður hjá Sveini Sigurðssyni og Ólöfu Ólafsdóttur, en þær voru systur, Jóhanna, fóstra hans á Fit, og Ólöf. Eftir sem áður fór hann á vertíð til Vestmannaeyja. Árið 1951 kvænt- ist Eggert Sigríði Sveinsdóttur, f. 3.3. 1922, og tóku þau þá við búinu á Núpi, en 1953 fluttu þau til Vest- mannaeyja þar sem þau keyptu Faxastíg 12. Synir þeirra eru Sveinn Oli, f. 2.6. 1951, og Ingólf- ur Vignir, f. 30.8. 1957. Útför Eggerts fór fram frá Laugarneskirkju 11. janúar. Eggert var duglegur og sérstak- lega greiðvikinn og vildi allt fyrir aðra gera, það getur sá sem þetta skrifar borið vitni um. Ég kynntist Eggerti og þessari góðu fjölskyldu þegar ég fór að heimsækja konuefni mitt, en hún bjó hjá Sigríði systur sinni og mági. Mikill samgangur var á mill Faxastígsins og Búastaða- brautar og vill fjölskyldan bera fram kærar þakkir fyrir það. Blessuð sé minning Eggerts, hvíl í Guðs friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Sigurður Kristjánsson. BENEDIKTINGI JÓHANNSSON + Benedikt Ingi Jó- hannsson fæddist í Reykjavík 22. maí 1962. Hann lést í Reykjavík 9. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 20. janúar. Elsku Benni minn, mig langar að kveðja þig með nokkrum orð- um en mér gengur ekki nógu vel að setja það saman á blað. Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann á svona stundu. Ég passaði þig stundum þegar þú varst lítill og einnig kom ég oft í heimsókn til ykkar. Einnig er mér mjög minnisstæður fermingardag- urinn minn. Allir vora í sparifötum eins og vera ber og þú sagðir: „Ninna fin“, en sjálfur varst þú eins og lítill prins, í frakka og með lítinn hatt bundinn undir hökuna með fjöður í annarri hliðinni. Það var gaman að fylgjast með þér þegar þú varðst stærri og fórst að draga eldhúskollinn að bekknum og vildir hjálpa mömmu þinni að hella upp á könnuna. Seinna var ég hjá ykkur í eina viku þegar þið bjugguð við Búrfellsvirkjun, það var góð vika. Margar eftirminnilegar samvera- stundir rifjast upp þegar maður hugsar til baka. Tíminn líður fljótt og útþráin greip þig. Þú fórst til Kaupmannahafnar að vinna og ferðaðist líka mikið en í þau skipti sem þú komst heim höfðum við alltaf sam- band. Fyrir tveimur árum birtist þú alveg óvænt í fermingarveislu yngstu dóttur minnar. Það var skemmtileg stund. Sárast þykir mér að við skyldum ekki vera búin að hittast núna, en við eigum eftir að gera það seinna og þá bæt- um við okkur það upp. Ég bið Guð að vaka yfir þér, elsku Benni frændi. Elsku frænka, Örlygur, Gylfi, Kaja, Gústi, Benni, litli stubbur og aðrir aðstandendur, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorginni núna og allt- af. Kristur minn, ég kaila á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig Guð í skjóli þínu. (Höfók.) Nú til hvíldar halla ég mér, höfgiáaugusígafer, alskyggn Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. (Stgr. Thorst.) Þín Jónina (Ninna) frænka. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.