Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 68
58 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llinsjón Arnór G. Ragnarsson fslandsmót í parasveitakeppni ÍSLANDSMÓT í parasveita- '^ceppni verður spilað helgina 29.-30. janúar. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilað- ar eru 7 umferðir með 16 spila leikj- um og raðað eftir Monrad-fyrir- komulagi. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppnisgjald er kr. 10.000 á sveit. Skráning í s. 587 9360 eða brid- ge@bridge.is Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 14. janúar spiluðu 22 pör í Gjábakkanum og voru spiluð 27 spil. Lokastaðan í N/S: Eysteinn Einarsson - Þórður Jörundss. 258 Sigurður Pálss. - Elín Jónsdóttir 251 Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 250 Hæsta skor í A/V: Anton Sigurðsson - Hannes Ingibergss. 272 Stefán Ólafsson - Sigurjón Sigurjóns. 259 Fróði Pálsson - Þorleifur Þórarinss. 245 Þriðjudaginn 18. janúar var mjög góð þátttaka en þá spiluðu 28 pör Michell tvímenning. Lokastaðan í N/S: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Ámason 417 AlbertÞorsteinss.BjörnÁmason 367 Ólafur Ingimundarson - Jón Pálmason 365 Hæsta skor í A/V: Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 395 Hörður Davíðsson - Einar Einarsson 347 " Láras Hermannss. - Þorleifur Þórarins. 344 Meðalskor á föstudag var 216 en 312 á þriðjudag. Bridsfélag HafnarQarðar Miðvikudaginn 19. janúar voru spilaðar 4 umferðir í A.-Hansen- mótinu, sem að þessu sinni er spilað með Barometer-sniði og Butler-út- reikningi. Úrslit þetta kvöld urðu þannig: Erla Sigurj ónsdóttir - Guðni Ingvarsson „44 Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss.38 Atli Hjartarson - Þórður Þórðarson.21 Sverrir Jónsson - Ólafur Ingimundarson ...7 Jón N. Gíslason - Snjólfur Olafsson.7 Staðan að loknum 8 iimferðum er þannig: Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 73 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson „70 Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson.60 Valdimar Sveinss. -Eðvarð Hallgrímss. ...40 Sverrir Jónsson - Ólafur Ingimundarson .27 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þórólfsson ...27 Butlernum lýkur næsta miðviku- dagskvöld. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenniskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ. Mánudaginn 10. janúar, 19 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánsson .243 Halldór Kristinsson - Hjálmar Gíslason .241 Ragnar Bjömsson - Haukur Guðm.ss.... 230 Arangur A-V: Sigurður Pálsson - Elín Jónsdóttir.251 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsd. ... 239 Ólafur Ingvarss. - Þórólfur Meyvantss.. 227 Fimmtudaginn 13. janúar. 21 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefss... 249 Sigurl. Guðjónss. - Olíver Kristófers.239 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörandss. 233 ÁrangurA-V:. Magnús Halldórss. - Baldur Ásgeirss.269 Alda Hansen - Margrét Margeirsd..252 Sæmundur Bjömsson - Jón Stefánsson 237 Bridsdeild FEBK í Gullsmára Tvímenningur var spilaður fimmtudaginn 20. janúar. Tuttugu pör mættu til leiks. Efstvoru: NS: Sigrún Sigurðardóttir-Guðmundur..192 Kristján Guðmundsson - Sigurður..181 Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórsson.... 178 AV: Einar Markússon - Emst Bachmann.....221 Guðm. Á Guðmundss. - Jón Andrésson „186 Þormóður Stefánss. - Þóhallur Amason .177 Bridsdeildin í Gullsmára 13 spilar mánudaga og fimmtudaga. TIL SÖLU SUBARU F0RESTER TURB0 árgerí 1998 Stórglæsilegt eintak. Sjálf- skiptur, rafdr. toppl., leður- innrétting, 16" álfelgur, loft- kæling, vindskeið o.fl., ek. 21 þ. km. Verð 2.790 þús. Ath. sk. á ód. Sími 587 7777 v/ / Funahöfða 1 • Fax 587 3433 www.litla.is Verið velkomin að hringja og fá nánari upplýsingar í síma 8978599 /AOTTdSðúfv KOLAPORTIÐ KOLAPORTIÐ - OPIÐ FÖSTUDAGA KL. 12:00-18:00 OG ALLAR HELGAR KL. 11:00-l 7:00 30-50% afsláttur Úrvalaf handofnum ÚRVAL AF HANDOFNUM BOHARA, HAMADAN OG ULLARMOTTUM FRÁ KÍNA, ÍRAN OG PAKISTAN ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær þjónusta BÖRKUR hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til verslunarinnar Mon- soon. Hann fór þangað rétt fyrir jólin og keypti kjól handa konunni sinni í jóla- gjöf. Hann keypti vitlaust númer og þurfti því að skila kjólnum. Honum var boðið að fá kjólinn endurgreidd- an, þar sem númerið sem hann ætlaði að fá í staðinn var ekki til, eða að fá sér- pantaðan nýjan kjól að ut- an. Hann valdi seinni kost- inn og sagði að stúlkurnar í versluninni hefðu verið al- veg frábærar og þjónustan til fyrirmyndar í alia staði. Einnig vildi hann koma því á framfæri, að það að kaupa vöru og skiia henni aftur og taka út útsöluvöru, væru ekki algengir viðskipta- hættir. Ráð varðandi snyrtivörur ÁSTA hafði samband við Velvakanda og langaði að gefa gott ráð varðandi snyrtivörur. Fyrir mögum árum keypti hún alltaf dýr- ustu snyrtivörumar og lenti svo í því, að steypast öll út í ofnæmi. Hún fór til húðsjúkdómalæknis, sem sagði henni að hún þyldi ekki ilmefnin í vöranum. Þá fór hún að kaupa snyrtivör- ur, sem búnar era til í apó- tekum. Þær era ilmefna- lausar, mjög góðar og ekki skemmir verðið, því þær era miklu ódýrari. Einnig segist hún nota hreint tal- kúm í stað svitalyktareyðis og segir að það sé afar gott. Kjarasamningar NÚ FARA kjarasamningar að losna hjá hinum ýmsu stéttarfélögum og launa- baráttan að hefjast. Stein- unn hafði samband við Vel- vakanda og langaði að vita, af hverju það væri alltaf samið í % en ekki í krónum. Henni finnst vera mikill munur á launþegum og konur verði sérstaklega illa úti. Góðir pistlar, en dálítið um villur SIGFÚS hafði samband við Velvakanda og vildi þakka fyrir frábæra pistla um brids eftir Guðmund Pál Arnarson í Morgunblaðinu. Eina sem hann getur ekki sætt sig við, er það, að oft vilja slæðast villur inn í pistlana. Honum finnst það vera algjör synd, því oft er ekki hægt að sjá hvaða spili er verið að spila út. Morgunblaðið og 24-7 MIG langar til að lýsa óánægju minni með dreif- ingu Morgunblaðsins á blaðinu 24-7 á fimmtudög- um. Eg hafði samband við áskriftardeild Morgun- blaðsins til þess að láta taka þetta blað út úr blað- inu mínu, en það reyndist ekki hægt. Mér fmnst þetta blað vera hálfgert sóðablað, sem ég vil ekki fá inn á mitt heimili. Eg er með ung börn og vil ekki láta þau lesa þetta blað. Mér finnst, að ef fólk vill lesa blaðið, þá geti það keypt það úti í búð. Mér finnst einnig, að blaðið höfði til ákaflega þröngs hóps lesenda. Guðrún Tapað/fundid Barnatrefill týndist LJÓSBRÚNN barnatrefill með bangsahaus á endan- um týndist 30. desember sl. á Klapparstíg eða neðar- lega á Laugavegi. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553-1486. Módelhringur týndist MÓDEL-gullhringur týnd- ist við Grafarvogssundlaug, Prentsmiðjuna Odda, Póst- húsið í Mjódd eða Náttúra- lækningabúðina í Kópa- vogi. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband við Áróru í síma 586-1199. Tvö strákahjól hurfu úr Grafarvogi TVÖ GT-strákahjói hurfu frá Reyrengi í Grafarvogi rétt fyrir jólin. Annað hjólið er bláyrjótt og hitt er gráyrjótt. Ef einhver hefur orðið var við hjólin, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Björk í síma 567-5343. Dýrahald Óskar er týndur ÓSKAR er mjög stór, svartur norskur skógar- köttur, með mikið loðið skott. Óskar hvarf frá Þing- hólsbraut í Kópavogi. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega hafi samband í síma 554-7004. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... SKUDÝRKUN er fyrirbrigði sem talsvert hefur borið á í vestrænum samfélögum á undan- förnum árum og birtist í ýmsum myndum. Þetta orð kom upp í kunn- ingjahópi Víkverja hér á dögunum þar sem rætt var um nýjan umræðu- þátt í ríkissjónvarpinu, en sumum viðmælenda Víkverja fannst stjórn- endur þáttarins helst til „bernskir“ í framgöngu og reynslulitlir. Víkverji verður þó að segja að honum finnst ómaklega vegið að þessu unga og efnilega fólki úr ýmsum áttum, þótt raddblærinn hljómi kannski ungæð- islega og glaðbeitt svipmótið ef til vill ekki alltaf í samræmi við alvöru málsins sem um er rætt. Hitt er svo annað mál, að það má sjálfsagt deila um þá tilhneigingu stjórnenda íslenskra sjónvarps- stöðva að vera sífellt að „yngja upp“ í starfsliði stöðvanna og þessa ár- áttu að allt þurfi að vera svo ferskt, opið og skemmtilegt í anda „Vertu hress, ekkert stress, bless“ sjónvarpsmannsins sællar minning- ar. Þessi yfirþyrmandi hressleiki tröllríður einnig flestum útvarps- stöðvum þannig að maður er í sí- auknum mæli farinn að „flýja“ yfir á gömlu „gufuna“, bara til að hvíla sig á þessum ósköpum. En það eru kannski bara ellimörk? Víkverji veit ekki hvort gerð hef- ur verið könnun á því hvaða aldurs- hópar hlusta mest á útvarp eða horfa á sjónvarp, en af þessari æskudýrkun má ráða að það sé nær eingöngu fólk undir þrítugu. I sjón- varpi má nú velja á milli fjölda sjónvarpsstöðva, sem eingöngu flytja létta tónlist og flestar út- varpsstöðvar byggja á slíkri tónlist, í bland við aulafyndni og hressleika- kjaftæði. Nú hefur meira að segja verið sett á stofn sérstök sjónvarps- stöð, sem bersýnilega er ætlað að höfða eingöngu til ungmenna á mis- jöfnu þroskastigi og í sjálfu sér ekk- ert við það að athuga ef tilgangur rekstursins er að ná til þessa mark- hóps. XXX ASAMA tíma og unga fólkið er að leggja undir sig íslenska Ijósvakafjölmiðla má sjá hjá rót- grónum erlendum sjónvarpsstöðv- um gamalkunnug „andlit“, sem birst hafa á skjánum áratugum saman, og virðast vaxa að virðingu og hæfni með árunum og má þar nefna stjórnendur fréttaskýringaþáttar- ins „60 mínútur", fréttamenn CNN og Sky sjónvarpsstöðvanna að ógleymdum Larry King, sem að öðrum ólöstuðum er líklega einhver virtasti og hæfasti sjónvarpsmaður í heiminum nú um stundir. Þó er maðurinn kominn af léttasta skeiði og æskuþrótturinn löngu þrotinn. Larry King hefur hins vegar þá reynslu sem nauðsynleg er til að stjóma fréttatengdum umræðu- þætti með trúverðugum hætti og Víkverji sér ekki fyrir sér að yngri og fríðari maður myndi þar bæta um betur. Hér á landi virðast menn hins vegar ekki hafa úthald til að festa sjónvarpsþætti í sessi, með örfáum undantekningum, svo sem „Nýjasta tækni og vísindi“, sem hefur staðið af sér allar tískusveiflur, enda hefur sami maður haldið þar um stjórnvöl- inn árum saman við góðan orðstír. Aðrir þættir hafa fjarað út, jafnvel þótt þeir hafi mælst vel fyrir, og má þar nefna „Dagsljós", sem fór vel af stað á sínum tíma og spjallþáttinn „Á elleftu stundu“ þar sem tveir gamalgrónir og reyndir fjölmiðla- menn sýndu skemmtileg tilþrif, þótt komnir væru af léttasta skeiði. Víkverji er kannski að taka full djúpt í árinni með þessum staðhæf- ingum og það má alls ekki skilja orð hans svo að hann vantreysti ungu fólki. „Ef æskan vill rétta þér örv- andi hönd, þá ertu á framtíðarvegi," kvað skáldið forðum og eru það vissulega orð að sönnu. En sjálfsagt er þó að vara við þessum „hress- leika“-tilhneigingum, sem í síaukn- um mæli tröllríða ljósvakamiðlunum og æskudýrkunin má ekki ganga svo langt að reynslu og þroska sé alfarið varpað fyrir róða. Jafnframt má minna á að það er vissulega líf eftir þrítugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.