Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna spennumyndina „Stir of Echoes“ með Kevin Bacon. Draugagangur í Chicago Frumsýning TOM Witzky (Kevin Bacon) býr í Chicago ásamt fjöl- skyldu sinni og lifir þar kyrrlátu lífí. Dag einn er hann dá- leiddur í samkvæmi hjá nágranna sínum og hefur það ófyrirséðar af- leiðingar. I ljós kemur að Tom býr yfir yfir- náttúrulegum hæfileikum sem hann hafði enga hugmynd um að væru til og eftir því sem tímar líða finnst honum eins og draugur búi í húsi hans. Hann fær höfuðverkjaköst, sér hryllilegar sýnir og óttast að fjölskylda hans sé í stórkostlegri hættu. Þannig er söguþráðurinn í spennumyndinni „Stir of Echoes" sem frumsýnd er í fjórum kvik- myndahúsum samtímis um helgina. ________________________________, „ _______________________....... Með eitt aðalhlutverkanna fer Kevin haft eftir honum, „en ég hafði ekki inn fyrir einum 35 árum en Univer- Bacon en aðrir leikarar eru Zachary séð „Stir of Echoes“ fyrr en ég rakst sal ekki gert neitt með söguna." David Cope, Kathyrn Erbe og II- á hana í fornbókasölu fyrir nokkrum Matheson var sjálfur handritshöf- leana Douglas ásamt Kevin Dunn. Leik- stjóri og handritshöf- undur er Da- vid Koepp. Myndin er byggð á skáldsögu eft- ir Richard Matheson frá 1958 með sama nafni en leikstjórinn Koepp, sem er einn þekktasti handritshöf- undurinn í Hollywood (Júragarður- inn, „Mission: Impossible“), ákvað sjálfur að gera handritið upp úr henni. „Eg hafði lesið nokkrar aðrar hæknr pfrir RirharH Mnf.hpson “ pr Kevin Bacon fer með aðalhlutverkið í „Stir of Echoes". árum. Ég fékk mikið dálæti á henni eftir að ég las hana og varð mér úti um kvikmyndaréttinn á augabragði en Universal-kvikmyndaverið átti hnnn Msthpsnn hsfði splf hpim rpft- Það er draugalegt í kringum Tom Witzky, og ekki allt sem sýnist. undur og rithöfundur í Hollywood. Hann gerði handritið að „The Incr- edible Shrinking Man“ og nokkra þætti í seríunni í ljósaskiptunum, auk þess sem hann skrifaði skáld- sögur sem kvikmyndir hafa verið gerðar eftir eins og „Duel“, sjón- varpsmynd Steven Spielbergs, og „What Dreams May Come“. David Koepp segist ekki trúa á drauga en „ég hef mikla trú á draugasögum" segir hann. „Ég kynnti mér mjög náið draugasögur," heldur hann áfram, „og mig hafði lengi langað til þess að kvikmynda eina slíka, löngu áður en ég las „Stir of Echoes". Aður en tökur hófust las ég ógrynni af bókum og greinum um draugagang og drauga og húsdrauga og ég komst að því að draugasögur verða gjarnan til eftir að fólk hefur orðið fyrir einhverju áfalli, dauða ástvinar, slæmum sjúkdómi eða jafn- vel í kjölfar alls þess stress sem fylg- ir því að flytja í nýtt húsnæði." Leikarinn Kevin Bacon segist ekki geta sagt til um það hvort draugar séu til eða ekki en hann hefur „aldrei séð eða heyrt neitt sem fær mig til þess að halda að þeir séu á kreiki". Eðal kristalsljósakrónur Glerlistmunir og gjafavara fyrir brúðkaup, afmæli og ýmis merkistækifæri Gjafakort fáanleg Ný verslun Skúlagötu 17 KVIKMYNDIR/Stj örnubíó og Sambíóin frumsýna barna- og fjölskyldumyndina Her- togann eða „The Duke“ þar sem John Neville fer með aðalhlutverkið, leikur Hertogann. Hubert gerir usla fína samkvæmisfólksins í héraðinu þegar í ljós kemur að einn af þeim er hundurinn Hubert og brátt er kall- aður til siðameistari til þess að kenna honum hvemig á að haga sér í sam- kvæmum. Frændinn Cecil er ekki á því að auðæfin renni áreynslulaust til hundsins og skipuleggur samsæri sem á að leggja hann að velli og teng- ist ástarævintýrum Huberts. Þannig er söguþráðurinn í barna- og fjölskyldumyndinni Hertoganum eða „The Duke“ sem frumsýnd er um helgina í Stjörnubíói og Sambíó- unum. Með aðalhlutverk fara hund- urinn Hubert, John Neville, sem leikur aðalsmanninn, James Doohan, sem fer með hlutverk einkaþjónsins, Courtnee Draper, sem leikur unga frænku frá Bandaríkjunum er ving- ast mjög við hundinn Hubert, Oliver Muirhead, sem leikur óþokkann Cecil Cavendish, Justine Johnston, sem leikur fröken Puddingforth, siðameistara forréttindastéttarinnar er reynir að siða til Hubert og Char- lottu og Jeremy Maxwell, sem leikur Florian, ungan mann, er Charlotta verður ástfangin af. Leikstjóri myndarinnar er Philip Spinx en handritið skrifa þau Craig Detweiler og Anna og Robert Vince. Kunnastur leikaranna í myndinni er án efa John Neville en hann fór með titilhlutverkið í Ævintýrum Munchausens, stórmynd Terry Gilli- ams um lygamörðinn ógurlega. Hyggur þú á nám í Bandaríkjunum? Ráðstefna um nám í Bandaríkjunum og tengsl þess við atvinnulífið Stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands miðvikudag, 26. janúar kl. 16-18.30 $ 5 íslensk ameríska félagið | Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins Fulbright stofnunin I ENGINN hugsar betur um sitt fólk í Dingwall en heiðurs- maður þorpsins, sem er ein- faldlega kallaður Hertoginn (John Neville). Hann á trygglynda hundinn Hubert. Glaður í hjarta selur Her- toginn sín merkilegu málverk og húsgögn til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín í þorpinu og hvem morgun sækir Hubert blaðið fyrir eiganda sinn og heimsækir kærust- una sína, Daisy, í leiðinni. Hubert er hinn mesti klaufabárð- ur og það eru ekki allir sem þola hann jafn vel og Hertoginn og einka- þjónninn hans, Clive Chives (James Doohan), sem reynir að gæta hags- muna hundsins. Frænda Hertogans, Cecil Cavendish (Oliver Muirhead), líst hins vegar ekki á hvernig heið- ursmaðurinn sólundar eignum sín- um til fátækra og heitir því að ná yf- irráðum yfir eignum hans áður en í óefni er komið. Hertoginn kemst að ráðabruggi Cecils og á banasæng lætur hann eignir sínar ganga til hundsins Huberts. Verður uppi fótur og fit á meðal Vangefinn á dyrahellunni Fréttaflutningur á íslandi, einkum í ljósvaka fjölmiðlun ber ekki reisn samtímans stórt vitni. Þau þrjú dagblöð, sem hér eru gefin út eru heldur ekki frábrugðin þeim smá- vaxna samtíma sem við lifum í. Einkum kemur þetta í ljós hjá yngri kynslóðum, sem ástunda margvís- legt viðurkenning- arstand með upphrópunum og hástigim lýsingarorða, meira og minna marklausum, eins og „frá- bært“. „snilld" og „toppar allt“, sem notað er til jafns um almenna list og íþróttir. Þetta stafar af þörf hverrar kynslóðar til að eiga ein- staklinga í flokki, sem skara fram úr. Við lestur erlendra blaða og hlustun á erlendra ljósvakamiðla, heyrast ekki svona fruntalegar lýs- ingar á ágæti afreka. Hið versta er að svona orðavaðall hefur orðið einskonar menningarleg útflutn- ingsvara, enda átta útlendingar sig ekki á því að hér skuli jafn almennt og fáránlegt raus viðgangast og raun ber vitni um. Líkja mætti þessu ástandi við, að útlendingur hefði komið til landsins og vfijað blanda geði við fólk til að finna „menninguna“ og orðið gengið heima að einhverjum bæ, en þá hefði viljað svo til að vangefinn maður hefði staðið á bæjarhellunni og útlendingurinn síðan dregið ályktun sína um menningarástand þjóðarinnar af samtali við hann. Undanfarið hefur nokkur um- ræða orðið um fréttaflutning í út- varpi og sjónvarpi út af fráfarandi iðnaðarréðherra, þar sem tekist var á um viðhorf stjórnarflokka annars vegar og stjómarandstöðu að hluta hins vegar. Svo vill til að vinstri menn eru í stjórnarand- stöðu. Það hefur þótt gefa ástæðu til að gagnrýna fréttastofur um að draga heldur taum vinstri manna, sem eru í sókn um þessar mundir, samkvæt reglunni að óróleikinn skapar fylgi. Þegar svo átti að taka þessi mál til umræðu var auðvitað enga að fá nema hægri og vinstri menn. Svo málið er eiginlega óút- kljáð. Þetta sýnir vanda fjölmiðl- ana. Þegar þarf að ræða svona hluti af skynsemi hafa þeir enga nema misjafnlega kunna flokksjaxla til að mæta á palli. Á sunnudagskvöldið sýndi Stöð 2 franska gamanmynd um njósnir með Jean Reno í aðalhlutverki. Hans er yfirleitt ekki mikið getið hér, en er samt góður gamanleik- ari, en kannski of gamall fyrir bíó- fólkið. Reno hefur samt leikið í ein- um þremur eða fjórum myndum, sem hér hafa verið sýndar. Þessi mynd hét Saltkjöt og baunir og kemur ekki vitund við efni myndar- innar enda búið að gera baunum verðug skil í „Blazing Sadles“. Stöð 2 er nú að sýna danska þætti á Lygnubökkum undir stjórn von Triers og ganga þættirnir vel fram. Sá síðasti vor svolítið nítján- dualdarlegur, þar sem deyjandi faðir hálfskipar syni sínum að gift- ast ákveðinni konu. Verið getur að þetta tíðkist enn í henni Dan- mörku. Annars eru Danir miklu bestir og frjálslyndastir norrænna þjóða og illt að þjóðaflækingar skuli vera að stofna til ófriðar við þá á Nörrebro. Sýnd var mynd með Rambo og man ég ekki hvert það var eitt, tvö, þrjú eða fjögur. Nema þessi mynd var af hinum ægihrausta Rambo, sem kominn var heim út Vietnam stríðinu og lifði einn eftir sinna fé- laga. Áróðurinn gegm því stríði var með einmdæmum. Sjónvarpið flutti Bandaríkjamönnum stríðið inn í stofur og þar urðu þeir fyrir slíku áfalli, að a.m.k. áróðursfólkið gat ekki litið hermennina réttu auga við heimkomuna; þá sem voru ekki settir sex fet í jörðu. Þessi Rambo mynd var um hvernig hinn ægihrausti maður snerist gegn þessum bölmóði heimalandsins. Að öðru leyti var myndin yfirdrifin á köflum, en hún hafði þennan boð- skap að færa. Nú er farið að minnka um atvinnu hjá Rambo - Sylvester Stallone, en hann kom svo sannarlega óanægju fyrrver- andi hermanna í Vietnam til skila. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARP A LAUGARDEGI Frumsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.